Morgunblaðið - 24.10.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.1954, Blaðsíða 16
Veðurúllit í dag: SV-kaldi. Siðan skýjað. Gola. úfgttttÞIii&tfi 244. tbl. — Sunnudagur 24. október 1954 Reykjavílurliré! er á bU. 9. Ægir finrtur síld út af Reykjanesi Dýptarmælir sýndi óhemju fiskmagn 1’ TNDANFARNA viku hefur Ægir verið hér í Faxaflóa og nágrenni og svipazt um eftir, hvort þar væri nokkra síld að finna, sem bátarnir hefðu ekki orðið varir við. Fyrir illviðrakastið í vikunni varð vart við síld norður af Géirfugladrang á Reykjanesi. Var þá ekki mögulegt að rannsaka það betur vegna óveðurs, en í fyrrinótt fór skipið aftur á sömu slóðir og varð þá enn vart við miklar lóðningar á töluvert stóru svæði. Árni Friðriksson • kjörinn dr. phil. h.c, Blaðamönnum var skýrt frá þessu um borð í Ægi í gær, en þar voru auk skipherrans, Þórar- ins Björnssonar og Kristjáns Júlíussonar loftskeytamanns, Pét ur Sigurðsson, forstjóri land- helgisgæzlunnar, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri og Sigurður Egils son, framkvæmdastjóri Lands sambands ísl. útvegsmanna. STÓR OG FALLEG SÍLD Lagði Ægir net og lét reka í tvo tíma 7 mílur misvísandi norður af Geirfugladrang Fékkst þá staðfesting á því að þarna var síld, en einnig renndu Ægis-menn færi og fengu upsa og þorsk. Síldin var stór og falleg, yfir 30 cm. að lengd. Aftur var látið reka 10 sjó- mílum vestar, og fékkst þar enn síld, hún var blandaðri en magnið virtist mikið, óð hún allt í kringum skipið. Benda likur til þess að þarna sé síld á stóru svæði, en auk þess annar fiskur, að minnsta kosti upsi og þorskur. Lóðning in var á 20—45 metra dýpi og í neðri kantinum fékkst færa- fiskurinn. Við viljum ekki fullyrða neitt um að hér sé óhemju síldarganga á ferðinni, segja Ægismenn, en það er mikið magn þarna af einhverju. Ég hefi aldrei séð svona miklar lóðningar fyrr, sagði Þórarinn Björnsson skipherra. ENGIN SÍL*D í HVALFIRDI Ægir leitaði víðar en á þessu svæði, en var ekki síldar var. T. d. var lóðað í Hvalfirði. Feng- ust þar góðar ióðningar, en ekk- ert fékkst í net. Aftur á móti náðu þeir nokkrum sandsílum í háf. VANTAR UM 15 ÞÚS. TUNNUR BF.ITUSÍLDAR Alls hafa 70 þús. tunnur síld- ar farið til frystingar á þessu ári á öllu landinu, en af því magni hafði beitunefndin gefið heimild til útfiutnings á 15 þús. tunnum til Póllands, en aftur- kallaði leyfið, er helmingur síld- arinnar hafði verið fluttur út. Reiknað er með að beitu- þörfin verði 70—80 þús. tunn- ur á vetrarvertíðinni. Er því fyrirsjáanlegt að til vandræða horfir, ef ekki aflast meiri síld og loðnan bregzt í vetur. Mun vanta um 15 þús. tunnur beitusíldar en auk þess vant- ar mikið upp í samninga af saltsíld. í fyrra var frysta síld- in 112 þús. tunnur. NÍU BÁTAR Á REKNETJA- VEIÐUM Allir aðkomubátar, sem stund- uðu reknetjaveiðar við Faxaflóa eru farnir heim og nú stunda að- eins níu bátar þá veiði, sjö Akra- nesbátar og tveir frá Sandgerði. Þeir fóru þegar í gær á þær slóð- ir, sem Ægir var síldarinnar var, og hafa látið reka þar í nótt. — Fæst þá væntanlega einhver vitneskja um, hversu mikil síld er þarna. Séra Krisl jáai Róbcrtsson hlaut flest atkvæði UM hádegi í gær voru kunn úr- slitin í prestkosningunum á Ak- ureyri á sunnudaginn var. — Enginn hinna fimm umsækjenda náði lögmætri kosningu. — Flest atkvæði hlaut séra Kristján Ró- bertsson 1063, en með 1043 atkv. var séra Birgir Snæbjörnsson. — Hinir prestarnir hlutu atkv. sem hér segir: Jóhann Hlíðar 823 at- kvæði, Þórarinn Þór 264 og Stef- án Eggertsson 150 atkv. Auðir seðlar og ógildir voru 18. — Á kjörskrá voru 4916, en 3361 greiddu atkvæði. ÍVIÆÐIVEIKI í SKAGAFIRfll? Gnuisamlegri kind slátrað Sauðárkróki, 23. október. ÞAU illu tíðindi gerðust hér í gær, að full ástæða er til þess að álíta að mæðiveiki sé komin upp í Staðarhreppi í Skagafirði, og hefur slegið miklum óhug í bændur út af atburði þessum. VEITTI ATHYGLI VEIKRI KIND í gær, þegar bóndinn að Vík í Staðarhreppi, Haukur Hafstað, var að smala fé sínu, veitti hann athygli einni fullorðinni kind, sem ekki virtist heil heilsu. Hefur hún ásamt öðru fé gengið á Stað- arafrétt í sumar. SLÁTRAÐ ÞEGAR í STAÐ Hringdi Haukur strax til Sauð- árkróks út af kindinni og fór Pétur Jónasson, sem er trúnaðar- maður Sauðfjárveikivarna þar, tafarlaust að Vík og var ánnj slátrað. — Lungu hennar voru þannig, að full ástæða er að ótt- ast að hér sé um mæðiveiki að ræða. Voru þau send í dag með flugvél til Reykjavíkur til frek- ari rannsóknar. ÆTTUÐ FRÁ HAFSTEINSSTÖÐUM Kind þessi var ársgömul, og keypti Haukur hana í fyrra sem lamb af Jóni Bjarnasyni bónda að Hafsteinsstöðum, sem er næsti bær við Vík. En þar sem bóndinn þar keypti allmargt fé í fyrra víða að, kveðst hann ekki þora að fullyrðá af hvaða stofni hún sé. — Guðjón. Á HÁSKÓLAHÁTÍÐINNI í gær lýsti forseti Norrænudeildar, prófessor Einar Ólafur Sveins- son, doktorskjöri mag. scient Árna Friðrikssonar framkvæmda stjóra alþjóða hafrannsóknarráðs ins. Norrænudeild Háskóla ís- lands ákvað á fundi sínum 15. okt. s. 1. að kjósa Árna Friðriks- son dr. phil. h.c. Las próf. Einar Ól. Sveinsson síðan álitsgerð deildarinnar um doktorskjörið. — Árni Friðriks- son er fæddur að Króki í Ketil- dalshreppi í Barðastrandasýslu 22. des. 1898. Hann varð stúdent 1923 og lauk magistersprófi í dýrafræði frá Hafnarháskóla 1929. Tók hann síðan að starfa að fiskirannsóknum, fyrst í Dan- mörku og síðar hér. Varð hann stjórnandi fiskideildar Atvinnu- deildar Háskólans 1937 og gengdi fjölmörgum trúnaðarstörfum í íSl. vísindafélögum. 1938 varð hann fulltrúi í alþjóðahafrarín- sóknarráðinu og varð fram- kvæmdastjóri þess fyrir tveim- ur árum síðan. Hann hefur samið fjölda ritgerða vísindalegs efnis bæði á ísl. og á erl. tungu. Kvænt ur er hann danskri konu Ebbu Chr. Bagge. fslenzku skákmenn- irnir segja frá í DAG segja íslenzku skákmenn- irnir, sem fóru á Amsterdam- mótið, nokkuð frá keppni sinni þar og mótinu í heild. Verður það í Sjálfstæðishúsinu kl. 3 e. h. Guðmundur Arnlaugsson segir frá mótinu, en skákmennirnir munu sýna eitt og annað úr skák- um sínum. Þá mun Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, ávarpa skákmenn- ina. Það skal tekið fram að síðdegis kaffi verður engu að síður í Sjálf stæðishúsinu í dag, og þeir, sem þangað koma, geta hlýtt á frá- sögnina. AKUREYRI ABCD EFGH m mmm ABCD EFGH REYKJAVÍK 9. leikur Akureyringa: e6xd5 Laugardagsleikurinn stendur tíl þriðjudags. Tveir menn týnast með trillubáti frá Reykjavík Fór í róður á fimmtudaginn t HINU INDÆLA veðri, sem var hér í Reykjavík í gær- dag, sendi Slysavarnafélag Is- lands út leitarflugvél til að skyggnast um eftir trillubát, sem ekkert hefur spurzt til, frá því á fimmtudaginn. Leit flugvélarinnar ,bar ekki ár- angur. — I gærkvöldi var bát- urinn talinn af, en á honum voru tveir menn. Síðdegis í gær fannst á þeim slóðum, er báturinn lagði lín- una, belgur merktur honum. Þetta bendir ótvírætt til að þeir féiagar hafi lagt línuna, en slysið orðið áður en þeir drógu hana. Bátur þessi hét Áfram RE 265. Á honum voru tveir menn, eig- andi hans, Jón Pétursson, sem á heima á Kleppsvegi 106. Lætur hann eftir sig konu og 4 börn uppkomin, 25—28 ára. Hinn mað- urinn er Gestur Sölvason, Suður- pól 4, sem fór með honum í þenn- an róður. Hann lætur eftir sig uppkominn son. Þeir félagar lögðu af stað í róðurinn milli kl. tvö og þrjú á fimmtudaginn. Ætluðu þeir út að „bauju 4“ hér í Faxaflóanum. — Á þeim slóðum sáu aðrir bátar þá félaga á fjórða tímanum. ÆTLUÐU AÐ KOMA UM NÓTTINA Síðan hefur ekkert til þeirra spurzt. — Þeir ætluðu sér að koma að landi aðfaranótt föstu- dagsins. — Á fimmtudagskvöldið var nokkur strekkingur af norð- austri hér í Faxaflóanum. Telur Slysavarnafélagið sennilegt að þetta kvöld hafi slysið viljað til, en með hvaða hætti verða aðeins getgátur einar. ÁRANGURSLAUS LEIT Á föstudagskvöldið var lýst eftir bátnum í útvarp, en þann daginn allan var bezta veður. — í gær var enn haldið áfram að lýsa eftir bátnum. — Um allan Faxaflóa og allt suður að Reykja- nesi, í Miðnessjó og Eldeyjar- banka var fjöldi skipa, en ekk- ert þeirra hafði orðið vart við ferðir þeirra Jóns og Gests á trillunni Áfram. LEITIN ÚR LOFTI í gærdag tók Slysavarnafélagið flugvél á leigu hjá félaginu Þyt til leitar úr lofti og fór skrif- stofustjóri Slysavarnafélagsing Henrý Hálfdánarson með flug- vélinni. Bjart var yfir og af- bragðs skyggni. Þræddi flugvél- in strandlengjuna frá Reykjavík og allt suður fyrir Reykjanes. —i Flogið var yfir Miðnessjó djúpt og grunnt, sömuleiðis Eldeyjar- banka og um Faxaflóa allan, en án nokkurs árangurs. Ókeypis krana» I bílar fyrir FIB-bíla 1 STJÓRN Félags ísl. bifreiðaeig- enda hefur ákveðið að greiða dráttarbíls-kostnað fyrir félags- menn, ef bílar þeirra bila og verða óökuhæfir úti á þjóðveg- um, og draga þarf þá til næsta bílaverkstæðis. í fyrrasumar hafði F.l.B. við- gerðarmenn á Þingvallavegi og á leiðinni austur yfir Fjall um Sogsfossa til Þingvalla. — Alls var um 200 bílum veitt aðstoð. — Mun félagið einnig næsta sum- ar hafa vegaþjónustu fyrir fé- lagsmenn sína. Góður afli hjá 1 Akranesbátunum AKRANESI, 23. okt. — Undan- farið hafa trillubátar héðan aflað mest ýsu. Upp á síðkastið hefur aflinn verið blandaðri og vænn þorskur slæðzt með. í dag reru 11 trillubátar og öfluðu þeir frá 400 —900 kg hver bátur. Baldur, 18 tonna fékk 1600 kg á 12 bjóð. Hingað kemur Tröllafoss I kvöld og mun byrja þegar í kvöld og halda áfram í nótt að lesta fiskimjöli og skreið. — Oddur. Kommúnisli kjðiinn FÉLAG íslenzkra hljóðfæraleik- ara kaus fulltrúa á Alþýðusam- bandsþing að viðhafðri allsherj- aratkvæðagreiðslu á fimmtudag og föstudag. Kjörinn var kommúnistinn Bjarni Böðvarsson með 32 atkv., en listi lýðræðissinna hlaut 29 atkvæði. Pétur Sigurðsson húskólurit- uri sæmdur próíessorsnulnbót FORSETI ÍSLANDS hefur skv. tillögu menntamálaráð- herra sæmt Pétur Sigurðsson, háskólaritara, sem um þessar mundir hefur gegnt starfi sínu í 25 ár, prófessorsnafnbót. Pétur Sigurðsson var skip- aður háskólaritari 1. október! 1929. Hann er fæddur 17. febr. ’ 1896 á Ánabrekku í Mýra-j sýslu. Foreldrar hans eru Sig-1 urður Pétursson fangavörður,' ©g kona hans Guðríður Gils- i dóttir. Pétur varð stúdent 1914 j og mag. art. 1923. Hann var aðstoðarbókavörður við Lands j bókasafnið 1925 og þar til hann ] tók við stöðu háskólaritara 1929. Pétur hefur einnig ver- ið framkvæmdastjóri Háskóla- happdrættisins og Tjarnarbíós og í stjórn íþróttasambands íslands var hann 1922—31. — Hann er kunnur fyrir ritstörf og frábæra útgáfu á ýmsum bókmenntum. — Kvæntur er hann Þóru Sigurðardóttur frál Búðum í Fáskrúðsfirði. Próf. Pétur Sigurðsson. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.