Morgunblaðið - 12.12.1954, Síða 9

Morgunblaðið - 12.12.1954, Síða 9
Sunnudagur 12. des. 1954 MORGUNBLAÐIÐ 9 Á þessari mynd getur að líta stíflugarð þriggja glæsilegustu raforkuvera landsins, írafoss í Sogi, (lengst til vinstri), Andakílsárvirkjunarinnar í Borgarfirði (í miðju) og Laxárvirkjunarinnar í Suður-Þingeyjarsýslu. Laugardagur 11. desember Piogfresfun fram í febrúar — B-jórfán iög afgreidd — Þegar vatnsafiiö kveikti fylrstu Ijósin — Hægfara þróun — HöfuÖborgin fekur forystuna — Dýrmætasti varasjóð- urinn — Kjarnorkan ieysir vafnsaffiið af hólmi — Kommúnistar ekki Þingfrestun fram í febrúar ANNARI umræðu um fjárlaga- frumvarpið lauk s. 1. fimmtudag með atkvæðagreiðslu um fram- komnar breytingartillögur og frv. í heild. Er nú gert ráð fyrir að þriðja umræða geti farið fram ekki síðar en n. k. fimmtudag eða föstudag. Mun fjárlagaafgreiðslu Ijúka þarmeð og fjárlög ársins 1955 endanlega samþykkt. Er nú efst á baugi meðal stjórnarflokk- anna að þingi skuli frestað fram í febrúarbyrjun. Gefst ríkis- stjórninni þá tækifæri til þess að undirbúa þau stórmál, sem hún hefur ákveðið að ljúka á þessu þingi. En það eru fyrst og fremst endurskoðun skattalaganna að því leyti, sem hún ekki var framkvæmd á síðasta þingi, nýjar ráðstafanir til stuðnings umbótum i húsnæðismálum og tillögur um aðstoð við þá landshluta, sem við atvinnu- erfiðleika eiga að etja af völd- um aflabrests og rányrkju fiskimiðanna, Mun það al- mennt talið eðlilegt, að sjórn- in fái tóm til þess að vinna að tillögum sínum um þessi mál. Fyrir þingmenn utan af landi er það einnig mjög hag- kvæmt að þinghlé standi fram í febrúarbyrjun. 14 lög og 5 þingsálykt- anir afgreiddar ÞAÐ sem af er þessu þingi hafa verið afgreidd 14 lög frá Al- þingi. Voru 11 þeirra lögð fram sem stj órnarfrumvörp, 2 voru flutt af nefndum fyrir hönd ríkis stjórnarinnar og 1 var þingmanna frumvarp. Var það frv. um nið- urfellingu manntals í Reykja- vík. Þessi lög voru um gjaldavið- auka á árinu 1955, bráðabirgða- breytingu á tollskrá, hlutatrygg- ingasjóð bátaútvegsins, Stýri- mannaskólann í Reykjavík, Happdrætti dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna, landnám, nýbygg ingar og endurbætur í sveitum, ræktunarsjóð, afnám veitinga- skatts, prentfrelsi, atvinnurétt- indi og búsetu, stækkun lögsagn- arumdæmis Akureyrar, yfir- stjórn máia á varnarsvæðunum og dýrtíðarráðstafanir vegna at- vinnuveganna. Þingsályktunartillögurnar voru um eftirlit með jarðborunum, lendingarstaði fyrir sjúkraflug- vélar, atkvæðagreiðslu af hálfu Islands í Grænlandsmálinu á þingi Sameinuðu þjóðanna, gisti- hús á Þingvöllum og gistihús í landinu almennt. Til viðbótar þessum málum mun svo Alþingi í næstu viku Ijúka afgreiðslu fjárlaga. Verða það fimtándu Iögin, sem samþykkt verða á þessu — Undanhald frá yflrboðsiegri ræðia hausti. Sennilega verða og nokkur fleiri lög afgreidd i Fyrsta vatnsaflstöðin UM þessar mundir er minnst merkilegs afmælis á landi hér. Fimmtíu ár eru liðin síðan fyrstu vatnsaflsstöðvarnar hófu að framleiða hér raforku til al- menningsþarfa. Eins og írá hef- ur verið skýrt gerðist sá atburð- ur suður í Hafnarfirði. Með hagnýtingu vatnsaflsins í þessu skyni rann upp nýr tími á Islandi. 1 rúm þúsund ár höfðu ár og lækir runnið óbeizlaðir til sjávar. Hin miklu vatnsföll voru þjóðinni fyrst og fremst íarar- tálmar og einangrunarvaldar. En með framleiðslu raforku með vatnsafli opnuðust nýir mögu- leikar, nýir heimar fyrir þjóð þessa strjálbýla lands. Vötnin og stórfljótin, bæjarlækirnir víðs- vegar um land gátu veitt ljósi og yl inn á heimilin, stökkt myrkr- inu og kuldanum á flótta. Hægfara þróun EN þróunin í þessum málum varð hægfara. Fram til ársins 1921 er virkjun Elíiðaánna hefst fyrir Reykjavík, má segja að aðeins hafi verið stigin smáspor í raf- orkumálum þjóðarinnar. Það ár eru virkjuð rúmlega eitt þúsund kilówött i Elliðaánum. Á árinu 1933 hafði sú virkjun verið stækk uð upp í rúm 3000 kilowött. En árið 1937 gerist stórvið- burður á sviði íslenzkra raf- orkumála. Þá er fyrstu virkj- un Sogsfossa lokið með 8800 kilowatta orkuframleiðslu. Síðan rekur hver stórvirkjun- in aðra. Árið 1939 er Laxá í Þingeyjarsýslu virkjuð fyrir Akureyri. Var þá reist þar tæp lega 1700 kilowatta orkuver. Árið 1944 er svo Sogsvirkjun- in aukin um 5800 kilowött. Sama ár er Laxárvirkjunin einnig aukin. Fyrsta virkjun í Skeiðsfossi fyrir Siglufjörð er svo framkvæmd árið 1945 og Andakílsárvirkjun fyrir „----Ólgandi fossa kynjamögnin duna“. — (H. Hafstein.) Borgarfjarðarhéröð árið 1947. Síðan koma nokkrar smærri virkjanir fyrir kaupstaði og kaup tún víðsvegar um land og loks stórvirkjanir í Laxá og Sogi árið 1953. Stærst allra orkuvera á land- inu er írafossstöðin nýja við Sog. Hún framleiðir 31 þús. kilowött raforku. Með henni tvöfaldaðist sú orka, sem raforkuver Reykja- víkur framleiða. Samkvæmt skýrslu raforku- málastjórnarinnar, sem gefin var nú um helgina, hafa nú um 85% landsmanna afnot af raforku. En þá hafa verið meðtaldar diesel- stöðvar og einkarafstöðvar. Sogs- virkjanirnar veita langsamlega flestu fólki möguleika á raforku- notkun. Á orkuveitusvæðum þeirra búa samials um 81 þús- und manns. Forysta Reykjavíkur UM það getur engum bland- ast hugur, að Reykjavík hefur undir forystu Sjálfstæðis- manna haft mesta forgöngu um hagnýtingu vatnsaflsins hér á landi. Frá raforkuverum höfuðborgarinnar getur nú töluvert meira en helmingur landsmanna fengið raforku. Stórhugur Sjálfstæðismanna í Reykjavík í þessum málum hefur vakið trú og áhuga þjóðarinnar á virkjun vatns- aflsins í stórum stíl. Fáar umbætur hafa átt eins ríkan þátt í að gera Reykjavík að þróttmikilli nýtízku borg og einmitt virkjanir Sogsfossa. Þær eru grundvöllur stórkostlegra framfara á sviði iðnaðarmála. Á þeim byggjast einnig fjölþætt lífsþægindi og bætt aðstaða til margháttaðs atvinnurekstrar. Áfram liggja sporin EN sporin iiggja áfram í þess- um þýðingarmiklu málum. Fyrir 25 árum mörkuðu Jón heitinn Þorláksson og Jón á Reynistað víðsýna og stórhuga stefnu í raf- orkumálunum. Raforka til al- menningsnota í sveitum og við sjó var kjarni tillagna þeirra. Samkvæmt áætlun, sem Jón Þorláksson gerði um virkjanlegt vatnsafl á íslandi, er talið, að samtals sé hægt að virkja hér um 4 millj. hestafla í fljótum og fossum. Aðeins 1,3% af þeirri orku hafa nú verið virkjuð. Má af því marka, hversu geysilegir virkjunarmöguleikar eru fyrir hendi í þessu landi. Dýrmætasti varasjóðurinn VATNSAFLIÐ er þess vegna einn dýrmætasti varasjóður íslend- „vínstri rnenn^ inga. Það er lykill að miklurn auðæfum. Á hagnýtingu vatns- aflsins veltur það í ríkum mæli, hvernig íslendingum tekst að mæta framtíðinni og halda á- fram uppbyggingu lands síns. Ríkisstjórnin mun hafa haft hug á því, að nota þessi tímamót, 50 ára afmæli vatnsaflsraforku í landinu, til þess að tilkynna á- kvarðanir sínar um þær virkj- anir, sem ráðist mun í á næst- unni á Vestfjörðum og Austur- landi. En það mun þó ekki hafa reynzt mögulegt. Verið er að leggja síðustu hönd á ýmis undir- búningsatriði í sambandi við þessar ákvarðanir. Standa vonir til þess að þeim undirbúningi verði lokið áður en Alþingi verð- ur frestað og jólafrí þess hefst. Sjálfstæðismenn munu leggja mikla áherzlu á, aff fyrirhugaffar raforkufram- kvæmdir dragist ekki úr hömlu. Rafvæffing landsins hefur frá upphafi veriff hiff stóra mál flokks þeirra. — Á forystu Sjálfstæffismanna í þessum málum eru einnig byggffar miklar vonir þús- unda manna víffs vegar um land, sem ennþá skortir þá aff- stöðu og þau lífsþægindi, er hin hvítu kol, sem unnin eru úr straumi fljóta og fossa, veita. Það verkefni, sem núverandi ríkisstjórn hefur tekizt á hendur að leysa í raforkumálunum er svo þýðingarmikið, að engin rík- isstjórn, þegar undan er skilin nýsköpunarstjórnin, sem mynd- uð var á morgni lýðveldisins, hefur ákveðið jafn raunhæfar og stór-kostlegar umbætur í þágu framtíðarinnar. ^ Kjarnorkan leysir vatnsaflið af hólmi Á ÞESSAR framkvæmdir ber þó að líta sem áfanga á langri leið. Sú orka, sem leidd verður frá nýjum raforkuverum fyrir aust- an og vestan og frá Sogi og Laxá út til sveita og sjávarþorpa allra landshluta er aðeins lítið brot af þeirri geysilegu orku, sem ennþá verður eftir óbeizluð í fljótum og fossum landsins. Vera má, aff kjarnorkan leysi hér vatnsafliff af hólmi einhverntíma í framtíffinni. — Fyrir þeim möguleika ber síffur en svo aff loka augunum. Þaff er engin fjarstæða, að hér rísi kjarnorkuver til orku- framleiffslu í þágu efnahags- legrar uppbyggingar og far- sældar þjóffarinnar. En fyrst um sinn hljóta áætlanir um orkuframleiffslu og vaxandi iffnaff aff byggjast á hagnýt- ingu vatnsaflsins. Þaff er sá orkugjafi, sem land okkar býr yfir gnægðum af. Framh. á bls. 12. ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.