Morgunblaðið - 18.12.1954, Síða 16
Yeðurúllif í dag:
SV-kaldi, éljaveður.
289. tbl. — Laugardagur 18. desember 1954
dagar
til
ióla
Glófaxi varð að nanðlenda
á Akureyri vegna ísingar
Völlurinn lýstur upp með olíulýrum
, Akureyri, 17. des.
UM klukkan 7.39 í gærkvöldi urðu menn varir við að flugvél
var á sveimi yfir bænum og fór hring eftir hring. Fannst
mönnum þetta að vonum gegna nokkurri furðu, þar sem hér á
Akureyrarflugvelli er ekki leyft að lenda eftir að dimmt er orðið,
»ema þá í neyðartilfellum. — Það kom á daginn, að hér var um
að ræða Douglas-flugvél Flugfélagsins. Var það Glófaxi, er var
kominn hingað til að nauðlenda.
héðan hélt Glófaxi áfram
Jón E. Bergsveimson
lézl í gærdag
VARÐ AÐ NAUÐLENDA
VEGNA ÍSINGAR
Hafði Glófaxi farið frá Egils-
•stöðum kl. 6.30 og ætlaði beint
til Reykjavíkur. Var hann með
um 10 farþega innanborðs. Er
hann var kominn nokkuð á leið,
urðu flugmenn þess varir, að
mikil ísing settist á flugvélina, og
það svo mjög, að flugvélin, sem
átti að vera með 140 mílna flug-
hraða, var komin niður í 90 mílur
vegna ísingarþungans. Vegna íss-
ins var radíóáttaviti óvirkur orð-
og
ferðinni til Reykjavíkur í gær-
morgun. Hægt hefði verið að
fljúga beint áfram í gærkvöldi,
því að nægan benzínforða hafði
flugvélin og engin bilun varð í
hreyflum. Það var af öryggis-
ástæðum talið sjálfsagt að lenda
hér, einkum vegna þess, að vélin
gat ekki notað stefnuvitana á leið
sinni suður, þar sem ísingin hafði
sezt á loftnet radíóáttavitans. |
Af þessu má sjá, að nauðsyn-
legt er að flýta raflýsingunni á
lellri deiid lauk störfum í gær
áfgreiddi Ivenn lög oin kvöldið 1
FUNDUR hófst í Neðri deild Alþingis kl. 9 í gærkvöldi. Hélt
nefndin sarntals fjóra fundi um kvöldið og afgreiddi tvenn
lög, frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um al<
mannatryggingar og frumvarp Sigurðar Bjarnasonar og fleiri um
að heimila listaverkauppboð. — Þá var tekið fyrir frumvarp, sem
menntamálanefnd flutti í gær fyrir hönd rikisstjórnarinnar um
framlengingu laga um heimild til þess að innheimta skemmtana-
skatt með viðauka árið 1955. Var það afgreitt út úr deildinni á
þremur fundum og til Efri deildar.
inn. Ákvað flugstjórinn, Sverrir flugvellinum hér, svo að lenda
Jonsson, þá að snúa við til Egils-
staða og lenda þar aftur. En þeg-
ar þangað kom, var ólendandi
þar, vegna þess hve lágskýjað
var þá orðið. Tók hann þá það
ráð að fljúga hingað, því að hér
■Voru öll skilyrði til að leiðbeina
flugvélinni til lendingar, þar sem
er hin nýja flugratsjá. — Nýi
fiugvöllurinn er ekki enn raf-
lýstur, svo að bornar voru út
með flugbrautinni olíutýrur. Til
frekara öryggis var slökkvilið
Akureyrar kallað á vettvang, ef
flugvélinni myndi hlekkjast á í
lendingu, og sjúkrabifreið var
þar einnig. — Þá var og til taks
flugvél til að senda af stað og
leiðbeina Glófaxa við lending-
una.
VARÐ AÐ ÞÍÐA FRAMRÚÐ-
UNA TIL ÞESS AÐ GETA
LENT
Svo mikil var ísingin orðin á
flugvélinni, að nær ekkert sást
út um glugga stjórnklefans. Voru
flugmennirnir að reyna að þíða
af rúðunum, er þeir hringsóluðu
yfir bænum.
Þegar klukkuna vantaði 10
mín. í átta, freistaði flugstjórinn
þess að lendá, og hafði honum
þá tekizt að þíða svolítið gat j
ísinguna á framrúðunni, svo að
hann sá út. Tókst lendingin vel,
megi hvort heldur er að nóttu
eða degi, því að hvergi á landinu
eru öryggistæki fullkomnari en
hér nema á Keflavíkurflugvelli.
— Vignir.
1 GÆRDAG lézt í Landakots
spítala helzti hvatamaður að
stofnun Slysavarnafélags Islands
og síðar erindreki þess, Jón E.
Bergsveinsson. Varð hann 75 ára
að aldri. I
Jón var þjóðkunnur maður
fyrir störf sín í þágu slysavarna- !
málanna hér á landi og var mjög
árvakur í starfi sínu. j
Undanfarið hafði Jón átt við ,
vanheilsu að stríða, en hafði ekki I
lengi dvalizt í sjúkrahúsinu er
hann lézt.
SIÐASTI FUNDUR
FYRIR JÓL
Þar sem þetta var síðasti fund-
ur Neðri deiidar áður en þingi
skyldi frestað, ósxaði íorseti
deildarinnar, Sigurður Bjarna-
son, þingdeildarmönnum gleði-
legra jóla og nýárs, um leið og
hann þakkaði þeim ánægjulega
samvinnu við sig, sem forseta á
því ári, sem nú væri senn liðið.
Jafnframt árnaði hann utanbæj-
arþingmönnum góðrar heimferð-
ar og heimkomu, og lét þá von í
ljós að þingdeildarmenn mættu
allir heilir hittast er Alþingi
héldi áfram störfum á nýju ári.
Einar Olgeirsson kvaddi sér þá
hljóðs og þakkaði forseta góðar
árnaðaróskir, óskaði honum
gleðilegra jóla og nýárs og lét í
ljós von um að þingmenn mættu
hitta hann heilan á nýju ári. —
Tóku þingdeildamenn undir orð
hans með því að rísa úr sætum.
ÞINGFRESTUN í DAG
Síðasti fundur Efri deildar
hefst kl. 1,30 í dag. En kl. 2 hefst
fundur í Sameinuðu þingi. Er þar
aðeins tillaga til þingsályktunar
um þingfrestun til 4 febrúar á
dagskrá.
Nýbýlasfjórn kosin
NÝBÝLASTJÓRN var kosin af
Sameinuðu þingi í gær. — Hana
skipa fimm menn, sem eru kosn-
ir til fjögurra ára í senn. Stungið
var upp á jafnmörgum og voru
þeir því sjálfkjörnir, þeir Jón
Pálmason, Jón Sigurðsson, Stein-
grímur Steinþórsson, Haukur
Jörundsson og Ásmundur Sig-
urðsson.
Nefnd kosin til að
útliluta lista-
mansiastyrkjum
í GÆR voru endurkosnir í nefnd
þá, sem úthluta á listamanna-
styrkjum, þeir Þorsteinn Þor-
steinsson sýslumaður, Þorkell Jó-
hannesson háskólarektor og Helgi
Sæmundsson ritstjóri. ,
Ettirlælis jólagjöf
Jólasöfnun Hæðrastyrksnefnd-
ar í ár tregari en í fyrra
Mesf eftirspurn er eftir fatnaði
FUNS og áður hefur verið frá skýrt í blaðinu, hófst jólasöfnun
1 Mæðrastyrksnefndar hér í bænum fyrir rúmri viku. Tilagngur
■söfnunarinnar er, sem kunnugt er, að gleðja fátækar mæður með
fata-, matar- og peningagjöfum fyrir jólin.
Mbl. spurði frú Jóníu Guð-
mundsdóttur frétta af söfnuninni
í gær. Kvað hún hana ganga
sæmilega. Saínazt hafa nú um
40 þús. krónur, en það er samt
sem áður mun minna en á sama
tíma í fyrra.
Mæðrastyrksnefnd hafa þegar
borizt yfir 600 beiðnir, og er
nefndin búin að úthluta á fimmta
hundrað styrkjum. Eru það aðal-
lega fata- og peningagjafir. Nefnd
inni berast nú daglega 70—80
beiðnir og má búast við að þeim
fjölgi er nær dregur jólum.
Frú Jónína kvað mikla eftir-
jpurn vera eftir fötum og þá sér-
staklega drengjafötum. Kæmi
það séF því ákaflega vel að þeir
sem ættu drengjafatnað og vildu
gefa til söfnunarinnar, hefðu
þetta í huga, þótt öllum gjöfum
til nefndarinnar sé veitt móttaka
með þakklæti, en á þessu sviði
virðist skórinn kreppa mest að.
Nú er aðeins tæp vika til jóla, |
og mörg hundruð heimili fátæks
fólks, bíða í eftirvæntingu eftir
jólaglaðningi frá Mæðrastyrks-'
nefnd. Óefað eiga margir gamlir
vinir Mæðrastyrksnefndar eftir
að láta hana heyra til sín þessa
fáu daga sem eftir eru, og von- ■
andi bætast margir nýir við.
Leiðinlegt væri ef söfnunin gengi
lakar en í fyrra. En ef allir legðu
eitthvað af mörkum, þyrfti ekk-
ert barn að vera illa klætt eða
svangt um jólin hérna í Reykja-
vík.
Bæjarsljórnarfundur
í 19 klsf.
EINS og getið var um í blað-
inu í gær fór fram atkvæða-
greiðsla um fjárhagsáætlun
Reykjavíkurbæjar fyrir árið
1955 fram á fundi bæjarstjórn-
ar í gærmorgun. Umræðan um
fjárhagsáætlunina var lokið
kl. 8 að morgni eftir að hafa
staðið alla nóttina og hófst þá
atkvæðagreiðslan. Stóð hún
þar til fram undir hádegi.
Þessi bæjarstjórnarfundur
stóð nær því 19 klukkustundir
og mun vera lengsti fundur,
er um getur í sögu bæjar-
stjórnarinnar.______
Jólapóslurinn
í bæinn
PÓSTSTOFAN hefur beðið blað-
ið að vekja athygli almennings
á því, að til þess að öruggt sé, að
jólapósturinn komist til viðtak-
enda á aðfangadag, verði að skila
honum í allra síðasta lagi mánu-
daginn 20. desember kl. 24, og
merkja hann orðinu „jól“. Þær 1
sendingar, er síðar berast, verða •
ekki bornar út fyrr en 3. í jólum. I
Enginn póstur verður borinn út
í Reykjavík 1. og 2. dag jóla.
Mánudaginn 20. verður af-
greiðsla póststofunnar opin til
kl. 24. — Frímerkið öll bréf í
efra hornið til hægri.
Þrjú innbrot
I FYRRINOTT voru framin hér
í bænum þrjú innbrot. Var alls
stolið um 300 kr. í peningum og
nokkru af munaðarvöru, vindling
um og áfengi.
Þjófar lögðu leið sína inn á
Mjólkurbarinn, Laugavegi 162.
Þar var stolið milli 20—30 10-
pakka sígarettukössum, þrem
koniaksflöskum og einni rauð- j
víns og annari hvítvínsflösku,
hálfum kassa af vindlum og
nokkrum ávaxtadósum.
1 Nýju efnalauginni, Borgar-}
túni, var stolið einni viskyflösku
og 40 kr. í peningum. Þá var
þriðja innbrotið framið í brauða-
og mjólkurbúð við Langholtsveg-'
inn og var stolið þar um 100 kr.
í skiptimynnt.
Sií kemur fíð að slík fré geta vaxið hér
JÓLATRÉÐ, sem Oslóarborg'
gefur Reykjavík um þessi jól,1
kom hingað með Gullfossi seinni- i
hlutann í gær. Er búist við að
tréð verði flutt í land í dag og
það reist á venjulegum stað á
Austurvelli.
Fyrir nokkru síðan var geysi-
stórt grenitré höggvið í almenn-
ingsskóginum í Norðurmörk við
Osló og það tré sent sem jóla-
Vetrarmynd frá Norðurmörk við
Osló, en þaðan er jólatréð, sem
verður reist á Ausíurvelli í dag.
gjöf til Lundúna og var reist á
Trafalgar-torginu í Lundúnum.
Var kveikt á því fyrir nokkrum
dögum með mikilli viðhöfn. Slíkt
jólatré hafa Norðmenn gefið á
undanförnum árum. Að þesiu
sinni senda þeir líka jólatré til
Rotterdam, en þar er jafnan
margt-norskra sjómanna um jól-
in, enda er Rotterdam mikil
siglingaborg sem kunnugt er.
í norskum blöðum hefur mikið
verið talað um jólatréð til
Reykjavíkur og er það eftirlætis-
jólagjöf Norðmanna þar eð þeir
vita sem er, að sú gjöf þeirra
þjónar tvöföldum tilgangi. Fyrst
og fremst verður tréð hér í
Reykjavík vegfarendum til
ánægju og yndisauka. Jafnframt
er tréð, sem hingað er sent frá
Norðurmörk, verður nú í fram-
tiðinni kveðja frá norskum skóg-
um til hins skógsnauða íslands,
er því miður auðnaðist ekki að
fá hingað barrskóga í upphafi
vega eins og Noregur. í hvert
skipti, sem jólatré verður sent
hingað, til hins íslenzka höfuð-
staðar, á það að minna íslendinga
á, að hægt er að rækta hér stór-
viðarskóg, ef alúð og áhugi verð-
ur lagður í það verk.
Að þessu sinni sendir norski
vinabærinn Álasund jólatré til
Akureyrar í vináttuskyni og sem
vott þakklætis fyrir að barna-
kórinn frá Akureyri kom til Ála-
sunds á siðastliðinu vori.
Síðari hluta dags á morgun
verður kveikt á Oslóartrénu á
Austurvelli. Sendiherra Norð-
manna mun segja þar nokkur
orð og aíhenda tréð Reykjavíkur-
bæ, en borgarstjóii þakkar.
Ennfremur er búist við að
sungnir veroi þar jólasálmar
undir stjórn dr. Páls ísólfssonar,
svo sem undanfarin ár. — Ný-
lunda verður sú við þessa athöfn,
að búist er við, að henni verði
útvarpað jafnóðuin í norska út-
varpinu. (
7 lélu !(fið
LUNDÚNUM 17. des. — Brezlc
herflugvél steyptist í dag í sjóinn
undan strönd Cornwall. Áhöfnin,
sjö menn, lét lífið. — Reuter.
AKUREYRI
1 jf IHÞ,...M Mffi^ M
'' vmf' «
I
wmy Wm.&.wÁ i
Jt IKI iÉj
A * ** * F G ■ f
REYKJAVÍK )
37. leikur Akureyringa: I
Í7—f6 j