Morgunblaðið - 31.12.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.1954, Blaðsíða 9
röstudagur 31. desember 1954 MORGUNBLAÐIÐ 9 SLENZK IÐIMAÐlfRilMIM Nýjungar og framfarír Rafmagn í þágu iðnaðar Skip í smíðum innanlands í árslok 1954 537 1 skip í smíðum í Ytri-Njarðvík ... ca. 55 rl. 1 — - — á ísafirði — 15 — 1 — - — á Akureyri — 70 — 1 — - — á Fáskrúðsfirði ... — 38 — 1 — - — í Neskaupstað ... — 55 — Til samanburðar við fyrri ár i voru árin 1952 og 1953. Arið 1952 sést, að skipasmíðarnar innan- er lokið v:ð smíði 156 rl. 1953 lands eru stórum meiri en þær | 180 rl., en 1954 537 rl. Fimmtíu ára afmælis vatna- aflsvirkjana á Islandi var minnst með sýningu í Hafnarfirði í des- embermánuði, í tilefni þess að þá voru liðin 50 ár síðan fyrsta rafveita landsins tók til starfa, en það var rafstöð Jóhannesar Reykdals, bónda og trésmíða- meistara í Hafnarfirði. í þessu sambandi var þess einnig minnst GLERVERKSMIÐJAN I síðasta ársyfirliti er getið um undirbúning að stofnun glerverk- smiðju hér á landi. — Grunnur verksmiðjuhúss og undirstöður véla var byggt á s.l. sumri og nú er byggingu verksmiðjuhúss að mestu lokið, en það er stálgrinda hús, keypt í Belgíu, um 1400 m2 að flatarmáli. Áætlað er að lokið verði við uppsetningu véla, en þær eru að mestu leyti komnar til landsins, í lok janúarmánað- ar. Uppsetning á bræðsluofnum og vélum verksmiðjunnar er í höndum belgískra sérfræðinga. Talið er að verksmiðjan geti fullnægt þörfum landsins í fram- leiðslu á rúðugleri og er tímar líði fram muni verksmiðjan geta framleitt flestar tegundir nytja- vara, sem nú eru framleiddar úr gleri. Hráefnið í glerið verður allt að 80% íslenzkt, þ. á. m. líparít, kísill, vikur o. fl. GÚMMÍSKÓVERKSMIÐJA Stofnuð var á árinu verksmiðj- an Otur h.f., og er tilgangur fyr- irtækisins að framleiða gúmmí- skófatnað, en slík framleiðsla er alger nýjung hér á landi. NAGLAVERKSMIÐJA Fyrirtækið Sleipnir h.f. hóf j rekstur naglaverksmiðju á árinu, hinnar fyrstu hériendis. Norskur verkfræðingur sá um niðursetn- ingu vélanna, sem fluttar voru inn frá Noregi og þráðurinn, sem naglarnir eru búnir til úr, er fluttur inn þaðan. Afköst verksmiðjunnar eru frá 600—1000 kg. af nöglum á dag. Framleiddir eru naglar frá stærð unum 1—7 þuml. ENDURBYGGING ELDRI VERKSMIÐJA Byggingarframkvæmdir og end urnýjun véla hjá Gefjun á Akur- eyri, hafa staðið yfir s.l. 7 ár og lýkur að mestu um þessi áramót. Meðal nýjunga í framleiðsluteg- undum verksmiðjunnar er hús- gagnaáklæði í nýjum gerðum, og ýmsar nýjar tegundir kamgarns. Klæðaverksmiðjurnar Gefjun á Akureyri og Álafoss í Mosfells- sveit hafa tekið miklum ham- skiptum síðustu árin og færst nær því marki að vera viðbúnar erlendri samkeppni í hvaða mynd sem er. Súkkulaðiverksmiðjan Iánda á Akureyri jók húsakost sinn all- mikið á árinu og fékk nýjar þýzkar framleiðsluvélar, sem auka afköst verksmiðjunnar að miklum mun. DÚNIIREINSUNARVÉL íslenzkur hugvitsmaður, Bald- vin Jónsson, fann upp nýja gerð dúnhreinsunarvéla, sem talin er skjla mjög góðu verki, eða 190 gr. af hreinum dún úr 850 gr. af óhreinsuðum, en afköst vélarinn- ar eru um 2 kg. á klst. af hrein- um dún. Hefur uppfinningar- manninum borizt pöntun um eina slíka véi frá Kanadastjórn. LYFJAFRAMLEIÐSLA Getið er þess að Lyfjaverzlun. ríkisins hafi tekið á árinu í notkun nýja fullkomna vinnu- stofu (Laboratorium) til fram- leiðslu á lyfjum. Sé vinnustof.an búin öllum fullkomnustu vélum til lyfjaframleiðslu og unnt að framleiða þar ýmsar tegundir lyfja, sem ekki voru aðstæður til að framleiða áður. PLASTEINANGRUN Vinnuheimilið að Reykjalundi tók í notkun nýjar verksmiðju- vélar til þess að klæða rafmagns- vír utan með plasteinangrun. — Vélarnar eru keyptar frá Þýzka- landi. Einangra þær allt að 2,5 km vír á klst. og eru alveg sjálf- virkar. SOÐKJARNATÆKI Vélsmiðjan Héðinn h. f. kynnti nýja tegund soðkjarnatækja, sem vélsmiðjan hefir smíðað og reynd voru í Síldarverksmiðjunni í Krossanesi og síðar í Faxaverk- smiðjunni. Tilraunir og rann- sóknir á vinnzlu soðkjarna með (ækjum þessum voru gerðar und- ir umsjá íslenzkra verkfræðinga, Hallgríms Björnssonar og Braga Olafssonar. Nú þegar tilraunun- um er lokið, er talið að hægt sé að framleiða vinnslutæki í þessu skyni hér innanlands fyrir sam- bærilegt verð og erlendis. VÉLAFRAMLEIÐSLA Af einstökum fréttum, sem bor- izt hafa um framfarir á því sviði hjá íslenzkum iðnfyrirtækjum má nefna það að Vélsmiðjan Héðinn h. f. smíðaði stærstu frystivélina. sem hefur verið smíðuð hér á landi fyrir Heima- skaga h. f. á Akranesi. Fram- leiðslugeta frystivélarinnar eru 150 þús. hitaein. Vélaverkstæði Björgvins Frede- riksen annaðist teikningar, smíði og uppsetningu í frystikerfi og vélum í frysti- og sláturhús Kaup félags Skagfirðinga, er fullbúið var í haust, og er hið stærsta sinnar tegundar á landinu. Kjöt- geymslan tekur um 35000 dilk- skrokka og einnig er kælirúm Framh. á bls. 11 að fyrstu tillögurnar um rafveitu á íslandi voru bornar fram fyrir 60 árum af Frímanni B. Arn- grímssyni, árið 1894. í sambandi við þetta 50 ára af- mæli íslenzkra rafvirkjana og ís- lenzks raíljóss birti raforkumála- skrifstofan fróðlegt yfiriit um rafvirkjanir á íslandi. Kom þar Einn vélasalurinn í Áburðarverksmiðjunni, ,>lVIagni“, fyrsta stálskipið, sem smíðað er hér á landi. framkvæma athugun á sam- keppnishæfni og starfskilyrðum íslenzks tréskipaiðnaðar. Fjár- 'hagsráð óskaði eftir því, að und- árlagi iðnaðarmálaráðuneytisins, að þessi athugun færi fram, og var ástæðan til þess háværar kröfur um innflutning fiskiskipa erlendis frá á árinu 1953. Iðnaðarmálastofnunin skilaði ítarlegu áliti í febrúar. í niður- stöðum skýrslunnar er lögð áherzla á, að bæta þurfi sam- keppnisaðstöðu íslenzkra skipa- smíðastöðva. Meðal breytinga þeirra, sem gerðar voru á lögum um tollskrá í apríl s.l. var, samkvæmt til- lögu tollanefndarinnar, fjármála- ráðuneytinu veitt heimild til þess að endurgreiða aðflutnings- gjöld af efni, vélum og tækjum í skip, og báta, sem smíðaðir eru innanlands. Má miða endur- greiðsluna við tiltekna fjárhæð á hverja rúmlest. Miklar blaðadeilur og umræð- ur urðu á árinu um fiskiskipa- | framleiðsluna í landinu og komu þar fram tvenn ólík sjónarmið, með og móti því að smíði skipa fyrir íslenzkan sjávarútveg verði flutt inn í landið. Skipaiðnaðurinn íslenzki, og þeir sem hann styðja, virðast hafa þyngri rök að mæla, og þrátt fyrir alla erfiðleika örlar nú á því, að skipaiðnaðurinn sé að tryggja sig fastara í sessi, þó að óvænlega horfði um skeið. Þessu til sönnunar birtist hér skýrsla um skipasmíðar 1954 skv. i heimild Hiálmars R. Bárðarsonar skipaskoðunarst j óra. Stærð Nafn Smíðastaður rúml. br. 1) Víðir II GK 275 Hafnarfjörður 56 2) Gunnar Hámundars. GK 357 Ytri-Njarðvík 49 3) Reykjanes GK 50 Hafnarfjörður 56 4) Súgfirðingur ÍS 500 Reykjavík 40 5) Svanur KE 6 Keflavík 56 6) Vilborg KE 51 Isafjörður 47 7) Freyja II. ÍS 401 ísafjörður 38 8) Barði ÍS Reykjavík ca. 49 9) Guðfinnur KE Akranes 61 10) Bjargmundur RE 307 Hafnarfjörður 9 11) Bátur til Dalasýslu Hafnarfjörður 10 12) Auðunn EA 57 Akureyri 8 13) Búi EA 100 Akureyri 8 14) Draupnir EA 70 Hauganes 12 15) Eyrún EA 58 Akureyri 8 16) Helga NS 37 Akureyri 8 17) Sæfari EA 56 Akureyri 8 18) Valur EA 110 Akureyri 6 19) Ver NK 19 Akureyri 8 m.a. fram að virkjað hefur verið nú vatnsafl, sem gefur 330 millj. kwst. og er það aðeins 1,3% af áætlaðri virkjunarhæfri orku. Lengd allra rafmagnsleiðsla á landinu er nú 2700 km. Bókfært verð allra rafvirkjana, sem nú eru í notkun eru 440 millj. kr. Vatnsorkuvinnsla 1953 var 198 kwst. á móti 330 millj. kwst. árið 1954. Aukning orku- vinnslunnar í ár er að mestu vegna Áburðarverksmiðjunnar, sem notar um 90—100 millj. kwst., mælt í orkuveri. Unnið er nú að rannsóknum á virkjunum víðs vegar um land, og þar á meðal að kortlagningu vatnasvæða helztu stóránna á ís- landi, svo sem Þjórsár, Hvítár, Jökulsár á Fjöllum, Jökulsár á Brú, Lagarfljóts, Blöndu o. fl. Vegna Áburðarverksmiðjunn- ar er hlutur iðnaðarins í orku- vinnzlunni talsvert stærri nú en var árið 1953, en af heildarorku- vinnslunni það ár, vatns-, gufu- og dieselafls, alls 230 millj. kwst., notaði iðnaðurinn 24%. LJÓSTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS Stofnað var í októbermánuði Ljóstæknifélag íslands, en árið 1954 var merkisár í sögu ljós- tækninnar. 75 ár liðin síðan kolþráðarlampi var fyrstur fund inn upp í heiminum og 50 ár síð- an notkun rafljósa hófst hér á iandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.