Morgunblaðið - 09.01.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.01.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUHBLABÍÐ Sunnudagur 9. jan. 1955 j ÚR HEUARGREIPUM SKÁLDSACA EFTIR A. J. CRONIN & Framhaldssagan 22 Hún sneri sér við og benti ofar í götuna. „Gasthöf Wirthaus. Til liægri, fram hjá pósthúsinu“. Við getum ekki farið á hótel, hugsaði Harker, það er of fjöl- xnennt. „Er ekki eitthvert hús, y>ar sem við getum fengið her- ergi leigt?“ sagði hann. Gamla konan hugsaði sig um ndartak, að lokum sagði hún: i„Það er hún frú Brenner. Hún tekur sumargesti“. Hún gaf þeim leiðbeiningar, hvernig þau ættu að komast þangað, og síðan héldu þaif inn í bæinn. Brátt komu þau að húsi því, sem gamla konan hafði lýst fyrir þeim, þriggja hæða gult, flekk- ]ótt hús í dálitlum húsagarði. — arker barði að dyrum, og eftir óralangan tíma birtist stór, þrek- in og úfin kona, sem var að binda k'á sig bláköflótta svuntu. 1 „Eruð þér frú Brenner?“ „Hvað viljið þið?“ Rödd henn- ,ar var gróf og nú horfði hún f! grunsamlega á þau. „Það er ekki f opið hjá mér á þessum tíma árs!“ j4 Það var einmitt það, sem þau i; vildu. Harker varð nú ákveðinn :og tók upp peningaveskið. „Það verður aðeins í nokkra daga. Við getum borgað vel“. Hún horfði á hann áfergju- lega og tortryggin í senn, en i sagði síðan: „Ég set upp tuttugu : og fimm skildinga á dag. Greitt fyrirfram". Þetta var hreinasta fjárkúgun, en þau voru í þannig aðstöðu, að þau gátu ekki verið að þrefa um verðið. Án frekari spurninga, rétti hann henni fimmtíu skild- t inga seðil, og hún braut hann vandlega saman og setti hann í svuntuvasann. En peningarnir gerðu hana samt ekkert mýkri á manninn. „Þurrkið vel af fótun- um“, sagði hún geðvonskulega. „ég vil ekki fá allan þennan skít inn í ganginn". Þau fylgdu henni þögul upp þröngan stiga. Á annarri hæð opnaði frú Brenner tvö herbergi. í hvoru þeirra var aðeins ódýrt járnrúm og borð með könnu og þvottaskál. „Getum við fengið morgun- mat?“ spurði Harker. Hún horfði á hann, en hristi síðan höfuðið. „Ég sel ekki mál- tiðir á veturna". „Ég kaupi einhvern mat seinna“, sagði Harker við Made- lcine, þegar konan var farin. „Fyrst skulum við líta á hand- legginn. Leggist þér niður og ég ætla að líta á hann“. Madeleine tók af sér skóna og lagðist upp í brakandi rúmið. Hann breiddi yfir hana bleikt, óhreint teppi og því næst bretti hann upp blússuerminni. Hann hreinsaði sárið með handklæðinu og köldu vatni og kom varlega við bólgurnar. Því næst kreisti hann handlegginn varlega. „Finn ið þér mikið til?“ Hún kinkaði kolli og kæfði niður í sér óp. „Ég ætla að ná í einhVerjar umbúðir. Það hlýtur að vera lyfjabúð hérna nálægt". „Líka asperín", hvíslaði hún. „Haldið þér, að þér getið verið liérna einar á meðan?“ „Verið ekki of lengi“. Hann fór út. í miðjum bænum var lyfjabúð, og þar keypti hann . arniku, sáragrisju og umbúðir og asperíntöflur. Þegar hann var að íara út úr lyfjabúðinni, sá hann sjálfan sig í spegli og hann hrökk við, fór aftur inn í búðina og i'keypti sér rakvél. í aðalgötunni [£key.þti hann nýtt brauð og húndr að grömm af smjöri, og áður en tuttugu mínútur höfðu liðið, var hann aftur kominn til Madeleine. Hún skalf, en ekki af kulda, hún var rjóð í kinnum og hendur hennar voru heitar. Fyrst gaf hann henni þrjár töflur af asperíni, síðan vætti hann sára- grisjuna í arniku og batt svo um handlegginn eins vel og hann hafði vit á. Síðan setti hann teppi á herðarnar á henni og lét hana fara í rúmið. Hann settist á eina stólinn í herberginu og síðan snæddu þau máltíðina saman. Þegar hann horfði á Madeleine, sá hann að tilfinningarnar frá kvöldinu áður höfðu ekkert breytzt, það hafði ekki verið vegna þess, að hún hafði verið svo nálægt.honum eða vegna þess hvernig eldbjarminn hafði fallið á andlit hennar. Nei, hún þurfti ekki annað en að líta á hann, á þessum gráa morgni og j andlit hennar var afmyndað af kvölum, til þess að hann fengi hjartslátt. Hann vissi núna, hve heitt hann elskaði Madeleine, og hve mjög ástin hafði breytt hon- um. Allar áhyggjur hans og hugboð, allur þessi óljósi ótti var aðeins einu um að kenna, í marga mán- uði hafði hann ósjálfrátt og eins og undir einhverjum djöfulleg- um áhrifum hafði hann ekki hugs að um annað en sjálfan sig. Hann varðaði ekkert um, hvað varð um alla aðra, bara ef ekkert kæmi fyrir hann sjálfan. En nú að lokum voru hlekkirnir brostn- ir og hann hætti að hugsa um Bryant Harker, öll hans um- hyggja var núna fyrir Madeleine. Honum var það nóg, ef hann bara gæti komið henni yfir hernáms- mörkin heilu og höldnu. Hann varð að taka sína áhættu. Hann færði sig nær rúminu. „Hvernig líður yður?“ I „Asperínið hefur hjálpað". j „Okkur líður svo sem ekkert illa hérna“. Hann reyndi að tala léttilega. „Síðustu fregnir, sem lögreglan hefur haft af okkur eru þær, að í gær höfum við verið á leið yfir Fischbach-fjöllin. Þeir halda sennilega, að við höfum komizt inn á brezka hernáms- svæðið". Hún hristi höfuðið. „Þeir fá staðfestingu á því hjá njósnurun- um og þegar hún kemur ekki, verða þeir tortryggnir". „Það gæti verið, að þeir héldu að við hefðum komist yfir án þess að nokkur hefði séð“. „Ef til vill, en samt sem áður eru þeir nærri vissir um, að við séum hérna megin við járntjald- ið og þeir leita í öllum þorpun- um næst markalínunni". „Það er einmitt þess vegna, sem við erum svo heppin, að fá þessi herbergi hérna“, sagði hann. Hann fór inn í herbergið sitt, en stakk upp á því við Madeleine, að hún reyndi að sofna. Á þvotta- borðinu var ekkert annað en lít- ið brúnt sápustykki, sem ekkert freyddi í kalda vatninu svo að það olli honum miklum erfið- leikum að raka sig. En er hann hafði lokið því, fyllti hann þvotta skálina með vatni, klæddi sig úr fötunum og þvoði sér öllum. — Fötin hans litu illa út, en með því að snúa skyrtunni við, fannst honum hann líta heldur betur út. Um það bil klukkan fimm, þeg ar byrjaði að rökkva, fór hann út og gekk hratt, til að vekja ekki grunsemdir, í áttina til aðal- torgsins. í stærstu verzluninni keypti hann hálft kíló af svínakjöti og dálítið af súkkulaði, og í annarri búð keypti hann tvö heilhveiti- brauð. Því næst fór harin í hinn enda bæjarins, þar hafði hann séð litla grænmetisverzlun um morguninn, er hann hafði komið inn í bæinn. Þar keypti hann poka af perum, þær voru brúnar Jóhann handfasti ENSK SAGA 80 Við höfðum unnið „með úlfalda-hársbreidd“, eins og Bóhadín sagði á eftir. i Nú var hin mikla stund runnin upp, er við skyldum taka við sigurlaunum okkar. Ég fór með hinn litla leikflokk minn til soldánsins og við féllum flatir frammi fyrir honum, eins og fyrir leikinn. , „Standið á fætur,“ sagði hann. „Þið hafið leikið vel og eruð vel að sigurlaununum komnir.“ Svo sneri hann máli sínu til Sarafíns. „Hver er foringi ykkar? Ég frétti það með sorg að Núradín el Avað sé veikur.“ I Sarafín sváraði: „Ó, herra! Það er Góhann, einn af her- mönnum hvítra manna. Nú er hann fangi í húsi Emírsins, húsbónda míns. Núradín valdi hann, með okkar samþykki, til að vera foringi okkar vegna þess hvað hann virðir hann mikils og hvað hann er duglegur í leiknum. Við biðjum þess að yðar hátign megi þóknast að samþykkja - þetta.“ I „Núradín el Avað gerði vel,“ svaraði Saladín vingjarn- lega. „Þessi ungi maður hefur sýnt skapfestu þá og hreysti, sem við væntum af hvítum mönnum, hinum hraustu and- stæðingum okkar.“ Með þessum orðum afhenti hann mér gullbikar mikinn, alsettan dýrum steinum. Það voru sigur- launin. ! Það virtist vera venja hér, að leikmenn beir, er ósigur biðu, fylltu bikar með víni og að sérhver af sigurvegurun- um drykki úr honum. Því gekk A1 Adíl nú fram með flösku af víni og fyllti bikarinn á barma með svip. sem bar vott um niðurbælda heiftarreiði. Þegar ég sá illgirnina í augna- ráðinu, sem hann sendi mér, og fór að hugsa um það, að líklega hefði hann reynt að byrla Núradín, vini mínum eitur, Þýzkar ljósakrónur Mjög mikið úrval, fyrirliggjandi. JUL Lf. | Bankastræti 14 — Sími 1687 oy fírömberq At RAFMÓTORAR: Fyrir riðstraum, vatns- þéttir: — Vt — V2 % — 1 — \ Vz — 2 — 3 4 — 5 — 10 ha. Fyrir jafnstraum: % — Vt ha. Ludvig Sforr & Ca HILLMAN HUSKV NÝR BÍLL frá ROOTES-verksmiðjunum, sem vakið hefir alheims athygli. HILLMAN HUSKY getur tekið 4 menn og 113 kg. af farangri. — Einnig má með einu handtaki leggja aftur- sætið niður og myndast þá rúm fyrir 254 kg. af vörum. HILLMAN HUSKY kostar aðeins kr. 41.500,00. Sýningarbíll á staðnum. Allar nánari upplýsingar hjá umboðsmönnum fyrir ROOTES GROUP, ENGLAND JÓN LOFTSSON H.F. Hringbraut 121 — Sími 80600 Gleraugnaverzlunin OPTIK •■•••"••■N^ er flutt úr Lækjargötu 8 í Hafnarstræti 18 : ■ (beint á móti Helga Magnússyni & Co )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.