Morgunblaðið - 09.01.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.01.1955, Blaðsíða 16
Veðurúliil í dag: NA kaldi eða stinningskaldi. — Víðast léttskýjað. Frost 3—7 stig. ®»Ult Kí?v3riavílrsrl!rái Sjá grein á bls. 9. 6. tbl. — Sunnudagur 9. janúar 1955 ióluóveinn Á Þorláksmessu var jólasveinn- inn Kertasníkir, sem Flugfélag Íslands flutti hingað, önnum kaf- inn við að koma öllum hinum mörgu jólagjöfum til barna í Reykjavík. Eru mörg vitni að því að hann var á ferli þcnnan dag. Ljósmyndarinn Pétur Thomsen fylgdi honum eftir inn áharna- heimili og sjúkrahús víðsvegar um bæinn. Sýna myndirnar hann nr. 1 heilsa upp á ungan sjúkling á Landspítalanum. Nr. 2 í barna- heimilinu Drafnarborg í gamla Vesturbænum. Nr. 3 í Tjarnar- borg. Á myndinni nr. 4 sést, að þegar börn urðu á leið jólasveins- ins dokaði hann við til að gefa þeim eitthvað gott úr poka sín- um. Strákarnir með skíðasleðann höfðu ekki trúað því, að jóia- sveinar væru til, en hlupu nú heim til að segja mömmu, hver hefði orðið á vegi þeirra. Jóla- sveininum þótti gaman að gefa börnunum jólagjafir, en honum þótti líka gaman að njóta gest- risni og hugulsemi Iitlu barn- anna, þegar þau gáfu honum fallegt jólakort á mynd nr. 5. Enskur togari stðr- skemmir bát við -Þingeyrarbryggju Sigldi á hann á mikilli ferð, ÞINGEYRI, 8. janúar. IMORGUN vildi til sá ótrúlegi atburður, að brezkur togari frá Grimsby sigldi á vélbátinn „Gullfaxa", þar sem hann lá við bryggju hér á Þingeyri. Miklar skemmdir urðu á bátnum, en engin slys á mönnum. HaSclyfisidnr Eil RTÍkur og bOlinn SAU HÆTTUNA Vélbáturinn Gullfaxi, sem er tuttugu smálestir, lá upp með bryggjunni að utanverðu, þegar togarinn Viviana frá Grims- by renndi inn fyrir Þingeyrar- oddann. Landmenn bátsins, sem voru á bryggjunni og ætluðu að taka lóðirnar í land, sáu að togarinn hélt sig óeðlilega nálægt íandi og stefndi beint á bátinn á inikilli ferð. SKIPVERJAR SVAFU í BÁTNUM Skipverjar voru um borð í bátnum og sváfu þar í kojum sínum. Höfðu þeir ætlað í r óð- ur þá wm nóttina, en oroið að snúa við vegna veðurs. Þegar þeir, sem á bryggjunni voru, sáu hvað verða vildi, hlupu þeir til og vöktu bátverja, sem vöknuðu allir nema einn. Fóru þeir, sem vöknuðu allir í land á sokkaleistunum. — Færðu þeir s'ðan bátinn nokk uð upp með bryggjunni, en svo virtist, sem togarinn sveigði enn nær landi, og skipti eng- um togum að hann lenti með mikilli ferð á kinnung hátsins. Gekk stefni toearans inn í lúkarinn og vaknaði þá sá, sem sofið hafði við það að sjór fossaði inn í lúkarinn. Vildi það honum til happs, að hann svaf stjórnborðsmegin, en áreksturinn varð bakborðs- megin. Manni þeim var síð- an bjargað í Iand. Báturinn skemmdist mjög mikið og sökk þarna á þess- ari stuttu leið til Iands. Þykir mikilli furðu gegna, að svo óhönduglega skyldi til takast hjá hinum enska tog- ar, en mikið lán að engin slys urðu á mönnum. Veður var bjart er þetta vildi til. Gullfaxi er annar af tveim vél- bátum, er stunduðu róðra frá Þingeyri, en þriðji báturinn, sem Þingeyingar eiga, Fjölnir, er gerður út frá Hafnaríirði á þess- ari vertíð. — -M.JL esimannaeyja í GÆRDAG var dregið í Happ- , drætti dvalarheimilis aldraðra ' sjómanna um tvo vinninga sem voru eins og kunnugt er vélbátur I og Chavroietbifreið. Upp komu þessi númer, 14689 sem var vél- báturinn. Var sá miði seldur í umboðinu Austurstr. 1 og hreppti hann Árni Eiríksson Smyrilsvegi 24, Reykjavík. Hinn vinningur- inn sem var bifrciðin kom á 21072 Og hlaut hana Georg Sig- urðsson verkamaður, Drekastíg 16, Vestmannaeyjum. Sá miði var seldur í Vestmannaeyju..i. 80—90 hátar í Vest- mannaeyjum í höfn vegna verkfalls SisSugl unnið að samkomulagi VESTMANNAEYJUM, 8. jan. VERTÍÐ er ekki hafin hér enn og stafar það af því að samningar hafa ekki tekizt á milli útgerðarmanna og sjómanna um kaup og kjör. Er allt reynt til þess að flýta fyrir samkomulagi í þeim efnum, svo bátafjöldinn tefjist sem minnst. En héðan munu á vertíðinni verða gerðir út 80—90 bátar. KROFUR SJOMANNA OG TILBOÐIÐ Kaup- og kjarasamningar sjó- mar.na runnu út um áramótin. — Gerðu þá sjómenn kröfur um Settu 330 ha t é! í bé! AKRANESI, 8. jan.: — Vélbátur- inn Bóðvar eígrí Hai-aídar Böðv- arssonar & Co. fer í dag niður úr Dráttarbraut Akraness. Böðvar er 85 brúttó lestir að stærð. Búið er að setja í hann nýja vél, sem kom til Akraness á annan jóla- dag. Vélin er dönsk og heitir Grenoaa, 330 ha. og vegur 16 lestir. Vélsmiðja Þorgeirs og Ell- erts settu vélina í Böðvar á 9 dögum og mun það vera hraða- met hérlendis. Hefur oft tekið 1—1V2 mán. að setja vél í bát. Verkstjóri í vélsmiðjunni er Vig- fús Runólfsson, en Hendrik Steins son vélvirki framkvæmdi niður- setningu vélarinnar. — Oddur. ýmsar breytingar. Voru höfuð- krófur þeirra hrjár. Útgerðarmenn tóku þessar kröl'ur sjómannanna þegar til athugunar og lögðu fram ákveðið tilboð til sjómanna. — Hafði í tilboðinu verið gengið að einni kröfu sjomannanna algerlega, en að hinum tveim að meira eða minna leyti. Fundi var þá skotið á í sjó- mannafélaginu Jötni og var tilboð útgerðarmanna þar fellt með 18 atkvæðum gegn 14. — Fleiri mættu ekki, en um 20Q manns munu vera í félaginu, LEITAB TIL SÁTTASEMJARA RÍKISINS Síðan hefir ekkert gengið f samkomulagsátt utan það, að leit- að hefur verið aðstoðar sátta- semjara ríkisins. Er búizt við, að hann muni skipa einhvern hér á staðum í sinn stað. Þeir, sem tefldu fyrir Reykjavík. — Talið frá vinstri: Eggerí Gilfer, Jón Páisson og Ásmundur Ásgeirsson. SKÁK sú, sem staðið hefir í blað inu að undanförnu varð alls 45 leikir. Reykvíkingar hlutu hvítt og fóru varlega af stað, en Norð- lendingar tefldu hins vegar frek- ar djarft langt fram í tafl, og varð staðan frekar opin hjá þeim þegar fram í sótti. Þegar leið á taflið komust þeir í leikþvingun og gáfust réttilega upp, því að út- séð var þá um úrslitin.: úil Má: segja, að skákin hafi strax í upp-, hafi verið fjörug, og er því að þakka, hversu Norðlendingar tefldu djarft. Komu þeir oft og tíðum með ýmis skemmtileg af- brigði. Báðir aðilar þakka hvorir öðr- um fyrir skemmtilega og drengi- lega keppni. — Einnig vill Mbl. þakka báðum aðilum fyrir góða frammistöðu í skák þessari, sem állmikill fjöldi hiártha ' fýlgdist með af miklum áhugá.' ' ' ' ' *' Uppself á sinféníufón r I SINTÓNÍUHLJÓMSVEITIN efn- ir til tónleika í Þjóðleikhúsinu kl. 3,30 í dag. Stjórnandi er Ró- bert A. Ottóson, en einleikari er fiðlusnillingurinn Isaac Stern. Viðfangsefnin eru: Forleikur að söngleiknum „Leikhússtjór- inn", eftir W. A. Mozart, fiðlu- konsert í e-moll eftir F. Mendels- sohn og sinfónía nr. 4 í d-moll eftir R. Schumann. Mikil aðsókn er að hljómleik* um þessum, og voru allir að- göngúmlðar þegar uppseldir |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.