Morgunblaðið - 11.01.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. jan. 1955 'iikdii §f fy rirkomii lig vistheimilisins i h Viðfal við yfirframfærslufulítrúa ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti á föstu- daginn var ræðu, sem Alfreð Gíslason bæjarfulltrúi hélt í bæj- arstjórn á fimmtudagskvöld. Var ' ræða þessi samfelldur óhróður um vistheimilið að Arnar- holti og til þess fallin að vekja óánægju aðstandenda þeirra, sem þar dvelja og vistmanna sjálfra -enda stimplar bæjarfulltrúinn þá —alla sem „100% sjúklinga.“ tJt af þessu hefur blaðið átt tal við Magnús V. Jóhannesson yfirframfærslufulltrúa, sem ver- ið hefur umsjónarmaður heim- iiisins í umboði framfærslu- nefndar. IIVERNIG VISTHEIMLIÐ VARÖ TIL Yfirframfærslufulltrúinn skýr- ir svo frá tildrögum til stofnunar vistheimilisins: Árið 1918 var stofnsett vist- heimili að Seljalandi fyrir fólk, sem þurfti að ráðstafa. Á þeim tíma var það enn svo að margt fólk í bænum sá sér hag í að taka til sín þurfamenn fyrir ákveðil gjald og var því flestum þurfa- mönnum, sem ráðstafa þurfti, komið fyrir á heimilum. Mikið af þessu fólki var gamalmenni og árið 1930 þegar Eilliheimilið Grund við Hringbraut var opn að fluttust gamalmennin frá Seljalandi þangað og var þá það vistheimili lagt niður. Það kom þó í ljós árið eftir að ekki varð komizt hjá að hafa slíkt vist- heimili og var því aftur komið á fót á Bergsstöðum og var þar tekið á móti nokkrum mönnum, sem bærinn var í vandræðum með að ráðstafa. Seinna var svo ákveðið að byggja vistheimili fyrir þurfamenn, sem ráðstafa þurfti sérstaklega og var heim- ilið að Arnarholti opnað 1944. Þess skal getið að framfærslu- nefnd hafði forgöngu um starf- rækslu vistheimilanna allt frá 1918 og hefur alltaf haft yfir- umsjón þessarar starfrækslu. YERKEFNI ARNARHOLTS Aðalverkefni vistheimilanna og þar með Arnarholts hefur ailtaf verið að taka við þeim, sem fram- færslunefnd hefur þurft að sjá fyrir samastað. Þarna er um fólk að ræða, sem af einum og öðrum ástæðum eiga ekki samleið með öðrum. Auk þess er svo sjúkt fólk, sem hægt er að annast um á vistheimilinu, þar til það fær sjúkrahúsvist. Vistheimilið er ekki ætlað sjúku fólki, sem þarf verulega læknishjálp, nema til bráðabirgða, ef svo stendur á að ekki er unnt að fá því stað á sjúkrahúsi. Nú eru á Arnarholti um 55 vist- ipenn. Mjög fáir af þeim þurfa læknishjálpar að staðaldri að dómi lækna og daglegt lækniseft- irlit þarf ekki á heimilinu. Þar er hjúkrunarkona og sérstakir . menn, sem hafa það starf að sjá um örvita og geðveikt fólk, sem þarna verður að fá sama stað í bili. FJÓRAR DEILDIR Yfirframfærslufulltrúinn tók fram að segja mætti að bezt væri, ef gerlegt teldist, að stofnsetja ekki minna en fjögur eða fimm hæli til að taka við hlutverki Arnarholts og yrði þá vistar- mönnum skift niður eftir kynj- um og eftir því hvað að þeim gengi. En hingað til hafa ekki ■^erið talin tök á að ráðast í slíkt. Eins og nú er þá eru starfandi 4 deildir í vistheimilinu, ein fyr- it- geðveikt fólk eða örvita og eru þeir í sérstöku þúsi, önnur fyrir drykkjusjúklinga, sem eru fy Tir vinnuhæfir, sú þriðja fyrir gamla menn og hin fjórða fyrir konur. Á það ber að leggja áherslu í þessu sambandi, að ekki er gert ráð fyrir að taka við sjúku fólki á Arnarholti neana algerlega bregðist að fá því annan samastað. ÓHRÓÐUF. Bæjarfulltrúinn getur þess í ræðu sinni að ósamkomulag sé meðal starfsfólks í Arnarholti, sem geri hælir að „hreinu víti“ fyrir vistmenn. Þetta er alger- lega rangt eins og vænta má. Það sem bæjarfulltrúinn getur átt við er það að fyrir alllöngu varð nokkur ágreiningur meðal starfsfólks um verkaskiptingu þess en slíkt er fyrir löngu úr sögunni. Ummæli bæjarfulltrú- ans eru mjög ómakleg í garð starfsfólksins, sem vill allt gera til að létta undir með vistmönn- um, Þá hefur bæjarfulltr. þau orð, að allskonar sjúklingar „veltist hver innan um annan“. Þetta er líka rangt og vísast til þess, sem sagt var áður um deildir heimilisins og fyrirkomulag þess. EKKI ÆTLAÐ HÚSNÆÐIS- LEYSINGJUM Þá reynir bæjarfulltr. að koma því inn hjá lesendum, að nú eigi að taka upp þann hátt að koma húsnæðislausu fólki fyrir í Arn- arholti. Þetta er vitaskuld alveg út í loftið. Það hefur aldrei kom- ið til orða, segir yfirframfærslu- fulltrúinn, að ætla fólki stað í Arnarholti, sem aðeins er hús- næðislaust en á ekki að öðru leyti erindi þangað. Loks sagði yfirframfærslu- fulltrúinn, að sér þætti leitt ef ræða bæjarfulltrúans yrði til að vekja tortryggni í garð Arnarholts og til að vekja óá- nægju aðstandenda. Eins og kunnugt er hefur orðið að koma ýmsum fyrir í Arnar- holti, sem ekki eiga samleið með öðrum en er þó við’- kvæmt mál að þeir séu taldir sjúkir eða óferjandi vand- ræðamenn. Ræða bæjarfull- trúans er mjög ónærgætnisleg gagnvart þessu fólki og að- standendum þess, auk þess, sem hún er íllskeytt í garð þeirra manna og kvenna, sem starfað hafa og starfa enn að því að hlynna að vistmönn- unum í Arnarholti. htk eílir Indriða G. ÞorsSeinsson INNAN skamms mun koma í bókaverzlanir ný bók eftir Indriða G. Þorsteinsson. Hefur Indriði unnið að þessari bók í sumar, og hefur Valdimar Jóhannsson fyrir Iðunnarútgáfu samið um út • gáfurctt á bókinni, og mun hún verða gefin út í næsta mánuði. gróinn í blaðamennskunni að ég vil ekki slíta mig frá henni af ONNUF BOK INDRIÐA Hann er einn af yngstu rithöf undum þessa lands og hefur áður ' sinni. gefið út eina bók, Sæluvikan, j sem kom út 1951 og marga mun | RVRTTTlsr reka minni til. I þeirri bók eru , ILEO BYKJ™ . 10 smásögur og þar á meðal verð- ?að mun veramjof OVel?J.U eg launasaga Samvinnunnar „Blá- að un8um ntiiofundum bjoðist er var mjög umdeild, en ! svo hatt, verðfynr aðrabok sina stör“, vakti jafnframt athygli á sínum tírna. „SJÖTÍU OG NÍU AF STÖÐINNI“ Mbl. átti stutta samræðu við Indriða í gær í tilefni nýju bók- arinnar, er hann nefnir „Sjötíu' og níu af stöðinni“. — Hvenær byrjaðirðu að skrifa þessa bók? — Ég byrjaði að leggja niður fyrir mér efni þessarar sögu, fyr- ir þrem árum. í sumar tók ég mér frí frá blaðamennskunni í þrjá • LONDON, 6. jan. •— Formað- ur vestur þýzka jafnaðarmanna flokksins, Erich Ollenhauer, kemur til Osló n.k. fimmtudag (13. jan.) í boði norska jafnaðar- mannaflokksins. Mun hann dvelj- ast í Noregi í þrjá daga. Ritari jafnaðarmannaflokksins, Haakon Lie, sagði, að Ollenhauer hyggðist sitja fund með miðstjórn norska jafnaðarmannaflokksins og flytja ræðu á opinberum verkalýðs- fundi í Oslo. —Reuter-NTB Danslasakepnn! S. K. T. S. K. T. hefur, vegna fjölda til- mæla, ákveðið, að fresturinn til ‘ að senda nótnahandrit til keppn- innar, skuli framlengdur um 5 j daga, eða til laugardagsins 15.1 h m arS Irtrnl/li TTfnv> AclT-f ií+ or* ! þ. m. að kvöldi. — Utanáskrift gr: Pósthólf 501, Reykjavík. Indriði G. Þorsteinsson. mánuði og dvaldist þann tíma a Akureyri. Á þessum tíma skrif- aði ég bókina. — Hvert er efni bókarinnar? — Sagan gerist í Reykjavík vorið 1951 og eins og nafnið ber með sér gerast aðal atburðir hennar á bílstöð og í sambandi við hana. Annars er drepið þar á margt. — Er þessi bók skrifuð í svip- uðum anda og smásögur Sælu vikunnar. — Nei, það er hún ekki, enda er þetta skáldsaga í heild. YFIR 20 ÞÚS. KR. — Sala handritsins? — Hún gekk mjög vel og langtum betur en ég þorði að vona. Ég var svo heppinn að tveir útgefendur voru fúsir á að gefa bókina út. Valdimar Jó hannsson gaf út fyrri bók mína og sýndi ég honum þess vegna handritið fyrstum manna. Hann bauð mér mjög gott verð fyrir það. En á sama tíma var Ragnar Jónsson fús á að borga rhér 20 þús. kr. fyrir handritið. Hefur hann verið mér mjög vinveittur í sambandi við útgáfu þessarar bókar. En þar sem Valdimar Jó hannsson bauð mér þá ennþá hærri upphæð fyrir handritið, hugsaði Ragnar ekki frekar til útgáfu á því. „OF MIKID KEYRT“ — Hefurðu hugsað þér að skrifa aðra bók í náinni framtíð? — Hvenær sem mér gefst tími til þess að hugsa efni í nýja skáldsögu, þá geri ég það. En at- vinnurithöfundur ætla ég mér ekki að verða. Hér á landi finnast mér kringumstæður slíkar að það væri of mikið keyrt, fyrir unga rithöfunda á borð við mig. Þar að auki er ég orðinn það jarð- sem Indriða hefur nú boðizt, og ber það bezt vitni þess hvert álit bókaútgefendur hafa á þessum unga og efnilega höfundi. M. Th. Kolt veðor NORB-AUSTAN átt með all- miklu frosti hefur verið hér und- anfarna sólarhringa. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni i gærkvöldi, eru ekki miklar likur til að veður fari hlýnandi næstu daga. Kl. 5 síðdegis í gær var mestur kuldi 15 stig í Möðrudal. 12 stiga frost var á Þingvöllum og 11 stig á Blönduósi. Annars var frost yfirleitt 2—6 stig við ströndina, en 8—15 stig í innsveitum. Klukk an 8 í gærkvöldi var 5 stiga frost hér í Reykjavík. Lítilsháttar éljagangur var austan lands í gær, og í gær- kvöldi var farið að snjóa sums staðar á Norðuralndi. KALKÚTTA — Nehru forsætis- ráðherra lýsti yfir því nýlega, að hann haldi til London í lok þessa mánaðar til að taka þátt í ráð- stefnu landanna innan brezka heimsveldisins. FRAKKLAND: Hvað gerist næsH Framh. af bls. 1 sakaður um að hafa samið við verstu óvini Frakka. ★ Mendes France þykir harð- skeyttur og snjall bardagamaður á þingi og næstu vikurnar mun hann nota til þess að búa sig undir að verjast atlögunum. Með- al annars er gert ráð fyrir að hann muni sleppa embætti utan- ríkisráðherra og gefa sig allan að störfum forsætisráðherra, Lík- legur utanríkisráðherra er tal- inn Edgar Faure, sem nú er f j ármálaráðherra. Einnig er talið að hann muni leggja mikið kapp á að knýja fram samræður um samninga við Sovétríkin. Ef hann getur sýni frönsku þjóðinni að hann sé fyrsti forsætisráðherrann, sem komist hefði eitthvað áleiðis í sáttatilraunum milli austursins og vestursins, þá myndi jafnvel heitustu óvinum hans gert erfitt fyrir um að fella hann. í stað Faures, sem fjármála- ráðherra, er talið að skipaður verði Robert Buron, ráðherra, sem faið hefir með málefni franskra landa utan Evrópu. En jafnframt er gert ráð ráð fyrir að Mendes France stofni nýtt ráðherraembætti, sem fer með viðskiptamál og að hann ætli að veita því ráðherraembætti for- stöðu sjálfur. f þessu nýja ráð- herraembætti ætlar hann að sam- ræma starfsemi ráðherranna, sem faa með fjármál, iðnaðarmál, verzlunarmál og opinberar fram - kvæmdir. En ekki er þess að vænta að hann njóti sama stuðn- ings þingsins í hinni nýju við- leitni sinni til þess að rétta við atvinnulífið í Frakklandi, eins og hann gerði í utanríkismálum, og mun það enn stuðla að því að gera honum örðugt að halda völd um. — Kosningar fara á hinn bóginn fram í Frakklandi á næsta ári og munu þessar nýju ráð- stafanir að allmiklu leyti miðast við þær kosningar. ★ í loka atkvæðagreiðsl- unni um Parísarsamningana, daginn fyrir gamlársdag (þeir voru sambykktir með 287 atkv. gegn 260), sátu þeir hjá Bidault og Shumann. En á undan höfðu gerzt hinir ótrúlegustu atburðir. Kristilegir demókartar í Ítalíu og Þýzkalandi höfðu lagt fast að flokksbræðrum sínum í Frakk- landi, Shuman og Bidault, að leggja niður andóf sitt, og foringi kristilegra demókrata í Ítalíu, Fanfani, fyrrv. forsætisráðherra hafði jafnvel gert sér ferð á hend- ur til Parísar af þessu tilefni. stjórnmálamaður". Orsökin til lofsyrðanna um Shuman var tsú, að hann hafði daginn áður greitt atkvæði með þeim kafla Parísar- samninganna, sem fjallar um þátt töku Þjóðverja í Atlantshafs- bandalaginu. Hann hafði jafnvel lýst yfir því, að hann ætlaði einn- ig að samþykkja endurhervæð- ingu Þýzkalands, en síðar varð það að samkomulagi, milli hans og Bidaults ag þeir sætu báðir hjá við þá atkvæðagreiðslu. Lokaatkvæðagreiðslan 30. des. var eingöngu um endurhervæð- ingu Þýzkalands og um þátttöku Þjóðverja i Vestur Evrópu banda laginu. Á síðustu stundu reyndu þingmenn að skjóta sér undan þeirri ábyrgð að samþykkja þessi ákvæði samninganna, með því að halda því fram, „að þeir væ :i nú búnir að láta að óskum banda- manna sinna með því að sam- þykkja aðiid Þjóðverja að Atlants EDGAR FAURE tilvonandi utanríkisráðhcrra. hafsbandalaginu". En Mendés benti á að hér væri um heildar- samning að ræða og enginn vegur til þess að samþykkja nðeins hluta af honum. „Engin önnur lausn er fyrir hendi“, sagði Men- des, „og engin tök á að taka upp nýja viðræðufundi. Bandamenn okkar vilja það ekki“. Herriot bað um „lengri frest til þess að hugsa málið“. Mendes svaraði: „Við höfum haft fjögur ár. Við getum ekki reynt meira á bolin- mæði bandamanna okkar“. Að lokum voru það 16 þing- menn, sem áður (fyrir jólin) höfðu greitt atkvæði gegn samn- ingunum og sem nú létu niður falla andúðina á Mendes um Blað Vatikanríkisins, Osservatore stundarsakir og greiddu atkvæði Romano, varði, daginn fyrir at- kvæðagreiðsluna, hálfri forsíð- með samningunum. í fyrstu, eftir atkvæðagreiðsluna, sat þing- unm (sem venjulega hefur að, heimur þögull. Engin fagnaðar- geyma nær eingöngu fregnir af.læti. En svo stóðu kommúnistar starfsemi kaþólskra) til þess að j á fætur og helltu úr skálum reiðl víta Bidault, en um Shuman sinnar: „Morðingjar, bandittar, sagði -blaðið, að hann væri „vitur! skítmenni, nazistar-Vöskruðu þeil>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.