Morgunblaðið - 11.01.1955, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 11. jan. 1955
0
(Jtsala
|j tsala
í DAG byrjar okkar árlega utsala. Mikiíl afsláttur. Lítið í gluggana
A U 5 T U R S T R ÆT I 9 - S 1 M I 1
Dregið verður d luugurdug
Úr þessu er umboðsmönnum hcimilt að selia
alla miða, ættu bví þeir, sem viba halda núm-
erum sínum, að vitia þeirra strax.
Athugið: Happdrættið er nú uppselt og hafa umboðs-
menn þá eina miða til sölu sem seldir voru í
fvrra og ekki hefur verið vitiað enn.
Happdrætti Háskóla íslands
BIFREIOAEIGENDUR
VEITIÐ ATHYGLI:
I \ etrarkuldanum er mest hætta á sýrutæringu í
hreyflum. Öruggasta leiðin til að fyrirbyggja
sýrutæringu er veldur 90% af vélarslitinu, er að
nota LIQUI-MOLY. Auk þess auðveidar LIQUI-
MOLY ræsingu í köldu veðri og ver hreyfilinn
gegn ofhitun og úrbræðslu. Dragið ekki að setja
LIQUI-MOLY á hreyfilinn þar til hann er orð-
inn slitinn. LIQUI-MOLY á nýjan hreyfil gefur beztan árangur. — Höfum nú aftur fyrir-)
liggjandi eftirtaldar tegundir af LIQUI-MOLY. —
LIQUI-MOLY Automotive fyrir allar gerðir og stærðir bifreiðahreyfla
LIQUI-MOLY Gear Lube Booster fyrir drif og gírkassa.
LIQUI-MOLY Marine fyrir allar stærðir tví- og fjórgengis bátavélar.
LIQUI-MOLY No. 4 fyrir flugvélahreyfla, stórar dieselvélar og iðnaðarvélar.
ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLACIÐ H.F.
Sími 82943. — Laugaveg 23.
Takið eftir
Sá, sem getur útvegað 70-80
þús. kr. lán, getur fengið
leigða 3ja eða 5 herbergja
íbúð fyrir 1. maí. — Tilboð,
merkt: „Húsnæði — 479“
sendist afgr. Mbl. fyrir 15.
þessa mánaðar.
INNRÖMMUN
Tilbúnir rammar.
SKILTAGERÐIN
Skólavörðustíg 8
írá Efnalaug Selfoss
Á eftirtöldum stöðum er tekið á móti fatnaði til hreins-
unar: —
Eyrarbakka: Verzlun Ólafs Helgasonar
Stokkseyri: Verzlun Jóns Magnússonar
Hveragerði: Verzlunin Reykjafoss
Þykkvibær: Verzlun Friðriks Friðrikssonar
Hellu: Kaupfélagið Þór
Önnumst einnig fataviðgerðir.
Efnalaug SELFOSS.
Þorlákur Ófeigsson
byggingameistari
- In memorsaoi —
IDAG græt ég látinn vin. Ég
meina þetta ekki í óeigin-
legri merkingu, ég meina þetta
bókstaflega. Eg græt vin minn,
Þorlák Ófeigsson heitum tárum.
Einhver kann að segja, að það
sé aumingjaskapur af fullorðnum
manni að fella tár. Mér er sama
um það. Eg skammast mín ekk-
ert fyrir að kannast við þessa
„veilu“ mina, því að ég finn þeg-
ar, að þessi saknaðartár mín hafa
skolað brott úr sál minni ýms-
um hversdagslegum sora, sem
safnast hafði þar saman, jafnvel
í mörg ár, í erjum og amstri dag-
anna. Eg var farinn að telja mér
trú um, að það væri raunar ó-
mildin og harkan, sem gilti í öll-
um viðskiptum manns við mann.
Eg hafði sjaldan séð mildina og
mannkærleikann fara með sigur
af hólmi í hinni óvægu lífsbar-
áttu manna. Og því væri bezt að
brynja sig með hörku gegn öllu
illu. En svo hvarf hann vinur
minn Þorlákur inn fyrir fortjald
hins eilífa augnabliks. Andi hans
var floginn úr viðjum holdsins
og inn i veröld hins eilífa friðar,
sem hann hafði skynjað í djúpi
vitundar sinnar fyrir langa langa
löngu. En þegar ég stóð and-
spænis þeirri staðreynd, að vin-
ur minn Þorlákur væri horfinn
af voru mannlega skynsviði, þá
brutust fram í vitund minni, eins
og brimöldur á tímans hafi, ótal
endurminningar úr nær fjörutíu
ára órofa vináttu. Og þá var sem
ég skynjaði í einni sjónhending
hinn þögla boðskap hans lífs. Og
ég táraðist, ekki af sorg, held-
ur af þakklæti fyrir allt það, sem
hann hafði verið mér í öll okkar
löngu vináttuár. Ég reyndi að
brosa gegnum tárin og segja við
hann í huganum: „Já, Þorlákur
minn, dyggð þín hefur lýst mér
um farinn veg, og hún mun halda
áfram að gera það til hinzta dags
minnar ævi.“
Grunntónninn í lífi Þorláks
vinar míns var mannkærleikur-
inn í sinni hreinustu mynd. En
þessi göfuga kennd hans var ekki
eingöngu borin uppi af góðu
hjartalagi, heldur og af djúptæk-
um vitsmunum, sem skynjuðu
megin kjarnan í hverju máli og
eilífðarneistann í sérhverri sál.
Hann Þorlákur vinur minn var
skyggn á eilífðina. Hann var
ekki trúmaður í venjulegum
skilningi. Hann var heimspek-
ingur með kærleikseld í hjarta,
sem var honum óþrotleg upp-
spretta mannlegrar hlýju og
mildi í hugsun. Hann var ötull
nemandi hinna duldu fræða.
Hann hafði tileinkað sér hinar
göfugu kenningar Guðspekinnar,
en þær voru honum engin vara-
játning, heldur lífið sjálft, í tíma
og eilífð. En það var einmitt fyr-
ir þessa lifsskoðun Þorláks, sem
ég kynntist honum fyrst. Eg
man það glögglega enn í dag.
Það var á fundi í Reykjavíkur-
stúku Guðspekifélagsins fyrir
tæpum fjörutíu árum. Þar var
Þorlákur staddur ásamt sinni
öðlingskonu, henni Guðnýju, sem
nú verður að sjá mann sinn
„sigrast af ljóma frá himnesku
kveldi.“ Og hann Þorlákur minn
og hún Guðný tóku einhverju
ástfóstri við mig, ég veit ekki
af hverju, en það hefur endzt og
eflzt allt til þessa dags. Eg var
á nítjánda aldursári, þegar ég
kynntist Þorlák. Þá var hann
þekktur og velmetinn bygginga-
meistari hér í bæ og hafði verk-
efni mörg. Svo var það einn dag,
að hann gerði sér ferð á rúm-
helgum degi inn í Skuggahverfi
til að vitja mín þar, sem ég átti
heima í fátæklegri kjallaraíbúð,
þar sem hann varð að beygja sig
til að komast inn úr dyrunum.
Eg átti ekki von á þessari heim-
sókn Þorláks. Hún var mér í
sannleika ný og undursamleg
opinberun — opinberun mann-
legrar góðvildar. Þannig voru
fyrstu kynni mín af göfugum
hugsjónum í verki. Upp frá þessu
kom ég oft á heimili Þorláks og
varð þar heimilisvinur. Og ég á
ekkert annað en fagrar endur-
minningar frá þeim heimsóknum.
Þar var ávallt jafn yndislegt að
koma. Eg leit raunar ávallt á
hann Þorlák vin minn sem meist-
ara minn í andlegum fræðum.
Við „töluðum oft um speki“, en
oft var líka tekið upp léttara hjal
og gamanseminni gefið rúm. Og
þá var oft hlegið dátt, því að
þrátt fyrir sína heimspekilegu
rósemi, þá hafði Þorlákur rík-
an næmleik fyrir skemmtilegri
fyndni. Þar átti skáldskapargáfa
hans hlut að máli, því að þótt
Þorlákur gerði lítið úr því að
yrkjfe, þá var hann hagmæltur
vel og hafði yndi af góðum
skáldskap. Eg mun ávallt minn-
ast heimilis Þorláks vinar míns
sem hemilis hinnar sönnu sak-
lausu gleði. En sá andi, se'm sveif
þar „yfir vötnum“, var einnig
andi húsfreyjunnar, hennar Guð-
nýjar minnar, sem hvatti hann
til alls hins fegursta og bezta.
Eg veit, að hafi hann fegrað líf
hennar, þá hafi hún og fegrað líf
hans — til hinztu stundar.
Það er ekki tilgangur minn að
skrifa hér æviminningu. Það
munu aðrir gera betur en ég gæti
gert. Þessi fátæklegu orð mín eru
aðeins kveðja frá vini til vinar
fyrir unaðsríkar og lærdómsríkar
samverustundir í þessum „tár-
anna dal“, þar sem öll fegurð
himins og jarðar, og öll tign
mannlegrar sálar getur birzt í
einu saknaðartári og einú vinar-
brosi.
En nú, þegar hann Þorlákur
minn er horfinn sjónum vorum,
þá opnast vitund mín fyrir hin-
um djúptæka, dulræna sannleik,
„að aldrei glatast orkan himin-
borna“, en lifir frjáls í dásemd
æðri heima. Þetta er hin stór-
fellda lexía í lífi vinar míns
Þorláks Ófeigssonar, og eins og
hann mundi sjálfur hafa sagt, í
lífi allra góðra manna. Og í ljósi
þess má spyrja: „Því vaknar ei
til kærleiks sérhvert hjarta?“
(E. B.)
Eg veit það því, Þorlákur
minn, að þú lifir, enda þótt hin
hughreinu, jarðnesku augu þín
séu lokuð. Þá veizt þú líka, að
þótt ég segði fátt um það, þá unni
ég þér, og ég ann þér enn. —
Og hið sama segja allir ástvinir
þínir, og allir vinir þínir. Líf okk-
ar allra er fegurra og hefur
fyllra eilífðargildi fyrir það eitt,
að hafa kynnzt þér. Og þótt við
tárumst, vinur minn, þá er það
af einskæru, djúptæku þakklæti
fyrir allt hið góða, sem þú lézt
okkur í té með lífi þínu, og þakk-
læti til hins almáttka valds, seni
gaf þig.
Farðu heill, vinur!
S. Sörenson.