Morgunblaðið - 11.01.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflif í daq:
NA- kaldi, léttskýjað.
7. tbl. — Þriðjudagur 11. janúar 1955.
Leikdómur
eftir Sig. Grímsson á bls. 9.
Önnur deila upp komin
milli sjómanna og út-
gerðarmanna í V.eyjum
Vestmannaeyjum 10. jan.'
EKKERT hefur miðað í samkomulagsátt milli sjómanna og út-
gerðarmanna um kaup- og kjarasamninga. Hefur sáttasemjari
ríkisins falið Torfa Jóhannssyni bæjarstjóra að reyna að koma á
.sættum. Hefur hann haldið einn fund með deiluaðiljum, kynnt sér
málin og heldur annan fund með þeim á þriðjudag.
í lögreglunni 1 25 á?
GNNUR DEILA
Þá hafa sjómenn í Vestmanna-
• eyjum sagt upp samningum við
útgerðarmenn út af fiskverðinu.
Hörðu þeir verið á samskonar
samningum hvað það snerti og
Faxaflóasjómenn — eða kr. 1,22
t'yrir kílóið. Enginn sagði upp
þessum samningum nema þeir í
Vestmannaeyjum, en samningur-
inn rennur út 31. jan. n.k.
Verða viðræður milli sjómanna
og útgerðarmanna út af fiskverð-
inu hafnar á morgun (þriðjudag)
og kröfur sjómanna þar verða
ekki kunnar fyrr en á þeim
fundi. — Bj. Guðm.
?
s m m i
Meiri útgerð í Keflavík
en dœmi eru til um
^Jfafnarlœtar a&haftandi
Keflavík, 10. jan.
ALDREI fyrr í sögu Keflavíkur hefur verið eins mikil útgerð og
nú þessa vertíð. Alls munu verða gerðir út héðan 60 bátar, þar
og ufsaveiðar. Þegar eru 24 bátar byrjaðir á línuveiðum og.fer
og upsaveiðar. Þegar eru 24 bátar byrjaðir á línuveiðum og fer
þeim fjölgandi með degi hverjum.
TÖPUÐU RÓÐRI
Nú er fyrirsjáanlegt að miklir
erfiðleikar verða í höfninni í vet-
ur, þar eð athafnasvæðið fyrir
bátaflotann er hvergi nærri full-
nægjandi. í fyrra voru gerðir
hér út 26 línubátar. Kom þá eigi
-ósjaldan fyrir, að bátarnir náðu
ekki að landa í tæka tíð og
misstu því róður við það.
nokkurt skeið!
FYRIR BÁTAFLOTANN
Er því mjög aðkallandi að hafn
ar úerði hið bráðasta verulegar
umbætur á höfninni fyrir fiski-
bátana. Er erfitt um það að segja
hversu mikið tap það kann að
verða fyrir þjóðarbúið, ef bátar
eiga á hættu, að tapa tíðum róðri
vegna hafnarskilyrðanna.
í dag var afli bátanna 8—15
skippund og var svipaður afli
hjá bátunum í gær.
Ósólf happdræftis-
bifreið B.Æ.R.
EYRIR nokkru var dregið í
happdrætti Bandalags Æsku-
lýðsfélaga Reykjavíkur, en
vinningur í því var fólksbifreið.
TJpp kom númer 17676 og var
miðinn seldur úr bifreiðinni í
Bankastræti, kvöldið sem dreg-
iö var. En svo kynlega hefur far
ið, að vinningsins hefur ekki
verið vitjað enn. Ættu nú allir
þeir, sem keyptu miða í happ-
drætti þessu að rannsaka númer
hans vel og vandlega og athuga,
hvort þeir bafa ekki gengið með
bifreið þessa í vasanum nú um
Arnarfell farið
til Brazilíu
f FJÓRÐA skiptið siglir nú ís-
lenzkt skip með fiskfarm suður
til Brazilíu, en fiskflutningar
beint þangað suður með ís-
lenzkum skipum hafa tekist mjög
vel, og fiskurinn verið í betra á-
sigkomulagi, en ella. Það er Arn-
arfellið sem siglir að þessu sinni.
Skipið lagði úr höfn um klukk-
an 10 í gærkveldi, með um 1800
lestir af saltfiski. Fyrsti áfang-
inn á leiðinni er St. Vincenteyj-
an í Kap Verdieyjaklasanum út
af vesturströnd Afríku. — Þaðan
verður svo siglt til Brazilíu, og
fiskurinn losaður í þrem höfnum
þar, hinum sömu og ísl. skip hafa
áður komið til: Santos, Recife og
Rio de Jaierio. Þar syðra lestar
Arnarfell sykur og kaffi hingað
heim. Talið er að skipið verði
milli 50—60 daga í för þessari og
er skipið væntanlegt til Reykja-
víkur 10.—15. marz.
Enn er ?recj veiði
HAFNARFIRÐI — Veiði hefur
verið treg hjá línubátunum frá
því þeir hófu róðra núna fyrir
helgi. Hafa flestir þeirra verið
með innan við 10 skipp. í róðri.
I gær voru þeir með frá 4 og upp
í 16 skipp. — Surprise kom af
veiðum í gær, og var hann með
tæpar 300 lestir fisksk. Þá kom
Júní í gærkvöldi og var hann
með svipaðaflamagn. — G.E.
* . .
Fyrir 25 árum klæddust þessir menn í fyrsta sinn lögreglumanna-
búningi og settu upp svörtu einkennishúfuna með stjörnunni áletr-
uðu: Með lögum skal land byggja. Þessa merkisdags í lífi sínu
minntust þeir félagar á sunnudagskvöldið í Tjarnarkaffi, er þeir
komu þar saman til kvöldverðar. Lögreglumennirnir eru þessir,
sem nú skal upp telja. í fremri röð eru: Sigurður Ingvarsson, Skúli
Sveinsson, Matthías Sveinbjörnsson, Jakob Björnsson, Sveinn Sæ-
mundsson og Pálmi Jónsson. — í aftari röð einnig frá v.: Ágúst
Jónsson, en hann lætur nú af starfi í rannsóknarlögreglunni. Hann
meiddist mikið í uppþotinu við Alþingishúsið hér á árunum og
hefur ekki gengið heill til skógar síðan. Var Ágúst kvaddur við
þetta tækifæri. — Annar maður, Geirfinnur Sigurðsson, meiddist
einnig það mikið í uppþotinu, að hann varð að láta af Iögreglu-
störfum og starfar nú í Búnaðarbankanum. Hann er ekki á mynd-
inni. — Við hlið Ágústar stendur Matthías Guðmundsson, þá Ing-
ólfur Þorsteinsson, Stefán Thorarensen, Magnús Hjaltested og
Magnús Eggertsson. — Þessir lögreglumenn eru nú allir hættir
daglegum störfum á götum bæjarins og hafa um árabil gegnt ýms-
um trúnaðarstörfum innan rannsóknarlögreglunnar og í götulög-
reglunni. Hafa þeir allir reynzt farsælir menn í starfi og getið sér
í hvívetna hins bezta orðs. — Ljósm. R. Vignir
Áhurðorverksmiðjan sendir óbnrð
tii geymsln til Skognstrandar
Skagaströnd, 10. janúar.
ÞESSA dagana er Áburðarverksmiðja ríkisins að láta flytja hing-
aðáburð, til geymslu, en hana mun skorta húsnæði fyrir
áburðinn í Gufunesi.
Á TÓLFTA tímanum í gær var
slökkviliðið kvatt að Vélsmiðj-
unni Keili, þar sem kviknað
hafði í olíu-flutningabíl frá
Shell, er var þar í viðgerð.
Töluverður eldur lék um bíl—
inn, þegar slökkviliðið kom á
vettvang, en hann var fljótlega
slökktur. — Nokkrar skemmdir
urðt* á bílnum, en engann, er
við hann vann, sakaði.
í I
Tvennt slasast
í bílaárekstri
AÐFARANÓTT sunnudagsina
varð mjög harður bílaárekstus
suður á Hafnarfjárðarvegi. —■ í
öðrum bílnum var maður og koná
og meiddust bæði nokkuð.
j Bílstjórinn, sem valdur var að
árekstri þessum, sveigði skyndi-
' lega þvert yfir götuna í veg fyr-
ir hinn bílinn, telur sig lítilli
stundu áður hafa fengið aðsvif,
og ekið um 200 m. leið í öngviti,
Hann var einn í bílnum.
Annar bílanna var lítill fjög-*
urra manna, og voru í honum
Eggert Ólafsson, Barónsstíg 33!
og Þóra Þorvarðardóttir, Hring-
braut 51. Skarst hún á höfði og
hlaut fleiri áverka, og var hún
rúmliggjandi í gær. Eggert marð-
ist í andliti. er hann skall á fram-
rúðuna.
Stjórnmálanámskeið
Heimdallar hefst að nýju
HEIMDALLUR, félag ungra
Sjálfstæðismanna hefur hald
ið uppi stjórnmálanámskciði, frá
því í byrjun nóvember síðastlið-
inn. Á námskeiði þessu hafa ver-
ið fluttir margir fyrirlestrar um
ýmsa þætti stjórnmálanna. Jafn-
iramt þessu hefur verið lögð
áherzla á málfundaæfingar með
tilsögn í ræðumennsku. — Hefur
námskeið þetta þótt takast vel.
Nú er námskeiðið að hefjast á
ný, eftir jólaleyfið og verður því
haldið áfram með sama sniði og
áður. í kvöld mun Magnús Jóns-
son, alþm., tala um stjórnskipun
íslands og hefst fundurinn kl.
8,30 og verður í VR-húsinu við
Vonarstræti.
TVEIR FLUTNINGAR
KOMNIR
Hingað til Skagastrandar á að
flytja 1000 lestir af áburði og
verður hann geymdur í mjöl-
skemmu Síldarverksmiðju ríkis-
ins hér. Eru þegar tveir flutning-
rækJunarsambandi
í gær kom Jökulfell með önnur
250 tonn. Er verið að skipa áburð-
inum úr Jökulfelli upp í dag.
í ráði að gera N.-ls.
að einu rækiunar-
VERÐUR SELT HÉÐAN
í vor verður áburður þessi
seldur hér nyrðra, og þá aðallega
í Húnavatnssýslur og í Skaga-
fjarðarsýslu. Er búizt við því sem
eftir er að flytja af áburðinum,
næstu d'aga til Skagastrandar.
— Jón.
Góður afii á Akranesi
AKRANESI, 10. jan. — Á laug-
ardaginn reru héðan 14 bátar.
Var afli þeirra 4—7 lestir. 15 bát-
ar reru í gærkvöldi og er ekki
vitað um afla þeirra.
Nýlega komu hingað 9 menn
frá Húsavík og verða þeir á vb.
Svanur í vetur. Þar á meðal skip-
stjórinn á Svani, Maríus Héðins-
son.
Togarinn Bjarni Ólafsson kom
hingað í morgun og landaði 220—
230 lestum af fiski. Á laugardag-
inn var Helgafellið hér og losaði
það staura, sem nota á við raf-
magnslínuna, sem verður lögð á
flesta bæi í Leirársveit, að við-
bættum báðum Lambhagabæjun-
um og sláturhúsinu við Laxá, í
sumar. — Oddur.
ÞÚFUM, 7. jan. — Að undan-
förnu hafa staðið yfir fundar-
höld í Búnaðarfélögum Norður-
ísafjarðarsýslu um breytta skip-
un á takmörkum ræktunarsam-
bands sýslunnar.
Er nú í ráði að gera allt sýslu-
félagið að einu ræktunarsam-
bandi. Með því móti mundi betur
nýtast vélakostur hinna einstöku
smærri sambanda, ef samvinna
væri um notkun hinna einstöku
véla.
Mun sameiginlegur fulltrúa-
fundur bráðlega verða haldinn
um þessi mál, þar sem 2 fulltrú-
ar mæta á þeim fundi frá hverju
búnaðarfélagi. Með aukinni vega-
gerð um héraðið skapast betri
aðstaða og möguleikar um aukn-
ar jarðabætur.
Tíðarfar er hið ákjósanlegasta,
snjólaust í byggð að kalla, og
vegir og færi ágætt alls staðar.
____________________— P. P.
Sjálfsmorð á baðstað
ATAMI, Japan. — Þrátt fyrir
hina nákvæmustu aðgæzlu af
hendi lögreglunnar hefur 145
mönnum á liðnu ári, tekizt að
fremja sjálfsmorð með því að
drekkja sér úti fyrir hinum vin-
sæla baðstað, Atami. 70% af
sjálfsmorðingjunum voru ungt
fólk.
Lúðrasveifir halda
kvöldskemmtun
NÆSTKOMANDI fimtudags-
kvöld, 13. jan., er skemmtikvöld
í Skátaheimilinu, sem lúðra-
sveitir bæjarins og Lúðrasveit
Hafnarf jarðar standa fyrir.
Lúðrasveitirnar hafa ákveðií
að halda slík skemmtikvöld einu
sinni í mánuði, það sem eftir e?
vetrar, og skiftast þær á um að.
sjá um skemmtiatriðin fyric.
hverja skemmtun.
Skemmtikvöld þessi, sem ertí
að frumkvæði Lúðrasveitaí
Reykjavíkur, eru ætluð til að
efla starfsemi lúðrasveitanna og
auka kynni félaganna, en eins
og allir vita, er starfsemi lúðra-
sveita ekki mikil um vetrarmáu
uðina og vantar þær oftast ver'tS
efni til að starfa að. Nú gefst að-
dáendum lúðrasveita einnig gotí
tækifæri til að hlusta á skemmti
legan lúðrasveitarleik. Lúðra-
sveit Reykjavíkur sér um þessa
fyrstu skemmtun á fimmtudagá
kvöld. —
Verður þar spiluð félagsvist
og dansað og einnig verða önnufl
skemmtiatriði.
SauðbeiS óvenju góð
á Austuriandi \ í
SEYÐISFIRÐI, 10. jan. — Veður
hefur verið hér mjög gott fram
að þessu, logn og stillur. í dag er
dálítið hret en jörð þó því næst
alauð. — Sauðbeit hefur verið
ágæt í allan vetur, og hefur fé
varla komið á gjöf að telja megi
nema haustlömb. Sama er að
segja á Héraði, þar hefur jörð
verið auð og veður hið bezta.
Tveir bátar eru farnir á vertíð
héðan til Sandgerðis. — Nokkuð
margt fólk hefur einnig farið í
atvinnuleit til Suðurlands og eru
nú flestir farnir, sem ætla sér
burt yfir vetrarmánuðina.
Ekki hefur verið hægt að að-
hafast neitt við byggingu fisk-
iðjuversins vegna frosta. Mun
verða hafizt handa við það strax
og hægt verður. — Benedikt. ;