Morgunblaðið - 13.01.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.1955, Blaðsíða 12
12 MORGZJNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. jan. 1955 Aðalsteinn Jónnsson — minning Hinn 27. nóvember s.l. andaðist að heimili sínu Laugabóli í Laug- ardal Aðalsteinn Jónasson óðals- bóndi, eftir langvarandi van- heilsu rúmlega 66 ára, f. 18. apríl 1888. Með Aðalsteini er fallinn í val- inn einn hinna traustu og dug- miklu bænda þessa héraðs. Aðalsteinn var fæddur að Birnustöðum í sömu sveit. For- eldrar hans voru Jónas Bjarna- son, bóndi þar og Rebekka Egils- dóttir, bónda að Laugabóli Stóðu að Aðalsteini í báðar ættir traustir og sérkennilegir búhöld- ar, skörulegir í umgerð allri enda hinir harðsæknustu dugnaðar- menn. Aðalsteinn ólst upp með for- eldrum sinum til fullorðins ára, tók snemma virkan þátt í gagn- legum störfum, og vann jafnan við búskap og sparaði lítt krafta sina og starfsþrótt, við störfin, enda orðlagður dugnaðarmaður. Hann gerði ekki víðreist um dag- ana. Flutti aðeins stutta bæjar- leið er hann hóf búskap á Lauga- bóli er forfeður hans í móðurætt bjuggu áður. Hann undi jafnan vel hag sín- um í hinum búsældarlega og sum arfagra dal, er ól hann og hann sá og fann sinn hag bætast, sem ávöxt elju sinnar og árvekni, var jafnan mjög sterkur þáttur í fari hans og athöfnum öllum, traust- leiki til orðs og athafna, hafði hann almannaróm samtíðar- manna sinna um þá eiginleika. Voru búskaparhættir hans allir studdir sérstakri forsjá, og störf hans öll og athafnir mótuðust fyrst og fremst af þeirri eigind. Heyfirningabóndi var hann einn hinn mesti í sínu héraði, og með- ferð öll og umsýsla búfjár hin bezta, enda átti hann stórt og afurðagott bú er hann uppskar af ágætan efnahag er skipuðu honum jafnan í röð sinna traust- ustu samtíðarmanna, orðum hans og athöfnum gátu allir treyst. Var heimili hans um margt sér- stakt, sama fólkið vann þar ár- um saman og þótti jafnan vistin góð. Ekki deildi hann mikið geði sínu við fjöldann en þar, sem kynning skapaðist, varð úr því traust vinátta, sem ekki varð að dægurflugu. Konu sína, Ólöfu Ólafsdóttur, missti hann árið 1934 og áttu þau saman 6 dætur, 2 þeirra dóu á unga aldri, en 4 eru á lífi: Ragna og Sigríður heima á Lauga bóli, Rebekka búsett húsfreygja í Hafnarfirði og Sigríður hús- freyja á ísafirði. Eru dætur hans hinar m'estu dugnaðarkonur og hafa haft mikla umsjá og forsjón með bú- skap föður síns hin síðari ár, ásamt með Guðrúnu Jónsdóttur, er um langt skeið hefir verið ráðs kona heimilisins, dugleg og dygg, og Guðjón Einarsson er ólst upp að miklu leyti hjá Aðalsteini, og unnið hefir þar jafnan síðan af dugnaði og trúmennsku. Var jafnan ánægjulegt að koma á heimili þessa fólks, var þar gestrisni mikil og fyrirgreiðsla ef hennar var leitað og þörf var fyrir. Átti ég um langan tíma kynningu við hinn látna sæmd- armann, er ég mat jafnan mikils og á margar góðar minningar um. Hafði ég jafnan ánægju af við- ræðum við hann, stuttar og skýrar framsetningar í viðtali, greindarlegar athuganir, byggð- ar á lífsreynslu og búskaparsög- ur hins dugmikla og reynda bónda. Jörðinni sinni unni hann og gerði henni á ýmsan hótt til umbóta í ræktun og öðrum fram- kvæmdum. Ég þakka hinum látna sæmd- armanni góð kynni og langa vin- áttu og bið honum allrar bless- unar fyrir handan móðuna miklu. Dætrum hans og öðru heima- fólki á ég margt að þakka. Fylgi þeim blessun og búhagur hvar sem leiðir þess liggja eftirleiðis. Páll Pálsson. f Hestamannafélagið Fákur { Fyrsti skemmtifundur félagsins á þessu ári, verður í * Tjarnarcafé, niðri, föstudaginn 14. þ. mán. kl. 9 e. h. ■m • Kl. 10 stundvíslega sýnir Gísli Bjarnason, Selfossi, I kvikmynd frá hestamannamótinu á Akureyri s.l. sumar. • ■ ■ Skemmtinefndin. ■ ■ i ■ ^ Sjálfstæðishúsið ■ Opið i síðdegiskaffinu frá klukkan 3—5 og í kvöld frá kl. 9—11,30. • ■ ■ ■ ■ ■ ■ DAKKÖLI Guðnýjar Pétursdóttur j ■ Kennsla hefst aftur n.k. mánudag. — Innritun og upp- ■ ■ lýsingar í síma 80509, í dag frá kl. 2—5. m Byrjendur yngri en 5 ára ekki teknir. I ■ ■ Athugið! Kenni aðeins ballet. Frystivélar I Höfum fyrirliggjandi nokkur stykki af frystivélum % ■ I ha. og % ha. loftkældar og einnig % ha. vatnskældar. Kœliefni, FREON. ■ Sömuleiðis 14" lyftur með rakaþéttum rafmótor fyrir ■ kæli- og frystiklefa. d3jöt'(flvm Jredrihóen Lf | Ingólfscafé Ingclfscafc DAIMSLEIKIJR í Ingólfscafé í kvöld klukkan 9. Söngvari með hljómsveitinni. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. — Sími 2826. I i Gömlu og nýju dansarnir að Þórscafé í kvöld klukkan 9 Hljómsveit Jónatans Olafssonar Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—?. VETKABGAKÐUKINN VETKAKGAKÐUKINN DANSLEIKUR í Vetrargarðinum í kvöld klukkan 9. Hljómsveit BALDURS KRISTJÁNSSONAR leikui'. Miðapantanir í síma 6710 eftir kl. 8. V. G. F. I. R. • F. I. R. ÁRSHÁTÍÐ Félag íslenzkra rafvirkja heldur árshátíð sína í Tjarn- arcafé föstudaginn 21. janúar. Skemmtiatriði og aðgöngumiðasala auglýst síðar. Nefndin. ARSHATIÐ Borgfirðingafélagsins hefst í Sjálfstæðishúsinu laugar- “ daginn 15. þ. m. kl. 21. — Húsið opnað kl. 20,30. Tii skemmtunar verður: ■ Einsöngur, Jón Sigurbjörnsson. “ 2 leikþættir, Klemens Jónsson og Valur Gíslason. Upplestur, Stefán Jónsson. • Tesset, konur úr Borgfirðingakórnum. ■ ■ Kórsöngur, Borgfirðingakórinn. : ■ Aðgöngumíðar verða seldir í Skóbúð Reykjavíkur og j hjá Þórarni Magnússyni, Grettisgötu 28 B. ■ • Stjórnin. ; STÚLKA óskast að Hótel Borg. Þegar þér Biðjið um LILLU kryddvörur eru ekta og þess vegna líka þær bezt, Við ábyrgj- umst gæði. gerið innkaup: LILLU-KRYDI* Sími 5522. Uppl. á skrifstofunni. ------------ M A R K Ú S Eftir Ed Dodd TH5 PAR MCVS TAMTALEINSLV RBAB*| LAND AND THEM STAMDS AðatlONLESS ” 1) ísjakinn breytir um stefnu og tekur aftur að nálgast land. 2) — Sjáðu Jonni, vindáttin hefur breytzt, við færumst aftur nær ströndinni. 3) Svo fer enn fram um hríð. ísjakinn nálgast ströndina. Þá kemur logn yfir og hann flýtur kyr. — ísinn haggast ekki, Markús. — Ég finn það. Nú munaði mjóu. Ef hann hefði aðeins færzt svolítið nær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.