Morgunblaðið - 14.01.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.01.1955, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. jan. 1955 MORGVNBLAÐIÐ Segbu Laxness ad hann geti fengib lán sé hann þurfandi Ljósmyndir og samtaí Hans hlalmberg- vs8 Hemingway Ilemingway er sjaldnast klaeddur í kjól og hvítt. KÚBANSKUR leigubílstjóri hét að aka mér fyiir 8 doll- ara þessa tveggja ^nílna leið úr borginni Havana til aðseturs Hemingways í San Francisco de Paula. Skyndilega klossbremsaði hann hinum ameríska lúxusbíl sínum, sneri sér við og brosti gleiðgosa- lega til mín:,— Hérna er hlið Hemingways. Síðan ýtti hann með olnbog- anum á flautuna og 12 ára strák- lingur kom hlaupandi út úr kofa einum skammt frá, með lykil að hliðinu í handarkrikanum. Síðan gafst bílstjóranum aftur tæki- færi til að sýna kúbanska bremsu list sína við þrepin fyrir framan pálmaskrýtt íbúðarhúsið Finca Vigia. — Vertu velkominn, sagði Hemingway, sem var klæddur í þverröndótta skyrtu, ullarvesti og síðar vaðmálsbrækur, og rétti fram kraftalega höndina til að heilsa mér. — Það var annars ljósmyndari í heimsókn hjá mér í gær, hélt hann áfram. — Hann tók ijósmyndir í 6 klst., hann var meira að segja að taka myndir meðan við vörum að borða. Gott fyrir meltinguna, er það ekki? — Það er leiðinlegt hvað þú verður fyrir miklu ónæði...... — Já, ég hef orðið fyrir miklum töfum af öllum þessúm hamagangi. Einmitt þegar ég var bezt upplagður að skrifa kom Stokkhólmsskeytið sem til- kynnti mér um Nóbelsverðlaun- in. Síðan enginn friður. Hemingway haltraði um gólf í setustofunni og það mátti glöggt sjá, að hann hafði ekki náð sér eítir flugslysin í sumar. Þegar hann talaði var hann rámur eins og gamall bassalúður, sem leikið er á án undirleiks. — Við erum engir skrautfugl- ar, María mín og ég, sagði skáld- ið. — En við erum opinberar per- sónur, — það er skuldin, sem við verðum að gjalda fyrir frægðina. Jæja, hvað viljið þér þá gera? Ég sagði við ljósmyndarann, sem var hér í gær, að ef þessi Malm- berg ætlaði að láta mig kiifra upp í pálma, þá myndi ég kasta honum á dyr. — Það er erfitt að glíma við blaðamenn og Ijósmyndara. Time ætlar að birta teiknaða litmynd af mér á forsiðu. Þeir hringdu hraðsamtal frá New York til mín og spuröu hvernig augun í mér væru á litinn. Hvernig getur maður munað það? Ég varð að líta í spegilinn til að gá að þvi. En þar fyrir utan sagði ég þeim, að ég kærði roig ekkert um að komast á forsiðuna. Hdr eru pálmagöngin, sem liggja niffur aff skrifturninum mínum. Hér kem ég aftur með Hún cr elzt af kisunum mínuiti tuttugu og fjórum og viírust. — Nafniff hennar er afríkanska cg þýffir: „Góff-betri-bezt“. o——o AÐ var dimmt i lofti yfir Finca Vigia, stormurinn hvein í páimakrónunum og ég gat ekki tekið neinar myndir i turninum, þar sem Hemingway vinnur oftast að skriftúm. — Ég get ekki skrifað þar þeg- ar það er svona hvasst. Ef ég opna glugga.á.turninum, þá þjóta arkirnar í kringum mig eins og fjaðrafok. . . . Og svo er allt þetta veður gert út af mér. Þegar það lægir, tek ég bátinn minn og sigli brott til ókunnugra staða og reyni að halda áfram skrift- unum. Nokkrar klukkustundir liðu. Við gengum um malarstígana, settumst inn í bókasafnið og klóruðum 24 köttum bak við eyr- un. Uppáhaldskötturinn heitir „M’Usuri", sem er afríkanskt svertingjamál og þýðir „Góður, betri, beztur". — Kettir eru svo- mannlegir, sagði skáldið. Svo var þögn í nokkrar mínútur. — Ljúktu þér nú af með að taka þessar mjmdir, sagði hann. — Svo fáum við okkur að drekka. Það var komið með drykkinn, Martini — með miklu gini. — Já, svo við víkjum aftur að blaðamönnunum. Hér kom einn í gær og lagði fyrir mig spurn- ingar um stjórnmál og trúmál. En ég svara ekki slíkum spurn- ingum. Maður verður að vera varkár, þegar blaðamenn eiga í hlut. — Hvað' segirðu, litmyndir. Já þú ert velkominn aftur á morgun, þegar léttir upp. o—♦—o JÆJA, þá. Það var í dag, sem við áttum að taka litmyndirn- ar, sagði hann glaður í bragði morguninn eftir, þegar bílstjór- inn minn hafði lokið við að sýna bremsulistir. — Farðu sjálfur í klæðaskápinn og finndu föt í réttum liturri, þá skal ég klæða mig í þau á eftir. Ég valdi vínrauða skyrtu og nokkrar buxur í mjúkum lit, sem hann mátti velja á milli. Hem- ingway haltraði inn til að skipta um föt og kom út aftur eftir nokkra stund, þó í allt öðrum fötum, en ég hafði stungið upp á. Það var rauðflekkótt skyrta, lit- uð með þeim aðferðum, sem tiðkast meðal svertingja í frum-: skógum Afríku og gefa góðan dularlit til að hyljast í kjarri. Utan yfir var hann í veiðivesti úr skinni, sem hann sagði að væri úr „villta vestrinu". Svo mikið var víst að litasam- setningin var ennþá betri til ljós- myndunar en mínar tillögur. — Það er uppskeruhátíðin í dag, sagði hann. — Ef þú villt nú vera svo góður að leggja mynda- vélarnar frá þér, þá ertu velkom- inn að sitja hiá mér um st.und sem einka-gestur og vinur. Villtu það? _ — Ég þakka fyrir. — Jæja, kalkúninn er ekki alveg tilbúinn ennþá. Þú mátt taka bílinn minn og bílstjórann og láta hann aka þér um í ná- grenninu. Það set-ti að vera hæfi- legt að þið komið aftur kl 2. — Við erum ekki alveg tilbúin enn, sagði hann kl. 2. María er að synda í lauginni. Hún svndir venjulega tvær mílur. Ég sting mér aðeins sjaldan og syndi þá þetta 400 metra. Hr'ýggörinn í Ljósmýndarinn Ilans Malmberg er kunnur hér á landi fyrir frá- bærar Ijósmyndir, er hann tók af íslandi og gaf út í sérstakri bók. Hann er kvæntur íslenzkri konu, Margféti Guðmundsdóítut. mér þolir ekki meira. Við skul- um fá okkur „drink“. AÐ var Saint Emilion við málsverðinn og við ræddum um Nóbelsverðiaunin. — Verður þú viðstaddúr Nóbels-hátíðina, spurði gestgjaf- inn? — Já, það hafði ég hugsað mér., — Skilaðu beztu kveðjum og þakkaðu þeim fyrir peningana. Þekkirðu Laxhess? Það var leitt, að hann skyldi ekki fá verðiaun- in. — Já, ég hef hitt hann, svaraði ég. — En harin sagðist ekkert t kæra sig um verðlauriin. Ef ’nann ! fengi Nóbels-peningana yrði 1 hann að fara hús úr húsi til þsss í að fá lánað fyrir sköttunum, seg- ! ir hann. — Ógn er að heyra, berðu - kveðjur míriár til hans og segðu í honum að hann geti fengið lán hjá mér, ef hann er þurfandi. Hémingway teygði sig fram og hvíslaði í eyru konu sinnar: ; — Eigum við ekki að taka fram kampavínsflösku, ha? — Ja, ég veit ekki. Frú María virtist frekar mót- faliin því. En hvað um það, kampavínsflaskan kom fram í dagsljósið. Hemingway lyfti glasi sinu og sagði: — Við skál- um fyrir því að ljósmvndarar geti einnig fengið NóbelsVerð- laun. En aðeins fyrir ljósmvnd- ara undir 35 ára aldri. Eg fékk mín verðlaun alltof seint. Skál! — En að hugsa sér, sagði ég, — hvað margir 36 ára ljósmynd- arar myndu hengja sig í örvænt- ingu, ef aldurstakmarkið væri 35 ár. — Jæja þá, sagði Hemingway. Við skulum þá hækka aldurstak- markið upp í 50 ár. Skál! o—<$—o G siðan rabbaði hann lengi við mig. Hann sagði mér frá árunum í París, frá borgara- styrjöldinni á Spáni og mest sagði hann mér frá Afríku. —. Skoðaðu nú þetta, sagði hann og tók fram litmyndir, sem María hafði tekið af honum eftir f’ughrapið í Afríku. — Brendur, skilurðu það, — brendur. Og svo bakið á mér og nýrun. En ég mun aldrei gefast upp á að fliúga. í rauninni fékk ég aldrei að kynnast Afríku að neinu ráði fyrr en í fyrra. Við flucum yfir alla dýrðina. Við höfðum liíla flugvél, sem gat svifið rétt. yfir trjákrónunum. svo að við gátum skoðað vel bæði dýralíf og jurta. Ilann skrapp fyrir nokkrn til Itúbu og átti eftirfárandi szmtal viff Hemingway. — Ferðu aftur til Afriku? — Já, ætli það ekki. Það þarf mörg flugvélahrtip til þess að gamli Hemingwav missi alla löngun til Afríku. Afrika er sá stóri segull, sem dregur hann stöðugt til sin. , _ AíKjlýseridw afhögil! ísafotð <>e Vorffur er vinÝæiast.i fjöH>reytt asía bíaffsff i sveituir1 fandídiis. Rf»r at einii sínni ti! tvis.vai i *>!(« — tfi vsffnT Þetta meff Nóbelsverfflaunin varð til þess aff ég fékk geysiíegan póst, segir Hemingway, sem les nýjasta póstinn meff uppáhalds- kettinum „M’Uzuri“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.