Morgunblaðið - 18.01.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.01.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. jan. 1955 MORGVNBLAÐIÐ 7 Greinargerð og andsvar frá Nýja myndlistafélaginu EINS OG ljóst kemur fram í greinargerð Félags íslenzkra myndlistarmanna hefur félaginu með bréfi frá Stokkhólmi, dags. 17. febr. 1954, borizt fyrstu boðin um Rómarsýninguna, þá „ófull- burða hugmynd“, eins og komizt er að orði. Þó stendur á öðrum stað í greinargerðinni að tilboði ítölsku ríkisstjórnarinnar hafi verið svarað játandi 13 júlí í sum ar og staðfest skömmu síðar af Fél. ísl. myndlistarmanna. Gæti þetta bent til þess að nefnt Stokk hólmsbréf, hafi verið veigameira en látið er í veðri vaka. Er því augljóst og staðfest að Ásgrímur Jónsson hefur hvergi hallað réttu máli, og mátti öllum vera það Ijóst. „Endanlegt boð um sam- norræna listsýningu í Róm lá þó ekki fyrir fyr en um miðjan nóv- ember s.l.“, segir ennfremur í greinargerð Félags íslenzkra myndlistarmanna, en áður er sagt að tilboði ítölsku ríkisstjórn- arinnar hafi verið svarað játandi 13. júlí. Er þetta ekki dálítið ein- kennileg röksemdarfærsla, og bending um að hér sé verið að æfa sig í orðaleik, sem ekki er að skaplyndi manna eins og Ás- gríms Jónssonar. Bréf um sýn- inguna barst Nýja myndlistar- félaginu ekki fyrr en 6. des. s.l. eins og áður er vikið að, og engar formlegar umræður áttu sér stáð milli félaganna. Norræna listbandalagið hefur víðtæku menningarhlutverki að gegna á Norðurlöndum með sam- sýningum, sýningum einstakra málara, fræðslustarfsemi o. fl. Stjórnir þess voru 1947, er ég þekkti til, skipaðar einum manni, auk starfandi málara, er var full- trúi í menntamálaráðuneytum landanna, opinberum safnvörðum eða öðrum fulltrúum hins opin- bera, og sýnir það mjög greini- lega að gert er ráð fyrir sam- starfi við stjórnarvöld landanna. Jafnljóst er af lögum félaganna að almenn þátttaka er hugsuð þar í samsýningum, enda deild- irnar þannig upp byggðar, að gert er ráð fyrir almennu sam- starfi hinna ýmsu félaga, og er mér ekki kunnugt um að útnefn- ing fulltrúa í einstökum félögum fari þar eftir almennri höfðatölu- reglu, enda erfitt að koma slíkum „lýðræðishugmyndum“ á fram- færi í listum, þar sem margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Ekki er mér kunnugt um hvort stjórn Norræna listbandalagsins veit hvernig málum er hér hátt- að, þær breytingar sem orðið hafa í samtökum málaranna hér frá því að bandalagið var stofn- að. Eru það tilmæli okkar að stjórn Félags íslenzkra myndlist- armanna upplýsi hvort svo er. Að öðru leyti leyfi ég mér að vísa til bréfs okkar til mennta- málaráðherra dagsí 28. apríl 1953, og samrit var sent af til F.Í.M., en sem er of langt til að birta hér, þar sem varað er við því að það félag færi eitt með umboð Norræna listbandalagsins, og gagnstætt væri því sem er á hin- um Norðurlöndunum og lögum bandalagsins. Félag íslenzkra myndlistar- manna flaggar mjög með fjölda meðlima sinna, enda vekur Ás- grímur Jónsson athygli á því í bréfi sínu að það félag sé fjöl- mennara. Nýja myndlistarfélagið hefur átt kost á að fjölga með- limum sínum, en félagið er stofn- að með því markmiði að meðlim- ir þess taki, helzt árlega, þátt í samsýningum þess með nýjum myndum, er sanni að félagsmenn séu í raun og veru starfandi mál- arar, er óhikað leggi verk sín undir dóm almennings. Þetta hlýtur líka að vera skilyrði fyrir inntöku í félagið, auk þess að ali- ir meðlimir félagsins samþykki inntökubeiðnina. Nýja myndlist- arfélagið hefur birt opinberlega nöfn meðlima sinna og mun halda því áfram. Væri æskilegt að Fé- lag ísl. myndlistarmanna gerði slíkt hið sama, og er það eina sönnun þess að í félögunum séu ekki „gerfimeðlimir“. i Félag ísl. myndlistarmanna' virðist telja óheppilegt að þessi mál séu rædd opinberlega. En þar sem leitað hefur verið til Al- þingis um opinberan fjárstyrk til þess að standa undir kostnaði við þátttöku íslands í sýningunni, er hún ekki lengur einkamái málar- anna. Almenningur í þessu landi, sem féð leggur fram, á kröfu á að fá að fylgjast með málunum. Og raunar hvort sem kostuð er af opinberu fé eða ekki. Frá hendi Nýja myndlistarfélagsins fer hér ekkert á milli mála, sem óæski- legt er að íslenzkir blaðalesendur fylgist með. Þessi mál eru engan vegin komín á þann vettvang að þau séu orðin „viðkvæm“. Drengi legar og hreinskilnar umræður eru rétta leiðin. Þeir aðilar, sem hér ræða saman, eru margir hverjir persónulegir vinir og fé- lagar, og því ástæðulaust að ótt- ast að út af þessum nauðsynlegu umræðum spinnist fjandsamleg- ar deilur, ef báðir aðilar gæta hófst eins og Ásgrímur Jónsson gerði í sínu bréfi. Nýja myndlistarfélagið gerði með áðurnefndu bréfi til mennta- málaráðherra, dags. 28. apríl 1953, tilraun til þess að leysa eitt af höfuðvandamálum þessara tveggja félaga, nefnilega þátttöku þeirra í Norræna listbandaiaginu. Það mun tæplega orka tvímælis í augum réttsýnna manna og greinargóðra um listmál, að óvið- unandi' sé að tveir úr hópi stærstu málara okkar, Ásgrímur Jónsson og Jón Stefánsson, séu útilokaðir frá afskiptum um þátttöku í op- inberum sýningum erlendis á ís- lenzkri málaralist, fyrir það eitt að hafa kosið að ganga úr félagi því, sem þó fer áfram með um- boð Norræna listbandalagsins, og ólíklegt að á meðan svo stendur, að Alþingi veiti styrk til sýn- inganna á vegum Félags íslenzkra myndlistarmanna án sérstakra skilyrða, eins og líka hefur komið mjög greinilega í ljós með sam- þykktinni um styrk til sýningar- innar í Rómaborg. Það er engin framtíðarlausn þó að stjórn Fé- lags ísl. myndlistarmanna séu í svipinn ýmsir drengilegir menn, sem sýnt hafa það lítillæti að telja sig fúsa til að skipa sjálfir einn fulltrúa frá okkar félagi i sýningarnefnd, sem varla virðist þó einu sinni löglegt eftir því sem fram kemur í greinargerð félagsins. Sams konar háttvísi hafa þeir og sýnt gagnvart ein- um utanfélagsmanni og er von- andi að ekki verði tekið hart á því, enda fara þeir ekki dult með ábyrgðartilfinningu sína gagn- vart umbjóðendunum ytra, og ] finnst ýmsum að hún mætti öll- um að skaðlausu einnig ná nokkru nánar til eldri félaga þeirra hér heima. Eina hugsanlega framtíðar- lausnin, sem viðunandi er fyrir þjóðina, sem kemur til með að bera kostnaðinn við allar meiri- háttar sýningar erlendis, er að fulltrúar viðurkenndra, starfandi málara og hins opinbera, fari með umboð Norræna listbanda- lagsins og skipi sýningarnefndir, eins og tíðkast hjá hinum Norð- urlandaþjóðunum. Hvort þeir 10 menn, sem nú skipa Nýja mynd- listarfélagið og félagið Óháðir listamenn, ættu þar 3 á móti 12 frá Félagi ísl. myndlistarmanna, skal ekki deilt hér. Ef til vill verður hægara að átta sig á því er birt hefur verið opinberlega meðlimaskrá Félags ísl. mynd- listarmanna eins og hin félögin hafa gert. Frá því er sagt að Jóhannes Kjarval og Tómas Guðmundsson, form. Bandalags íslenzkra lista- manna, hafi brugðizt vel við málaleitunum um meðnaæli með umsókn um styrk til sýningar- innar. Er það varla meira en hver og einn annar mundi hafa gert, gerandi ráð fyrir að samkomulag yrði um val myndanna, eins og þessir menn munu vafalaust hafa treyst, þar sem þá hafði ekkert komið fram opinberlega um deil- ur félaganna. Um val mannanna í sýningar- nefndina er ástæðulaust að vera langorður, þar sem Þorvaldur Skúlason, Gunnlaugur Scheving og Svavar Guðnason eru allir þekktir málarar, og sem eins og réttilega er bent á í greinargerð Félags. ísl. myndlistarmanna, að við höfum oft leitað til sjálfir til að aðstoða okkur við myndaval og annað. Hitt er jafnótvírætt að tveir þeirra af þremur og tveir af fjórum, ef undirritaður hefði tekið þátt í nefndinni eins og ráð var fyrir gert, eru fulltrúar „ab- straktmálara", og viljum við alls ekki fallast á, að yfirlitssýning síðustu fimmtíu ára eigi að minnsta kosti helmingur mynd- anna að túlka þá stefnu í mynd- list okkar, eins og val nefndar- manna gefur ákveðið til kynna. Á það er bent óþarflega hátíð- lega, að Félag ísl. myndlistar- manna hafi kostað sýningu þeirra Jóns Stefánssonar, Jóhannesar Kjarval og Ásgríms Jónssonar á sínum tíma til Stokkhólms. Þetta boð frá Svíþjóð um að sænska deildin sæi um sýningu verka þessara þremenninga er í fullu samræmi við lög bandaiagsins, og mun Félag ísl. myndlistarmanna ekki hafa átt frumkvæði um þá sýningu, heldur Svíarnir sjálfir. Er næsta óviðfeldið að minna elzta málara landsins, brautryðj-! andann í íslenzkri málaralist og úm félagsmál íslenzkra málara, á, að félag það er hann hefur öðrum fremur komið á öruggan fjárhagsgrundvöll, telji eftir að greiða kostnað við sendingu á myndum hans til Svíþjóðar, kostnað sem félaginu mistókst að. fá greiddan af opinberu fé, eins • og eðlilegast hefði verið. I Að sinni skal ekki um það rætt, hve brýn nauðsyn hafi verið j fyrir núverandi meðlimi Nýja j myndlistafélagsins að grípa til í þess ráðs að hverfa frá öllum j eignum sínum í Félagi ísl. mynd- ‘ listarmanna og aðstöðu 1 Nor- ræna listbandalaginu og stofna nýtt félag. En er lesin eru niður- lagsorð greinargerðar Félags ísl. myndlistarmanna þar sem drótt- að er að alþigismönnum að þeir afgreiði óyfirveguð mál í ofboði, gætu þau ummæli gefið til kynna um aðdragandann að því, að fé- lagið klofnaði. Ég mun ekki draga einkabréf eða einkasamtöl inn í þessar um- ræður, enda mundi slíkt engin áhrif hafa á úrslit málanna, sem um er deilt. Óviðurkvæmilegt orðbragð um afgreiðslu mála á Alþingi teijum við ekki heppilegt í þessum umræðum. En sem bet- ur fer hafa allir menn hér ennþá rétt til þess að tala sínum mál- pm, og gildir það jafnt um okkur 7 og hina 41 meðlimi Félags ísl. myndlistarmanna. Mér hefur verið tjáð, að sýn- ingarveggir þeir, sem ætlaðir eru íslandi á norrænu sýningunni í Rómaborg séu 144 metrar að lengd. Nefndin hefur nú byrjað starf sitt með því að úthluta Ás- grími Jónssyni, Jóhannesi Kjar- val og Jóni Stefánssyni veggrými fyrir 5 myndum hverjum, og sýn- ist það í fljótu bragði ekki vera tiitakanleg rausn, ef vegglengd ísl. deildarinnar er eins og mér heíur verið tjáð. F. h. Nýja myndlistarfélagsins Jón Þorleifsson. Yfirlýsing vegna þátttöku í Rómaborgarsýningunni frá félaginu „Ófidð/V listamenn" FÉLAG íslenzkra myndlista- manna hefir skorað á listamenn að senda verk sín til úrvals íyrir væntanlega sýningu í Rómaborg, jafnframt birt nöfn þriggja mál- ara, sem eru meðlimir félagsins og eins utanfélagsmanns, er eiga aðvelja málverk þauer sýna skal. Einn myndhöggvari á að vera með í nefndinni um val :nynd- höggvaraverka Félagið virðist hafa misskilið hlutverk sitt í þessu máli, álíta að það eitt sé meðlimur Norræna listbanda- lagsips hér á landi, á sama hátt og áður þegar flestir myndlista- menn störfuðu í því. Önnur lönd, sem eru meðlimir Bandalagsins, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland, starfa sam- kvæmt þeirri meginreglu, að sem flest félagasambönd hafi íulltrúa í sýningarnefndum og stjórn deildanna, er jafnvei íormaður stjórnskipaour sumstaðar og kostnaður greiddur úr ríkissjúði. Sýningin í Róm grundvallast á þessum forsendum, og hefir 'hæst- virt Alþingi veitt rmkinn íjár- styrk í því augnamiði. Þrjú mynd listafélög eru nú starfandi hér á landi, höfðu þau samstarf síðast- liðið ár um sýningu í Danmörku, að vísu ekki á vegum Norræna list bandalagsins, sýning þessi gaf von um að félögin gætu unn- ið saman að málefnum myndlista- manna. Sýningin í Róm á að vera ýfir- litssýning um þróun myndlistar á Norðurlöndum í hálfa öld, er því eðlilegt að sýningarnefndin sé skipuð eldri og yngri lista- mönnum, fulltrúum allra félag- anna, samkvæmt venju: Fimm manna nefnd annist val málverka og svartlistar en þrír velji myiid- höggvaraverk. Félagið „Óháðir listamenn4* rnótmælir því að þáttt&ka íslands í sýningum Norræna listbanda- lagsins sé einkamál Félags ís- l^nzkra myndlistamanna, eða nokkurs annars félags. Geti því sýnmg undir forystu eins íélags engan vegipn talist fullgilú þátt- taka íslands í fyrirhugaðri sýn- ingu í Rómaborg. Teljum við sjálfsagt að farið verði að vilja hæstvirts Alþingis um val nefndar fyrir sýninguna, og að samkomulag náist u*n önn- ur atriði varðandi sýninguna. Að öðrum kosti teljum við undirrit- aðir okkur ckki fært að taka þátt í sýningunni. Reykjavík, *5. janúar 1955. Finnur Jónsson, Gunnlaugur Blöndal, Guðmundur Einarsson, Ríkarður Jónsson. Orðsending til listamanna Mikit afvinna í Grundsrtirði GRUNDARFIRÐI, 14. janúar — Vertíðarbátarnir hafa nú stund- j að róðra í 11 daga samfleytt, en þeir eru þrír enn sem komið er.! Hefur afli þeirra verið frá 4—6 tonn í róðri. Hefur aflinn ýmist verið hertur eða frysfur., Mikil atvinna er nú hér og er margt aðkomufólk komið hingað yfir vertíðina og er von á fleiru. —■ Gæftir hafa verið góðar. ■—Emil. ENN er risin deila meðal lista- manna hér á landi. Nú stendur hún út af þátttöku íslendinga í samnorrænni sýningu í Róm, eða öllu heldur út af því, hverjir velja skuii verkin á sýninguna. segja, en ég leiði það hjá mér að segja, en ég leiði það hjá með að svo stöddu, enda nauðsynlegt að hafa hemil á tungu sinni, þegar borið er sáttarorð á milli manna. Er það ákaflega einföld lausn á þessu hiáli og því er það, að ég sting niður penna. Meðan félag okkar listamann- anna var eitt og óskipt, var reynslan sú, að innan þess mynd- uðust oftast þrjár fylkingar með ólík sjónarmið., fyrir nú utan sjálf stæðar skoðanir hvers einstak- lings. Stefnumál voru ákaflega óljós, enda virtust flokkadrætt- iynir einkum verða út af valda- streitu einstakra manna. Þegar einhver fylkingin varð í minni- hluta og kom engum manni að, í stjórn félagsins, eða neindir, urðu menn eðlilega óánægðir. Þá var það, að ég stakk upp á því, að við hefðum hlutfallskosningu, svo að hver hópur hefði sinn fulltrúa í stjórn og nefndum, samkvæmt höfðatölu. Uppástungu minni var hafnað og afleiðingarnar eru nú komnar í Ijós. Þeir sem verst gátu þol&ð að vera í minnihluta, sögðu sig úr félaginu og teymdu með sér sum gf „stærstu nöfnunum“.. Nú hlýtur þeim góðu mönnum að hafa verið það Ijóst, að um leið afsöluðu þeir sér ýmsum rétt- indum, svo sem umráðum yfir Listamannaskálanum, þátttöku í Bandalagi ísl. listamanna og j Norræna listabandalaginu. Það er ekki hægt „bæði að éta kök- una og geyma hana“, eins og sagt er á ensku. Ég tel að visu að Félag '.slenzkra myndlistarmanna sé enn fúst til samstarís á réttlátum og heiðar- legum grur.dvalli, og þvi geri ég það að tillögu minni, að við höf- um hlutíallskosningu um nefnd þá, er velja skal verkin á Rómar- sýninguna Hvert félag birti sinn lista, og kosning fari fram á til- teknum stað og stund undir cftir- iiti eins fulltrúa frá hverjii félagi og einum fulltrúa, sem :rr*ennta- málaráðuneytið skipi. Kosninga- rétt hafi allir félagsmenn hinna þriggja félaga, en auk þe^s allir akademisklr listamenn, sem ekki eru í neinu félagi. Þetta er í alla staði réttlátt og lýðræðisleg tilhögun, sem allir aðilar ættu að geta fellt sig við, bæði listamennirnir sjálfir, menntamálaráðherra og Alþingi. Ég get ekki stillt mig úm að gera smá athugasemd við rit- stjórnargrein, er birtist í Visi i fyrradag, varðandi þetta mál. Af lestri greinarinnar verður ekki annað ráðið, en að abstrakt- menn (þ.e a.s. Félag ísl. mynd- listarmanna) heimti að fá að dæma málverk eftir Asgrím Jónsson, sem þeir höfðu þegar boðið honum að senda eftir eigin vali. Svona röksemdir er ekki hægt að nota nema i pólitík. Magnús Á. Árnason. Knattspyrnudómara- námskeið á Suðiu nesium NÝLEGA er lokið í Keflavík knattspyrnudómaranámskeiði' er Íþróttabandalag Suðurnesja gekkst fyrir. Kennari var Hanþes Sigurðsson. Nemendur voru júr fjórum íþróttafélögum á Suðúr- nesjum og 16. des. var haldið pyóf sem níu nepiendur gengu*un»ir og stóðust allir. Prófdómari var Guðjón Einarsson. Að próíinu loknu flutti-Guðjón Einarssan erindi um „Ábyrgðlog skvldur kn,aftspyrnudómara“. Loks var sameiginleg kaffi- drykkja er ÍBS bauð til í BÍió- höllinni í Keflavík. Þar flutti Páll Jónsson stutta ræðu og þ&kkaði kennara og prófdómara fyrir hönd nemenda og Hannes Sig- urðssson ávarpaði viðstadda. Er með námskeiði þessu bætt úr til- finnanlegum dóinaraskorti þar syðra. — BÞ. t Ik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.