Morgunblaðið - 20.01.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.01.1955, Qupperneq 1
16 sáður 42. árgangur 15. tbl. — Fimmtudagur 20. janúar 1955. Prentsmiðja Morgunblaðsins DULLES AÐVARAR KÍNASTJÓRN EISENHOWER VILL ÞÓ BÍÐA ÁTEKTA VOPNAGNÝR VIÐ KÍNASTRENDUR SAMTÍMIS því, sem Hammarskjöld, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, heldur áfram að vinna að því að ná sáttum út af fangelsun amerísku flugmannanna ellefu, sem hafðir eru í haidi í Kína, hafa kínversku kommúnistarnir byrjað ákafar hernaðaraðgerðir við Kínastrendur, en hætt er við að hernaðaraðgerðir þessar leiði til vaxandi sundrungar milli Bandaríkjanna og Kínastjórnar. Tvö hundruð flugvélar kínversku kommúnistanna, þ. á m. nokkrar þrýstiloftsflugvélar, gerðu í dag loftárás á Tachen- eyjar, aðeins einum degi eftir að sjólið hafði náð einni þess- ara eyja á sitt vald. Stjórnin í Peking hefir lýst yfir því, að markmiðið með þessum hernaðaraðgerðum sé að ná öllum Tachen eyjaklasanum úr hönd- um þjóðernissinnastjórnarinnar. Opinberir aðilar í Bandaríkjunum hafa lýst yfir því, að eyjar þessar séu ekki hernaðarlega mikilvægar. Eisenhower forseti sagði á blaðamannafundi í Washington í dag að hann vildi gjarnan að Sameinuðu þjóðirnar notuðu að- stöðu sina til þess að ná sam- komulagi um að bardagar undan ströndum Kína yrðu stöðvaðir. Forsetinn sagði að sér væri ekki kunnugt um nein hernaðaryfir- völd, sem teldu eyjarnar, sem nú væri barist um, mikilvægar fyrir varnir Formósu. SÁTTASTARF S.Þ. I svari við spurningu um mögu leikana á því að stöðva með öllu hernaðaraðgerðir milli kínversku kommúnistanna og þjóðernis- sinnistjórnarinnar, sagði forset- inn, að sér væri ekki kunnugt um hvort Sameinuðu þjóðirnar gætu gert nokkuð í því efni, en það væri þess vert fyrir þær að rann- saka málið. Eisenhower kvaðst ekki geta sagt um, hvað gerðist næst í átök- unum við Kmastrendur og vildi þessvegna ekkert um það segja hvaða ráðstafanir Bandaríkin kynnu að gera. Hann kvaðst ekki vita um fyrirætlanir Chiang Kai Sheks. EKKI ÁRANGURSLAUS Um för Hammarskjölds, aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna til Kína, sagði forsetinn, að hún gæti ekki talist hafa borið árang- ur þar til hermennirnir, sem þar væru ranglega hafðir í haldi, væru komnir heim tii sín. Hann sagði að ekki væri hægt að telja að sendiförin hafi verið árangurslaus á meðan að maður með skapgerð Hammarskjölds teidi að ser miðaði í rétta átt. Hammarskjöld ræddi í hálfa aðra klukkustund við John Foster Duiles í dag. Að við- ræðunum loknum lét Dulles svo um mælt að hugur manna í Bandaríkjunum hneigðist mjög í þá átt, að Bandaríkin byrjuðu beinar aðgerðir til þess að fá fangana ellefu leysta úr haldi. Hann sagði að ameríska þjóð- in biði ,,af ákafa og með nokkr- um kvíða eftir því sem næst gerð ist í þessum málum.“ Hann sagði að það væri á hinn bóginn stefna Eisenhowers for- seta, að biða átekta og sjá hvað Hammarskjöld yrði ágengt. Sumir líta svo á heimsókn Hammarskjölds til Washington, að hún bendi til þess að kín- verska stjórnin sé reiðubúin til þess að láta flugmennina lausa gegn vissum skilyrðum. í Moskva var í dag látið í veðri vaka að Hammarskjöld hefði sagt við Chou En Lai, að kínverska stjórnin myndi fá aðild að Sameinuðu þjóðunum á þessu ári. Snjór og flóð B' REZK yfirvöld leita nú allra ráða — hafa sent þyril- vængjur, könnunarfugvélar og jafnvel þrýstiloftsflug- vélar — til þess að reyna að koma í veg fyrir að fólk, sem ein- angrað hefir verið vegna snjóa í marga daga á norðurhluta Bret- landseyja, verði hungurmorða. Samtimis berast fregnir frá meginlandi Evrópu um áfram- haldandi stórrigningar. í París hlaða menn sandpokum í þeim borgarhlutum, sem lægst liggja, til þess að koma í veg fyrir að vatnsflaumurinn úr Signu flæði inn í kjallarana og handan við landamærin í Bonn, hefir verið hlaðið 40 þús. sandpokum um- hverfis þinghússbygginguna (Bundestag) en samt sem áður er \ atnsflaumurinn úr Rín kominn þar inn í fordyri. Frá Vínarborg berast fregnir um 20 stiga kulda og snjókomu, en frá Holandi herma fregnir að þar hafi í dag verið glaða sól- skin. - I BONN, 19. jan.: — Mótmælaald- an sem skipulögð hefir verið í Þýzkalandi gegn endurhervæð- ingu þýzku þjóðarinnar virðist magnast. Á næstu dögum hafa verið boðaðir 6000 mótmæla- fundir víðsvegar um landið, en fundir þessir ná hámarki í Frankfurt am Main eftir 10 daga, en á fundi þar verður aðalræðu- maðurinn Ollenhauer, formaður sósialdemokrata. Stjórnin í Bonn hefir brugðist hart við og þýzki innanríkisráð- herrann sagði í dag að fundahöld þessi væri „smánarlegt lýð- skrum“. LONDON 19. jan.: — Kuldakastið í norðurhluta Skotlands virðist ekki vera í rénum og á hverri klukkustundu berast fregnir frá fjölskyldum í sveit og jafnvel frá heilum þorpum, um að hung- ursneyð sé þar yfirvofandi. Auk flugvélanna, sem sendar hafa verið til þess að varpa nið- ur matvælum og skepnufóðri, er nú brezki flotinn einnig kominn til skjalanna. 14 þúsund smálesta flugvélaskip, „Glory“, er komið til norðurstrandar Skotlands og hefir sent flugvélar til þess að leita uppi neyðarmerki Skotanna. AÞENA í gær: — Gríska þingið hefir staðfest Parísarsamningana. Eru Grikkir fimmta ríkið af 15, sem staðfesta samningana (áður höfðu gert það Bretar, Frakkar, íslendingar og Tyrkir) - á meginlandinu REUTER 19. jan.: — Vatnsmagn- ið í Signu heldur áfram að stíga. í Marne er nú meira flóð en þar hefir komið síðastliðin 44 ár og er búist við að flóð þetta núi París á föstudaginn, Fólkið í lægstu hlutum Parísar borgar notar sandsekki og annað efni, sem hendi er næst til þess að reyna að koma í veg fyrir að vatnið streymi inn í kjallara sína. Ekki er gert ráð fyrir að flóð- in í Signu nái hámarki fyrr en á sunnudag. í dag hefir mörgum brúm í borginni verið lokað. Fregnir um stórflóð í ám hafa einnig borizt úr öðrum lands- hlutum í Frakklandi og þúsundir manna hafa orðið að yfirgefa heimili sín. Rhone hefir flætt yfir bakka sína og akrar eru undir vatni, á einum stað á 5 km. svæði. NTB-Reuter. Sundrung ítalskra kommúnista ROMABORG, 19. janúar: — Togliatti var í gær endurkjörinn formaður ítalska kommúnista- flokksins. En hann hafði áður átt hendur sínar að verja á flokks þingi kommúnista, sem staðið hefir yfir undanfarna daga. Hann hefir verið sakaður um að vera of ,,vægur“ í baráttu sinni gegn ítölsku stjórninni. Annar þeirra flokksleiðtoga, sem helzt hafa haldið upp ádeil- um á Togliatti, Luigi Longo, „hinn sterki maður flokksins“, var einnig endurkjörinn í mið- stjórn flokksins. En hinn, Pietro Secchia, varaformaður flokksins og skipulagsstjóri hans, verður nú ekki lengur í miðstjórninni, en hefir fengið það hlutverk að skipuleggja starfsemi flokksins í Norður-Ítalíu. Það hefir verið öllum ljóst á undanförnum mánuðum, að ítalski kommúnistaflokkurinn, sterkasti kommúnistaflokkurinn vestan járntjalds, væri að tapa fylgi og einkum þó að missa tang arhald í sumum greinum ítölsku verklýðshreyfingarinnar. Ágrein- ingur sá sem nú er kominn í ljós meðal æðstu manna flokksins staðfestir þessa skoðun mjög Hæsta lausnar- gjald sem sögur fara af menn úr vinstri armi sósíalista- flokksins og stofnaði ítalska kommúnistaflokkinn. Hann flúði undan fasistum árið 1926 og sett- ist að í Sovétríkjunum, en hvarf aftur til Ítalíu árið 1944 og var þá gerður formaður flokksins. Togliatti hefir yfir að ráða stærsta kommúnistaflokkinum Framh. á bls. 12 • í FYRRADAG (þriðjud.) kom til Madrid Juan Carlos, prins af Bourbon, sonur þess manns, sem gerir tilkall til konungserfða á Spáni. f Madrid ætlar Juan Carlos að byrja nám, sem á að búa hann undir það að verða konungur. Kennsla hins 16 ára unga manns verður undir handleiðslu 65 ára gamals spansks hershöfð- ingja og aðalsmanns. Áður höfðu Don Juan, faðir prinsins, og Franco hershöfðingi, gert með sér samkomulag um það hvernig kennslunni skyldi hagað. Konungssinnar á Spáni halda því fram, að mjög hafi gengið í áttina til samkomulags milli þeirra Francos og Don Juans, er þeir hittust á heimili spansks aðalsmanns á Suður-Spáni 29. des. Þeir ræddust við í níu klukkustundir, en þetta var í fyrsta skiptið sem Don Juan steig fæti sínum á spanska grund frá því að borgarastyrjöldinni á Spáni, 1936—1939 lauk. Konungssinnar eru jafnvel farnir að gera sér vonir um að Franco fallist jafnvel á að viður- kenna erfðarétt Don Juans til konungdóms á Spáni — ef sam- búð þessara gömlu andstæðinga heldur áfram að batna. ★ • Fyrir nokkrum dögum lézt úr hjartabilun Louis de Rotschild barón, en fyrir hann var á slnum tíma greitt hæsta lausnargjald, sem sögur fara af. Rotschild var- 72 ára gamall og lézt á sundi í Jamaica flóa. Rotschild ættin rak bankastarf semi og um eitt skeið átti hún banka í öllum helztu stórborgum Evrópu. Louis de Rotschild stjórn aði á sínum tíma banka í Austur- ríki og var þá allra manna auð- ugastur. í kreppunni 1931 lenti banki hans í vandræðum og tap- aðist Rotschild þá fé. Nokkrum árum síðar réðust nazistar inn í Austurríki. Rots- child var þá tekinn í gæsluvarð- hald og var fangi Gestapo í Metropol gistihúsinu, þar til í maí 1939. En þá var honum sleppt eftir að fjölskylda hans hafði greitt lausnargjald, sem samsvar- ar 21 millj. dollara. ★ ð Eftir að þeir hittust í Baden Baden fyrir skömmu, Mendes France og Adenauer, lét Aden- auer svo um mælt að ráðstefna Framh. á bls. 12 BeEgískir útgerðarmenn ætluðu að láta sjómenn greiða íslenzkar sektir áþreifanlega. Fram til þessa hef- ir verið litið á Togliatti, sem „vinsælasta“ leiðtoga kommún- ista vestan járntjalds. Togliatti er fæddur á pálma- sunnudag fyrir sextíu og einu ári og heittrúaðir foreldrar hans gáfu honum nafn eftir deginum. Hann stundaði guðfræði og lagánám og hóf síðan feril sinn sem sósíalisk- ur blaðamaður. Árið 1921 tók hann höndum saman við aðra BELGISKIR togaraeigendur ákváðu fyrir nokkru að lækka kaup sjómanna á togurum um 3% og skyldi það fé sem við þetta fengist, renna til að greiða sektir sem lagðar eru á togarana fyrir ólöglega veiði innan landhelgi. Þessi ákvörðun togaraeigend- endanna mun einsdæmi í rétt- arsögu. í stað þess að sjá svo um að togarar þeirra hætti lögbrotum við fslandsstrend- ur virðist sem þeir hafi álitið áframhaldandi lögbrot svo sjálfsögð, að viss hluti kostn- aðar og kaups sjómanna færi til að greiða sektir. Enda kom það í ljós, eftir því sem Fishing New segir, að tog- arasjómennirnir undu ekki við þetta. 80 þeirra gerðu verkfali í eina viku unz útgerðarmenn létu af fyrirætlun sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.