Morgunblaðið - 20.01.1955, Page 2

Morgunblaðið - 20.01.1955, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. jan. 1955 l iúsmM Rvk. minnis! 20 ára Mikíi aðiókn a? NÆSTKOMANDI þriðjudag, 25. þ. m., er Húsmæðrafélag Reykja- víkur 20 ára. — Mun félagið minnast afmælisins n. k. mánu- dagslcvöld með veizlufagnaði í Þjóðleikhúskjallaranum. Mun sam- koman hefjast kl. 7 um kvöldið. TILDRÖG AÐ STOFNUN FF.L. Formaður Húsmæðrafél., frú Jónína Guðmundsdóttir, ásamt stjórn félagsins, áttd viðtal við fréttamenn í gær viðvíkjandi af- mælinu. Skýrði hún frá tildrag- anda að stofnun félágsins, sem yar sá, að er hin nýja mjólkur- íöggjöf var sett 1935 og Mjólkur- félag Reykjavíkur var lagt niður, en Mjólkursamsalan tók til starfa var lögð niður heimsend- ing mjólkur hér í Rvík. Urðu vegna þess ýmsir erfiðleikar á vegi húsmæðra. KONUR GERÐU VERKFALL Boðuðu þá nokkrar konur til fundar í Nýja bíói, sem varð mjög fjölmennur, og mynduðu með sér félagsskap. Voru á þess- um fundi kosnar nokkrar konur tifþess að ganga á fund Mjólkur- sölunefndarinnar til þess að að kippa þessu í lag. Er það tókst ékki tóku konur sig saman um að kaupa ekki mjólk í fimm daga. umraða, verið saumuð milii 3'—4 þúsund' stykki þar. Er kennara- liðið nú sem stendur: Hrönn Hilmarsdóttir matreiðslukennari, Jónína Guðmundsdóttir afmæiishéfi Davíðs Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ verður glæsilegt afmælishóf er ýmsir vinir Davíðs Stefánssonar halda honum í Sjálfstæðishús- inu í tilefni sextugs afmælis skáldsins. Aðsókn er nú þegar mjög mik- il eftir því, sem blaðið hefur fengið upplýsingar um frá Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar, er annast sölu aðgöngumiða, en aðgangur er opinn öllum almenn- ingi. Meðal þeirra, sem tilkynnt hafa þátttöku, eru forsetahjón- in, ráðherrar, borgarstjórinn í Reykjavík og ýmsir sendiherrar erlendra ríkja. — Meðal ræðu- manna verða Bjarni Benedikts- son, menntamálaráðherra, Stein- grímur Þorsteinsson, prófessor og . Þórarinn Björnsson, skólameist- ari, en ávörp flytja: Þorsteinn M. Jónsson, forseti bæjarstjórnar I Akureyrar, Valur Gíslason, for- maður Fél. ísl. leikara, Þóroddur Guðmundsson, formaður Fél. ísl. rithöfunda og Helgi Hjörvar, formaður Rithöfundafélags ís- , iands. Þeir aðdáendur skáldsins, sem vilja tryggja sér aðgang, ættu að ná sér í miða í dag. Veizlugestir munu yfirleitt verða hátíða- klæddir. AKUREYRI, 19. jan. TJÓNIÐ, sem orsakast hefur af því, að Laxárvirkjunin er óstarfhæf, er gífurlega mikið. Allur iðnaður hér í bæ hefur að mestu stöðvazt og svo og verkstæði og önnur þau verk er að meira og minna leyti byggjast á notkun rafvéla. STOKKSEYRI, 14. jan. — Aðal- fundur Sjálfstæðisfélags Stokks- eyrarhrepps var haldinn að Hótel Stokksevri í gærkveldi. — Formaður var kosinn Magnús Sigurðsson. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Guðjón Jónsson, Vikt- oría Ketilsdóttir, Bjarnþór Bjarnason og Steingrímur Jóns- son. Rædd voru ýmis mál á fund- inum og að honum loknum var sameiginleg kaffidrykkja. — M. S. ^ Hús þau, sem hituð eru með , rafmagni, eru háif-köld og eðii- j lega er margskonar önnur ó- I þægindi af þessu á heimilunum, þótt rafmagn sé að vísu á 4 klst. fresti, fjórar stundir í senn. —. Spennan er lág, 170—190 volt og stundum lægri. Gömtu olíulamparnir hafa verið sóttir upp á háaloft og hreinsaðir og lýsa þeir nú á heimilum manna, mikinn hiuta sólarhringsins, eins og þeir gerðu í gamia daga. ©Á Kviknað hefur nú vonar- neisti um að brátt muni ástandið fara batnandi, því mjög hefur dregið úr frostinu í dag og spáð er þíðviðri. SUMAUIIÚSNÆÐI FYRIR I’ÁTÆKAR KONUR OG BÖRN Þetta var fyrsta málið sem Húsmæðrafél. Reykjavíkur hafði með höndum. Síðan hafa þær látið til sín taka á ýmsum svið- um. 1936 tók félagið á leigu veiði- mannahús tvö við Elliðaárnar til sumardvalar fyrir fátækar kon- ur og börn. Skömmu seinna lét félagið byggja hús í sama augna- miði og höfðu afnot af því fjöl- margar konur yfir sumartímann. Hafði félagið þá til umráða þrjú hús, en í stríðsbyrjun missti fé- lagið þetta hús, þar sem her- menn tóku það til afnota. Höfðu þarna dvalizt 87 konur með 327 börn. Um líkt leyti hætti félagið sumarstarfsemi í Hveragerði fyrir fullorðnar mæður. NÁMSKEIÐ Þá hefur félagið einnig geng- izt fyrir námskeiðum ýmiskonar á vetrum í mörg ár. Hafði það til dæmis á stríðsárunum í þrjá vetur kvöldnámskeið fyrir ungar stúlkur tvisvar í viku. Voru nám- skeið þessi mjög vel sótt. Kenndu féiagskonur þar sjálfar og gáfu vifanlega kennslu sína. Háði þó Imsnæðisskortur kennslunni tals- vert. Eftir þetta snérist starf- semin inn á þá braut að hafa námskeið fyrir húsmæður, en eíhs og fyrr hamlaði húsnæði. RÆTIST ÚR MÁLUNUM 1949 fékk Húsmæðrafélagið húsnæðið Borgartún 7 til umráða og um leið framlag frá bæjarsjóði til styrktar starfseminni. Hefur félagið síðan haldið á hverjum vetri bæði matar- og saumanám- skeið, verkleg og sýningarnám- skeið. Hafa þau staðið yfir þrjá daga, viku, hálfan mánuð og múnuð. Hafa á þessum árum síð- ad félagið fékk þetta húsnæði til Þrjú umferðanlys í gær ÞRJÚ umferðarslys urðu hér í bænum í gær, en hvergi var þó um alvarleg meiðsli að ræða. *Sex ára drengur, Sverrir Kristjánsson, Smiðjustíg 4, varð fyrir bíl fyrri hlutann í gær. Þá víjrð Björn Líndal, Njálsgötu 25, .íypr bíl í gærkveldi á horni Skúlagötu og Klapparstígs. Sjcarst hann nokkuð á höfði. Loks var Elín Einarsdóttir, Úthlíð 6, fyrir bíl á mótum Lönguhlíðar og .. -Míkliíb'rautar. Helga Finnsdóttir saumakennari og Fanney Friðriksdóttir sauma- kennari. FYRSTA STJÓRN FÉLAGSINS Meðlimir félagsins eru nú 250, og er meðlimum alltaf að fjölga. Var fyrsta stjórnin skipuð þess- um konum: Guðrún Lárusdóttir, formaður, Jónina Guðmundsdótt ir, María Maack, Unnur Péturs- dóttir, Eygló Gísladóttir, Guðrún Jónasson og Ragnhildur Péturs- dóttir. NÚVERANDI STJÓRN Núverandi stjórn skipa: Jónína Guðmundsdóttir, formaður, og er hún eina konan, sem hefur verið í stjórn frá stofnun félagsins. Aðrar í stjórn eru: Inga Andreas- sen, Soffía Ólafsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Þórdís Andrésdóttir og Þóranna Símonardóttir. Kom með ágætan afla eftir 10 Oaga veiðar við Austur-Grænland H’ PATREKSFIREI, 19. jan. INGAÐ til hefur sú skoðun ríkt að við strendur Austur-Græn- lands sé engin veiðivon um hávetur vegna íshafsstrauma og ísalaga. Þessari staðhæfingu hefur nú togarinn Ólafur Jóhannesson frá Patreksfirði hnekkt, þar sem hann kom hingað í morgun eftir 10 daga veiðar með 300 lestir af fiski, mest karfa. ENGIN STAÐAEÁKVÖRÐUN Má telja þennan árangur von- um framar, þar sem engin staðar- ákvörðun er fáanleg vegna bruna sendistöðvarinnar í Angmagssalik síðast liðið haust, og veiðistöðin of fjarri heimaströndum. — Hefur áhöfn skipsins undir stjórn Krist- jáns Péturssonar skipstjóra, sýnt Póll Aroson skipnleggur hóp- ierðir nllf snðnr til sikileyjor í morz og npríl n.k. HINN 1. marz n. k. mun Páll Arason leggja af stað með fyrsta ferðamannahópinn á árinu, út fyrir landsteinana. Er þetta þriðja árið, sem Páll skipuleggur hópferðir íslendinga til útlanda. Að þessu sinni hyggst hann fara tvær slíkar ferðir, þá fyrri þriggja vikna og hina síðari sex vikna ferð. við erfið skilyrði, að enn eru Vest lendingar þess umkomnir að sækja í vesturátt sem Eiríkur rauði fyrr- um. FRYSTUR OG HERTUR Fiskurinn er unninn hér bæði í frystingu og í herzlu og mun skip- ið sennilega fara annað kvöld til Grænlandsmiða. Segja skipverjar engan ís á þeim slóðum er skipið var. Hinn Patreksfjarðartogarinn, „Gylfi“, kom af veiðum í dag eft- ir 8 daga útivist og var með 155 tonn, mest þorsk. Var hann á heimamiðum. Svo mikiil afli hefur borizt hér á land þessa daga, að ekki hefur hafst undan að vinna hann. í dag var öllum skólabörnum gefið frí til þess að vinna í fyrstihúsunum og einnig hefur verið leitað til j fólks í nærliggjandi sveitum um | vdnnukraft. — Karl. í DAG unairrituðu formaður STEFs og útvarpsstjóri nýjan samning milli STEFs og Ríkisút- varpsins. Eftir hinum nýja sar.in- ingi fær STEF sömu hundraðs- tölu afnotagjalda og samkvæint fyrra samningi, en vegna hækk- unar afnotagjalda verða greiisl- ur til STEFs fyrir flutningsvétt mun hærri en áður. Þá greiddi Ríkisútvarpið STEFi einnig ákveðna upphæð fyrir upptökuréttindi íslenzkra verka til síðustu áramóta. Leiða sa nn- ingar þessir til þess, að hægt verður nú þegar að tvöfalda höf- undalaun þau, er STEF greiddi íslenzkum rctthöfum fyrir ára- mót. Að samningi þessum unnu. auk útvarpsstjóra cg formanns STEFs lögfræðingarnir Jóhannes Flías- son og Sigurður Reynir Pé.urs- son. eo' r! MÁLFUNDUR vcrður í kvöld kl. 8,30 í Vonarstræti 4. — Þáít- takendur eru beðnir að r.iæta stundvíslega. STYTTRIFERÐIN í styttri ferðina verður lagt af stað með Gullfossi 1. marz n. k. til Kaupmannahafnar. Þaðan suð- ur um Þýzkaland til Sviss og síðan norður eftir um París, en þaðan verður flogið heim aftur. Verður höfð um fimm daga dvöl í París. MÆTAST í PARÍS Um miðjan marz leggur svo síðari hópurinn upp í 6 vikna ferðalagið. Verður flogið beint til Parísar, svo að hóparnir mæt- ast þar og dvelja samtímis. Frá París verður ferðinni haldið á- fram um Sviss til ítalju og þar heimsóttar helztu borgir: Milanó, Genúa, Pisa. Gert er ráð fyrir að komið verði til Rómar fyrstu dagana í apríl og mun ferðafólk- inu því gefast tækifæri til að skoða Norðurlandasýninguna, sem þá mun standa yfir. Dvalið verður fjóra daga í Róm. NAPÓLI, CAPRI, SIKILEY Þaðan verður haldið til Napóli og Capri og .þ.vi næst til Palei'ino. á Sikiley og eldfjallið Etna skoð- að. Verður staðnæmzt á Sikiley í nokkra daga, þannig að þeir, sem vildu geta brugðið sér til Norður-Afríku á meðan, það er aðeins 10 tíma sigling frá Sikiley til Túnis. Á heimleiðinni verður farið um Feneyjar, Brennerskarð, Austurríki, Þýzkaland og Kaup- mannahöfn. KOSTNAÐARHLIÐIN Ferðazt verður á hinni nýend- urbættu langferðabifreið Páls, sem tekur 16 manns. Ferðakostn- aður mun verða 5400 krónur fyr- ir manninn í styttri ferðinni og 8800 í þeirri lengri. Er þar allt innifalið: flugferðir, fæði, uppi- hald og annar ferðakostnaður. í sumar mun Páll efna til hóp- ferða um ísland eins og undan- farin sumur og verður þess nán- ar getið síðar. X BEZT AÐ AUGLÝSA M T í MORGUNBLAÐINU T FRÆNKA CHARLEYS — Myndin hér að ofan er af þeim Ray Bolger í hlutverki „Frænku Charleys" og Horace Cooper, sem leikur Spettigue málafærslumann, en þeir félagar hafa undaníarin kvöld komið bíógestum í gott skap með leik sínum í hinni vin- sælu kvikmynd, sem Austurbæjarbíó hefir nú sýnt á aðra viku. Aðsókn að þessari bráðskemmtilegu og sérlega fallegu kvikmynd hefir verið geysi mikil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.