Morgunblaðið - 20.01.1955, Síða 7

Morgunblaðið - 20.01.1955, Síða 7
Miðvikudagur 20. jan. 1955 MORGVNBLAÐIÐ 7 Arnljótur Guðmundsson lögfrœðingut HUGKVÆMUR og áhugasamUr framtaksmaður á atvinnu- sviði íslendinga, Arnljótur Guð- mundsson lögfræðingur, lézt í Landsspítalanum 13. þ. m. Fer útför hans fram frá Fossvogs- kirkju í dag. Arnljótur veiktist síðla sum- ars og lagðist í sjúkrahús fyrir jól. Var gerður á honum hol- skurður skömmu eftir áramótin. Elnaði honum sóttin, er frá leið, enda var þegar ljóst eftir skurð- aðgerðina, að sjúkdómur sá, sem hann var haldinn, illkynjaður of- vöxtur í eitlavefjum, en hann er mjög fátíður hér á landi, mundi verða dauðamein hans. Tók Arnljótur hugboðinu um það, hver örlög honum mundu vera ráðin, með mikilli karl- mennsku og hugarró. Hafði áður á lífsleið hans reynt mjög á þrek hans og staðfestu vegna hné- meins, sem hann gekk með í nokkur ár og olli honum vaxandi þrautum og torveldaði hon- um gang og allar hreyfingar. Mein þetta, sem stafaði af berklum í hnélið í vinstra fæti, fékk hann bætt við stórfellda skurðaðgerð, sem Matthías Ein- arsson framkvæmdi, og tókst honum til fulls að komast fyrir meinsemdina og fór um þetta þeim snillingshöndum, að Arn- Ijótur hélt eftir að mestu óskertri ganghæfni sinni. Þótti þetta á þeim tíma mikið læknisafrek. Arnljótur lagði ungur út á menntabrautina. Tók hann stúd- entspróf árið 1932. Innritaður var hann sama ár í lögfræði- deild háskólans. Lögfræðiprófi lauk hann árið 1938. „Snemma beygist krókurinn, til þess, sem verða vill.“ Sannaðist þetta á Arnljóti. Þótt hann lyki embættisprófi, er greiddi honum götu og opnaði honum leið til hvers þess em- bættis, er lögfræðiþekkingu þarf til að sinna, og sú leið blasti við greið og auðsótt sökum hæfileika hans, þá var reyndin sú, að hug-; ur hans stefndi jafnan í aðra átt. Það kom þegar í ljós á barns- aldri, að Arnljóti var í brjóst borin rík framkvæmdaþrá. Áhugi hans beindist þegar á æskuskeiði að framleiðslustörfum. Það var ekki eingöngu, að hann bryti heilann um og velti fyrir sér ýmsum úrræðum í þeim efnum, heldur var ekki siður takmark hans að láta til skarar skríða og hefja starfið. Þannig var það á skólaárum hans, bæði í mennta- skólanum og háskólanum, að þá rak hann á eigin spýtur jafn- framt náminu nokkra iðnfram- leiðslu, er hann vann sjálfur að. Eigi olli þessi tvískipting hug- ans honum neinum hnekki við námið, enda var hann ágætum námshæfileikum gæddur og skap- gerðin þannig, að leggja bæri fram því meira starf, sem við- fangsefnin krefðust fjölþættari beitingar kraftanna. Þá hafði hann og á skólaárum sínum lagt rækt við að kynna sér ýmsa þætti félagsmálastarfsemi vorrar og vaknað hjá honum áhugi fyrir umbótum á því sviði. Það var því nokkurn veginn ljóst, að hug- ur Arnljóts mundi að námi loknu frekar beinast til starfs og at- hafna á þeim vettvangi, sem hér hefir verið lýst, en að venjuleg- um afmörkuðum embættisstörf- um. Enda varð sú raunin á. Að loknu lögfræðiprófi réðst Arnljótur í fulltrúastarf hjá Reykjavíkurbæ. Var um þær mundir þröngt í búi hjá sveitar- félögunum, ekki sízt þar, sem mest var fjölmennið, sökum erf- iðleika þeirra, sem atvinnuvegir landsmanna höfðu þá um hríð átt við að stríða. Hóf Arnljótur starf sitt hjá bænum með því, að honum var falið að framkvæma athugun á framfærslumálum bæjarins, og skyldi hann að þeirri athugun lokínni gera tillögur um breyt- ingar á skipan þeirra mála. Tókst Arnljótur á hendur ferð til út- landa vegna starfs þessa, og ferð- aðist harin um England, Dan- — Minningarorð — mörku, Svíþjóð og Noreg og kynnti sér löggjöf og framkvæmd I framfærslumála í löndum þess- um. En því bar hann þar niður, 1 að vitað var, að þjóðir þær, sem lönd þessi byggja, höfðu þá um langt skeið verið í fararbroddi um mannúðlega og hagkvæma skipun framfærslumála. 1 Flutti Arnljótur, að lokinni för þessari, inn í landið mikinn fróð- leik í þessu efni, sem að ýmsu ! leyti var lagður til grundvallar j fyrir breytingum og bættri til- högun á framfærslumálum bæj- arins. Meðal annars kynnti Arn- j ljótur sér i þessari för tilhögun og ! fyrirkomulag vinnustöðva fyrir öryrkja. Opnaði vitneskjan um þetta augu manna fyrir hagnýt- ingu starfskrafta veiklaðs fólks, sem fárra kosta átti áður völ, og hve miklu mætti hér til veg- ar koma, ef skynsamlega væri á málum haldið. Hafa þeir afbragðs menn, sem Reykjalundi stjórna, bezt og áþreifanlegast sýnt í verkinu, að athuganir og tillögur Arnljóts í þessu efni voru bæði málefnalegar og raunhæfar. Var það álit forráðamanna Reykja- , víkurbæjar, að Árnljótur hefði unnið hér gott verk og árangurs- ríkt. i Árið 1941 voru samþykkt á Al- þingi lög um bæjarstjórn á Akra- j nesi, og . skyldu þau koma til . framkvæmda í ársbyrjun 1942. j Kom þá til kasta forráðamanna Akraneskaupstaðar að ráða bæj- arstjóra, er hefði með höndum íramkvæmdastjórn hins unga kaupstaðar. Varð Arnljótur fyrir valinu. Hljóðbært var þá orðið nokkuð um áhuga þessa unga lögfræðings fyrir framleiðslu- og félagsmálum og útsjón hans og hugkvæmni á verklegu sviði. Akraneskaupstaður var þá í miklum vexti. Hafði þar verið Æærzt mikið í fang um fram- kvæmdir, bæði til lands og sjáv- ar. Vöxtur útgerðarinnar krafð- ist skjótra framkvæmda í hafnar- bótum. En aðstaðan til umbóta í því efni var örðug og verkið torsótt við þær aðstæður, sem þar voru þá fj;rir hendi. Arn- Ijóti var það ljóst við fyrstu sýn, að hér þurfti að grípa til annarra ráða, ef verkinu ætti að skila svo áfram sem þörfin krefði. Um þessar mundir hafði Har- aldur Böðvarsson útgerðarmaður, dottið niður á frásögn um það í ensku tímariti, að steyptur hefði verið í Englandi mikill grúi stein- kerja, sem fleytt var til Frakk- lands og þau notuð til þess að gera í skyndingu höfn þar, sem ' innrásarher frá Englandi gekk á , land til þátttöku í styrjöldinni á meginlandinu. Leizt Haraldi j svo á af myndum, að ker þessi mundu henta til hafnargerðar við þær aðstæður, sem fyrir 1 hendi voru á Akranesi. Er 1 skemmst af því að segja, að hann j ræddi um þetta við Arnljót, sem j þá var fljótur til að snúa snældu ■ sinni og brá sér án tafar til Eng- j lands, í því skyni að kynna sér , mál þetta. Tók hann í för með sér verkfróðan mann, er dæmt gæti um nothæfi kerjanna, ef til kæmi. För þessi tókst með ágæt- um. Festi Arnljótur kaup á fjór- um kerjum, er eftir höfðu orðið í Englandi. Var nú eftir að koma kerjunum hcim, en á því voru nokkur vandkvæði. En Arnljótur leysti þá þraut fljótt og vel. — Tókst honum að leigja dráttar- báta í Hollandi til heimflutnings- ins, og var það verk fljótt og farsællega af hendi leyst. í þessari sömu för keypti Arn- ljótur í Englandi tvo innrásar- pramma, stór skip með góðum vélakosti. Samdi hann einnig um heimflutning þeirra. Var með þessari för Arnljóts stigið hið mesta framfará- og happaspor fyrir Akranes. Kerin reyndust traust og góð og ferjurnar hið mesta þarfaþing til efnisað- dráttá. Þetta snjallræði Arnljótá var ekki einasta afdrifaríkt og hagkvæmt fyrir Akraneskaup- stað. Hér var bent á leiðina, og fleiri fóru í þessa slóð. Má telja heimflutning kerja í þessu skyni mjög merkan þátt í hafnarmál- um vorum. Arnljótur hafði og opin augu fyr- ir gagnsemi þeirrar hneigðar, sem nokkuð er rík með Akurnesing- um, að hafa gaman af skepnum og búrekstri. Akranesbær hafði keypt af ríkinu prestssetursjörð- ina Garða og fengið með því víð- áttumikið land til umráða. En það burfti að þurrka landið. Lét Arnljótim ekki á sér standa að sinra þDirri þiörf. Lét hann vinna mikið að landþurrkun með skurð- gröíu og búa þannig í haginn fyrir betri afrakstur landsins. Þá tók hann og upp þá nýbreytni að láta sá trjáfræi í skurðbakk- ana eftir að ruðningnum hafði verið dreift út og skyldi trjágróð- ur sá, er þar yxi, mynda skjól- belti, er að gagni kæmi síðar við ræktun landsins. Þá átti Arnljótur hugmyndina' að því, að komið yrði á ferju yfir Hvalfjörð hjá Katanesi. Var eftir tillögum hans og áeggjan nokkuð unnið að framkvæmdum í þessu skyni norðan megin fjarð- arins, en þær framkvæmdir hafa legið niðri nú um hrið. Eins og af þessu má sjá, hafði Arnljótur reynzt hinn nýtasti maður í starfi sínu á Akranesi þau fjögur ár, sem hann var þar bæjarstjóri. Haustið 1946 lét hann af bæjar- stjórastarfinu. Hafði hann þá val- ið sér nýtt viðfangsefni á öðr- um stað, er hann hafði brennandi áhuga fyrir, að takast mætti að hrinda í framkvæmd. Þetta á- hugamál hans var, að hafnar yrðu hvalveiðar hér á landi. Hafinn hafði verið undirbún- ingur að stofnun félagsskapar í því skyni að hefja hér hvalveið- ar, og Skyldi starfsemin hafa að- setur í Hvalfirði. Til þess tíma höfðu íslendingar þá sorgarsögu eina að baki í hvalveiðimálum, að þeir höfðu fyrirhyggjulaust veitt Norðmönn- um aðstöðu hér á landi til hval- veiða. Varð Norðmönnum þetta hin mesta auðsuppspretta, meðan gnægð var hvala við strendur landsins. En þeir létu hér kné fylgja kviði og linntu eigi fyrr en þeir höfðu nær gjöreytt hvala- stofninum i norðurhöfum, en þá lögðust veiðarnar niður af sjálfu sér. Nú var svo langt um liðið, að líkur þóttu til, að hvölum hefði fjölgað aftur. Enda reynd- ist það svo, því að hvalveiðar þær, er hafnar voru hér árið 1948, hafa, eftir því, sem frekast mátti vænta, eftir hið mikla á- fall, gefið góða raun. Við stofn- un félags þessa tókst Arnljótur! á hendur framkvæmdastjórn þess, og hefir hann síðan starfað óslitið að þessari nýjú fram- leiðslu, fyrst sem framkvæmda- stjóri félagsins, og síðan hefur hann staðið fyrir sölu hvalafurða á innlendum mafkaði. í Ijós kom, eftir að veiði hófst, að mjög mik- ill markaður var í landinu fyrir rengi, og sala á hvalkjöti hefur aukizt með hverju ári. Setti Arn- Ijótur á fót í Kópavogshreppi sölumiðstöð og vinnslustöð fyrir vörur þessar, og stjórnaði hann henni til dauðadags. En eigi var framkvæmdaáhuga Arnljóts full- nægt með þessari starfsemi einni saman, þrátt fyrir vöxt hennar og viðgang. Hin síðustu ár hafði Arnljótur unnið að því að koma á fót annarri starfsemi við hlið þessarar. Er það niðursuðuverk- smiðjan Ora, sem hann reisti og hefur nú um skeið rekið, í félagi við þá Tryggva Jónsson niður- suðufræðing og Magnús Brynj- ólfsson stórkaupmann. Er starf- semi þessi nú við andlát Arnljóts orðin umfangsmikil og fjölþætt, því að auk niðursuðunnar er þar nú rekin hraðfrysting, bjúgna- gerð, reyking o. fl. Hefur þróun þessa iðnrekstrar verið mjög ör, enda þannig unnið að uppbygg- ingu starfseminnar og rekstri hennar frá byrjun af hinum dug- mikla og víðsýna framkvæmda- stjóra og Tryggva samstarfs- manni hans, sem er frábær kunn- áttumaður á sínu sviði, að full- nægt væri í hvívetna ýtrustu kröfum viðskiptamanna um vöru- gæði og trúnað allan í viðskipt- unum. Enn sem komið er er hér um að ræða nær eingöngu inn- anlandsviðskipti. En stórhug Arnljóts og trú hans á lífsmátt þeirra viðfangsefna, sem hann vann hér að, var sett hærra mark. Hafnar voru tilraunir um að senda niðursuðuvörur á er- lendan markað. „Hvernig víkur því við, að íslendingar“, sagði Arnljótur oft, er rætt var um þessa hluti, „standa svo langt að baki Norðmönnum um sölu nið- ursuðuvara á erlendum markaði? Ekki er þetta af því, að fisk- gæðin séu lakari hér. Það, sem ríður baggamuninn, -hlýtur að liggja í því, að íslendingar kunna hér alls ekki eins vel til verks og Norðmenn. Hér verða íslend- ingar að taka sig á. Þeim er þetta engan veginn vansalaust, ekki sízt þegar á það er litið, að þeir síanda Norðmönnum framar um fiskframleiðslu á ýmsum öðrum sviðum.“ Arnljóti var það Ijóst, að sölu- tilraunir þeirra félaga lánuðust því aðeins, að þeim tækist að sigla fram hjá þeim skerjum, sem tilraunir vorar i þessa átt hafa hingað til steytt á, að út af gæti borið um vöruvöndunina. En fyr- ir þettc á að vera girt :neð því, hversu til er vandað í verksmiðju þessari um vörugæði og frágang allan. Við fyrirtæki það, sem hér hefur verið lýst, starfar nú að staðaldri allstór hópur manna. Eitt var það, sem mjög ein- kenndi starfshætti Arnljóts, en það var það, hve mikla áherzlu hann lagði á það að ná í og kynna sér allar heimildir, sem nökkra vitneskju gátu veitt Um þær fyrirætlanir, sem hann hafði á prjónunum hverju sinni. Eins og af því má ráða, sem hér het'ur verið vikið að um starfsferil Arnljóts Guðmunds- sonar, orkar það ekki tvímælis, að hér var víðsýnn athafnamað- ur á ferðinni og að starf hans á stuttri ævi hefur reynzt harla víðtækt og raunhæft. Það er at- hyglisvert, hversu Arnljótur ein- beitti huga sínum að því að leita nýrra viðfangsefna og klífa til þess þrítugan hamarinn, að lagð- ur yrði grundvöllur að sem fjöl- þættustu atvinnulifi í landi voru. Arnljótur var í þessu efni mað- ur mjög bjartsýnn. Allsstaðar blöstu við hugskotssjónum hans nýir möguleikar, ný viðfangs- efni, bæði á sjó og landi. Þetta var viðhorf hans gagnvart fram- tið lands og þjóðar. Allt starf hans, til hinztu stundar, mót- aðist af því að sýna hug sinn í verki, klæða hugsjónir sínar holdi og blóði. Eru það vissulega þungar búsifjar þjóð vorri að verða á 'bak að sjá slíkum nönn- um á miðjum starfsaldri. Arnljótur var maður dagfars- góður og samvinnuþýður/ en þéttur fyrir og hélt vel á þeim málum, sem hann hafði húg á, og var eljusamur að vinna að framgangi þeirra. Allir, sem af honum höfðu kynni, fundu, að þar fór hugs- andi maður og glöggskyggn, einnig á fleiri sviðum en þeim, sem að störfum hans lutu, enda var maðurinn bæði fróðleiksfús og víðlesinn, eins og hann átti kyn til. Áhugasamur var hann um stjórnmál, ekki sízt fjárhags- mál, og sjálfur kunni hann manna bezt með fé að fara, bæði fyrir sjálfan sig og aðra, og var hag- sýnn í þeim efnum, og skorti þó ekki á örlæti hans á eigið fé, er honum bauð svo við að horfa. Arnljótur var kvæntur Sigríði Haraldsdóttur, prófeásors í Kaupmannahöfn Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi. Lifir hún mann sinn ásamt tveim ungum börnum þeirra, Haraldi, þriggja ára, og Margréti, á fyrsta ári. Hjónaband þeirra var hið ástúðlegasta, og voru þau samhent um góðan heimilisbrag og snyrtimennsku í hvívetna. Hún var áður í nokk- ur ár kennslukona í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Fyrir nokkr- um árum þýddu þau hjónin, end- ursömdu og staðfærðu í félagi sænska bók, sem i felast holl ráð og bendingar um hagsýni í bú- rekstri og íjárstjórn á heimilum. Heiti bókarinnar er á íslenzku: „Hvernig fæ ég búi mínu borg- ið“, og mun bókin hafa komið mörgum að notum, einkum hús- mæðrum og húsmæðraefnum. Arnljótur var fæddur í Reykja- vík 29- júní 1912, sonur Guð- mundar prófessors Hannessonar og konu hans Karolínu ísleifs- dóttur. Pétur Ottesen. fjarðar settur PATREKSFIREI, 10. jan.: — Iðn- skóli Patreksfjarðar var settur laugardaginn 8. janúar 1955. Skól 1 inn starfar í þremur deildum, 1.—2. og 4. bekk. Nemendur verða 9. Skólastjóri er séra Einar Sturlaugsson, prófastur, sem gegnt hefir því starði áður, þeg- ar skólinn hefir starfað. Kennir hann íslenzku og dönsku í 4. bekk. Teikningu kennir Guðjón Jóhannesson, byggingameistari, ennfremur kenna þeir Sigurður Jónsson, Friðbjörn Gunnlaugs- son og Trausti Árnason. Tðnaðar- mannafélagið á Patreksfirði sér > um rekstur skólans, eins og und- anfarið. i Aðalfundur Iðnaðarmannafé- lagsins var haldinn 2. jan. s.l. ’Stjórn félagsins skipa nú þeir Páll Guðfinnsson, trésmiður, ior- maður, Gísli Guðmundsson, tré- . smiður, gjaldkeri og Erlendur ' Hjartarson, rennismiður, ritari. ! Skólanefnd Iðnskólans skipa: Ágúst H. Pétursson, oddviti, for- maður, Guðjón Jóhannesson, byggingameistari og Kristján Guðbrandsson. — Karl. Vegir greiSfærir J STYKKISIIÓLMI, 14. janúar. Fimrn bátar stunda nú vetrarvei?- tiðina héðan og eru það allt heimabátar. Hefur afli þeirra verið frá 2—3 lestir í róðri. Eng- . inn af trillubátunum hefur verið á sjó. i Veður hefur veiið gott upp á síðkastið, um 12 stiga frost en hægviðri. Vegir eru vel greið- færir sveita á milli. Kerlingar- skarð er vel fært. Skagasveit er einnig greiðfær allt til Ólafsvík- | ur. Þá er Fróðárheiði einnig fær. i Snjór hefur verið lítill, er að- eins hvit jörð. — Árni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.