Morgunblaðið - 27.01.1955, Síða 16
►
f
I
►
i
I
t
r
F
\
r
A að „hreinsa" lisfírælinií
MIKILL kurr mun hafa komið upp í herbúðum kommún-
ista að Þórsgötu 1, þegar uppvíst varð um hin alvar-
legu „föðurlandssvik“ listfræðingsins Björns Th. Björnsson-
ar, er hann „gerðist sekur“ um að kynna bandarískum mönn-
um á Keflavíkur-flugvelli söfn hér í Reykjavík.
Er litið mjög alvarlegum augum á þetta atferli listfræð-
ingsins og herma lausafregnir að mikil og stöðug fundahöld
hafi verið í gær í „fiokknum“ Má búast við því að hinum
seka hafi þegar verið formiega vikið úr „Æskuiýðsfylking-
unni“, „Andspyrnufylkingunni“ (Gegn herílandi) og „Frið-
arfylkingunni“. En fregnir hafa ekki borizt um hvort flokk-
urinn heimilaði honum áframhaldandi setu í útvarpsráði.
Þrenn fjölbýlishítsahverfi
: vom skipulögð og fjallað
um bæjarráðhús og þurrkví
SKRIFSTOFA bæjarverkfræð-
fræðings hefur látið gera ítar-
lega ársskýrslu um hinar fjöl-
naörgu starfsgreinar í almennings
þágu, sem þar hafa sameiginleg-
ar skrifstofur. Meðal þeirra
deilda, sem heyra undir bæjar-
Verkfræðingsstofnuniná eru allar
Kiælingar og kortagerð, skipulag
bæjarins, gatna- og holræsagerð,
Áhaldahús bæjarins o. fl.
í skýrslunni gerir skipulags-
deildin grein fyrir störfum sínum
á sviði skipulagsgerðar og segir
þar m. a. svo:
Tillögur, ekki endanlegar, voru
gerðar að skipulagi gatna við
Rauðarárvík, milli Sigtúns og
sjávar.
Skipulag sunnan Miklubrautar
og austan Stakkahlíðar, var sam-
þykkt og tekið til bygginga að
nokkru leyti.
Um skipulag fyrir íbúðir aust-
an Sjómannaskólans voru tillög-
ur gerðar, en svæðið var ekki til-
búið til bygginga strax, og því
ekki gengið endanlega frá skipu-
laginu, né tekin ákvörðun um
svæðið.
Breytt var skipulagi fyrirhug-
aðra fjölbýlishúsa milli Eskihlíð-
ar og Reykjanesbrautar.
Þá var skipulag milli Hofsvalla
götu og Kaplaskjólsvegar fyrir
fjölbýlishus og staðsetning sund-
laugar Vesturbæjar samþykkt.
Skipulag fyrir íbúðir við Gran-
skjól norðanvert var og sam-
þykkt.
Skipulagt var svæði fjölbýlis-
húsa milli Fjallhaga og Hjarðar-
haga og það samþykkt og tekið
til bygginga.
Um skipulag við Vatnagarða
voru tillögur gerðar að legu
gatna, í námunda við væntanlega
]»urrkví þar. — Ekki var gengið
endanlega frá svæðinu, m. a. af
þcim sökum að beðið var áætlana
og ákvarðana um rýmisþörf þurr-
kvíar o. fl.
Gerðar voru all ýtarlegar til-
lögur að skipulagi og lagfæring-
nm gatna í Þingholtum og þær
tillögur sendar bæjarráði til um-
sagnar.
Fjallað var um skipulag íbúða-
hverfis á Gufunesi, í nánd við
áburðarverksmiðj una.
Skipulagt var hverfi sam-
byggðra íbúðarhúsa við Bústaðar
veg og Réttarholtsveg er sam-
þykkt var í aðal atriðum og bygg
ingar húsa hafnar.
Að skipulagi svæðisins kring
um Hálogaland frá Voga-byggð
norður um Laugardal voru marg
ar tillögur gerðar. Voru tvær
þeirra samþykktar í samvinnu-
nefndinni og síðan sendar bæjar-
ráði.
Skipulagsbreytingar á suður-
hiuta Miðbæjarins voru gerðar’.
Einnig gerðar tillögur að stað-
setningu ráðhúss, og torgi milli
þess og Lækjargötu o. fl. Tillög-
urnar voru sendar bæjarráði.
Fjallað var um breytingar á
skipulagi verzlunarhverfis við
Haga. Endanleg ákvörðun var
ekki tekin.
Skipulag austan Elliðaáa var
tekið fyrir en ekki lokið.
Skipulag sunnan Háskólalóðar
fyrir íbúðahverfi var samþykkt
í samvinnunefndinni og sent bæj-
arráði.
Þjóðlelhhúsið fær
höqgmyná
af Kamban
Á SÍÐASTLIÐNU sumri tjáði
Einar Jónsson, myndhöggvari,
þjóðleikhússtjóra, að hann hefði
í hyggju að gefa Þjóðleikhúsinu
höggmynd af Guðmundi Kamb-
an, sem hann hafði þá nýlokið
við.
Styttu þessari hefur verið val-
inn staður í kristalssal hússins og
var hún afhjúpuð þar fyrir
skömmu.
FORMAÐUR f járöflunarnefndar
Barnaspítalasjóðs Hringsins, frú
Herdís Ásgeirsdóttir, Hávalla-
götu 9, hefir skýrt blaðinu frá
vinargjöf, sem sjóðnum hefir
borizt.
Bandarísk kona, frú Stanford,
sem gift er G. A. Stanford, starfs-
manni bandaríska sendiráðsins
hér, hefir afhent sjóðnum gjöf í
nafni barna sinna tveggja, Gail
og Peddy,- sem hafa verið bæði
heilbrigð og hamingjusöm hér,
eins og segir í bréfi, er fylgdi
gjöfinni, en hún var strangi af
lérefti, sem nota skal til þess að
sauma úr fyrir barnaspítalann.
Sýnir þessi vinargjöf greini-
legan hlýhug til sjóðsins, sem
vert er að þakka og minnast.
Sljómmála-
námskeiðið
Þessi mynd var tekin af Reykjavíkurhöfn í gær, þar sem öll strandferðaskip Skipaútgerðar ríkisins
liggja bundin við „Sprengisand“. Einnig sést frystiskipið „Vatnajökull“ á myndinni. Þá'liggja og þrír
„Fossar“ Eimskipafélagsins í höfninni. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M,
Norðan sférviðri
við fsafjarðardjúp
ÞÚFUM, 26. jan.: — Undanfarna
daga hefir stórviðri af norð-
austri verið hér með nokkurri
snjókomu, einkum norðan Djúps-
ins, en lítið frost.
Ferðir Djúpbatsins hafa tafist
af þeim sökum. Var hann veður-
tepptur á Flateyri í gær.
DANARFREGN
Nýlega er látin Elísabet Sófus-
dóttir, er lengi dvaldi á Hamri,
eftir margra ára vanheilsu.
Tvö ný íeikrif í
Mennmgarsjóðs
NÝLEGA eru komin út tvö ný
hefti í leikritasafni Menningar-
sjóðs. Eru það „Ævintýri á göngu
för“ eftir Jens Christian Hostrup
og „Æðikollurinn“ eftir Ludvig
Holberg.
Bæði þessi leikrit hafa hlotið
miklar vinsældir hér á landi. —
„Ævintýrið“ er hér í þýðingu
Jónasar Jónassonar frá Hrafna-
gili með breytingum eftir Lárus
Sigurbjörnsson og Tómas Guð-
mundsson. Leikritið er valið til
útgáfunnar af Bandalagi ísl. leik-
félaga og gefið út með stuðningi
þess.
„Æðikollurinn“ er í þýðingu
Jakobs Benediktssonar. Leikritið
er valið af þjóðleikhússtjóra og
bókmenntaráðunaut Þjóðleik-
hússins og gefið út með stuðningi
þess.
U N D U R verður í kvöld kl.
8,30 í Sjálfstæðishúsinu (uppi).
Þátttakendur eru beðnir að mæta ,
stundvíslega. Athugið breyttan'
fundarstað. I
Körluknaliielhs-
æfingur kvennu
KÖRFUKNATTLEIKUR á mikl-
um vinsældum að fagna meðal
æskufólks. Stunda nú mörg félög
æfingar í þeirri grein.
Þessi íþrótt er engu síður fyrir
konur en karla, en nú mun að-
eins eitt iþróttafélag hér í bæn-
um — íþróttafélag Reykjavíkur
halda uppi æfingum í körfuknatt
leik fyrir konur. Vill félagið
hvetja stúlkur til að leggja stund
á þessa skemmtilegu íþrótt. .—
Æfing er í kvöld að Hálogalandi
klukkan 9,20.
■ r r
kanadískum fræðslumyndum
G. Eyford hár á vegum kanadíska kvikmyndaráðsins
UNDANFARINN hálfan mánuð hefur dvalið hér á landi ungur
Vestur-íslendingur að nafni G. Eyford, sem undanfarna 6
mánuði hefur ferðazt um Evrópu á vegum Kvikmyndaráðs Kanada
(National Film board of Canada), sem hlotið hefur heimsviður-
kenningu fyrir starfsemi sína við framleiðslu fræðslukvikmynda.
Aðalfundur Fyjkls
'ii Vi
ÍSAFIRÐI, 22. janúar. — Aðal-
fundur „Fylkis“, félags ungra
Sjálfstæðismanna á ísafirði var
haldinn að Uppsölum í gærkvöldi
Formaður félagsins, Jón Páll
Halldórsson, flutti skýrslu stjórn-
arinnar og gerði grein fyrir
starfsemi félagsins á liðnu starfs
ári, en gjaldkerinn, Ólafur Þórð-
arson, las upp endurskoðaða
reikninga félagsins.
Fráfarandi stjórn félagsins
baðst eindregið undan endur-
kosningu og var Guðfinnur
Magnússon k.osinn formaður, en
aðrir í stjórn: Steindór Þórisson,
Valdimar Jónsson, Jón Karl Sig-
urðsson og Sigurður Th. Ingvars-
son. í varastjórn voru kosnir
Richard Sigurbaldursson, Viðar
Fljartarson og Guðbjörn Charles.
Að loknum aðalfundarstörfum
hófust fjörugar umræður um fé-
lagsmál, en síðan ræddi Matthías
Bjarnason bæjarfulltrúi um raf-
veitumál. Á fundinum gengu 30
nýir félagar í Fylki. — Jón.
Landlega á Slokks-
eyri
STOKKSEYRI, 24. jan,— Stöðugt
brim og ógæftir hafa verið hér
síðastliðna viku og hefir verið
algjör landlega hjá bátunum. —
Stöðug suð-vestur og sunnan átt
hefur verið hér en sú átt heldur
venjulega briminu við.
Snjólétt er í Árnessýslu, og
má fara keðjulaust um allar
sveitir að heita má. Virðist jafn-
vel minni snjór vera í uppsveit-
unum, til dæmis Hreppunum,
heldur en á láglendinu —Magnús.
^UMFANGSMIKIL
STARFSEMI
„The National Film board of
Canada“ var stofnað árið 1939 og
hefur síðan stöðugt fært út starf-
semi sína, sem er í því fólgin að
nota kvikmyndir til hvers konai'
fræðslu utanlands og innan, aðal-
lega að því er varðar Kanadiska
þjóðháttu og menningu. Stendur
starfsemi þess í nánu sambandi við
skóla- og kennslustarfsemi í Kana'
da sjálfu og einnig fjölmörg kvik-
myndafélög og klúbba, bæði utan
lands og innan.
f í
AF EYFIRZKUM ÆTTUM
Mr. G. Eyford er af eyfirzkunt
ættum kominn, afi hans og amma
voru meðal hinna mörgu, semí
fluttust vestur um haf um og fyrn
ir síðustu alaamót. Hann er hing-
að kominn til að grenslast fyrií
um möguleika á að fá íslenzkar
fræðslukvikmyndir til Kanadai
gegn kanadiskum myndum hingað.
Sagði hann í viðtali við frétta-
menn í gær, að fræðslumálastjóri,
Helgi Elíasson hefði sýnt mikinn
áhuga á að slíkt mætti takazt og
hefði þegar pantað um 50 valdaé
kanadiskar fræðslukvikmyndir til
notkunar við kennslu í hinuní
ýmsu skólum landsins.
i
SAMBAND VIÐ
FERÐASKRIFSTOFU RlKISINS
Mr. Eyford setti sig í samband
við Ferðaskrifstofu ríkisins urrt
skipti á íslenzkum og kanadiskura;
fræðslukvikmyndum og mun einn-
ig, þegar heim kemur, vinna að'
undirbúningi Ameríku-lslandsferð
arinnar, sem Ferðaskrifstofan hef
ur í hyggju að efna til á komandi
vori og getið er um á öðrum stað
í blaðinu, í dag.
Mr. Eyford gat þess, að miklaí
Hkur vaeru fyrir því, að ýmis þjóð
legur iðnaður Islendinga, svo serrt
prjónavörur alls konar og keramik
vörur, myndu eiga vísan markað
í Kanada og væri reynandi að
gera tilraun með slík viðskipti.
1