Morgunblaðið - 28.01.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.1955, Blaðsíða 1
16 síður 42. árgangur 22. tbl. — Föstudagur 28. janúar 195o Prentsmiðja Morgunblaðsins 29 skipverjum af Agli rauBa bjargað við hinar erfiðustu aðstœ&ur Frá Veslmannagyjahöfn •j .' M.s. Tröliafoss á leið inn í Vestmannaeyjahöfn á s.I. sumri. Sjá frétt á bls. 16. — Ljósm. Friðrik Jesson. repr m uppsogn rsoregs og DansneÉur á lofHerða- saiiiningi við Island Birkeröd 27. jan. — Frá fréttaritara Mbl. EKSTRABLADET" segir í dag frá því að innan skamms muni Danmörk og Noregur segja upp loftferðasamningi sínum við ísland og er orsökin sögð vera hið ódýra fargjald Loftleiða á flug- leiðinni New York—Skandinavía. Fimm menn iórust, ijérir ís- lendingar og einn Færeyingur Björgunarsveitirncir sýndu fúdæma dirfsku og þrek 42 fórust með brezku togurunum ALGERLEGA er nú talið von laust að brezku togararnir tveir „Lorella" og „Roderigo" sem sendu frá sér neyðar- skeyti í fyrradag, hafi komizt af. Með þeim hafa farizt 42 menn. Átta flugvélar lögðu upp frá Keflavíkurflugvelli í gær- morgun til að leita að togur- unum, en þær urðu fljótlega að snúa við aftur vegna veð- urs. — Skyggni var og mjög vont. Þá tilkynntu togarar, sem voru á þessum slóðum, að dimmviðri væri þar mikið og veður afar slæmt. Togarinn \á á hliðinni og var brotinn í tvennt KLUKKAN þrjú í gærdag hafði tekizt að bjarga 29 miinn- um af togaranum Agli rauða, frá landi og af sjó. Á tog- aranum voru alls 34 menn, og fórust því fimm menn af honum. Björgunarstarfið gekk mjög greiðlega eftir að það gat hafizt, en sjómenn á bátum þeim, sem björguðu 13 skip- verjanna, lögðu sig í beina lífshættu við að koma hinum nauðstöddu mönnum, sem staðið höfðu nær 18 klukku- stundir á flaki Egils rauða, til hjálpar. Björgunarsveitin bjargaði á land 16 mönnum. — Allar fregnir af björgunar- starfinu voru mjög óljósar, en víst er, að fæstir munu hafa búizt við því um miðnætti í fyrrinótt, að björgun skipbrots- manna myndi takast þó svo vel, sem raun varð á, þar eð allar aðstæður til björgunar voru með eindæmum erfiðar. Einnig óttuðust menn mjög, að skipbrotsmenn myndi bresta þrek til að standa næturlangt á flaki togarans undir látlaws- um sjó í því foráttubrimi, sem var allan tímann frá því er Egill rauði strandaði, unz björgunarstarfi lauk. — Kast- Ijósin frá togurunum fjórum, sem þarna voru, hafa gefið mönnunum aukið þrek og styrkt von þeirra um björgun, þótt hún kynni að dragast á langinn vegna hins ófæra veð- urs. — Skipbrotsmennirnir 29 voru eðlilega mjög þrekaðir. Flestir munu hafa verið fáklæddir. Margir voru skólausir. 15 íslendingar voru á skipinu og 19 Færeyingar. Af þeim sem fórust voru f jórir íslenzkir. FULLTRUAR A FUNDI Segir fréttaritari Mbl. í Kaup- mannahöfn, að þetta mál hafi verið rætt á „flugmálafundi", er haldinn var í Kaupmannahöfn í gær, en þar hafi forráðamenn flugmála í Svíþjóð, Noregi og Danmörku rætt við fulltrúa utan- ríkisráðuneyta landanna. SKIPTAST Á SKOÐUNUM Þrír forstjórar SAS sátu þenn- an fund, enda var þar nær ein- göngu fjallað om hagsmuni þess flugfélags og áætlunarflug þess, en þess getið að til fundarins væri boðað aðeins til þess að skiptast á skoðunum. —- Páll. NORÍGUM Cóour síldarafli ÁLASUNDI 27. jan. — Nú hefur veður batnað á síldarmiðum Norðmanna og var í fyrsta sinn í dag á vertzðinni goíí veður. Afli var einnig mjög góður bæði hjá herpinótabátum og reknetjabát- um. í dag höfðu borizt á land 80 þús. hektólítrar í Alasundi. Frétt- ir frá öðrum verstöðvum bera og með sér að þar hefur afli einnig verið góður. — NTB. Uggur út af Formósumálum * Eisenhower fær heimildina * Öldungadeildarmenn óttast stríð * Flugsveit til Formósu KNOVLAND, foringi demokrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, gekk í dag á fúnd Eisenhowers og tjáði honum að líklegt væri, að öldungadeildin samþykkti beiðni hans, um vald til að beita bandarískum herafla við Formósu, með miklum meirihluta atkvæða. Er Knowland ræddi við fréttamenn eftir fund sinn við Eisenhower sagði hann, að engin hætta væri á því, að beiðni forsetans mundi beint eða óbeint leiða til styrjaldar. Forset- inn hefði ekkert slíkt i huga. Knowland kvað það trú sína að tillaga forsetans myndi leiða til aukins friðar á Kyrra- hafssvæðinu, því hún gæti þvert á móti orðið til þess að gera ástandið þar tryggara. Fimmburar FRÁ smáþorpinu Trivandrum í Indlandi hefur sú frétt borizt Reuter að kona ein í þorpinu, þrítug að aldri, hafi alið fimm- bura. Voru það fjögur meybörn og eitt sveinbarn. Hræddir við stríð EISENHOWER forseti sat í dag fund landvarnaráðs Banda ríkjanna og þar sagði hann, að hann einn hefði endanlegt vald um það hvenær banda- rískum herafla yrði beitt til annars en beinna landvarna við Formosu og Tacheneyjar. Er sagt að yfirlýsing þessi hafi verið gefin til þess að róa nokkra af þingmönnum öld- ungadeiJdarinnar, sem óttast að beiðni Eisenhowers um beitingu bandarísks herafla við Formósu kunni að leiða Bandarikin í stríð við komm- únistastjórn Kína og Rúss- lands. Flugsveit ti! Formósu Samtimis berast fregnir um það, að heil flugsveit (75 þrýstiloftsvélar af „Sapre'- gerð) hafi verið sendar til Formósu og hafi nú bæki- stöðvar í flota- og flugstöðv- um þeim er 7. flotinn hafði fyrir á Formósu. Flugvélar þessar komu frá Okinawa og Filipseyjum. * LOFTÁRASIR Þjóðernissinnastjórnin á For- mósu tilkynnir, að flugsveitir hennar hafi haldið áfram loft- árásum á Yi Kiang Shen, — eyna í útjaðri Tachen-eyjaklasans, sem kommúnistaherir tóku með leifturárás á dögunum. * VERNDA FÓLKSFLUTNINGA Flutningar fólks frá öðrum Tachen-eyjum halda áfram og hefur Pride varaaðmíráll, sem nú er í Formósu, gert áætlun um það hvernig skipafloti hans geti hrundið árás kínverskra komm- únista, ef þeir reyndu að hindra þá fólksflutninga. Jafnframt er yfirmaður flugflota Bandaríkj- anna í fjarlægari Austurlöndum kominn til Formósu til viðræðna við Pride. * HERAFLI Fréttaritarar segja að Chang Kai Shek sé nú sammála Eisen- hower um að vopnahlé sé bezta lausnin við Formósu. Þjóðernissinnar segja að komm únistar hafi á meginlandsströnd- inni upp af Tachen-eyjum 120 þúsund manna herlið og 2300 rússneskt byggðar flugvélar auk flota. 15 drepnir SAIGON 27. jan. — Að minnsta kosti 15 kaþólikkar voru drepnir af hermönnum hinnar kommún- isku Vietminh stjórnar, er þeir á þriðjudaginn reyndu að flýja — og leita frelsis — frá Indó Kína. Segja flóttamenn, að mikil ógn- aröld ríki nú í Indó-Kina á yfir- ráðasvæði kommúnista. Menn séu miskunnarlaust drepnir, sýni þeir hinn minnsta mótþróa gegn vilja stjórnarinnar. Eden II! Tvrklands LUNDÚNUM 27. jan. — Ákveðið er að Anthony Eden fari í heim- sókn til Ankara í boði tyrkneska forsætisráðherrans Menderes og utanríkisráðherrans tyrkneska. Utanríkisráðunej'tið brezka segir að heimsóknin muni standa frá 16. marz til 19. marz. i— Reuter. ÞEIR, SEM FORUST Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk frá Slysavarnafélagi íslands í gærkvöldi, fórust þessir menn: Stefán Einarsson, 3. vélstjóri, frá Neskaupstað.Var kvænt- ur og átti fimm börn. Atli Stei'ánsson, kyndari, son- ur Stefáns, elzta barn hans, 17 ára. Hjörleifur Helgason, kyndari frá Neskaupstað, 21 árs. — Hann var ókvæntur, en einkabarn foreldra sinna. Magnús Guðmundsson, háseti, frá Fáskrúðsfirði. Hann var um fimmtugt, kvæntur og átti börn. Sofus Skoradal, háseti, frá Færeyjum. ÞEIR, SEM BJÖRGUÐUST í land björguðust átta íslend- ingar og átta Færeyingar. íslend- ingarnir eru: ísleifur Gíslason, skipstjóri; Guðmundur Ingi Bjarnason, 1. vélstjóri; Einar Hólm, 2. vélstjóri; Vilmundur Guðbrandsson, bræðslumaður; Helgi Jóhannesson, matsveinn; Axel Óskarsson, loftskeytamað- ur, og Guðmundur Arason, há- seti, en nafn eins vantar. Um borð í Jöruhdi eru: Guð- jón Marteinsson, 1. stýrimaður; Pétur H. Sigurðsson, 2. stýrimað- ur, og Sofus Gögvra, bátsmaður. Þar eru og 9 Færeyingar, en einn er í Goðanesi. BJÖRGUNAR- LEIDANGURINN Skýrt var frá því í blaðinu í gær að björgunarleiðangursmenn frá ísafirði myndu fara í land á Hesteyri um nóttina. Fréttaritari Mbl. á ísafirði, Jón Páll Hall- dórsson, símaði blaðinu í gær eftirfarandi frásögn af för leið- angursins á strandstað, og hvern- Framh. á bls. 2 • L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.