Morgunblaðið - 28.01.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.01.1955, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. jan. 1955 MORGVNBLAÐIÐ Hagstætt ár bændum en útgerðinni erfitt Fréttahréf frá Dalvík Dalvík, 12. jan. VENJAN mun jafnan vera sú, að hefja máls á tíðarfarinu, því þótt alltof stór hópur ís- lendinga hagi sér þannig til orðs og æðis og í kröfum sínum til Guðs og manna sem veðurfarið sé aukaatriði, þá hefur það verið svo, og mun verða í framtíðinni, að aðalbjargræðisvegir okkar verða að meiru eða minna leyti háðir tíðarfarinu, þrátt fyrir alla tækni nútímans. Frá ómunatíð hefur það orð legið á, að í Svarfaðardal væri „snæsamt og vetrarríki mikið" og víst er um það, að oft hleður hér niður miklum snjó, þótt snjó- lítið sé í innfirðinum, en vitan- lega fer þetta að jafnaði eftir vindstöðum, og fyrir kemur, að snjóalóg eru síst meiri í Svarfað- ardal en í nágrannasveitum, og var svo s. 1. vetur, sem af flest- um er talinn óvenjulega góður og gjafléttur, enda heyfyrningar bænda með langmestu móti. Bjuggust margir við köldu vori á eftir svo mildum vetri, en það fór mjög á annan veg. Hin mesta blíðskapartíð ríkti fram eftir öllu vori eða þar til um miðjan júní. Mikill annatími var fyrir bænd- ur (sem flestir voru liðlitlir), þegar allt kallaði að: sauðburð- ur, ávinnsla á túnum, niðursetn- ing kartaflna o. fl. Ekki orkar það tvímælis að mikið af þess- um störfum hefur lent í „eftir- vinnu", næturvinnu og jafnvel „helgidagavinnu". En þeir, sem aldir eru upp í sveit og við sjó, eru ekki að setja slíka smámuni fyrir sig. HAFÐI AUHIRT UM HÖFUÐDAG Seinni hluta júnímánaðar brá til kaldrar norðaustanáttar og hélzt sú veðrátta allt til höfuð- dags. Tíð var því stirð og óhag- stæð til heyöflunar. Þó urðu hey hvergi langhrakin og nokkrir bændur, sem fyrst byrjuðu og súgþurrkun höfðu, hafa náð töð- um sínum með mjög sæmilegri verkun, einkum þó í neðri hluta sveitarinnar og nágrenni Dalvík- ur. Mun heyskapur yfirleitt hafa gengið betur hér, en í nálægum sveitum og til marks um það má geta þess að einn bóndi (Gunnl. Gíslason, Sökku), hafði alhirt um höfuðdag, og mun það liklega einsdæmi hér um slóðir. Ekki er mér heldur kunnugt um að nokkursstaðar hafi hitnað alvar- lega í heyjum, eins og öft vill verða þegar þeim er „súldrað" inn eins og kallað er. BYGGINGA- FRAMKVÆMDIR Bygginga- og jarðræktarfram- kvæmdir voru hér allmiklar á S. 1. sumri, einkum í Svarfaðar- dalnum, þar sem byggðar hafa verið (á 4—5 bæjum) súrheys- gryfjur, hlöður og peningshús, og á einum bæ (Þverá) íbúðarhús. í þorpinu var lokið smíði 3ja íbúðarhúsa og önnur 3 í smíðum. Lokið var einnig smíði brúar á Svarfaðardalsá (gegnt Hofi), sem orðið hefur til mikils hagræðis fyrir miðsveitina. AUKIN RÆKTUN Skurðgrafa á vegum Ræktun- arsambandsins starfaði hér fram eftir öllu hausti. Var byrjað á Hól á Upsaströnd, en gert mun ráð fyrir að unnið verði með henni í fremri hreppum á sumri komandi. Hafa Svarfdælingar jafnan staðið framarlega í jarð- ræktarmálum, enda sýna þar verkin merkin, því nú er svo komið að heita má að ræktar- löndin séu samfelld meðfram akbrautum allt frá Hóli á Upsa- strönd að Þverá í Svarfaðardal. Hafa Dalvíkingar lagt drjúgan skerf til þeirra mála. Auka þeir stöðugt ræktarlönd sín og bú- stofn. Má í því sambandi geta þess, að bústofnseign Dalvíkinga (þ. e. búleysingja) mun nú vera allt að þúsund fjár, og um 40 kýr og geldneyti, og töðufall af þessum ræktarlöndum, mun hafa numið allt að 3500 hestburðum. Eru tölur þessar sumpart byggð- ar á ágizkun, og sumpart á fram- tölum manna 1954. HAGSTÆTT ÁR BÆNDUM Niðurstaðan verður því sú, að s. 1. ár hafi verið hagstætt bænd- um hér í sveit. Hlýr vetur, milt vor, grasspretta mikil og sæmi- leg nýting heyja. Fénaður allur gekk vel fram, viðkoman mikil (60—70% tvílembdar) og því skilað góðum afurðum, þótt með- alfallþungi dilka í sláturtíð væri fyrir neðan meðallag. Munu þó einstöku bændur hafa fengið góða þyngd eða allt að 18 kg. íallþunga. ERFIBLEIKAR ÚTGERDARINNAR Hvað útgerðina snertir er við- horfið allt annað. Hinir stærri bátar eru reknir með tapi ár eftir ár,. því enda þótt suður- landsveiðarnar hafi gengið sæmi- lega undanfarið, þá veltur þo heildarafkoman aðallega á síld- veiðunum, er skifta meiru máli fyrir Norðlendinga en Sunnlend- inga, en allir vita hvernig þær hafa gengið síðastl. áratug. Atvinna var hér mjög lítil s. 1. sumar og horfur ískyggilegar. Vinna við síldverkun var sama sem engin, og sumarveiði smá- báta brást algerlega. Mátti heita „dauður sjór" í Eyjaíirði og ná- lægum miðum, eftir að hin mikla vorganga þraut. Að vísu hafa 3 litlir þilfarsbátar (nýbyggðir) haldið uppi róðrum hér í haust, en afli tregur mjög og hefur gæftaleysi valdið þar nokkru um. Þetta hefur þó skapað nokkra vinnu, því frystihús KEA hefur tekið fiskinn til vinnslu. (Hinar þrjár fiskvinnslustöðvar, Samv.- fél., Egils Júlíussonar og Páls Friðfinnssonar, hafa ekki verið reknar svo teljandi sé, vegna skorts á hráefni). Einnig hefur það bætt nokkuð úr atvinnuleys- inu, að lögð var ný vatnsleiðsla á s. 1. sumri, gerðar ýmsar breyt- ingar á rafmagnskerfi þorpsins, byggð spennistöð og lagt inn í allflesta bæi í hreppnum er raf- magn fengu frá Laxárstöðinni. 80—100 MANNS í ATVINNULEIT Afkoma útgerðarinnar og þá einnig verkafólks hefur því verið allmiklu lakari s. 1. ár en árið áður. Afleiðingin hefur orðið sú, að flest yngra fólk hefur leitað til suðurlandsins nú um áramót- in og mun stunda þar atvinnu fram til vors. Samtals munu fara héðan 80—100 manns, en allt að helmingur þessa fólks starfar við heimabáta, sem stunda veiðar við suðurland (suðvesturland). Þrír litlir þilfarsbátar eru hér enn á floti og tilbúnir til veiða, en vafasamt er að hægt verði að róa þeim, vegna manneklu, þótt fiskur kæmi hér í fjörðinn, eða á grunnið, sem kallað er, en til þess benda nokkrar líkur, því síðan um áramót hafa þess- ir bátar farið 6—8 róðra og feng- ið sæmilegan reyting. en óvenju- legt er að róið sé til fiskjar á þessum tíma árs, eða í „sárasta" skammdeginu, sem kallað er. — Sípío. LÓÐAMÁLÍ KÓPAVOCI Fiskibátur týnist ENSKUR fiskibátur, „Gipsy Queen", hefur týnst á Norður- sjó. Er hann nú talihn af. Með bátnum fórust 7 menn, sem allir voru heimilisfeður. LÓÐAMÁL hafa verið mjög á dagskrá í Kópavogi að undan- förnu og vakið háværar deilur. Höfuð persónur hafa þeir ver- ið Finnbogi Rútur Valdemarsson oddviti og kommúnistaforing; og Hannes Jónsson félagsíræðingur og höfuð framsóknarmanna í ^Kópavogi. Þar sem deilur þessar hafa orðið til þess, að eðlileg þróun í bygginga- og skipulags- málum Kópavogs, svo að margur hefur þar fyrir tjón liðið, er rétt að almenningur fái nokkuð yfir- lit yfir þetta deilumál. LÖGBÓK FINNBOGA RÚTS Frá því að Kópavogur fékk sína eigin „heimastjórn" hafa komm- únistar lengst af ráðið þar lögum og lofum undir forustu Finnboga Rúts. Það er öllum kunnugt sem eitthvað hafa kynnst Kópavogs- málum, að stjórn Finnboga á sveitafélagsmálum hafa ein- kennst af sálsjúkri valdafíkn og streitu fyrir flokkshagsmunum. Reglugerðir og landslög varð- andi sveitastjórnarmál, hefur hann að engu haft, ef stangast hefur á við hagsmuni hans og flokksins. Þannig hefur Kópa- vogur orðið ríki í ríkinu, og íbúarnir verið háðir dutlungum oddvita og lítt verndaðir af 'lands lögum þótt löghegndir hafi verið eftir eigin lögbók oddvita, en andstætt landslögum. Scm dæmi um þetta má taka nýlc~an dcmsúrskurð oddvita, og mun þar hafa verið dæmt eftir eigir. löcbók. Á nýgengnu ári, urðu hjón nokkur löglegir eigendur að húsi hér í Kópavogi ásamt með lóða- réttindum. Finnbogi oddviti hafði haft augastað á lóð og mannvirki, en orðið of seinn í svifum og misst af viðskiptum. Hús þetta hafði hvorki vatn né rafmagn, en J hinir nýju eigendur hugðu til i umbóta, því húsið er þannig stað- sett að stutt er í vatns- og raf- magnskerfi til alm. nota. Leita varð til oddvita um að- gang að þessum lífsþægindum. I Ekki skal orðlengja þetta. í einka lögbók oddvitans mun hafa staðið eitthvað líkt svofeldu paragraffi: . „Ef einhver verður á undan þér í viðskiptum, og þú missir þar j við einhvers, þá neita honum um þær lifsnauðsynjar er vald þitt ' nær til." Ekki dæmdi hann strax eftir paragraffinu, en reyndi fyrst til við hjónin um afsal lóðaréttinda, en lofaði á móti umbeðnum lífs- þægindum. Þetta tókst oddvita ekki. Undanfarnar hátíðir og undan- íarin vetrarmyrkur, hafa þessi hjón orðið að búa án birtu og vatns frá veitukerfunum. Þetta óþverrabragð oddvita á sér þó (dýpri rætur, en þar sem mál bjónanna kemur til. I SKIPULAG | Land það er Kópavogsbúar byggja er að mestu eign ríkisins. í tíð frumbyggja Kópavogs (seinni tíma frumbyggja) lét rík- ið af hendi lönd til ræktunar. Flestar byggingar er þá byggðust voru aðeins ætlaðar til sumar- dvalar. j Með tímanum breyttist þetta. I Brátt mátti sjá að í framtíðinni risi míkil byggð í Kópavogi, er útheimti nútíma skipulag og þarf ir þéttbýlis. Árið 1946 var svo fyrsti vísir að skipulagsuppdrætti gerður. Ekki var svæðið mikið eða nánar tiltekið frá Hafnarfjarðarvegi, austur Digraneshálsinn á milli Álfhólsvegar og Hlíðarvegar. Skipulagið náði nokkuð austur fyrir barnaskólahúsið. Ékki var snert við skipulagi á óðrum stöðum fyrr en árið 1949. Þá var nesið, vestan Hafnarfjarð- arvegar tekið til skipulags. Á þeim skipulagsuppdrætti var gert ráð fyrir nokkuð stórum lóðum, eða ú'm 1000 m-. Þessi skipulags- uppdráttur fór þó allur í vaskinn, því oddvitinn taldi að ofrausn væri að láta Kópavogsbúa fá svo glæsilegar lóðir sem 1000 m2 gætu orðið. Afneitaði hann upp- drættinum og krafðist annars skipulags hvar húseigendum væri ekki ætlað meir en ca. 500 m2. Þetta hefur orðið til þess, að enn hefur ekki fengizt endanlegur skipulagsuppdráttur vestan Hain arfjarðarvegar. Fleira hefur komið til, að dráttur hefur orðið á endaniegu skipulagi á þessu svæði og má þar m. a. tilgreina að oddviti hefur ekki látið framkvæma nauðsyn- legar mælingar á landinu svo sem lög fyrirskipa að hreppsnefnd láti gera. Hefur skipulag ríkis og bæjar orðið að setja menn í þess- ar mælingar á kostnað hreppsins. Eðlilegast hefði þó verið, að odd- vitinn léti byggingafulltrúann annast skyldumælingar hrepps- ins. Það vekur athygli þeirra er renna augunum yíir það skipulag sem gert hefur verið á umræddu svæði vestan Hafnarfjarðarveg- ar, að blettir eru þar sem ekkert skipulag er. Þetta eru blettir sem ráðamenn hreppsins hafa umráðarétt yfir. Við eftirgrensl- an kemur í ljós, að oddvitinn er þar lóðaréttarhafi, og fær það mann til að láta sér etetta ýmis- legt í hug um einkaframtak og sjálfsauðgun — hinar tvær höf- uðsyndir mannanna á tungu kommúnista. Öll tregða oddvitans varðandi skipulag Kópavogsbyggðar, renn- ur frá sömu uppsprettu og aðrar sijórnaraðgerðir hans, — upp- sprettu salsjúkrar valdaííknar, — ráðsrnennsku æðis. Hið endan- lega vald um skipulag er þó ekki í höndum hans — heidur viðkom- andi stjórnardeildar ríkisvaids- ins, er því von til að úr bætist. LÓBAÚTIILUTUN Eins og að líkum laetur og þeir vita sem lóðavant var í Kópavogi, lét Finnbogi svo frá upphafi, sem hann væri hinn eini valdhafi á lóðaúthlutun. Það lika að nokKiu eðlilegt að fólk leitaði upplýs- inga hjá oddvita hreppsins um dvó.l og byggingar, og kunni hann að færa sér það i nyt. Stjórnardeild jarðeigna ríkis- ins sá sér hinsvegar ekKi fært að annast um aila aígreiðslu fyrir- spurna og umsókna um lóöir í Kópavogi, þegar sýnt var að þeim fór svo fjólgandi sem raun varð á, er viidu busetu í Kópavogi. Annaðhvort lét þvi stjórnardeiid- in það afskiptalaust að Finnbogi gerði sig að milligóngumanni, eða samþykkt og talið sig sjá sínum hag borgið með þeim hætti. Fór þvi svo fram um tíma, en Finn- bogi sá með þessu aukin völd og undi vel sinum hag. Frá upphafi átti þessi milli- ganga Fir.nboga að vera i því fal- in að aðstoða umsækjendur og mæla með úthlutun stjórnar- deildar jarðeigna rikisins til lóða- umsækjenda. Kéttur til úthlutunar var því ekki á hentíi Finnboga. Þetta valdleysi bar hann þó möglunar- ' laust um sinn, en svo fór að ráðs- mennskuæði hans varð skyidunni yfirsterkari og hof hann nú út- | hlutun lóða án vitundar stjórnar- . deildar. Þetta ráðsmennskuæði oddvit- , ans heíði getað vaidið tug- þúsunda króna tjóni fyrir marg- ; an, er þannig byggði lóðarétt- l ^ndalaust, ef valdhafinn hefði ekki séð og metið, að soKin var oll hjá oddvita en lítil hjá þeim er byggðu i góðri trú á vaid oddvit- . ans. Þegar svona var komi^ ,; ^á*?; stjórnardeild jarðeigna riKisihsj' sér ekki annað fært, en sV-Ma Finnboga öllum afskiptuní' af - lóðaúthlutun, svo slíkt ÖngþVjQÍti , sem orðið var, yrði ekki áfram í lóðamálum Kópavogs. ÞÁTTUR HANNESAR JÓNSSONAR Nú skyldi maður ætla, að eins og brennt barn forðast eldinn, hefði stjórnardeild jarðeigna rík- isins hugkvæmst að óheppilegt form væri það að milliganga um úthlutun lóða væri á eins manns hendi, þótt með réttu mætti reikna með að sá næsti reyndist ekki svo ráðsmennsku óður sem sá er kastað var. Annað varð þó uppi á teningn- um. Stuttu fyrir hreppsnefndar- kosningu s.l. ár, var tilkynnt af stjórnardeildinni að Hahnes Jóns son félagsfræðingur væri skip- aður trúnaðarmaður jarðeigna ríkisins i Kópavogi, og bæri um- sækjendum um lóðir að senda umsóknir til hans. Þótt öllum — öðrum en nán- ustu vikaþrælum Finnboga — hafi fundist rétt að taka fyrir þá misnotkun á valdi er Finnbogi hafði tekið sér við lóðaúthlutun, fannst flestum sem af tilkynn- ingu stjórnardeildarinnar Ieggði nokkurn pólitískan óþef. Ráðs- rnaður stjórnardeildarinnar — viðkoma'hdi ráðherra, hefur vafa- laust komizt að því, gegnum at- hæfi Finnboga, að lóðaúthlutun gæfi nokkur pólitísk hlunnindi þeim er á hendi hefði, — og lát- ið það meiru ráða um gjörðir sínar en skylduna til lýðræðis- legra aðgerða í málinu. í kosningahitanum, var að von- um, mikið rætt um þessa útnefn- ingu stjórnardeildarinnar, og báru þeir margar og þungar sak- ir hvor á annan þeir Finnbogi og Hannes. Báðir höfðu rétt fyrir sér í sakagiftum. Sjálfstæðismenn voru þeir einu sem gátu rætt málið hitalatist og frá almennu sjónarmiði, því ekki þurftu þeir að verja persónulega hagsmuni eins og þeir Finnbogi og Hannes. Bentu þeir réttilega á, að eina leiðin til lýðræðis- legrar afgreiðslu lóðaúthlutunar væri sú að stjórnardeildin skip- aði nefnd sem sæi um úthlutun, og væri hægt að skipa þá nefnd þannig að vel mætti við una. Ekki vildi H. J. fallast á skip- un slíkrar nefndar, en Finnbogi tók ekki ólíklega í það, en Iét be%s getið að það væri hreppsnefndin scm útnefna ætti slíka nefnd. Var mönnum þá Ijóst hvert stefndi og brostu. Þegar Finnbogi sá sitt vald brotið á bak aftur, neitaði hann allri samvinnu við lóðaúthlutun ríkisins í Kópavogi. Menn hafa nú fengið lóðir, en þeim neitað um byggingaleyfi, þótt allt sé í samræmi við reglu- gerð og skipulag. Sem formaður bygginganefndar og með meiri- hlutaaðstöðu, hefur hann að engu byggingarsamþykkt Kópavogs, en hún fékkst loksins staðfest af i félagsmálaráðuneytinu í júlímán. t s.l. að tilhlutun fulltrúa Sjálf- "] stæðismanna í bygginganefnd. Ríkir nú hið mesta öngþveiti í byggingamálum Kópavogshrepps. . Tugir manna fá ekki að byggja . hús sín, því oddvitinn þarf að > svala hefndarþorsta sínum á t lóðaúthlutunartilhögun stjórnar- j deildar. Finnbogi gerist svo blindurí^, ofsa sínum að hann sést ekki fyrir, en augu almennings^opnast*. þeim mun meir fyrir manntegund * slíkri sem hans. • Nú er svo komið, fyrir atbeina » Sjálfsíæðismanna, að stjórnar- l deild jarðeigna ríkisins hefur * afturkallað fyrri tilhögun á út- hlutun lóða, og er því Hannes * Jónsson ekki lengur einráður um I úthlutun. Þriggja manna nefnd hefur I veríð skipuð, og sú skipun hefur farið fram á lýðræðislegan hátt Framh. á bls. 11. _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.