Morgunblaðið - 30.01.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUTSBLAÐIÐ Sunnudagur 30. jan. 1955 Ölíuféiögin eru neydd ti! ú kaupa „vaxborni! oiíuna frá Bússlaudr Rússar neita krötum héðan um að bætf sé úr göllum ohunnar Afneitnði hlutleysisstefnu, hufði forustu um norrænt sumsturf ^JÓÐVILJINN hefur að undan- förnu, eins og raunar oft áður, Teynt að gera sér pólitískan mat út þeim erfiðleikum, sem her- skálabúar eiga við að etja Nú vita auðvitað allir, að her- skálarnir eru ekki í notkun vegria illvilja einhvers pólitísks ílokks eða „sleifarlags“ af hálfu ríkis eða bæjarstjórnar. — Ástæðan til þess að herskálar eru ennþá notaðir til íbúðar, en einfaldiega sú, að á síðasta ára- tng hafa orðið slíkar byltingar í byggð landsins, að ekki eru dæmi til annars eins og hefur þetta meðal annars komið fram í óvið- ráðanlegu aðstreymi fólks til Keykjavíkur. Af opinberri hálfu og þá ekki sízt af hálfu bæjarstjórnar Reykjavíkur hefur fjöldamargt verið gert til að bæta úr þeim vandræðum, sem fólksfjölgunin í Reykjavík hefur skapað og að því er stefnt, að herskálar verði ekki notaðir til íbúða enda er öllum Ijóst að slík hús- næði eru ekki til frambúðar "þó aðstæðurnar hafi knúð menn til að nota þá lengur en skyldi. OLÍUFÉLÖGIN BERA FRAM KVARTANIR VID RÚSSA Þjóðviljinn sér að herskálarn- ir og örðugleikar ýmsra, sem ■þar búa, getur verið vatn á áróð- nrsmyllu kommúnista enda ó- spart til þessa vitnað í blaðinu. Og alltaf þarf að finna einhverja skálka, sem eigi sök á örðugleik um herskálabúanna. Það nýjasta í því efni er þegar Þjóðviljinn, á dögunum, kennir olíufélögun- um um, að olía hafi orðið of þykk •og stíflað kyndingartækin í sum- um herskálanna í frosthörkunum fyrir skömmu. Þjóðviljirtn seg- ir „að þá kröfu eigi að gera til olíufélaganna að þau selji ekki fólki olíu, sem er svo vaxborin að til "stíflunar komi í frostum“. Mbl. hefur fengið upplýsingar hjá olíufélögunum um þetta at- riði og kom þá eftirfarandi í Ijós: Olíufélögin eru skuldbundin skv. viðskiftasamningum við Rússa að kaupa olíu frá Sovét Rússlandi. Félögin hafa fyrir löngu gert athugasemdir út af því við sovét-rússneska aðila, að clían frá þeim hafi ekki sömu gæði og elía frá þeim löndum, sem við höfum skift við áður. Sérstakar athuga- . semdir hafa verið gerðar, af hálfu félaganna, út af því að rússneska olían þykkni fyrr í frostum en sú olia frá vest- rænuai löndum, sem hingað hcfur verið flutt áður. RÚSSAR NEITA Rússar hafa neitað að taka athugasemdir olíufclaganna til greina og staðhæfa, að olían frá þeim hafi öll sömu gæði og vestræn olía og viður- kenna ekki að olían frá þeim hafi þann eiginleika að þykkna fyrr í frostum en önn ur olia. Þjóðviljinn hefur með lýsingu sinni á olíustíflunum í herskál- unum, staðfest athugasemdir olíu félaganna gagnvart Rússum og er það að vísu þakkarvert, þó því miður sé vist lítil von til þess, að Sovét-Rússar hætti að berja höfðinu við steininn út af göll- um á olíunni þó Þjóðviljinn upp- lýsi, að þeir séu fvrir hendi. — Herskálabúar verða því senni- lega að sætta sig eitthvað enn við hina gölluðu rússnesku olíu, þó Þjóðviljinn felli yfir henni jafn þungan dóm og hann gerir. Ilitt er svo aftur vafásamt, að Þjóðviljinn hefði átt nokkuð við að lýsa örðugleikum herskála- búa vegna galla á olíunni, sem komu fram í kuldunum, ef blað- ið hefði áttað sig á að hér var um rússneska olíu að ræða og að ohufélögin fá blátt nei frá Rússum, þegar þeim er bent á galla oliunnar. ,A Islandi er gott að vera4 — segir dr. Effenberg, sfarfsmaður þ ýzka seitdíráðsins, er hann hverfur héSan AMORGUN fer héðan alfarinn Dr. Herwig Effenberg, sem undanfarið hálft annað ár hefur starfað sem viðskiptafulltrúi þýzka sendiráðsins hér í Reykja- vík. Hefur hann aflað sér mikilla vinsælda hér í bæ fyrir sérstaka lipurð og ötulleik í starfi sínu. HEFUR STUÐLAÐ AÐ GAGNKVÆMUM VIÐSKIPTUM Hann hefur unnið að því af miklúm áhuga, að afla, ekki að- eins markaða fyrir þýzkar vörur á íslandi heldur að því að stuðla svo sem unnt er að gagnkvæm- um viðskiptum milli landanna tveggja og greiða fyrir íslenzk- um vörum á þýzkum markaði. Þá hefur hann og látið í té margs háttar fyrirgreiðslu til aukinna ferðamannaskipta milli íslands og Þýzkalands og gagnkvæmra kynna milli þjóðanna tveggja. FER TIL BANDARÍKJANNA Dr. Herwig er hagfræðingur að menrftun. Áður en hann kom hingað var hann starfsmaður þýzka sendiráðsins í Zúrich og nú hyerfur hann héðan til Banda ríkjanna og mun þar takast á hendur starf viðskiptamálaráðu- nauls. við þýzku aðalræðisrhanns- skrifstofuna í borginni Seattle í borginni Seattle í Washington- j ríki. GOTT LAND — GOTT FÓLK í „Ég fer þakklátur og ánægður héðan frá íslandi", sagði Dr. Effenberg, er blaðamaður frá Morgunblaðinu hitti hann í gær- morgun niðri á Ferðaskrifstofu. „Sambandið milli íslendinga og Þjóðverja hefur jafnan verið gott og vinsamlegt og vona ég, að það góða samband megi halda áfram j að aukast og styrkjast báðum þjóðunum til blessunar. Ég hef unað mér prýðilega hér á íslandi — hér er gott að lifa, landið fag- ] urt, fólkið einlægt og óþvingað, i og starf mitt hefur verið hið ánægjulegasta. Ég vona, að mér muni gefast kostur á að heim- sækja ísland bráðlega, ef til vill þegar á næsta ári.“ Þannig fórust Dr. Effenberg orð. — Vestur yfir hafið fylgja honum árnaðaróskir og þakklæti vina hans á íslandi. AKRANESI, 29. jan. — 21 bátur voru á sjó í gærdag. Var afli þeirra frá 3—10 lestir. .Aflahæst- ur var Bjarni Jóhannesson. —Oddur. HANS HEDTOFT forsætisráð- herra Dana var 51 árs er hann lézt í fyrrinótt, fæddur í Árós- um 21. apríl 1903. Hann var son- ur æruverös klæðskera í borg- inni. Á unga aldri tók hann að starfa í dönsku verkalýðshreyf- ingunni. Nam hann prentiðn og var fljótt kosinn formaður íélags prentnema. Allt frá byrjun var hann orðlagður mælskumaður, vinsæll og áhugasamur. Hann gekk í danska Jafnaðarmanna- flokkinn, var ritari landssam- bands ungra Jafnaðarmanna frá 1922 og 1927 var hann 24 ára kosinn formaður landssambands- 36 ARA FORMADUR FLOKKS JAFNAÐ ARMANNA Hedtoft var nú mjög hækkandi stjarna innan Jafnaðarmanna- flokksins, sem var langstærsti flokkur í Danmörku. Að vísu bar Thorvald Stauning hinn stór- brotna foringja flokksins yfir alla aðra á þessum árum, en þeg- ar hann baðst undan endurkosn- ingu 1939 varð Hedtoft fyrir val- inu. Mun það dæmafátt að svo ungum manni, 36 ára, sé sýnt slíkt traust og það í þeim stjórn- málaflokki, sem þá réði öllu um stjórnarstefnu Dana. Þarf varla áhrifameiri lýsingu á því áliti sem Hedtoft naut. Staðreyndin ein sýnir það. STERKASTUR ANDSTÆÐING- UR KOMMÚNISTA Á þessum árum gat Hedtoft sér bezt orð fyrir baráttu sína gegn kommúnistum. Strax eftir fyrri heimsstyrjöldina fór að bera á því að kommúnistar reyndu að læðast inn í félög Jafnaðarmanna og sundra þeim. En Hedtoft og nokkrir samstarfs- menn hans tóku þá í taumana, svo örugglega að klofningstil- raunir kon.múnista báru engan árangur. Það var stefna Staunings að Jafnaðarmannaflokkurinn skyldi starfa á grundvelli lýðræðis. Öflugasti stuðningsmaður hans í þessu var Hedtoft, fyrst í sam- bandi ungra Jafnaðarmanna og síðan hefur hann haldið uppi merki þeirrar stefnu. Þessari stefnu hafa þeir haldið uppi af slíkum sannfæringarkrafti að kommúnistum hefur ekki haldizt uppi að prédika ofbeldisaðgerðir og byltingu, eða minnsta kosti hafa ráð þeirra ekkert fylgi hlot- ið. Á HERNÁMSÁUUNUM Þegar Thorvald Stauning and- aðist hefði mátt ætla að Hans Hedtoft yrði sjálfkjörinn for- sætisráðherra í hans stað. En þýzka hernámsstjórnin lagði blátt bann við því, vegna þess að hún vissi að Hedtoft hafði engu síður verið harðvítugasti andstæðingur öfgastefnu nazista en öfgastefnu kommúnista Þjóðverjarnir þving uðu hann til að láta af þing- mennsku og láta af forustu Jafn- aðarmannaflokksins. Eftir þetta fór Hedtoft „undir jörðina“ eins og Danir kalla það. Hann varð foringi mótspyrnu- hreyfingarinnar og fór huldu höfði. Honum var boðið að flýja til Englands eins og Christmas Möller og gerast forustumaður „frjálsra Dana“, en hann kaus heldur að starfa á heimavígstöðv- unum. Hann var oft í lífsháska og stundum munaði mjóu að Þjóðverjar handsömuðu hann. M. a. er fræg orðin för hans til Svíþjóðar. Þá dulbjó hann sig sem hafnsögumann á ferju einni, en í Svíþjóð skipulagði hann vopnasmygl til Danmerkur og átti leynilega ráðstefnu við Per Albin Hanson þáv. forsætisráðh. Svía. Þá var hann útgef- andi ólöglega blaðsins „Danske Vinsæli stjórnmólainaðnr látinn Tidende", sem var eitt málgagn mótspyrnuhreyfingarinnar. TVISVAR FORSÆTISRÁDHERRA Eftir uppgjöf Þjóðverja var Hans Hedtoft aftur kosinn for- ] maður danska Jafnaðarmanna- ( flokksins. Hann sat í bráðabirgða j stjórn Vilhelms Bunls sem félags- I málaráðherra, en eftir kosning- arnar 1945 varð hann foringi stjórnarandstöðunnar. 1947 vann □- -□ Stefán Jófi. Stefáns- son + STEFÁN JÓH. Stefánsson hefur beðið Mbl. að birta þessa kveðju við fráfall flokksbróður síns. ÞAÐ voru sorgleg tíðindí, sem bárust hingað í morgun. Það var andlátsfregn Hans Hed- tofts forsætisráðherra. Með honum er fallinn í val- inn einn af merkustu, áhrifa- ríkustu og glæsilegustu stjórn málaforingjum á Norðurlönd- um. Hann hafði óbifanlega trú og áhuga fyrir norrænu samstarfi og var upphafsmað ur að hugmyndinni um Norð- urlanda-ráðið. Hann var einn ig mikill vinur íslands, þekkti vel til íslenzkra manna og mál efna, og átti hér fjölda vina. Hvarvetna þar, sem Hans Iledtoft fór, vann sér hylli, samúð og vináttu. Til þess átti hann alla kosti í ríkum mæli. Hann var glæsilegur maður, og frá honum stöfuðu ómót- stæðilegir töfrar, hvort heldur hann var í ræðustól eða í hópi vina og kunningja. Hedtofts er nú sárt saknað í heimalandi sínu. En sá sökn- uður nær langt út yfir landa- mæri Danmerkur, og til manna úr öllum flokkum. Við fráfall Hans Hedtofts er á burtu svift þeim manni, sem setti glæsibrag á stjórnmála- störf. Og úr vinahópnum er sá farinn, sem skilur eftir autt rúm, sem örðugt er að fylla. □— -□ flokkur hans sigur í kosningum sem gerði það að verkum að Hedtoft myndaði stjórn er sat fram að kosningum 1950. Og aft- ur vann flokkur hans á í kosn- ingunum 1953 og var Hedtoft síðan forsætisráðherra unz hann andaðist. Hans Hedtoft hefur ráðið stefnu Jafnaðarmannaflokksins mest allra eftir stýrjöldina. Flokk urinn hafði að vísu misst meiri- hlutaaðstöðu þá sem hann hafði fyrir styrjöld en var þó enn stærsti og áhrifamesti stjórn- málaflokkurinn. Hedtoft hélt áfram fyrri stefnu hans um bar- áttu á lýðræðisgrundvelli og brást við á sama hátt og áður, þegar kommúnistar gerðu árið 1948 tilraun til að auka áhrif sín í verkalýðshreyfingunni. Hedtoft dæmdi þá úr leik með þessum orðum, sem alkunn eru í Dan- mörku: „Hensynet til Danmark var aldrig afgörende for komm- unisterne". Það er að segja að hagsmunir Danmerkur voru aldrei aðalatriði í augum komm- únista, heldur hagsmunir hins rússneska ofbeldis. ÞÁTTTAKA í VARNARSAMTÖKUM Að einu leyti tók Hedtoft upp nýja stefnu. Hann sá að hin fyrri hlutleysisstefna Dana hafði verið mjög skaðleg. Samtakaléysi smá- þjóðanna og varnarleysi hafði opnað hliðin fyrir árásarstefnií nasista. Svo að þegar ný árásar- stefna og enn hættulegri ógnaði heiminum hikaði hann ekki við að leysa sig frá andvaraleysi hlutleysisstefnunnar og taka upp ákveðið samstarf við aðrar vest- rænar þjóðir um landvarnir Ev- rópu. Fyrst vildi hann reyna að koma á landvarnarsamstarfi Norðurlandaþjóðanna þriggja, Noregs, Danmerkur og Svíþjóð- ar, en þegar Svíar kusu leið hlut- leysisstefnunnar, sá hann ekki aðra leið affærasælli en sam- stöðu vestrænna þjóða í Atlants- hafsbandalaginu. NORRÆNT SAMSTARF Hans Hedtoft var eindregnasti fylgismaður aukinnar norrænnar samvinnu. Það var sannmæli, sem forseti Norðurlandaráðsins mælti í gær er hann tilkynnti lát hans, að hann hefði verið frum- kvöðull að stofnun hins norræna þings. Það er víst að enginn var eindregnari fylgismaður þess að Norðurlöndin reyndu að tengjast sem sterkustum böndum vináttu og samstarfs. En framtíðin ber í skauti sínu hvað rís upp úr þvi samstarfi. EINLÆGUR VINUR ÍSLANDS Hedtoft hafði einnig all náin kynni af íslandi og er óhætt að fullyrða að fáir danskir stjórn- málamenn voru meiri og einlæg- ari vinir íslands, og sýndi það á margan hátt. Kannske stafaði það af því heildarviðhorfi sem hann hafði til norræns samstarfs. En til fslands kom hann fjórum sinnum, 1939 með Thorvald Stauning, 1946 í nefnd þeirri er samdi um sambandsslit landanna, 1947 á fund þingmannasambands ins og 1948 á leið sinni til Græn- lands. Það þykir ljóst, að Hed- toft sjálfur hafði fullan vilia til að leysa handritadeiluna við ís- land á þann hátt að sómi yrði af. En í því mætti hann harðri mótspvrnu úr ýmsum átcum í Danmörku svo að hann fékk ekki einn ráðið. Málið fór út á þær villigötur, að ómögulegt var fyr- ir okkur íslendinga að ganga að þeim tillögum sem þar fæddust. En það er okkur tjón að hafa misst góðan vin, er Hans Hed- toft er látinn. Lilla talstöðin sannaði iiotagiMi sitt í GÆR kom varðskipið Ægir til Reykjavíkur, en sem kunnugt er, tók varðskipið mikinn þátt í björgunarstarfinu undir Grænu- hlíð, er Egill rauði fórst. Skip- herra var Magnús Björnsson. í þessari ferð var Ægir í fvrsta skipti með hinar hreyfanlegu litlu talstöðvar, svonefndu Walkie-Talkietæki. Tækið kom að óumræðilega miklu gagni. —. Hefði það ekki verið til taks, hefði ekki verið mögulegt að hafa samband við björgunarleiðang- ursmenn, er þeir fóru á strand- staðinn. Rétt er að þetta komi fram, og sýnt er að hverju þarf að stefna með notkun þessara tækja í margs konar neyðartil- fellum, eins og oftlega hefur ver- ið bent á hér í blaðinu. Fleiri skip strandgæzlunnar eru nú að fá þessi tæki. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.