Morgunblaðið - 30.01.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.01.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 30. jan. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 Reykjavikurbréf: Laugardagur 29. janúar Aldahvörf í Hfannkynssögunni — Verður afómorkan til bjargar? — Sólarorkan getur komið til greina — Við Islendingar höfum orku fallvafnanna í bak- höndinni — 25 miljarða Kivst. á ári — Á milljónum ára skapaðist forðinn sem verið er að eyða — Aldahvörf þjóðarinnar, fyrir hjarðmennsku og sjó- sókn fáum við ræktunarmenningu — „Engin vandi að hafa næg hey“ ISLAND landsins. Vatnsorkan í Rangárvallasýslu ber þar langt af. Enda er orkusúlan þar langsamlega hæst. Er þar meðreiknað allt vatnsafl í Þjórsá og þverám hennar. Hvítársúlan er langtum styttri. Súlan, er merkir vatnsaflið í Húnavatnssýslu, er miðuð við það, að Blöndu verði veitt að miklu leyti niður í Vatnsdalinn. Og Skagafjarðarsúlan er við það miðuð að Héraðsvötnum sé veitt í eina rás fram á heiðum. Lítið verður úr orku í Skjálfandafljóti, þó þar sé hinn tígulegi Goðafoss. En meira dregur um Jökulsá á Fjöllum, enda hefur hún hinn háa Dettifoss. Hér er að sjálfsögðu aðeins um lauslega bráðabirgðaáætlun að ræða. — Athygli skal vakin á því að mælikvarði fylgir uppdrættinum, þar sem tilgreint er, hvað súlurnar tákna mikla vatnsorku. Frá sögu mannkynsins Á ÞEIM miklu umbreytingatím- um, sem nú standa yfir, hafa vís- índamenn og uppfræðendur lagt áherzlu á, að gefa almenningi yfirlit yfir eðlilegan gang og þróun heimsmálanna. Er t. d. þess að geta í því sambandi, að stórblað Dana, Berlingatíðindi, hafa t. d. samið við þrjá vísinda- menn, um að birta greinar um framtíðarhorfur mannkynsins á næstu áratugum. Fyrir fram- gjarna framfaraþjóð, sem íslend- snga, er fróðlegt að skyggnast inn í þessar framtíðarfyrirætlanir hinna ungu vísindamanna. Sér- staklega er það eftirtektarvert er þeir segja frá horfum á fyrirsjá- anlegum eldsneytisskorti í heim- inum, er mun illyrmislega gera vart við sig í tiltölulega náinni framtíð. Þeir halda því fram, að óhjá- kvæmilega muni mannkynið eiga £ vændum stórfelldar breytingar á afkomu manna yfirleitt. Höf- undur fyrstu greinarinnar, Sven Werner að nafni, rekur t. d. sögu mannkynsins, í stuttu máli þróun og breytingu á þennan hátt: í sögu mannkyns hafa gerzt fjórar byltingar, er hafa haft gagnger áhrif á mannlífið. Hin fyrsta gerðist, er menn- irnir tóku eldinn í þjónustu sína. Þeir lærðu að orna sér við hann, matbúa við eldinn og stökkva óvinunum á brott frá sér. Önnur bylting gerðist í sögu mannkynsins þegar menn tóku upp búskap, hófu akuryrkju en hurfu frá veiðimennskunni. En frá þessari breytingu urðu stór- felldar nýjungar í þjóðfélags- skipuninni. Síðan þetta gerðist eru liðin 10—15 þúsund ár. Þriðja breytingin varð, þegar menn fóru að safnast saman í borgir og þéttbýli. Við það blómgaðist verzlun og skólar komust á fót. Þegar tækniþróunin hófst með tilstyrk náttúruvísindanna HIN FJÓRÐA breyting á högum manna varð, er tækniþróunin hófst með öllum sínum margvís- legu framförum er halda áfram hröðum skrefum, með þróun og aðstoð nýrra og nýrra grein nátt- úruvísindanna. En framfarir í þeim efnum hófust fyrir alvöru eftir tíma Galilei á 17. öld. Áframhaldandi tækniþróun hefur átt sér stað síðan, með því að vísindamenn hafa einbeitt huga sínum til náttúrufræðiiðk- ana. Með þessu móti varð tækni- þróunin örari eftir því sem lengra leið á náttúrufræðiöldina. Nú er svo komið að fyrirsjá- anlegur skortur verður á elds- neyti og orku, ef framfarirnar eiga að geta staðist með aukn- um hraða í framtíðinni, því olíu- og kolabirgðir jarðarinnar ganga til þurrðar. Ekki sízt vegna þess, hve kola- og olíueyðsla er orð- ín geysilega mikil á síðustu ár- um. Eftir því sem aflvélum fjölg- ar og orka þeirra eykst til þess að nauðsynlegar framfarir geti haldið áfram að fara í vöxt. Er menn veita því athygli, hve margskonar nauðsynlegar vélar mannkynsins eru orðnar, sem knúðar eru kolum og olíu, verður það Ijóst, hve hörmulega mann- kynið verður á vegi statt, ef allt það vélaafl stöðvaðist skyndilega. Er mikið í húfi fyrir mannkynið og menningu þjóðanna yfirleitt, ef svo illa tækist til að allur sá mikli afigjafi stöðvaðist fyrir eldsneytisskort og miðaldamyrk- ur færðist yfir menningarlönd- in. — Atómorkan bjargráð í neyð? NÆRTÆKASTA bjargráð mann- kynsins yrði atómorkan. Hún er tiitölulega nýr orkugjafi. Með kjarnorku, sem framleidd er með uran-efninu. getum við vonast eftir að kjarnorkustöðvar rísi á næsta áratug. En úranið eða thorium verður kjarnorkulindin. Því miður er lítið til af þessum efnum í jörðinni og þau því tor- fengin í stórum stíl. Enn sem komið er, er sá galli á gjöf Njarð- ar, að uranefnið nýtist mjög illa, svo það er ekki nema örlítið brot af efninu, sem kemur að notum í kjarnorkustöðvunum enn sem komið er. Vænta má að nokkur breyting geti orðið á, til batnað- ar í þessu efni þegar tækniþró- un kjarnorkuframleiðslunnar verður meiri og almennari. Ólíklegt er að nýjar leiðir finnist á næstunni, við að útvega mannkyninu nýjan orkugjafa, eftir sömu leiðum og kjarnorkan er framleidd. Og því er það mik- il léttúð af mannkyninu, að telja sér borgið með kjarnorkunni einni, þegar kolanámur og olíu- lindir eru þrotnar. Sólarorkan kemur til greina EN VERA má að t. d. í sólríkum löndum verði menn að afla sér sólarorku til frambúðar næstu árþúsundirnar. Sólarorkan er gjöful eins og menn hafa lært á því hvernig jurtirnar geta komizt af með jarðvatn og kol- sýru gufuhvolfsins til að fram- leiða dýra fæðu. En kolvetnis- framleiðsia æðri plantna er því miður hægfara. Betri árangri ná menn með því að rækta lægri plöntur, svo sem þörunga með öruggum aðferðum í vermireit- um. Menn hafa komizt að raun um, að þar geti uppskeran bæði verið mikil og örugg, hvort held- ur þörungunum verður brennt ellegar úr þeim verður framleitt benzín. En mikil verður sú vinna, sem mannkynið verður að leggja til eldsneytisframleiðslunnar í fram- tíðinni ef að líkum lætur. Þá má gera ráð fyrir að allir mannabústaðir verði upphitaðir með miðstöðvarhita. Húsin verði vandaðri en nú viðgengst, með tvöföldum gluggum og súglaus með öllu. Upphitun og suðu fái menn frá rafstöðvum og ljós frá ljósatækjum í samræmi við ljósa- tækni framtíðarinnar. Við íslendingar eigum fallvötnin í bakhöndinni Með þessi sjónarmið í huga er eðlilegt að við íslendingar hugsum hlýlega til þeirra orkugjafa, sem við eigum i bakhöndinni í fallvötnum okkar, og við lærum að meta að verðleikum hve mikils virði rafmagnið er fyrir okk- ur og verður um alla framtíð. Fyrsti forystumaður Islendinga í raforkumálum, Jón Þorláksson landsverkfræðingur, var á sínum tíma starfandi í nefnd þeirri, er skyldi athuga fossaafl landsins. Þessum athafnasama framfara- manni var það lagið að skilja ekki við hálfunnið verk. Þess vegna gerði hann strax í upphafi rafmagnsaldarinnar sér grein fyr- ir hve miklu hugsanleg vatns- orka næmi hér á landi. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hægt mundi verða að virkja vatnsorkustöðvar landsins, svo að þær myndu geta framleitt 25 milljarða kilovattstunda á ári, þegar svo langt kæmi, að öll vatnsorka yrði notuð, svo menn geta hér á landi búizt við að þjóðin sé tiltölulega vel á vegi stödd til að fullnægja orkuþörf sinni. En verkfræðingar er um þessi mál hafa hugsað, telja að raf- orkuframleiðsla alls i landinu muni á síðasta ári hafa numið 0,4 milljarði kilóvattstunda, þ. e. a. s. að við höfum notað 2% af þeirri orku, sem hægt verður að framleiða í vatnsorkustöðvum. Að vísu er þessi frumáætlun Jóns Þorlákssonar ekki allskost- ar nákvæm. En þeir verkfræð- ingar, sem hafa fengizt við þetta mál telja ekki ástæðu til, að breyta henni verulega að svo komnu. Að vísu hafa yngri verkfræð- ingar, svo sem Sigurður Thor- oddsen yngri, komizf að þeirri niðurstöðu, að hægt yrði að áælta mögulega rafmagnsframleiðslu nokkru hærri en Jón Þorláksson gerði, en þá má búast við, að til þess að fullnýta fallvötnin yrðu lokavírkjanirnar óeðlilega kostnaðarmiklar. Nágrannaþjóðirnar standa þannig að vígi með vatnsorku sína, að Norðmenn telja að mögu- leg vatnsorka þeirra muni nægja til að framleiða 120 milljarða kwst. á ári. Svíar reikna sér 80 milljarða en Finnar telja að þeir í framtíðinni geti framleitt 10— 15 milljarða kwst, á sínu tiltölu- lega flata landi. Á milljóniim ára skap- aðist forðinn, sem rni er verið að evða ÞEGAR menn hugleiða, að það hefur tekið milljónir ára að mynda bæði kolin í námunum og olíuna í lindunum, geta menn beinlínis kippst við, er þeir hug- leiða hversu ört þessi náttúru- auðævi eyðast á hinni núverandi vélaöld. Það er ekki aðeins hér á landi, sem menn þurfa eldsneyti til vinnuvéla. til að plægja jörðina og koma henni í rækt og annast nauðsynlega flutninga á heimil- unum og á milli héraða. En slík er þróunin um öll lönd, slík ó- stjórnleg eyðsla á sér stað um allar jarðir. Tækniþróunin þarf að geta haldið áfram, og kröfunum þarf að fullnægja. Mannkyn- ið má ekki vera svo skamm- sýnt, að það láti þessi nauðsyn- legu náttúruauðævi ganga ger- samlega til þurrðar og standa svo uppi ráðalaus einn góðan veður- dag. Þó menn líti björtum augum á framtíðina, geta menn ekki komizt hjá því, að búast við, að baráttan fyrir tilverunni verði svipuð og ails ekki auðveldari en hún er nú. Að vísu geta menn vænzt þess, að mannkynið fái nægilegt viðurværi. En menn verða að taka með í reikninginn að fólkinu fjölgar. Þess vegna þurfa menn að hafa sig alla við, til þess að framleiða nægar mat- arbirgðir fyrir alla fólksfjölgun- ina. Því menn verða vissulega að vona, að áhrifamenn heims- ins lendi ekki út á þá glötunar- leið, er nú blasir við, þar sem mannkynið í fyrsta sinn á æv- inni hefur yfir að ráða þeim tor- tímingaröflum, er vissulega verða þess megnug, að eyðileggja mannkynið um alla framtíð. Fyrir hjarðmennsku og sjósókn kemur ræktunarbúskapur EN ÚR ÞVÍ minnzt er á gerbreyt- ingar í sögu mannkynsins, sem breytt hafa laglega lífi kynslóð- anna gagngert, og varanlega, er eðlilegt að við minnumst lítillega á þá breytingu, sem að vísu er hægfara, en væntanlega heldur áfram í þjóðlífi voru. Eins og mönnum er kunnugt, voru verklegar framkvæmdir þjóðarinnar fyrst og fremst um skeið á sviði sjávarútvegsins. Meðan tækniþróun landbúnaðar- ins var hægfara og skammt á veg komin, var ekki á öðru völ. En. Framh. á bls. 12 Þar sem sólar nýtur vel hafa menn upphitun húsanna á þann veg að vatnsgeymar eru uppi á húsaþökunum, sem hitna svo mikið að hið heita vatn er leitt um húsakynnin. En slík upphitun kemur ekki til greina þar sem ekki nýtur sólar nema endrum og eins. Aftur á móti geta menn vænzt þess, að með skipulögðum rann- sóknum og borunum í nánd við heitar uppsprettur yrði hægt að auka heitt uppsprettuvatn til muna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.