Morgunblaðið - 05.02.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.02.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 5.feDrúar 1955 Veitum uðstoð ERINDI okkar við lesendur blaðsins þarf ekki margra «orða við. Alþjóð hefur fagnað mannbjörg þeirri, sem varð, þeg- ar b.v. „Egill rauði“ strandaði. En jafnframt verður öllum hugs- að til þeirra, sem þar sáu á bak ástvinum sínum. Vafalaust er syrgjendum mikils virði sá góð- liugur, sem til þeirra stefnir hvaðanæva. — Þrír þeirra sem fórust áttu fyrir konu og börn- um að sjá. Ofan á harm kvenna og barna bætast efnahagslegir örðugleikar, sem stafa af því, að fyrirvinnan hefir svo snögglega horfið. Því er von okkar óg trú að þeir sem hugsa til fólks þessa með samúð, vilji einnig fylgja hugsunum sínum eftir- í verki, með því að láta einhvern skerf af hendi rakna föðurlausum börnum til styrktar, sérhver eftir efnum og ástæðum. Gæti það hjálpað þeim að vinna bug á fyrstu örðugleikunum, er ekki til einskis unnið. „Berið hver annars byrðar og uppfyllið þann- ig lögmál Krists“. — Þeir heim- ilisfeður, sem við viljum minn- ast á þennan hátt eru Stefán Einarsson frá Norðfirði, Magnús Guðmundsson frá Fáskrúðsfirði og Sofus Skorðalið frá Sandey í Færeyjum. Gjöfum verður veitt viðtaka á akrifstofum þeirra blaða, er birta ávarp þetta og þökkum við fyrir- fram þá vinsemd svo og þær gjafir er berast kunna. Valborg Bentsdóttir húsfrú, Reykjavík. Ingi Jónsson prestur, Norðfirði. Jakob Jónsson prestur, Reykjavík. I - SPARIÐ Vélbáturinn Þorgeir. Nýr báfur til Grindavíkur Kraðfrystihús Þókötlustaða h.f. hefur keypt nýjan 50 lesta báf. ENN HEFUR íslenzka bátaflotanum bætzt nýtt skip, en það er 50 lesta bátur, sem Hraðfrystihús Þórkötlustaða h.f. í Grinda- vík hefur keypt til landsins. Kom báturinn til landsins s. 1. mið- vikudagskvöld. • Snæleilingor ræðn mfniognsmál Bátur sá er Hraðfrystihús Þór-®- kötlustaða h.f. hefur keypt er, sem fyrr segir, 50 lestir á stærð, einkarsmíðaður í Esbjerg árið 1947. Var hann keyptur frá fisk- veiðibænum Skage á Jótlandi og annaðist Stefán Franklín útgm. kaupin fyrir hönd kaupenda. Þykir skipið ákaflega vandað og fallegt og hefur hlotið nafnið Þorgeir. SAMKVÆMT upplýsingum frá Veðurstofunni er ekkert útlit fyr- ir hlýnandi veðri hér á landi, svo langt sem veðurfræðingar sjá. Má búast við áframhaldandi norðanátt og frosti. Um allt land- ið hefur verið kalt og ónotalegt og á Norðurlandi hefur víða snjó- að nokkuð og verið talsverður skafrenningur. Mbl. hafði í gærkveldi tal af Helga Sigurðssyni hitaveitustjóra og grennslaðist fyrir um ástand- ið hjá Hitaveitunni nú þessa köldu daga. Hann sagði, að enn væri næturrennslið allt of mikið. Jtynnu um 190 sek.l. á næturnar og vseri það mikið meira en eðli- legt geti talizt. Á daginn renna um 500 sek.l. þegar hlýtt er, en Vegna næturrennslis í frostum eru geymarnir iðulegast langt frá SJví að vera fullir á morgn- ana og geta þessvegna ekki runn- ið nema 350 sek.l. inn á bæjar- kerfið yfir daginn. Það gefur því auga' leið að 190 sek.l. nætur- rennsli, en það er meira en helm- ingur dagrennslisins, er langt um Of mikið. Annað var það og, sem hita- veitustjóri sagðist vilja biðja “blaðið um að benda fólki á: Heitavatnið er nú hitað upp í ■ýoppstöðinni við Elliðaár, svo ó- þarft er fyrir fólk að láta jafn-' mikið af því renna og ef það væri óupphitað. — Það ætti því 1 að vera hverjum manni greini- j legt að rennslið er alltof mikið •um nætur og daga, og Reykvík- 1 ingaí ættu að stilla sig saman um pað að minnka það niður í J>að, Sem eðlilegt má teljast. I----------------------- GOTT SJÓSKIP Guðjón Finnbogason skipstjóri, var fenginn til að sigla bátnum hingað til lands ásamt 3 öðrum mönnum. Lét Guðjón hið bezta af bátnum og taldi hann prýðilegt sjóskip, sem hefði reynzt mjög vel í því illviðri, sem þeir hefðu hreppt siðustu tvo daga sjóferðar- AÐ VEIÐUM VIÐ STRENDUR PERÚ Til gamans má geta þess, að bátur þessi er víðförull. Árið 1953 var honum siglt til Perú á vestur strönd Suður-Ameríku og stund- aði þar veiðar með snurvoð. Afli bátsins varð svo mikill þarna að vandræði urðu með það að koma honum á markað, aðallega vegna hitans. Sneri báturinn því heim aftur eftir eins árs veiðar þar. Báturinn er búinn öllum nýj- ustu tækjum. Þetta er þriðji bát- ur Hraðfrystihúss Þórkötlustaða h.f. Hníslasótt íl STOKKSEYRI, 4. jan. — Hér hefur áður óþekkt veiki í sauðfé gert vart við si;’ á nokkrum bæj- um og leikur grunur á að um sé að ræða svonefnda hníslasótt. Sóttar þessarar hefur áður orðið vart á Vestfjörðum og telja menn hér, að hún hafi borizt hingað við fjárskiptin. Lýsir hún sér helzt í því, að féð hættir að éta og virð- ist líða kvalir og saur verður blóðlitaður og trefjóttur. Ekki hefur enn verið rannsakað hvort hér sé um að ræða þessa hnísla- sótt, en það mun verða gert alveg á næstunni. Reynt hefur verið að lækna pestina með ýmsum lyfjum en súlfalyf hafa reynst svo vel, að kindum hefur batnað af þeim. Vitað er, að ein ær hefur verið skorin vegna veikinnar og eitt lamb drapst af óknnum orsökum, en talið að það hafi orðið pest þessari að bráð. Annars mun hníslasótt helzt gera vart sig að haustlagi og þar sem beit er á þröngu landi. Er vonandi að hér sé ekki um neina alvarlega pest að ræða, en hníslasótt mun geta BORG í Miklaholtshreppi, 1. febr. | — í dag komu saman til fundar ! að Vegamótum raforkumálanefnd ir Snæfellsness- og Hnappadals- i sýslu. Nefndir þessar voru skip- aðar eftirtöldum mönnum. Af hálfu sýslunefndar: Séra Þorst.! L. Jónsson, Söðulholti, Gísli! Þórðarson, bóndi, Ólkeldu, og Bæring Elíasson bóndi, Drápu- hlíð; af hálfu Búnaðarsambands- ins: Gunnar Guðbjartsson, bóndi, Hjarðarfelli, Páll Pálsson, bóndi, Borg, og Karl Magnússon, bóndi, Knör. Þá voru og mættir á fundinum þingmaður kjördæmisins, Sigurð- ur Ágústsson, Hinrik Jónsson sýslumaður og formaður Búnað- arsambandsins Gunnar Jónatans- son. — Fundinn setti þingmaður kjördæmisins, og skýrði hann frá fyrirhuguðum framkvæmdum í raforkumálum sýslunnar, og einnig frá þeim athugunum, sem gerðar hefðu verið í sambandi við væntanlegar virkjanir og rafmagnsmál í héraðinu. Var það eindregin ósk fund- armanna, að sem stórstígastar framkvæmdir í raforkumálum héraðsins yrðu hafnar nú þegar. — Þá var kosin þriggja manna nefnd til þess að fylgja þessum málum eftir, ásamt þingmanni kjördæmisins. Kosnir voru: Hin- rik Jónsson sýslumaður, séra Þorsteinn L. Jónsson og Gunnar Guðbjartsson. Þá samþykkti fundurinn eftir- farandi tillögu: „Sameiginlegur fundur raf- orkumálanefndar, sýslunefndar og Búnaðarsambands Snæf.- og Hnappadalssýslu haldinn á Vega- mótum 1. febr. 1955, samþykkir ’ eftirfarandi: a) Að lögð sé mjög rík áherzla á, að rannsókn á virkjunar- möguleikum við Hraunsfjarð- arvatn, til raforkuvinnslu verði hraðað og lokið áður en Alþingi kemur saman næsta haust. b) Að tekin verði ákvörðun um, að lögð verði nú þegar há- spennulína frá Fossárvirkjun- inni um Breiðuvík, Staðar- sveit, Miklaholtshrepp, Eyja- hrepp og Kolbeinsstaðahrepp. c) Það eru eindregin tilmæli nefndanna til raforkumála- stjóra, að hann gefi þeim yfir- lit um það, hvað búið sé að ákveða að gera í raforkumál- um héraðsins, sömuleiðis um áætlanir um fyrirhugaðar framkvæmdir." Þá var einnig samþykkt að nefnd þessari yrði falið að ræða við rannsóknarráð ríkisins um að framkvæma rannsóknir á hitasvæðum í héraðinu. sem allra fyrst. —- Páll. til háskétanéms hér í FJÁRLÖGUM þessa árs veitti Alþingi 100 þúsund krónur til styrktar erlendum námsmönnum í íslenzkum skólum eftir nánari ákvörðun menntamálaráðuneyt- isins. Ráðuneytið hefur í samráði við háskólarektor boðið átta erlend- um stúdentum til náms í nor- rænudeild háskólans næsta vet- ur, einum frá hverju eftirtalinna landa: Bandaríkjunum, Bret- landi, Kanada, Danmörku, Hol- landi, Noregi, Spáni og Þýzka- landi. Menntamálaráðuneyti þessara landa hafa verið beðin að gera tillögur um hverjum veita skuli styrkina, alls staðar nema £ Bandaríkjunum, þar sér Dart- mouth College í Hanover um val námsmannsins. — (Frá mennta- málaráðuneytinu). drepið allt að 15( —M.S. Kjarnorkutilmunir ú véluoliu — tvöiöld ending biivélurinnur Ný plastoha, sem spara á benzm - Onassis Framh. af bls. 1 A í bréfinu voru einnig fyr- % irmæli til Onassis um að Jh|nn skyldi svara með dul- ^njálsauglýsingu í ákveðnu blaði. í bréfinu var einnig rrjjynd af honum rifin úr Jöónsku tímariti og á hana í krotað: „Ilugsaðu um konuna ’ _þípá :og' börrt þírt“-.s > t) > MEÐ tveggja ára tilraunum í Bandaríkjunum og Englandi hef- ur verið fundin upp plast-olía, sem haldið er fram að marki tímamót og hafi mikla þýðingu fyrir bifvélina. Með því að bæta plastkenndu efni í olíu hefur verið framleidd vélaolía, sem fullyrt er að minnki slit venju- legrar bifvélar um 80%. Fyrst og fremst ætti þetta að þýða að með hinni nýju olíu sé hægt að aka tvöfalda vegalengd milli aðalvið- gerða. SAMA OLÍA SUMAR OG VETUR Hin nýja olía kemur á mark- aðinn hérlendis á mánudag hjá BP-olíufélaginu og heitir „Ener- go! Visco-Static“. <— Hefur hún þanit eiginleika 'að sfflurnmgur- inn varðveitist óbreyttur jgrátt fyrir hitabreytin^Sr!"Þánnig parf dkki að skipta um olíu á veturnai og jafnvel við gangsetningu í frosti. Er því haldið fram að nýja olían sé svo þunn að einvörðungu sé um lágmarksslit á vélinni að ræða. Ella er reiknað með að bif- Vél verði fyrir jafnmiklum slit- um fyrstu 5—10 mínúturnar eins og í 5—7 klukkustunda akstri eftir að hann er orðinn heitur. Sérfræðingar hafa notað geisla yirka stimpilhringi í sambandi við Geiger-teljara til að mæla vélaslitið þegar nýja olían er notuð. Sýna tækin sérhverja ögn, sem slitnar við akstur, þannig að lítil sprenging heyrist. Þá hefur og mælzt benzínsparnaður, sem hemur 5—10% yfirleitt og upp í 18% í innanbæjarakstri. Stafar það af minni núningsmótstöðu. Nýja jolíap ér mun dýrari en venjuleg bifreiðaolia, en því er hins vegar haldið fram að sá mis- munur sé lítill hjá véla- og benzínsparnaðinum. Frá Baghdad IR A Q hefir verið talið' með fátækustu löndum heims, en hefir nú skyndilega hlotið mikil oliuauðæfi. Ríkistekjur Iraqs af olíulindunum eru taldar munu nema árið 1954 168 milljónum dollara. I Frá því árið 1947 hafa íraq- búar getað vegna hinna ný- fengnu olíuauðæfa, nær tvöfald- að vöruinnflutning sinn. En lát- um það gott heita. Þeir eiga einn- ig varasjóð í erlendum gjaldeyri, sem nemur hærri upphæð heldur en peningar, sem eru í umferð í landinu. | íbúar í íraq eru 5 milljónir. Þeir hafa yfir að ráða nægu land- rými, vatni og olíu en þetta eru þrjár meginundirstöður farsæld- , ar í Austurlöndum. I Baghdad, höfuðborgin, er um þessar mundir yfirfull af erlend- verzlunarmönnum og sér- .'ffl fræðingum á öllum sviðum. Gljá- andi bílar þeirra valda umferða- truflunum á götum hinnar gömlu borgar, er þær skunda frá einni stjórnarskrifstofunni til annarar. Einkum er samkeppnin milli þeirra hörð um mannvirki, sem Íraqstjórn hyggst nú reisa fyrir olíugróðánn. Gjaldmiðillinn í íraq er dinar og er einn ,,harðasti“ gjaldmið- ill heims. Stjórnin í íraq komst í þá aðstöðu seint á síðastliðnu ári, að eiga geymd í London verðmæti að upphæð 100 millj. dinara, en þurfti aðeins 40 millj. dinara til þess að tryggja gengi dinarsins. Bretar hafa verið aðal við- skiptamenn íraqbúa, en verða nú að heyja harða samkeppni við Bandar-íkjamenn, Frakka og Vestur-Þjóðverja, um vörusölu og mannvirkjagerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.