Morgunblaðið - 05.02.1955, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 5. febrúar 1955
Sr. Jón Auðuns dém
próiustur 50 óru I
SR. JÓN AUÐUNS er fimmtug-
ur í dag. Aðrir vinir hans
munu í tilefni af því minnast
hans sem hins skörulega kenni-
manns, hins ágæta vinar og sí-
glaða félaga, en mig langar til að
minnast stuttlega á hann sem
sálarrannsóknamann og spíritista,
þó að um afskipti hans af þeim
efnum, sem snerta svonefnd „dul-
arfull fyrirbrigði" mætti skrifa
langt mál, ef ástæður leyfðu.
Þegar á unga aldri hneigðist
hugur hans að dulrænum efnum,
og tók hann snemma að kynna
sér spíritisma og sálarrannsóknir
og varð brátt manna fróðastur
um þau mál. — Síðan Einar H.
Kvaran rithöfundur féll frá,
hefur hann verið ritstjóri „Morg-
uns“ (nema stuttan tíma, sem
þeir sr. Kristinn Daníelsson og
Snæbjörn Jónsson fyrrv. bóksali
sáu um útgáfuna) og forseti Sál-
arrannsóknafélags íslands, og
hefur hvorttveggja þetta starf
hvílt mjög á herðum hans, þótt
hann hafi að vísu haft góða sam-
verkamenn.
Sr. Jón varð von bráðar sann-
færður um það, að sálarrann-
sóknirnar og spíritisminn væru
á réttri leið og sönnuðu fram-
haldslíf mannanna og tilvist æðri
veruleika handan við gröf og
dauða. Hann gerðist þess vegna
æ því eindregnari spíritisti sem
1 hann kynntist málinu betur. En
ýmsar tegundir spíritismans eiga
ekki saman nema nafnið. Þar er
á öðru leitinu hinn hversdagslegi
trúgjarni spíritismi, sem tekur
allt trúanlegt, er fram af vörum
miðils kemur og lendir því oft í
fáránlegum heilaspuna, og hins
vegar sálarrannsóknamaðurinn,
sem efast um allt, í vitleysu,
hvað sterkar sannanir sem fram
koma, og sýnir það oft, hvað al-
menn heilbrigð skynsemi á örð-
ugt uppdráttar í þessum heimi.
Séra Jón hefur á hinn heppileg-
asta hátt komizt hjá hvorum
tveggja þessum öfgum, og hefur
fetað í fótspor frumkvöðla hins
vísindalega spíritisma, sem for-
ystumenn sálarrannsóknanna hér
á landi hafa frá upphafi fylgt.
Hann er gagnrýninn í bezta lagi
og laus við hleypidóma, bæði til
hægri og vinstri ef svo mætti að
orði kveða. Er það óneitanlegur
ávinningur fyrir spíritismann hér
á landi, að honum skuli hafa
valizt slíkir forgöngumenn sem
þeir Einar H. Kvaran og séra
Haraldur Níelsson voru, og nú
síðast séra Jón Auðuns.
j Fyrir hönd allra unnenda sál-
arrannsóknanna og spíritismans
hér á landi vil ég þakka séra Jóni
| vel unnin störf í þágu þess mál-
efnis, sem er, þrátt fyrir allt,
mikilvægasta málið í heimi, og
óska þess að honum megi enn
j endast langur starfsdagur í þjón-
ustu hins góða málefnis. Og per-
sónulega vil ég þakka séra Jóni
fyrir áralanga vináttu, sem aldr-
ei hefur borið neinn skugga á.
Jakob Jóh. Smári.
Æfðu ekki
— segir Bob
Richards við
Lundberg
BANDARÍKJADVÖL nokk-
urra frjálsíþróttamanna hefur
að vonum vakið mikla athygli.
En þeim vegnar ekki öllum
eins vel og Gunnari Nielsen
hinum danska. Svíar tveir eru
fyrir vestan — þeir Ragnar
Lundberg stangarstökkvarinn
víðkunni og hlauparinn Curre
Söderbérg. Þeir tóku nýlega
þátt i keppni í Boston og biðu
mikinn ósigur.
%
STÖKKIN
Stangarstökkið vann Olympíu-
meistarinn Bob Richards og stökk
4,62 metra. Annar varð Wel-
bourne sem kom mjög á óvart og
stökk 4,52. Og ekki færri én 5
komust yfir 4.27 m.
1 Ragnar Lundberg reyndi nýja
stökkaðferð, sem hann hefur lært
hjá þjálfaranum í Yale-háskól-
anum. Reyndist hún illa og mun
I Ragnar aftur taka upp sinn gamla
„stíl“.
— Þó ættir að hætta að æfa
innan húss. Það gerir þig stíf-
I an — sagði Richards við Ragn-
' ar Lundberg eftirá. Æfðu úti
þó þú keppir inni.
MÆTAST AFTUR
Wyatt vann í hástökki — stökk
208,91 sentimetra og átti góða til-
raun við 213,36 sm. Dillard vann
í 9. sinn í röð 45 m. grindahlaup.
Á laugardaginn mætast flestir
þessara íþróttagarpa aftur í hin-
um svokölluðu Millraseleikum.
| Þar mun Santee reyna enn við
míluna og mun hann reyna að
hafa millitíma sina 58,0 — 60,0
| og 61,0 og svo endasprett eftir
j getu. Gefur það betri lokatíma en
nú síðast er millitímarnir voru
j 57,6 sek., 62,7 sek. og 61,8 og 61.7.
Vegur nndír Hvalfjörð
eftir Gunnar Bjarnason, Hvanneyri
LElÐIN inn fyrir Hvalfjörð er
undrafögur og skemmtileg fyrir
ferðafólk, sérstaklega það, sem
ferðast ríðandi eða fótgangandi.
Hinsvegar verður hún leið þeim,
sem oft á ári þurfa að fara hana
í nauðsynjaerindum, og eru vetr-
arferðirnar oft hinar erfiðustu,
en þó eru erfiðleikarnir nær ein-
göngu á kaflanum frá Laxá í
Kjós að Þyrli. Áhrif þessarar
samgönguleiðar á sálarlíf ferða-
fólksins er þó lítilfjörleg í sam-
anburði við kostnaðinn og þá
erfiðleika, sem hún veldur á
þungaflutningum.
Hvalfjarðarleiðin mun vera
einhver fjölfarnasti þjóðvegur
landsins, og er þannig eins konar
,, Aústurstræti“ þ j óðvegakerf is-
ins: Væri komin brú yfir fjörð-
inn, t. d. frá Katanesi að Hval-
eyrí, þá myndu þó stóraukast
landflutningar til Reykjavíkur
frá'héruðunum vestan lands, allt
norður til Gilsfjarðar og norðan
lan’ds, að minnsta kosti frá Húna-
vatnssýslum og Skagafirði.
Kostnaður við brúargerð á
Hvalfirði er hins vegar svo gíf-
urlegur, eins og sakir standa, að
hugsun um slíkt er einhvers stað-
ar á svæðinu milli brjálæðis og
draumóra. Þjóðin þarf sennilega
að fylla 2 milljónir að tölu, áð-
ur en lagt yrði í slíka stórfram-
kvæmd.
Skyldi þá engin leið vera fær
"til að komast „beint yfir fjörð-
inn“ og auðvelda þannig stórlega
samgöngur Vestur- og Norður-
lands við höfuðstaðinn og byggð-
ina á Reykjanesi? Jú, ef til vill
raá það takast. Nú er ég enginn 1
I verkfræðingur í samgöngumál-
um og get því ekki af viti um
þetta sagt, en við lestur ræðu
borgarstjórans í Reykjavík um
raforkumál Suðurlands í Mbl. þ.
7. þ.m. kviknaði hugmyndaglæta
í kolli mínum. í nefndri grein
stendur, að jarðgöngin, sem graf-
in voru við virkjun írafoss hafi
verið 650 metra löng, og nú
standi fyrir dyrum að grafa önn-
ur göng, sem verði 380 metra
löng. Eftir nokkra mánuði hafa
þá verið grefin jarðgöng hér á
landi með 1030 metra saman-
lagðri lengd. Fyrst hægt er að
grafa svona göng við virkjan-
ir í Árnessýslu, þá eru tæknileg-
ir — og sennilega einnig — fjár-
hagslegir möguleikar á að grafa
göng undir Hvalfjörð. Líklega
væri þá hagkvæmast að steypa
sér undir flæðarmálið í fjörunni
fyrir neðan Útskálahamar og
koma upp fyrir autan túngarð-
inn í Galtarvík. Sú vegalengd er
um 2500 metrar.
Leiðin frá Reykjavík til Akra-
ness er nú um 111 kílómetrar, en
yrði aðeins 58—60 km., eða svip-
uð leiðinni frá Reykjavík til Sel-
foss um Hellisheiði en bó greið-
færari og auk þess miklu örugg-
ari vetrarleið. Þajmig munu allar
leiðir frá Reykjavík til staða á
Vesturlandi og Norðurlandi stytt
ast um að minnsta kosti 50 km.
í hverri ferð styttist leiðin og
aksturinn því um 100 km. og er;
auðsýnilega til mikils hér að:
vinna. Leiðin frá Reykjavik að
Hvítárbrú yrði 80 km. í st»ð 130.
Ég veit með vissu, að ég mæli
Framh. á bls. 11
Heimsmet
á mílumii
I Níu þátttakendur voru í 2
mílna hlaupi og þar sigraði sig-
! urvegarinn í hindrunarhlaupi frá
Helsingfors — Ashenfelter á
geysilegum endaspretti.
j Aðalhlaup mótsins var mílu-
j hlaupið. Þegar þulurinn tilkynnti
I millitímana, ætluðu áhorfendur
að tryllast því heimsmetiiý var í
hættu.
Dick Ollen frá Northwestern
háskólanum átti að halda uppi
bvrjunarhraða. Hann hljóp
fyrstu Vi mílu á 56,7 sek. og
Santee og Gunnar Nielsen fylgdu
honum fast eftir. Hraðinn hélst
hinn sami og 34 míla var hlaupin
á 3:02,1 og þá hætti Ollen. Santee
hóf þá endasprettinn og sigraði
glæsil. á nýju innanhúsheimsm.
4:03,8 en Nielsen kom útkeyrður
í mark á 4:08,8. Þriðji varð Mc
Millen, sem margir muna eftir frá
1500 m. hlaupinu á leikunum i
Helsingfors.
Santee er geysisterkar, sagði
Gunnar Nielsen eftirá. Hraði
hans fyrsta hringinn dró allan
mátt úr mér, en ég hafði ein-
sett mér að sleppa honum
ekki. En þegar hann gat enn
hert hraðann á endasprettin-
um, var mér öllum lokið. Ég
þarf meiri æfingar við til að
geta veiít honum harða
keppni.
Boysen keppti nú i fyrsta sinni
á 1000 metrum. Hann „lokaðist
inni“ og fékk ekki notið sín, en
virðist í mjög góðri þjálfun. Ef
hann væri ekki óvanur þessum
heiftarlegu olnbogaskotum inn-
anhússmótanna, hefði hann náð
geysigóðum árangri. Hann varð
annar að marki — 2 metrum á
eftir Gene Maynard.
600 yarda hlaupið varð rauna-
saga, því keppendur voru látnir
hlaupa einum hring of mikið.
Whitfield var sá eini sem vissi
hvað hann fór — nam staðar er
rétt vegalengd var að baki og
reyndi að sannfæra starfsmenn
og áhorfendur, og það tókst.
Norðurlandabúarnir tveir, sem eru á heimsmetaskrá frjálsíþrótta-
manna.
18
NYLEGA hafa verið staðfest 18
heimsmet í frjálsum íþróttum.
Meðal þeirra eru nokkur þar sem
fyrri heimsmet eru jöfnuð — en
mesta athygli vekur, að heimsmet
Bannisters og Landys á „drauma-
m’lunni“ eru ekki á meðal hinna
staðfestu meta. Sex metanna eru
sett af konum. Karlametin eru:
100 m. hlaup: Heins Fútterer,
Þýzkalandi, 10,2 sek. sett í Yoko-
hama 31. okt. 1954.
1000 m. hl.: Audun Bovsen
Noregi, 2:19,5 sek. sett í Gávle
18. ágúst 1954.
1500 m. hl. Wes Santee, Banda-
ríkjunum 3:42,8 mín. sett í
Compton 4. júní 1954.
440 yarda grindahl : Y. Litujev,
heimsmet í frjáls
íþróftum cfaðfest
Rússlandi 51,3 sek , sett í London
13. október 1954.
4x100 yrda boðhlaup: Sveit
Texas-háskólans 40,5 sek. sett í
Los Angeles 22. maí 1954.
4x880 varda boðhl : Sveit Ford-
ham-háskólans 7:27,3 mín. sett í
Los Angeles 21. mai 1954.
4x1500 m. boðhl.: „Honved
Sport-Egyesulet“ 15:21,2 mín.
sett í Budapest 14. júlí 1954.
Kúluvárp: W. O’Brien, Banda-
ríkjunum 18,55 m. sett í Los
Aneeles 11. júní 1954.
Sleggjukast: M. P. Krivonosov,
Rússlandi, 63,34 m. sett í Bern
21. ágúst 1954.
880 yarda hlaup: Gunnar Niel-
sen, Danmörku 1:48,6 mín. sett í
Kaupmannahöfn 30 sept. 1954.
Nómskeið í iimleiknm, hneiu-
leihum og Þjóðdönsum
GLIMUFELAGIÐ ARMANN
gengst fyrir námskeiði í fimleik-
um fvrir drengi á aldrinum 12—
15 ára. Æfingar verða í íþrótta-
húsi Jóns Þorsteinssonar við
Lindargötu á þriðjudögum og
föstudögum kl. 8—9 s.d. Kennari
Hannes Ingibergsson. Námskeið-
ið hefst þriðjudaginn 7. þ.m.
Hnefaleikar. Á sama tíma hefst
námskeið í hnefaleikum fyrir
byrjendur og þá sem lengra eru
komnir, á öllum aldri. Kennari er
Þorkell Magnússon. Æfingar eru
á þriðjudögum og föstudögum kl.
9—10 s.d. í íþróttahúsinu.
Þjóðdansar og vikivakar: Af
sérstökum ástæðum er hægt að
| bæta við nokkrum telpum í viki-
j vaka og þjóðdansaflokkinn, en
j hann æfir á miðvikudögum. Kenn
! ari Ólöf Þórarinsdóttir.
J Allár upplýsingar um nám-
; skeiðin er að fá á skrifstofu fé-
lagsins í íþróttahúsinu við Lind-
argötu á föstudag, mánudag og
þriðjudag kl. 8—10 s.d.
15,56 sn
OLYMPÍUSIGURVEGARIN
Ademar Ferreira da Silva kcpp
nýlega í þrístökki í Sao Paul
Stökk hann þá. 15.56 metra.