Morgunblaðið - 05.02.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.02.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. febrúar 1955 MORGUJSBLAÐIÐ 7 AUKIN RAFVÆÐING OG BÆTTAR SAMGÖNGUR VEÐRÁTTA Veturinn 1954 frá áramótum til vors var mjög snjóléttur og frá- bærlega góður. Var suðlæg átt ríkj- andi þennan tíma. Voru góðir hag- ar fyrir sauðfé. Samgöngur innan héraðs voru ágætar, eftir því sem um er að gera. Samgöngur yfir Vaðlaheiði voru þó stopular eins og jafnan áður, og er það mjög bagalegt, hvað vegamálastjórnin er tómlát um að greiða fyrir sam- göngum yfir heiðina á vetrum. Vorið kom óvenju snemma að þessu sinni, og hófust því vorverk með allra fyrsta móti. Var vorið áfallalaust með öllu, enda gekk sauðburður að óskum. Sláttur hófst um miðjan júní, og var það um 2—3 vikum fyr en venjulega. Spretta á túnum var ágæt, en rýr á útengjum. Fyrstu daga sláttar- ins voru þurrkar góðir, en eftir 18. júní breyttist veðrátta mjög til hins verra með sífelldum úr- komum og illhleypum, svo að varla kom þurr dagur fyrr en undir miðjan ágúst. Gerði þá þurrkaviku afbragðs góða, sem stóð til 22. ágústs. Er óhætt að segja, að þessi eina vika, eða 8 þurrkdagar, hafi fojargað heyskapnum á sumrinu. Hefði hún ekki komið, hefði orðið hér hörmungarsumar hvað hey- skap snertir. Eftir 22. ágúst er tæplega hægt að segja að nokkur þurr dagur hafi komið, sem veru- lega hafi veiið hægt að notfæra sér til heynýtingar. Niðurstaðan varð því sú, að mikil hey voru úti, er vetur lagðist að með frostum og snjó um aðrar göngur. Verður mörgum eftirminnileg sú kalda vetrarkoma jafn snemma, enda hefur yngra fólk ekki lifað slík haustharðindi fyrr. Haustið var yfirleitt allt í versta lagi. Heyin náðust þó inn að mestu leyti, sumt eftir veturnætur og allt stór- skemmt og hálfblautt. Hjá all- mörgum bændum urðu hey þó úti í allstórum stíl, einkum í Laxárdal, þar sem sumir bændur urðu fyrir tilfinnanlegu tjóni hvað þetta snertir. Afleiðing haustfrostanna varð sú, að kartöflur skemmdust stórlega í görðum og gereyðilögð- ust sums staðar með öllu. Sauðfé kom snemma á mikla gjöf í haust vegna jarðbanna, og hefur því veturinn til áramóta verið með allra gjaffrekasta móti. Snjómikið hefur þó ekki verið nema fyrst framan af og sam- göngur innan héraðs og við önnur héruð með bezta móti. Það, sem einkum mun verða foændum eftirminnilegt við veður- far ársins 1954, er hin óvenju vonda heyskapartíð og miskunnar- laus haustveðrátta. GÓÐ SKEPM HÖLD, RÝRIR DÍLKAR Vegna hinnar óvenju góðu vor- veðráttu urðu skepnuhöld ágæt s. 1. vor, svo að varla varð lambi misdægurt hjá flestum bændum. Allt virtist því leika í lyndi með sauðfj árbúskapinn, er rekið var til afréttar, enda voru vorlömbin með langfallegasta móti um það leyti. Bændum urðu það því sár vonbrigði, er þeir sannfærðust um það í haust, hvað dilkarnir voru ó- venju rýrir. Af 18100 dilkum, sem slátrað var hjá K.Þ. í haust, 'eyndist meðalvigtin aðeins 13,15 Ág, en það var réttum 2 kg minna en árið 1953. Nam þessi aíurða- rýrnun fast að 1 miHj. kr. tekju- missi hjá bændum á félagssvæði K.Þ. Við þessa tekjurýrnun bæt- ist veruleg tekjulækkun vegna lé- legrar og skemmdrar uppskeru garðávaxta. Afkoma ársins, sem nu er nýliðið, er því ekki sem hag- kvæmust fyrir landbúnaðinn. fjölgun SAUÐFJÁR inæg HEY Þrátt fyrir þessi tilfinnanlegu skakkaföll í búskapnum á árinu sem leið, fjölguðu bændur sauð- fenu verulega í haust, svo að s.ialdan munu hafa verið sett jafn morg Jömb á vetur og nú. Er mik- ill ahugi meðal bænda að fjölga sauðfenu eins og kostur er á, en margir eiga óhægt um vik sökum MESTA ÁHUGAMÁL BÆNDA Fréttobiéf úr Suður-Þingeyjorsýsln eftir Hermóð Guðmundsson, Arnesi skorts á peningshúsum og beiti- landi í heimahögum og afréttum. Hvað beitiland snertir standa lág- sveitir sýslunnar, eins og þær eru nefndar, verst að vígi. Haustásetning var alls staðar í bezta lagi, þrátt fyrir erfitt hey- skaparsumar, en hey munu þó víða vera hrakin og létt. Óvenju- miklar heyfyrningar frá s. 1. vori tryggði hinn góða ásetning að þessu sinni. FJÁRFESTING HJÁ BÆNBl M MEÐ MESTA MÓTI Eitt af því, sem gerir búnaðar- aðstöðuna lakari hér norð-austan- lands en víða annars staðar á landinu, er hinn langi vetur og stutta sumar. Hvað sumarið er hér styttra, t. d. til ræktunar- og bygg- ingarframkvæmda, en um suður- hluta landsins getur numið mörg- um vikum. Vortíminn hefur ætíð verið sá tími, sem þingeyskir bændur hafa notað til ræktunar og bygginga á jörðum sínum. í hinu vonda árferði undanfarið, síðan 1949, hafa vorin reynzt bændum afar affallasöm til fram- kvæmda, enda fer því fólki stöð- ugt fækkandi, sem bændur hafa á að skipa til hvers konar auka- starfa. Það gætti því mikillar bjartsýni og stórhugar hjá bænd- um á s. 1. vori, þegar jafn vel og snemma voraði og raun varð á Af þessum sökum urðu fram- kvæmdir bænda méð mesta móti hér á síðasta sumri. Mest var byggt af fjósum, fjárhúsum og þurrheyshlöðum. Ræktunin varð einig meiri en áður, eða alls rúmir 180 ha. á svæðinu austan Vaðla- heiðar, þegar túnræktin er með- talin. Framræsla með skurðgröf- um varð einnig allmikil, nokkuð á annað hundrað þúsund rúmmetrar. Mestu framkvæmdir hjá einstak- lingi voru hjá Ingva Tryggvasyni á nýbýlinu Kórhóli í Reykjadal, en hann ræktaði 4,6 ha., byggði 660 rúmm. þurrheyshlöðu, 76 rúmm. votheysgryfju og reysti auk þess stórt íbúðarhús. BYGGINGU FÉLAGSHEIMILIS í MÝVATNSSVEIT SENN LOKIÐ i Bygging félagsheimilis í Mý- vatnssveit var haldið áfram á ár- inu. Er þetta myndarlega sam- komuhús Mývetninga að verða fulí frágengið, en þeir hafa sýnt mik- inn stórhug og samtakamátt við að koma félagsheimilinu upp. Er kostnaðarverð hússins nú um 1 millj. króna. BRÍIIN Á SKJÁLF.4NDAFLJÓT I BÁRÐARDAL ÓKOMIN Síðasta sumar leið svo,. að ekk- ert var unnið að byggingu Skjálf- andafljótsbrúarinnar hjá Stóruí völlum, en eins og kunnugt er, var undirbúningur hafinn að þess- ari nauðsynlegu brúarsmíði sum- arið 1953, og voru þá brúarstöpl- arnir reistir og var ákveðið að byggja sjálfa brúna nú í sumarí Þetta fór' þó á. annan veg og allt stendur óhreyft með öllu frá sumrinu 1953, en bj úarstöplarnif gnæfa við loft eins og nátttröllj sem dagað hefur uppi við sólar- uppkomu, öllum til skapraunarj, sem áhuga hafa á þessari þörfu framkvæmd. Verkfræðingaverkfallinu er að sögn kennt um, að ekki varð af fyrirhuguðum brúarframkvæmd- um, en þess vænta menntað BárÖT dælingar og aðrir, er brúarinnar eiga að njóta, verði ekki lengur dregnir á brúargerðinni en til næsta sumars. 44 SVEITABÝLI RAFLÝST Á s. 1. sumri unnu rafmagns- veitur ríkisins að lagningu raf- tauga til 44 sveitabýla í Reykja- dal, Aðaldal og á Svalbarðsströnd. Hafa þá raftaugar verið lagðar frá Laxá um alla Svalbarðsströnd og % hluta Aðaldals og Reykja- dals, eða alls til rúmlega 100 býla. Telja bændur, að mun betra skipu- lag hafi verið á rafveitufram- kvæmdunum í sumar en áður hef- ur verið hjá rafmagnsveitunum, og ber vissulega að fagna því, þar sem á framkvæmd rafveitumál- anna byggist það að verulegu leyti, hvað mörg sveitaheimili fá rafmagn árlega. Verkstjórar við rafveituframkvæmdirnar í Reykja- dal og Aðaldal voru í sumar Guð- mundur Guðmundsson og Dag- bjartur Guðmundsson, báðir hinir röskustu menn. VEG.4MÁL Nokkuð var unnið að nýbygg- ingu vega í sýslunni í sumar. Mest var unnið í Kljástrandar- og Fnjóskadalsvegi og var unnið í þessum vegum fyrir rúmlega 200 þús. krónur. 1 Bárðardal var unn- ið fyrir 80 þús. kr., í Aðaldal 50 þús . Laxárdal 40 þús., á Tjörnesi 30 þús. og i Mývatnssveit um 25 þús. kiónui. Nema þessar fjárhæð- ir tii nýbygginga um 430 þús. krór-um. Til viðhalds þjóðvegakerfinu var hins vegar varið um 630 þús. krón- um alls. Enda þótt þessar fjárveitingar séu nokkrar að krónutölu, er, þess að gæta, að þjóðvegirnir lengjast stöðugt, og vex því þörfan fyrir aukið viðhaldsfé að sama skapi, enda fer slit þ.ióðveganna sívax- andi með aukinni umferð bifreiða. Af þessum sökum hnignar við- haldi þjóðveganna stöðugt, og er það bændum áhyggjuefni, en gamlir og Mtt upphlaðnir vegir eru mjög viðhaldsfrekir. FRAMKVÆMDIR HAFNAR Á SEX NÝBÝLUM Á árinu sem leið 'voru fram- kvæmdir hafnar við stofnun 6 ný- býla. Að meðtöldum þessum býl- um hafa hér verið reyst 40 nýbýli síðan 1946. Má telja það mikið á- tak. á ekki lengri tíma, eins og það er kostnaðarsamt að byggja nýbýli ásamt nauðsynlegri ræktun, véla- kaupum og tilheyrandi áhöfn. Mun allur stofnkostnaður slikra búa vera um kr. 500 000,00 eins og nú er háttað. Þyrfti vissulega að auka lán-t véitingar til frumbýlinga og gera þeim auðveldara fyrir að koma sér upp heimili og annarri búnaðar- aðstöðu í sveitunum. Er einnig þýðingarmikið, að rikisvaldið auki hinn béina stuðning sinn við þá einstaklipga, er stofna vilja nýf býli, og er mikils um vert, að þess- ari aðstoð verði varið á réttan hátt, svo að hún stuðli að sem mestri býJafjöJgun við góð fram- •Jeiðsluskilyrði. Þyrfti.að fara fram sem ý.tarlegust rannsókn á því, hvernig þetta væri. bezt gert til hggnýtingar á því landi, sem fyrir er og með jaínvægi byggðarinnar fyrir augum. Mætti váfálaust i mörgum til- fellum styrkja áðstöðu þeirra byggða, sem fyrir eru, ef þessa væri gætt, enda er mikhi hagkvæm- ara að stuðla að þvi, að sem flestar jarðir haldist í byggð, en að byggja þær upp, eftir að þær eru komnar í eyði. 41 KINN INNFLUTNINGUR JEPP4BIFREIÐ4 Bændur eru miög ánægðir með ákvörðun ríkisst.iórnarinnar um það að undanskilja Jandbúnaðar- jeppana bátagjaldeyrisskatti. — Reynslan sannar það, að þessir bílar reynast ómeianleg lyftistöng búrekstrinum bæði beint og óbeint. mál Norður- og Suður-Þingéyinga, og endurbygging aðalþjóðvegárina frá Húsavík, milli Saltvíkur og Laxamýrar. Hafa bændur og sam- tök þeirra oft farið fram á þessa endurbyggingu við vegamála- stjórnina án sýnilegs árangurs. Nú. vænta bændur þess, að við svo bú- ið verði ekki Játið standa lengui', um Not þeirra eru fjölþætt og margs heldur hafjzt handa um þessa konar fyrir hyert sveitahejmili, þýðingarmiklu og sjálfsögðu yega- bót á næsta stxmri. ( sem eignast þá, og geta þessir bilar í mörgum tilfellum komið í stað dráttarvéla, en þar að aulci notast þeir miklu betur til að- drátta við búskapinn. Hinu má heldur ekki gleyma, að landbún- aðarjeppinn lepgir hinar fáu og stuttu frístundir sveitafólksins, sem er bundnara við störf sín en allar aðrar stéttir þjóðfélagsins. Hafa bændur mikinn áhuga á því, að aukinn verði innflutningur þ*ssara bíla. AUKIN RAFVÆÐING OG BÆTT- AR SAMGÖNGUR MESTA ÁHUGAMÁL BÆNDA Óhætt er að fullyrða, að anknar framkvæmdir í raforkumálum eigi mestum vinsældum að fagna meðál bænda. Eins og kunnugt er, er rafmagn- ið að verða ein af frumþörfum NAUÐSYN A FLUGVEI.LI Víðvíkjandi samgöngum i lofti er það að segja, að áhugi er ríkj- aúdi fyrir því, að flugvöilur i byggður í héraðinu. Með tilkk) hans mundu samgöngur verðá] uggari út á við, einkum á vetrl er samgöngur á landi tepþl Einnig mundi póstþjónustan að stórum mun, en mörgum þý fruggubragð að blaðapóstifti þegar hann kemur. hálfsmánaq gamall frá Reykjavík, eins ogj vitl verða á vetrum. Vilja allfíl dagblöðin með nýja bragðinúj helzt samdægurs og þaú koma j Flugmálastjórnin mun eittht háfa athugað flugvallarstæðil Tjörnesi, skammt frá Húsavik, ] hvort hafizt verði handa þar framkvæmdir við flugvallargert hvers heimilis. Enda þótt stofn- næstunni, er mér. ekki kunugt úm. kostnaður sé allmikill fyrir ríkið við öflun þessara lífsþæginda hér sem annars staðar i sveitum, er vert áð hafa það í huga, að sveita- heimilin nota um helmingi meira rafmagn en kaupstaðaheimilin. Þetta lækkar raunverulegan stofn- kostnað þess opinbera um helm- ing, þar sem notkun í'afmagnsins ætti að skoða sem fjárhagsgrund- völl þessara framkvæmda frá sjón- armiði rikisins. Sveitaheimili, sem t. d. greiðir kr. 10 þúsund á ári fyrir rafmagn, er að sjálfsögðu jafngóður við- skiptaaðili og tvö kaupstaðarheim- ili, er gi'eiða kr. 5 þúsund hvoit á sama tíma. En hvað sem þessu líður, og þótt BYRJAÐ AÐ MÆLA RÆKTAN- LEGT LAND í REYKJAHVERFI I haust var byr.jað að mæla og kortleggja allt ræktanlegt land í Reykjahverfi á vegum Landnáms- stjórnar ríkisins. Er ráðgert að l.júka þessum mælingum á næáta sumri. Á þessu svæði er bæði mik- ið og gott ræktanlegt land og á- kjósanleg skilyrði til mikillar býla- fjölgunar, þegar hitaveita verður lögð til Húsavíkur frá Hveravöll- um, sem vonandi verður á aHra næstu árum. Kunna margir því illa, að jáfn gullvæg ol'ka, sem bundin er á hverasvæðinu í Reykjahverfi og gæti breytt bún- aðaraðstöðu og lifsafkomu fólks- nokkuð háfi áunnizt í raforkumál-] ins bæði þar og á Húsavík i eins um sveitanna, er langt i land að Iokatakmarldnu - rafmagn á hvert heimili - sé náð. Er aðeins 14 hluti bænda hér búinn að fá rafmagn frá Laxá, en að auki hafa um 30 bændur komið sér upp eigin raf- magni frá vatnsaflsstöðvum.1 Hafa margir af þessum bændum sýnt frábæran dugnáð og atorku við byggingu þessarra rafstöðva hin síðari ár. Flestar vatnsaflsetöðv- arnar hafa verið reistar í Kinn og eru þeirra stærstar rafstöðvarnar í Fi-emsta-Felli og Yzta-Felli, sem hvor um sig fullnægir raforkuþörf 4 heimila. Bændur eru á einu máli um, að vel • byggð vatnsaflsstöð sé ein vei’ðmætasta framkvæmd hvers sveitaheimilis og sú, er mestar beinar og óbeinar tekjur gefur í bú bóndans, enda munu flestar rafstöðvarnar borga stofnkostnað sinn á 4—6 árum miðað við sölu- verð samveiturafmagns. Þyrfti það opinbera að örfa bændur til bygginga einkarafstöðva með auknum lánveitingum, þar sem vel hagar til með virkjunarskilyrði. Af framkvæmdum i vegamálum hafa bændur mestan áhuga á veg- inum um Fnjóskadal og Dals- mynni, svo að öruggt vegasamband komist sem fyrst á við sveitirnar vestan Vaðlaheiðar og Aknreyrar, veginum um Tjörnes og Tungu- héiði, sem er sameiginlegt áhuga- konar aldingarð suðrænna - pálrna- viða. skuli enn vera ónotuð fyrir tómt mannskapsleysi. Áætlanir hafa þó sýnt, að fjárhagsgilund- völlur er fyrir hendi til-þessarra framkvæmda. ÞARF Aí) FUI.LGERA HÖFNINA Á HÚSAVÍK Hafnargarðurinn á Húsavík er enn ófullgerður. Er áríðandi að fullgera hann, svo að aðstaða báta- útvegsmanna þar geti batnað og jafnframt skapist skilyrði fyr.ir togavaútgeið frá1 Húsavik. Slíkt. er ekki einungis sérhagsmunamál Húsavíkuikaupstaðai', heldur éinn- ig sveitanna hér á þessu svæði. Trygg atvinna og almenn kaup- geta kaupstaðafólksins skapar aukinn markað fyrir framleiðslu- vörur okkar; bænda. í sambandi við lengingu hafnar- garðsins mun þurfa að búéyta legu hans, svo að bugðan á garð- inum komi framar, til þess áð súgurinn, sem myndast méðfram honum, lendi ekki inn í höfijina, eins og nú, heldur framan, við bryggjuspofðinn. Er i'llt til' þess áð vita, að jafn mikið fé og búið er áð binda í hafnargarðinum i höf- uðstað okkar Þingeyinga, skuli ekki vera látið ávaxtast betur, til hagsbóta fyrir almenning, en rann ber vitni um. n. c. Wouxhall ’47 til sclu. Bílasalinn Vitastíg 10 —sími 80059. — Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.