Morgunblaðið - 13.02.1955, Page 9

Morgunblaðið - 13.02.1955, Page 9
Sunnudagur 13. febrúar 1955 MORGVNBLAÐIÐ f Reykjavikurbréf: Laugardagur 12. febrúar VincfSingapakkarnir með grænu eniðunum — Framtíð barrskóganna — Samhuga fjfóð fær skóginn i arf — Iðnvæðingin mikils virði — Fyrstu rannsóknirnar gerðu * menn raunsærri — Vatnsorka Norðmanna kveikti áhuga Islendinga — Hagnýt íslenzk Jarðefni — Perlusteinninn í Prestahnjúk — Ævintýrið um sementið — Greinargerð Með samstilltura kröft- um verður viljinn sigursæll MEÐ hverju ári glæðast vonir manna um það, að hér á landi geti í framtíðinni dafnað barr- skógar, sem verði svo stórvaxnir að um verulegan nytjavið verði að ræða. Sá draumur íslenzku þjóðarinnar gæti orðið að veru- leika að okkar norðlæga land geti klæðst barrskógum er tím- ar líða. En svo mjög hefur land vort verið rúið skógi á undan- förnum útbeitaröldum, að mikið verk verður það og erfitt að breyta skjóllausum eða skjólvana hrjóstrum landsins í varanlegan nytjaskóg. „En sigursæll er góð- ur vilji“, segir máltækið. Skógræktarstjórinn okkar, Há- kon Bjarnason, hefur unnið mik- ið og þarft verk, við að benda jþjóðinni á, hve sterk rök hníga að því, að hér geti dafnað barr- skógar, ef markvisst og vel er að því iinnið, að gróðursetja skóga þessara tegunda. Hann hef- ur bent á, hvar við eigum að afla hins efnilegasta fræs í vænt- anlega skóga okkar, hvar í heim- inum er loftslag með þeim hætti að þar vaxi skógartré við okkar hæfi. Og hann hefur bent á að veðráttan hér á landi og á norð- urhvelinu yfirleitt sé með þeim hætti að réttu lagi ættu hér að vaxa barrskógar. En einangrun landsins langt úti í Atlantshafi hefur gert það að verkum að fræin af hentugum skógartrjám hafa ekki náð að berast hingað út. En þegar um mikil átök er að ræða svo sem að koma upp ný- skógum hér á landi verður að skipuleggja samtakamátt almenn ings svo vel fari. Takmark skógræktarinnar er að framleiða hér hentugar trjá- plöntur fyrir skóga okkar. Ætti sú framleiðsla, ef vel á að vera, að nema á aðra milljón plantna á ári í viðbót við núverandi plöntuframleiðslu. — Tæplega er hægt að búast við að ríkissjóður ieggi fram allan þann viðbótar- kostnað. Almenningur þarf helzt að leggja verulega af mörkum til þessa kostnaðar og sýna vilja sinn í verki gagnvart skógrækt- inni á þann hátt. Vindlingapakkinn með grænu miðunum Því hefur áhugamönnum skóg- ræktarinnar hugkvæmst að koma því svo fyrir, að á verð á tveim teg. af algengustu vindlingunum verði lagðir 20 aurar á pakkann, þannig að hver pakki af sígar- ettum. er kostar kr. 9.80 verði seldir með álímdu merki þannig að þeir pakkar verði seldir á ,,tíkall“. En reynsla er fyrir því, að oft hirða menn ekki afgangs- aurana, er þeir leggja tíukróna seðilinn á búðarborðið. Svo mikil er vindlingaeyðslan í landinu að von er til að þessi litli, hverfandi munur muni nema svo mikilli fjárhæð, nð skógræktin geti alið upp á aðra milljón trjáplantna á ári fyrir það fé sem henni áskotnast með þessu móti. Þetta fyrirkomulag við Tóbaks- einkasöluna er nú komið í f járlög fyrir velvild og áhuga núverandi fjármálaráðherra og ríkisstjórn- arinnar í heild sinni, er flutti þessa breytingu á þinginu fyrir jól og fyrir áhuga og velvild for- stjóra Tóbakseinkasölunnar, Jó- hanns G. Möllers. Að sjálfsögðu er það tilskilið að alls staðar þar Bem vindlingapakkar þessir verða Elríks Orlem — Þrjár tegundir fallvatna Myndina hér að ofan tók prófessor D. V. Baxter, sem er kennari í trjásjúkdómafræði í Ann Astor háskólanum í Michigan í Banda- ríkjunum — í TRJÁRÆKTARSTÖÐINNI í MÚLAKOTI sumarið 1954. — Lengst til vinstri er sitkagrenitré gróðursett 1937. Hæsta tréð er TlA metri. — Á miðri myndinni er blágrenitré og fjalla- þynur. seldir, verði vindlingapakkar sömu tegundar með óbreyttu verði á boðstólum. En allir unnendur og áhuga- menn um skógrækt eru þess hvetj j andi að sem flestir láti sig ekki muna um þetta tuttugu aura álag á vindlingapakkann og jafnvel hafi almenningur auga með því, að hvergi sjáist manna á meðal í umferð vindlingapakkar, sem ekki eru merktir Tóbakseinka- sölunni, þó að sjálfsögðu séu ekki veruleg brögð að því, að smygl- aðar sígarettur sjáist í umferð. Samhuga þjóð fær skóginn í arf ALLIR Islendingar eru sammála og einhuga um að engin umbót geti orðið æskilegri og gagnlegri þjóð vorri, né til meiri blessunar öldnum og óbornum, en að öflug- ir efniviðarskógar rísi í landj, voru. Þjóðin hefur séð skóga í hillingum fagurra drauma sinna. Þess vegna hafa horfnar kynslóð- ir miklað fyrir sér hina fornu skóga, sem voru meðan skammt hafði liðið frá landnámsöld og hinir fyrstu birkiskógar voru ó- eyddir. En að hér voru uppistand andi skógar að nafninu til, óx mönnum svo í augum, að menn sinntu því lítt, þegar frá leið að þetta voru aldrei nema kræklótt- ir birkiskógar, sem komu athafna sömum landsmönnum að litlu gagni nema að því leyti að birki- skógarnir veittu skjól öðrum gróðri og voru hentugir til eldi- viðar. Ein öld er stutt í ævi þjóðar- innar. Ef sú mikilsverða tilraun að ala upp barrskóga hér geng- ur að óskum, og gefur okkur not- hæfan smíðavið, getum við búizt við að sú tilraun taki einar tvær aldir, til þess að skógarnir verði svo víðlendir, að þar verði alinn upp sá viður er þjóðin þarf. Allir j menn sjá að hið smávægilega ] vindlingatillag sem nú er áform- að, eru smámunir einir saman- borið við hitt, að allir íslending- ar geta orðið þátttakendur í svo miklu og göfugu hlutverki sem ' skógræktin er. Iðnvæðing þjóðarinnar og framtíðin „EF VIÐ viljum raunverulega bæta kjör okkar og afkom- enda okkar, verðum við að fylgjast með tímanum, vera vakandi fyrir nýungum vís- indanna, efla unga menn til náms og þekkingaröflunar, svo að þeir megi taka að sér for- ystuhlutverk síðar“. Með svofelldum orðum endaði Bjarni Benediktsson ræðu sína á Varðarfundinum á mánudaginn var, þar sem hann í fáum orð- um lýsti því, hve tækniþróun okkar íslendinga hefur fleygt fram, á síðustu áratugum. Benti hann m. a. á, að fyrir 20 árum var það talið óvinnandi að vinna sement í landinu og nú er undir- búningur undir þessa framleiðslu komin í verk að miklu leyti, með því að fluttur var kalksandur upp á Akranes utan af Sviði í Faxaflóa. Fyrir 20 árum, sagði hann, var það talin blekking að halda því fram, að heita vatnið í Mosfellssveit gæti verið til nokkurs nýtt fyrir Reykvíkinga. Mikil og gagnger breyting hef- ur orðið á viðhorfi íslendinga til landsins gæða á síðustu áratug- um, þekkingin á því að hve margvíslegum notum landsnytj- arnar geta komið þjóðinni. Sem betur fer hefur aukin tækni- menntun íslendinga ýtt undir framkvæmdir í þessum efnum á mörgum sviðum. Vísindin bældu vonirnar um stund ÞEGAR Þorvaldur prófessor Thoroddsen hafði lokið við hin- ar stórmerku ferðir sínar um byggðir landsins og öræfi og sam- ið allsherjar lýsingu sína á land- inu, þá fyrst höfðu landsmenn eignast nákvæma frásögn af eig- inleikum landsins og jarðmynd- un í aðaldráttúm m. m. Fram til þessa tíma höfðu ver- ið uppi ýmiskonar meiri og minni fjarstæðukenndar hugmyndir um allskonar verðmæt jarðefni, sem menn væntu sér, að finnast myndu í jörðu hér. En rannsókn- ir vísindamanna, svo sem Þor- valdar Thoroddsen og annarra, kváðu þessar fjarstæðukenndú hugmyndir að miklu leyti niður. Svo ekki var laust við, að rannsóknir þessar skiluðu land- inu í hendur almenningi fátæk- legra en það áður hafði verið í hugarheimi manna. En alltaf er aukin þekking til góðs. Og sízt ber að harma það, þó almenn- ingur yrði sviftur von um höpp og skjótfenginn gróða þegar þær vonir voru á röngum forsendum reistar. En sem betur fer hefur á ýmsan hátt rætzt úr vonum manna með nokkur hagnýt jarð- efni í íslenzkum jarðvegi. Ævintýrið um jarðhitann. EKKI síst staldra menn við, er þeir hugleiða hve mikið happ það var fyrir þjóðina, þegar hún loks- ins tók að notfæra sér jarðhit- ann. Það er blátt áfram rauna- legt að hugsa til þess, hve jarð- hitinn hefur farið forgörðum fyrir þjóðinni allt frá upphafi íslandsbyggðar fram á síðustu tíma. En við hvern er að sakast um þetta þegar þekkingarleysið hefur grúft yfir þjóðinni allt fram á síðustu ár og þjóðin norp- að í köldum óhituðum húsakynn- um árið um kring? En einkennilegt er til þess að hugsa að loks þegar við áræddum að hefjast handa um stórfelld i virkjun jarðhitans, kom það í ljós að einangrunarefnið sem not- að var við leiðsluna frá Reykjum í Mosfellssveit alla leið til Reykja víkur um 12 km veg, var svo nærtækt og svo kunnugt íslend- ingum frá fornu fari, að það var ekki annað en reiðingstorfið. Sumarið 1919 sá ég fyrst hvernig borgfirzkur bóndi af i hyggjuviti sínu notfærði sér jarð- hitann á bæ sínum Sturlu-Reykj- um í Reykholtsdal. En fáir höfðu þá gert sér í hugarlund, hve til- tölulega skammt var til þess að ■ stórfelld notkun jarðhitans kæm- ist á hér á landi. Væri fróðlegt að fá greinargóða skýrslu um fyrsta fyrirkomulag á notkun jarðhitans á þeirri jörð, til suðu j og upphitunar. Skilyrðin Voru vitaskuld sérlega hagfelld, en framtakið reið þó baggamuninn þar sem annars staðar. Fregnir af notkun foss- afls í Noregi kveiktu í íslendingum ÞEGAR Norðmenn réðust í stór- felldar vatnsvirkjanir með það fyrir augum, að framleiða köfn- unarefnisáburð úr lofti á fyrsta tug aldarinnar, fóru menn að hugsa sér gott til glóðarinnar að notfæra sér fallvötnin íslenzku. — Við íslendingar þurftum að bíða hálfa öld unz Reykjavíkur- Framh. á bls. 11 . Prestahnjúkur i Þórisdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.