Morgunblaðið - 17.02.1955, Page 9

Morgunblaðið - 17.02.1955, Page 9
Fimmtudagur 17. febrúar 1955 M ORGIJTSBLAÐÍÐ ÚR AN IKÍNVERSKUM annálum er þess getið, að árið 605 eftir Krist, hafi verið gerður út leið- angur til að knýja frumbyggja eyjarinnar til að viðurkenna yfir- veldi Kína. Þessi leiðangur misr tókst og líta sumir Kínafraeðingar svo á, að Formósa hafi verið lítt kunn Kínverjum fyrr en' á 14. öld. Þó er vikið að því, að á síðari hluta 12. aldar hafi frum- byggiar Formósu gert árásir á strönd meginlandsins og virðast frásögurnar bera það með sér að þeir hafi þá reynt fyrst og fremst að ná sér í járn. Ekki voru þessir frumbyggjar af mongólska kyn- flokknum, eins og Kínverjar og helztu nágrannar þeirra, heldur teljast þeir til frum-Malaya (proto-Malayans), enda ber tunga þeirra og siðmenning vitni um skyldleika við ibúa annarra eyja meðfram strönd Suðaustur-Asíu. Má þó furðulegt heita að Kín- verjar skyídu ekki leggja eyna undir sig á Tang-tímabilínu (um 600—900 e. Kr.), svo mjög sem þeir þöndu heimsveldi sitt út á þeim tíma. 14. ÖLDIN Þá greinm svo frá, að herleið- angur og embættismenn frá Kína hafi verið sendir til Pescador- eyja árið 1367. Skyldi eyjunum stjórnað sem hluta af Tung An fylki. En svo greinir ekki meira frá eyjum þessum í tvær aldir. Og hætt er við að ekki hafi em- bættismenn þessir orðið lang- lífir. 15. ÖLDIN Frá 1430 taka kínverskar heim ildir að greina frá Formósu. Vildi svo til að kínverskur embættis- maður varð að nauðlenda á eynni í stórviðri, er hann var á leið heim frá Síam. Þá greinir einnig frá því, að Kínverjar hafi sent menn til austurhluta eyjar- innar í leit að gulli, en við lítinn árangur eða engóm. Seint á 15. öld er talið að menningin sé komin svo langt á Formósu að kínverskir sjóræn- ingjar hafast við á suðurenda eyjarinnar, en japanskir starfs- bræður þeirra á norðurenda hennar, en sú borg, sem nú nefn- ist Keelurg, er byggð þar sem þessi miðstöð japnösku víking- anna var. Að öðru leyti var eyj- an byggð frumbyggjum þeim, er að framan greinir. SEINT Á SEXTÁNDU ÖLD var þróunin komin enn lengra. „Verzlunin, sem þeir höfðu byrj að var talin gefa góðar vonir meðal þjóðarinnar (japönsku), og að lokum viðurkennd af rík- isstjórninni“. Árið 1592 fengu kaupmenn þriggja japanskra borga leyfi ríkisstjórnarinnar og stofnuðu bækistöðvar í Formósu, en hún var þá viðurkennd ræn- ingjabæli. Græddist á þessarri verzlun mikið fé. Upp frá þessu höfðu Japanar verzlunarmiðstöð nálægt An- ping. í BYRJUN 17. ALDAR gerðu Japanar Formósumö-nn- um tilboð um að gerast þegnar Japana, en þetta bar engan ár- angur „með því að þeir (For- mósumenní höfðu engan stjórn- anda‘. Árið 1615 reyndu Japanar að taka málin fastari tökum. Hátt settur embættismaður reyndi að vinna eyna með hervaldi, en beið ósigur. Var hann líflátinn, er heim kom, að boði japanskra stjórnarvalda. FYRSTU AFSKIPTI HOLLENDINGA Hollenzkt skip strandaði ná- lægt Tainan árið 1620 og fengu; RMÓSU * AUSTURHEIMS Sr. Jóhann Hannesson tók saman Kort af Formósu Ilollendingar eftir það ieyfi Jap- ana til að hafa þar dálitla stöð og ráð á allstórri landspildu. — Tveim árum seinna tók hol- lenzkur floti Pescador-eyjar og byggðu Hollendingar þar vigi. Notuðu þeir Kínverja til þrælk- unarvinnu og dóu margir, en aðr- ir voru seldir í þrældóm til Bata- víu. Notuðu Hollendingar eyj- arnar sem flotastöð til árása á Portúgala i Macao. Árið eftir semur kínverskur embættismaður við Hollendinga. Skyldu þeir sleppa Pecador-eyj- um, en fá Formósu í staðinn, sem Kínverjar „létu af hendi* sem kallað var. Fluttu Hollend- ingar þá frá eyjunum til Anping á Formósu með lið sitt og fall- byssur. Þetta ár er talið, að Kínverjar þeir, sem þá áttu heima á For- mósu, hafi verið 25 þúsundir að tölu. Sennilega of ]ágt áætlað. Um sama leyti er talið, að Jap- önum hafi fækkað og að þeir hafi flutt sig norðar á eyna. Árið 1624 fæddist Koxinga, cem síðar kemur við sögu. AFSKIPTI SPÁNVERJA Fyrstu verk þeirra voru að lenda á eynni nálægt Keelung og byggja Þar vígi (1626). Höfðusc þeir þarna við á annan áratug. Um þessar mundir lenti Hollend- ingum og Japönum saman. Tóku Japanar fanga og urðu Hollend- ingar að leysa þá út með fé í Japan, en sumir dóu í fangelsum. Um 1630 gerðu Kínverjar á eynni uppreisn segn Hollendingum, en frumbyggjar studdu Hollending- ana-og héldust þeir þar enn við um hríð og byrjuðu jafnvel skóla hald, það fyrsta í sögu eyjarinn- ar svo vitað sé. Þá reyndu þeir einnig að reka Spánverja af hönd um sér og tókst það að lokum. „ÞJÖDERNISSINNAR“ 17. ALDAR Eins og kunnugt er, misstu Kínverjar völdin yfir landi sínu árið 1644 eins og reyndar oft áður. Tóku þá Manchú-menn völdin í Kina og héldu þeim til 1911. En margir urðu flóttamenn við þá byitingu og streymdu þá ýmsir Kínverjar til Formósu. — Merkastur þeirra var Koxinga (kínv. Cheng Chéng-kung) og tók hann fyrst Pecador-eyjar og síðan hluta Formósu sem Hol- lendingar höfðu sezt að í, með 25.000 manna liði. Gáfust Hollend ingar upp, höfðu aðeins um 2000 menn til varnar og fór Koxinga vel með þá. Gerðist Koxinga nú fyrsti konungur þar (1662) en dó skömmu seinna og tók sonur hans við eftir hann. Árið eftir tóku Hollendingar stöðina Keel- ung, en hættu við hana sex árum seinna, vegna þess að þeir álitu □- Fyrsfa grein -□ □- -□ að hún borgaði sig ekki. — Sonur Koxinga dó 1682, en við tók 12 ára gamall sonur hans. Næsta ár lögðu Mamhú menn Pescador- eyjar og Formósu að nokkru leyti undir sig og gerðu hinn unga konung að hertoga. Skyldi eynni stjórnað frá Fúkien fylki og skipt í prjár sýslur. Þó mun vald Kínverja ekki hafa náð til austurhluta eyjarinnar og lítið eða ekki um miðbik hennar, heldur verið á vesturströndinni, svo sem siðar kemur í ljós. En upp frá þessu eru kínverskir skólar á eynni í höndum Kín- verja. Þýðirgarmest var kamfóru einokunarverzlunin. Fyrri hluta 18. aldai eru stöð- ugar byltingar og uppreisnir gegn Kínverjum. 1722 var mikil bylting, en leiðtoginn náðist og var krossfestur í Peking. Árið 1731 eru Ivær byltingar, önnur meðal Kínverja, er numið höfðu land á Formósu, hin meðal frum- byggja, báðar gegn stjórninni í Peking. Þá voru sífelldar skærur milli frumbyggja-ættbálkanna I 40 ár eftir þetta. Síðustu ■ tvo áratugina »ar einnig mikið um óeirðir og tókst einum byltinga- leiðtoga að leggja hálfa eyna undir sig (1787). Tók það þáver- andi Pekingstjórn níu mánuði að bæla hana niður, með miklum blóðsúthellingum. Árið 1795 var svo byrjuð bylting á ný. Skömmu eftir aldamótin (1809) var aftur orðin almenn borgara- styrjöld meða) ættbálkanna. Ný bylting gegn stjórninni var svo gerð tveim árum seinna og önn- ur minni háttar bylting 1924. Þá voru allmiklar skærur 1826 og í stríðinu 1830—33 tókst upp- reisnarmönnunum að ná höfuð- borginni á sitt vald og koma sér upp 30.000 manna her. Varð stjórnin í Peking þá að leggja mikið á herlið sitt til að bæla þessa uppreisn niður. í meira en heila öld höfðu vestrænar þjóðir ekki skipt sér af eynni nema litið eitt til könn- unar og kaþólskir kiistniboðar höfðu gert kort af eynni, en það gerðu þeir 1714—15 fyrir stjórn- ina í Peking, enda störfuðu þeir í þeirri borg. En árið 1841 vakti eyjan aítur eftirtekt á sér, því að þar strönd- uðu tvö ensk skip og varð nokk- ur mannbjörg af báðum. En skip- brotsmenn voru allir teknir til fanga og haldið í 11 mánuði. Dóu 87 af illri meðferð, 197 voru líf- látnir í Tainan og 10 sendir til Peking til lífláts. Einn Evrópu- maður fékk að halda lífi. Sex árurn eftir þetta fórst enn eitt skip, sem vitað er um og voru skipbrotsmenn gerðir að þrælum á eynni, þar á meðal einn brezkur og einn amerískur, er síðan sluppu. Þá er talið að um 150 skip hafi farist við For- mósustrendur eða strandað og 30 þeirra hafi verið rænd og yfir 1000 manns hafi látið lífið á þeim tíu árum 1350—1860. Tölur þess- ar eru óeðlilega háar, en hins vegar voru siglingar til Austur- heims mjög farnar að aukast og taifón stormar hafa allt af verið á þessu svæði, likt og Japan. Eftir þetta fóru að heyrast raddir meðal Breta og Ameríku- manna að æskilegt væri að taka nokkurn hluta eyjarinnar og gera þar nýlendu, en úr því varð þó ekki. — Þrisvar höfðu Evrópu menn beðið stjórnarvöldin kín- versku um að mega kaupa kol til skipa á Formósu, en öllu clíku var synjað af yfirvöldunum á þeim forsendum ,að kolavinnsla truflaði jarðdrekana og ylli jarð- skjálftum. (í sumum héruðum F. eru jarðskjálftakippir á hverjum degi). VERZLUN VIÐ VESTUR- LANDABÚA HEFST Á NÝ Þetta gerðist árið 1855, þá tók Ameríkumaður nokkur í Hong- Kong að verzla við Formósu. •— Þrem árum seinna tókst rúss- neskum og amerískum fulltrúum að fá stjórnina í Peking til að fallast á að leyfa verzlun við önnur lönd en Kína. Notuðu hvít- ir menn þá tækifærið og fluttu þangað ópíum, en fluttu út hrís- grjón, sykur og kamfóruvið. — Komust vörur frá Formósu á hina miklu alþjóða vörusýningu í London 1862. Árið eftir tók Pekingstjórnin tvo erlenda menn Breta og Ameríkumanna, í sína þjónustu til að stjórna aðaltoll- stöðunni á Formósu. Fyrsti brezki ræðismaðurinn settist þar að 1861. Kaþólskir kristniboðar komu í annað sinn 1859, en mót- mælendur fyrst 1865. Regluleg og friðsamleg verzlun við Japan fór einnig fram á þessum tíma. Árið 1867 gerðust atburðir, sem varpa ljósi yfir ástandið á austurströndinni. Þar strandaði amerískt skip hinn 9. marz. — Mennirnir, skipstjórinn og kond hans komust lífs af á björgunar- bátum, en allir voru drepnir af frumbyggjendum nema einn. — Voru mótmæli gegn þessu fram- borin í Peking. Sama ár hvatti Bell aðmíráll (amerískur flota- foringi) Kínverja til að leggja Austur-Formósu undir sig. Bar það engan árangur. Aftur á móti hafði kínverski fylkisstjórinn fyrirskipað að þessum frum- byggjum skyldi refsað og sendi lið til þess og lét fulltrúa vest- rænna ríkja fylgja með. Kröfðust þeir að foringi Kínverja sunnan til á eynni léti gera virki á þess- um slóðum. Var eftir þessu farið og jókst áhrifavald Kínverja á þessum slóðum við þetta. Um leið sömdu vestrænir fulltrúar einnig við höfðingja eins ættbálks frum- byggjauna (Botan-ættbálkinn). Um þessar mundir voru settar upp vélsagir í nágrenni Suo og timburútflutningur hófst til Kína og sömuleiðis var te'Tlutt út. — Jarðskjálfti varð svo mikill þetta ár (18. des.), að höfnin í Keelung tæmdist nálega, en á eftir skall flóðbylgja yfir. Árið eftir magnaðist skyndi- lega hatur gegn útlendingum isennilega vegna jarðskjálftans). Þá sýndu brezk og amerísk her- skip sig við ströndina og hótuðu kínverskum embættismönnum hörðu, ef þeir stæðu ekki við samninga. — Létu Kínverjar þá hoggva í stein áminningu til almennings um að sýna útlend- ingum vinsemd — en áður höfðu þeir sömu embætt.ismenn lagt 500 Silfurdali til höfuðs einum Breta, sem var verzlunarmaður og keypti kamfóru. Eftir þetta jókst framleiðsla og verzlun Formósu mjög ört. AFSKIPTI JAPANA 1873—1875 Hinn 9. ágúst og 17. des. 1871 voru stormar og skipsskaðar og segir að Botan-ættbálkurinn. hafi myrt 54 japanska þegna. — Næsta ár sendu Japanar njósn- ara og „Formósu-deild“ var mynduð í Tokio, af stjórninni. K’nversk yfirvöld kváðust enga ábyrgð bera á framferði frum- byggja á Formósu. Þá virtust kínversk yfirvöld í Peking ekki hafa neitt að athuga við japanska herferð gegn frumbvggjum For- mósu, en nálega allir vestrænir sendifulltrúar í Peking vöruðu stjörnina við þessu. Bar það þann árangur að kínversk vfirvöld til- kynntu loks að þau teldu að þau hefðu umráðarétt yfir Formósu allri (1874). Um sumarið komu Japanar í smáhópum til að ,,athuga“. Kín- verjar, Ameríkumenn og Bretar sendu einnig herskip til að „at- huga“. Þá réðust Japanar á Bot- an-ættbálkinn og drápu marga, lögðu stund á „hausaveiðar", þó ekki með samþykki foringja sinna. Hinn 10. okt. sendu þeir Kína úrslitakosti. Tókust sættir með þeim kjör- um að Kínverjar skyldu greiða 500,000 silfurdali, , kostnað viö sendiferðina", sem Japanar höfðu lagt á sig og greiða ættingjum hinna 54 myrtu manna nokkuð fé. Skyldu Japanar hverfa brott með lið sitt og var öllu þessu lokið 3. des. 1874. Árið eftir var „Formósu-deild“ japönsku stjórn arinnar leyst upp. A næstu 10 árum voru fram- farir örar. Tekið var að vinna kol og brennistein úr jörðu. — Fyrsti ritsíminn var lagður. Kín- verskir landnemar fluttust til eyjarinnar í stórum stíl. Ný höf- uðborg byggð, Taipeh, sem enn er höfuðborg Formósu. Miklar framfarir í skólamálum. Frægt kristniboðssjúkrahús grundvall að (Mackay Mémorial Hospital). Vitar settir upp með ströndum fram. Um leið og þetta gerðist, var miklu útrýmt af hinum upp- runalegu frumbyggjum, og tals- vert um óeirðir. AFSKIPTI FRAKKA 1884 Þetta ár var stríðið um Indó- Kina milli Frakka og Kínverja og lauk því árið eftir. Þá tóku Frakkar Keelung og einangruðu Formósu að miklu leyti á annað Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.