Morgunblaðið - 17.02.1955, Page 14

Morgunblaðið - 17.02.1955, Page 14
# 14 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. febrúar 1955. EFTIRLEIT EFTIR ECON HOSTOVSKY Framhaldssagan 23 „Sannaðu mér það þá. Sagði Kral Olgu frá því, að hann ætti ii illu í París? Sagði hann henni, að franska stúlkan ætti von á barni og að hann ætlaði að kvæn- ast henni? Fann hann mann fyrir Olgu — mig? Já eða nei?“ Borek leit ekki sérlega gáfu- lega út þessa stundina. Reiðin og undrunin voru efst í huga hans. „Ég get ekki svarað spurning- um þínum — ég er ekki alvitur. Þér skjátlast. Kral er ekki þess háttar maður og það er auðvelt að fella dóm yfir manni, sem er íjarverandi. Málið er augljóst, ég trúi á Kral, en þú ekki. „Trúin flytur fjöll — það veit ég. Jafnvel heil lygafjöll. En við skulum hætta að tala um þetta og fara heim“. „Nei, við skulum ekki fara lieim. Ég get ekki látið góðan wann eins og þig — því að það veit ég, að þú ert inn við beinið — eyðileggja vináttu alveg að ástæðulausu. Ég ætla að segja þér meira frá Kral, ef þú lofar að segja það engum, ef til vill er það skylda mín að segja þér allan sannleikann, þar sem þú sérð allt í röngu ljósi vegna for- tíðar konu þinnar. Sittu nú kyrr og hlustaðu á mig og fáðu þér eitt vínglas". SJÖUNDI KAFLI Klukkan var orðin yfir þrjú, er þeir kvöddust. Þeir kvöddust hvað eftir annað með handa- bandi og þökkuðu hvor öðrum fyrir kvöldið og allt og lofuðu að hittast aftur. Eric flýtti sér ekki heim. Á morgun gat nann komið of seint fil vinnu sinnar; yfirmanni hans <>g varðhundinum við inngang- inn hafði verið tilkynnt af inn- anríkisráðuneytinu, að Eric Brunner mundi hafa mikilvægum störfum að gegna utan skrifstof- itnnar í nokkurn tima. Og Olga? Hún mundi halda að annað hvort væri hann á flokksfundi, og við jiað var ekkert að athuga, eða kannske mundi hún tortryggja hann eitthvað og það mundi lieldur ekki vera það versta, það að það hafi alltaf verið Eric, sem liafði lifað í óvissunni. Þegar hann kom heim, tókst þonum að opna hurðina án nokk- íivs hávaða. Hann hafði ekki ætl- ;íj5 sér að vekja Olgu. Þó að hon- tfm fyndist það gott, ef hún væri cjHthvað tortryggin og óróleg, tðldi hahn ekki láta hana kom- Hjt að því, að hann var drukk- iíin. Hún gæti haldið, að hann gcrði það hennar vegna. Hann reyndi að komast fram líjá húsgögnunum eins og hann gat, en þrátt fyrir varkárni hans --f- eða kannske vegna hennar — gerði hann þennan ógurlega hávaða. Eitthvað hafði fallið um koll rétt við fætur hans. Olga kveikti á lampanum við rúmið og var mjög syfjuleg, er hún .s 'ttist. upp og sveiflaði fótunum fram á rúmstokkinn til þess að finna inniskóna. Olga deplaði augunum eins og hún reyndi að sjá gegnum þoku, en síðan færðist glettnislegt bros á andlit hennar. Eric reyndi i vandræðum sínum að láta svo líta út, sem hann væri að leita að einhverju á gólfinu, og hann horfði fast á Olgu, hann gat ó- rnögulega munað, hvenær hann hefði séð hana brosa á þennan iiátt síðast. f ' Að lokum talaði hún og var nú éins og ókunnug vera vegna þess, hve rödd hennar hljómaði glað- léga: „En Eric, þú ert drukkinn, vinur minn!“ Var enn slíkt gælunafn til fyrir hann? Hann brosti líka og hann slapp- aði allur af og rétti úr sér. Hann fór síðan að hátta en stóð kyrr nokkrar mínútur, og settist síðan niður og strauk hár hennar, svip- ur hennar breyttist og varð nú kvíðaíullur. Þau horfðu hvort á annað, glöð og ánægð yfir sátt- unum, sem komið var hjá þeim, en hrædd við að fyrsta orðið, sem talað yrði, mundi verða til þess að eyðileggja hana. Honum fannst það leitt, að það skyldi votta fyrir hæðni í rödd hans, er hann sagði: „Ætlar þú að vera hjá mér eða fara til móður þinn- ar?“ Hún svaraði með móðurlegri umhyggju: „Við skulum ekki tala um þetta núna, flýttu þér að komast í rúmið, þú ert ískald- ur. Ég skal verma þér“. Hann skreið undir sængurföt- in og faðmaði hana að sér. Hún þrýsti sér að honum og langaði til þess eins að verma hann. „Hvar hefurðu verið?“ Honum var ómögulegt að tala, meðan hann faðmaði hana að sér, en það var eins og hún hæfi alltaf samræður af ásettu ráði. „Ég varð að hitta einhvern blaðamann sem er áhverjukvöldi á kránni og ekki gat ég verið þar án þess að fá eitthvað að drekka". „Ég er ekki að ásaka þig! Ég vil heldur að þú kæmir frá ein- hverri krá síðla nætur, en frá pólitískum fundum um mið- nættið". Olga fann allt í einu, hvernig Eric fjarlægðist hana og fór eins langt frá henni og hann gat. „Hvað er að?“ Hann reyndi að hlæja. „Það er erfitt að gera eins og þér líkar. Ég er orðinn þreyttur — ég hef ef til vill drukkið of mikið. Góða nótt, Olga. Þú þarft ekki að vekja mig í fyrramálið, mér er leyft að sofa einu sinni“. Hún trúði því ekki, að hann væri þreyttur. Þetta var henni að kenna og þetta var í fyrsta sinn síðan þau giftu sig og það var ekki laust við, að hún skamm aðist sín. En Olgu hafði skjátlast. Þetta var ekki henni að kenna. Þegar Eric hafði fundið ilminn af ó- dýru sápunni af Olgu, kom Mar- garet Pollinger upp í huga hans, * og hann mundi eftir fjóluilmin- um af henni, löngu, vel snyrtu nöglunum, öruggu hreyfingunum og einkennilegri blíðu í svip hennar og blikinu í augum henn- ■ ar þegar hún sagði: „Héðan í frá trúi ég yður“. ^ j Olga gat ekki sofnað, hún var að hugsa um það, að eiginlega hefði hún ekki átt að segja hon- um, að Kral væri betri rnaður en hann, hún var jafnvel ekki viss um, að það væri satt. Kral var öðruvisi, hann var þroskaðri, samúðarfyllri og leyndardóms- fyllri, en nú var Olga orðin of gömul til að laðast að leyndar- dómsfullum mönnum, nú vildi hún aðeins ánægju og dálitla hlýju og vera félagi manns síns, i ef ekki væri um ást að ræða. Eric datt einmitt Kral í hug á þessari sömu stundu og skyndi- lega sagði hann: „Olga, ertu sofandi?" „Nei, ég held ég fari ekki að sofa núna“. „Þessi blaðamaður, sem ég var með í kvöld heitir Borek. Hef- urðu nokkurn tíma heyrt hans getið?" Hún hikaði, áður en hún skrökvaði: „Nei“. Hún hafði ,heyrt margoft talað um hann, en hvers vegna þurfti umræðuefnið að snúast um Kral? „Þessi Borek er bezti vinur Krals“. Hún andvarpaði. „Hvers vegna andvarpar þú?“ „Verðum við að tala um Paul aftur núna?“ | Aftur var það Paul en ekki Kral. Eric settist upp. | „Þú hefðir ef til vill áhuga á því, þegar allt kemur til alls. Ég hef komist að því, að Kral sveik þig áður en hann fór frá Prag. Hann átti frillu í París, sem átti ( með honum barn og drap sig og ' barnið síðar“. j Löng, mjög löng þögn. Eric hefði viljað gefa mikið til þess, að geta séð framan í konu sína. Johann handfasti £NSK SAGA 107 XV. KAPÍTULI Hvernig rúbínhringur Varð til þess, að konungur var tekinn höndum. Konungur sneri sér nú að því að útvega vegabréf handa sér og ferðafélögum sínum. í þeim tilgangi sendi hann mig til hallar Mainards gerifa af Górisíu, en hann stjórnaði þessum hluta landsins, til þess að biðja um vegabréf. Kon- ungur átti hring einn mikinn og ágætan, hinn mesta kjör- grip. Þennan fágæta kostagrip bauð hann mér að færa greif- anum að gjöf. Auðvitað varð ég að halda því leyndu hver það væri í raun og veru, sem sendi mig og segja að hann héti Hinrik kaupmaður! „Een herra“, sagði ég. „Enginn kaupmaður í heimi á svona dýrmætan hring.“ Baldvin de Béthune var á sama máli. En varkárni átti ekki heim í huga konungs. „Lítilmótlegar gjafir sæma mér hvergi“, svaraði hann óþolinmóður og skipaði mér að komast af stað hið bráðasta og ljúka erindi mínu. Það kostaði mig enga fyrirhöfn að fá að gang að greifa- liöllinni. OPTIMA Ferðaritválar verð aðeins kr. 1,275.00. Skrifs fofuvélar með 32 cm. vals kr. 3,140,00 Hvorttveggja traustar vélar og byggðar samkvæmt ströngustu kröfum. ODHNER samlagningavéfar GARÐAR GISLASON H.F. REYKJAVÍK Mikið úrval. Kr. 156.00 pr. m. Barnakápuefni 98 krónur pr. m. MARKAÐURINN Bankastræti 4, Bygfingalóð Er kaupandi að byggingarlóð í Revkjavík með eða án húsa. Uppl. í síma 82943. Hin margeftirspurðu þýzku SILKI-TWEED komin. AUSTURSTRÆTI 7. Sendiferðabifreíð til solu Minni gerðin af Renault sendiferðabifreið í mjög góðu lagi, til sölu ,í Dósaverksmiðjunni h. f., Borgartúni 1, sími 2085.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.