Morgunblaðið - 18.02.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.02.1955, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. febrúar 1955 MORGUNBLAÐI9 11 ’ VegaleysiB í Svartárdal Svar tiE Guðmundar á Bergsstöðum frá Jóni Pálmasyni alþm. FYRIR tilvísun annara rakst ég á áramótakveðju til mín í Tímanum frá s.l. gamlársdegi frá Guðmundi Halldórssyni á Berg- stöðum. Það gæti nú verið gott verkefni fyrir ungan mann að leggja fyrir tillögur um bót á samgönguörð- ugleikum sveitunga sinna.En þær er eigi að finna í grein þessari. Aðalatriði hennar er viðleitni til rógburðar í minn garð sem þing- mann Austur Húnvetninga. Þess vegna er greinin ómerkileg Hún sýnir þessa ófélegu ónáttúru sem er undra rík í eðli sumra Tíma- manna, að rógbera andstæðinga sem ekkert hafa til saka unnið. Það er rétt, að í Svartárdal eru mjög alvarlegir samgöngu örðug- leikar eins og siðar mun hér að vikið. En þetta er ekki mín sök og allt hnútukast i minn garð af því tilefni út í hött. — Á því ára- bili sem ég hefi verið fulltrúi Húnvetninga á Alþingi, sem er rúmlega 21 ár, hefi ég engu hugs- anlegu tækifæri sleppt til að fá vegi í okkar sýslu tekna í tölu þjóðvega, og engu hugsanlegu eða mögulegu tækifæri heldur steppt til að fá fjárveitingar svo sem unnt er til vega og brúar- gerða í héraðinu. Á þessu tímabili hafa þessir vegir verið teknir í tölu þjóðvega í Austur Húnavatnssýslu: 1. Skagavegur frá Höfðakaup- stað á sýslumörk milli Ásbúða og Hrauns. 2. Norðurárdalsvegur upp Norð urárdal og yfir Þverárfjall. 3. Svartárdalsvegur frá Ból- staðarhlíð að Bergstöðum. 4.Svínvetningabraut frá Svína- vatni um Blöndubrú á Norður- landsveg utan Svartárbrúar. 5. Svínadalsvegur af Reýkja- braut við Svínavatn um Grund og Auðkúlu á Svínvetningabraut í Stóradalsflóa. 6-Reykjabraut: af Húnvetninga braut utan Stóru Giljár um Reyki að Tindum. 7. Flugvallarbraut: af Hún- vetningabraut að flugvellinum við Húnavatn. 8. Vatnsdalsvegur: frá Undir- felli um Vatnsdalsárbrú og það- an á Húnvetningabraut við Ara- læk. Tvær tillögur mínar hafa verið felldar eða öllu heldur fellt af tveim tillögum þetta: a. Svartárdalsvegur frá Berg- stöðum að Fossum. b. Svínadalsvegur frá Grund að Rútsstöðum. Báðar þessar tillögur liggja nú á ný óafgreiddar á yfirstandandi Alþingi, auk tveggja annara. Þær breytingar sem hér hafa orðið hefðu eigi komið fram ef ég hefði eigi gætt að fullu þeirr- ar skyldu, að nota hvert tækjfæri á þessu sviði. Hvað er svo um fjárveitingar? Því er til að svara, að á öllum þingum hefi ég farið fram á hærri fjárveitingar til þjóðvega hér í sýslu en fengist hafa, því þörfin er mikil og brýn. Þegar ég kom á þing hafði setið Framsóknar- stjórn í 6 ár og var. Á því ári voru á fjárlögum segi og skrifa: 6 þúsund krónur alls til nýrra þjóðvega í A-Húnavatnssýslu. Árið 1955 er til þessa ætlað 375 þús. Þar af 30 þúsund til Svart- árdalsvegar auðvitað þess hluta hans, sem er í þjóðvegatölu, ef það/ekki breytist á þessu þingi. Ég veit að þetta er allt of lítið, en meira var ekki fáanlegt. Ef að 300 þúsund ættu að fara í vegakaflann frá Bólstaðarhlið að Bergstöðum eins og Guðmundur heimtar í grein sinni, þá væri sannsýnilegt, að til allra þjóðvega í sýslunni yrði að fá 3—4 millj. króna á þessu ári. En hverjir skylau nú ráða mestu um það hvað ríkissjóður lætur mikið til bygginga þjóðvega? Engir tveir menn fremur, en samgöngumála- | ráðherrann og fjármálaráðherr- ann. Báðir þessir menn hafa síð- ustu 5 árin verið úr Framsóknar- flokknum. Þeir og aðrir ráðherr- ar hafa raunverulega ákveðið upphæðina. Alþingi fær aðeins ánægjuna af því, að skipta henni miili héraðanna og veganna. ÞÁ ER ÞAÐ SVARTÁRDALS- VEGURINN. Guðmundur Halldórsson telur sig sýnilega fyndinn er hann nefnir það, að ég hafi farið út úr bíl á Svartárdalsvegi til að at- huga hvorn troðninginn af tveim- ur hentugra væri að fara. Þetta er nú ekki neitt merkilegt. Væri þó umtalsvert ef maðurinn segði það satt, að þetta hafi verið á1 ríkisvegi, en þar fer hann með rangt mál. Þarna var ríkisvegur- inn endaður og sýsluvegurinn tekinn við. Sagan ætti því meira erindi til sýslunefndarmannsins í Bólstaðarhlíðarhreppi. Þá segir greinarhöfundur að 3 ár séu liðin frá því Svartárdals- vegur var tekinn í þjóðvegatölu og síðan hafi enginn eyrir til hans komið frá því opinbera, hvorki til lagningar né viðhalds. Hvor- tveggja þetta er ósatt. Að taka veginn frá Bólstaðarhlíð að Berg- stöðum í þjóðvegatölu var sam- þykkt á Alþingi 1952 en breyting- in á vegalögunum sem þetta ákvæði er í, gekk ekki í gildi fyrr en 1. janúar 1953. Tvö ár en ekki 3 er því um að ræða. Rétt er það að nýlagnafé hefir eigi verið látið í þennan veg fyrr en það er ákveðið á þessa árs fjárlögum. Varð og staðreyndin sú, sem er mjög raunalegt, að nýbyggingarfé þjóðvega var mjög lítið aukið á fjárlögum áranna 1953 og 1954, enda þó þjóðvegirn- ir væru lengdir um fulla 1000 km. alls. Um viðhaldsféð er aftur það að segja að í Svartárdalsveg fór af því árið 1953 17 þúsund krón- ur og árið 1954 28 þúsund krón- ur. Því má hver trúa sem vill að Sýsluvegasjóður Austur Húna- vatnssýslu hefði látið þessar upp- hæðir til viðhalds Svartárdals- vegi ef hann hefði þessi ár verið sýsluvegur. En væri svo ætti þó sýsluvegasjóði að hafa verið fært þess vegna að láta meira fé í aðra sýsluvegi og þar á meðal Svartár- dalsveg frá Bergstöðum að Foss- um. Af þessu sem hér er sagt er ljóst og kunnugt öllum innan hér- aðs nema kannske Guðmundi á Bergstöðum, að Svartárdalsvegur hefir verið að öllu sýsluvegur þar til 1. janúar 1953. Ástand hans á meðan algerlega á verksviði og ábyrgð Sýslunefndar Austur Húnavatnssýslu, en í henni hefir lengi verið Framsóknarflokks- meiri hluti. Við Guðmund á Berg- stöðum vil ég því segja út af öll- , um hans ásökunum í minn garð: j „Stefn þú geiri þínum þangað, sem þörfin meiri fyrir er.“ Ég veit að enginn Svartdæling- ur, annar en Guðmundur, ásakar mig fyrir það að hafa gert ítrek- aðar tilraunir til að koma þess- um sýsluvegi í tölu þjóðvega. Þó 1 eigi hafi tekist enn nema til hálfs verð ég eigi með réttu ásakaður fyrir sinnuleysi í því máli. Hitt er svo aðal atriði þessa máls, að lýsingar Guðmundar á ástandinu þarna eru lítið eða ekki orðum auknar, þó aðallega eigi þær við þann hluta vegarins, sem enn er sýsluvegur og á mesta vandamálið minnist hann lítið, en það er hin ömurlega aðstaða vest-i Svnr til Svovors Gnðnosonnr an Svartár. Aðstaða til vegalagn- ingar í þessum dal er all örðug eins og víðar í landi voru. Dalur- inn er þröngur með bröttum hlíð- um einkum að austan. Á þeirri leið eru fjögur eða fimm klif, þar ( sem enginn möguleiki er til vega- | gerðar annar en sá, að grafa veg- . inn inn í bratta brekku og grýtta. I Þetta hefir verið gert, en ekki á fullnægjandi hátt. Mikilla um- bóta er því þörf þar og annars- staðar og eðlilega er það dýrt. Vegurinn allur frá Bólstaðarhlíð að Fossum á að vera í tölu þjóð- vega, það er mér ljóst og til hans þarf mikið fé. Hefir ekki staðið og stendur ekki á vilja mínum og óskum í því efni. En það vantar mikið á, að þingmenn fái allar sinar óskir uppfylltar á þessu sviði. Ég er þar engan veginn einn míns liðs. Að austanverðu í Svartárdal hefir þó vegurinn verið lagfærð- ur svo að unnt er að komast þar á bifreiðum til enda þegar vel viðrar, en lítt eða ekki fært á köflum þegar illa viðrar. Þó er ríkisvegurinn þarna, með því við- haldi, sem hann hefir fengið, síst til hindrunar, þó engan veginn sé hann svo góður, sem.æskilegt væri. Hitt er versti kaflinn frá Bergstöðum að Fossum. Það er sýsluvegurinn, sem mér sem þing manni kemur ekki við beinlínis meðan sýsluvegasjóður á að kosta veginn. Hitt vita svo allir kunn- ugir að allur þessi vegur getur fljótt lokast bifreiðaumferð ef mikil snjóalög verða. Við því er eigi gott að gera. Þá er að lokum að minnast á alvarlegasta vandamál þessarar byggðar. Það er samgöngu að- staða þeirra 6 jarða sem eru vest- an Svartár. Ein þeirra er að vísu í eyði sem stendur, sem að vissu leyti er aukaatriði. Á hinum 5 búa ötulir menn og óvílgjarnir. Hafa þeir og hvergi kvartað. En ég veit, að þeir finna að skórinn kreppir fast. Leiðin milli þeirra frá Skeggstöðum að Hóli er ekki í neinum löglegum vegaflokki. Ekki sýsluvegur. Ekki einu sinni hreppavegur. Má þó undarlegt teljast að þessi leið skuli eigi vera í sýsluvegatölu, þar sem svo er víða komið í öðrum sveitum þessa héraðs, að bæjarbrautir á ein- staka bæi eru sýsluvegir. Þessum mönnum er ætLaður sá kostur einn, að fara hver frá sínu heimili yfir Svartá og yfir á sýsluveginn eða þjóðveginn. Nú er vitað, að Svartá, sem er engin stórá, er oft fær ökutækjum og þá getur þetta tekist fyrir ötula menn. En þessi á er líka ærið oft illfær og ófær og þá eiga þess- ir menn þann einn kost, að fara vestur yfir háls á Blöndudalsveg. Þetta ástand tel ég óhafandi, en það er ekki mín sök. Leiðin frá Skeggstöðum að Hóli á að vera sýsluvegur. Af honum verður svo að fá afleggjara, annaðhvort aust ur yfir með brú á Svartá, eða vestur yfir frá Brún um Brúnar- skarð og á Blöndudalsveg milli Brandsstaða og Hóla. Hvort ódýr- ara er verða verkfróðir menn að rannsaka. Einnig hitt hvar væri heppilegast að brúa Svartá. Mér er sagt, að bezta brúarstæðið sé undan Fjósum, eða norðast á leið- inni. Þykir mér liklegt að sú upplýsing sé rétt. Allt þetta mál er þannig, að nauðsyn ber til, að hlutaðeigend- ur sjálfir, sveitarstjórnin og sýslu nefndin taki það til alvarlegrar athugunar, og noti fyrsta færi til framkvæmda. Það er miklu þarf- ara, en hitt að óábyrgir menn og ósannsöglir séu að kasta hnútum til manna, sem enga sök eiga á ástandinu. UT AF athugasemd Svavars Guðnasonar, sem hann hefur birt í dagblöðum bæjarins, vil ég taka þetta fram: 1. Svavar Guðnason veit það eins vel og ég, að frá upphafi var fast ákveðið, að Rómarsýningin svonefnda yrði yfirlitssýning þess- arar aldar. Fyrsta fréttin, sem barst hingað um þá ákvörðun, er birt í Morgunblaðinu 31. okt. s. 1. Þar skýrir gjaldkeri Félags ísl. myndlistarmanna, Valtýr Péturs- son, sem sjálfur sat á undirbún- ingsfundum sýningarinnar suður í Róm dagana 17.—21. sept. s. 1., og skrifaði undir sameiginlega fundargerð allra Norðurlandanna, svo frá: „..... Sýningin verður nefnd „Sýning á norrænni nútímalist“, en list hvers lands fyrir sig verður í sérstökum sýningarsölum, sem verða greinilega merktir með nafni hvers lands og fána. Einnig verður sýningarhöllin skreytt fán- um Norðurlandanna að utan, og allt mun verða gert til að vekja sem mesta athygli á viðkomandi löndum, meðan sýningin stendur yfir. Forseti Italíu mun opna sýn- inguna og verða verndari hennar. Sýningin verður mjöjf umfangs- mikil, og er lauslega áætlað að um 500 listaverk verði þar trl sýnis. Er ætlazt til, að sýnd verði þarna verk, sem sköpuð hafa verið á Norðurlöndum frá því um seinustu alda.mót fram á þennan dag (und- irstrikað af mér J. Þ.), þannig að þau gefi sem gleggsta hugmynd um, hvað hefur skeð í myndlist í hverju landi fyrir sig og hver þróunin hefur orðið. íslandi hefur verið úthlutað sýningarsölum, sem rúma það mikið af listaverkum, að hægðar- leikur ætti að vera að gefa góða heildarmynd af íslenzkri list og sýna það markverðasta, sem gerzt hefur hjá okkur í myndlist, en auðvitað verður að vanda mikið til vals verlca á sýninguna, og undir því verður að miklu leyti komið, hvernig tslendingar standa sig á sýningunni (undirstrikað af mér J. Þ.) ...... ..... Öllum fulltrúum, sem sátu undirbúningsfundinn, kom einróma saman um, hverja þýð- ingu sýningin hefði fyrir Norður- landaþjóðirnar og hve stórt spor væri stigið með því að hefja suð- urgöngu norrænnar listar á svo veglegan hátt, sem hér gefst tæki- færi til. Strax og heyrast fór um það á Norðurlöndunum, að til stæði að halda norræna listsýningu í Róm, kom mikill áhugi í ljós bæði hjá því opinbera og almenningi . .. .“ Þannig hljóðar frásögn Valtýs Pétursonar um væntanlega sýn- ingu í Rom. Það er því þýðingar- laust tiltæki hjá Svavari Guðna- syni að ætla sér nú að sverja af ser þennan fulltrúa og félaga sinn og gera orð hans og athafnir ómerk. 2. Aðalritari Norræna listbanda- lagsins í Stokkhólmi, Dr. Gustav Eins og nú er komið hag ís- lenzkra bænda, í öllu því fólks- leysi, sem þeir hafa við að búa, og sem ekki er þeirra sök, þá er það miklu alvarlegra en áður var, að búa við óviðunandi samgöng- ur. Að bæta bar úr er meira nauð- I pynjamál, en margir halda. í þeim efnum standa Svartdæling- ar vestan ár ver að vígi, en flestir eða jafnvel allir aðrir Húnvetn- ingar. En margir aðrir hér innan héraðs eiga líka um sárt að binda á þessu sviði. Öllum slíkum vil ég veita það lið er ég megna með- an ég er fulltrúi okkar héraðs og raunar hvort sem er En ég veit, að flestir þessir menn skilja, að annað er vilji og óskir, og svo hitt hvað fæst fram í samkeppninni og baráttunni við aðra. Þó vonum við allir, að eitt fáist í dag og annað á morgun. Eitt í ár og annað á næstu árum. Allt getur ekki fengist í einu. i Akri, 22. jan. 1955 * Jón Pálmason. Lindgren, segir í bréfi, sem er í vörzlu Mentamálaráðuneytisins, að eins og sjá megi af fundargeið fundarins í Róm dagana 17.—21. sept. s. 1., eigi sýningin að ná yfir noræna list fá því 1910 til þessa da.gs, og þetta skilyði tyggi það, að bæði eldri og yngri listamenn. taki þátt i sýningunni. Enda sýni Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð jöfnum höndum verk eftir dána sem núlifandi listamenn, innan þess tíma. 3. Það er því auðséð, að öll þessi málafylgja Svavars Guðnasonar og félaga hans er einungis gerð í því skyni, að reyna að sannfæra fólk um það, að við það sé ekkert að athuga, þótt skilin séu eftir verk margra þekktustu eldrr mál- ara okkar, en í þeirra stað send mikill fjöldi abstraktverka frá allra síðustu árum, eins og sýn- ingarskráin „Listsýning til Róm- ar“ ber svo greinilega með sér, — sum þesara verka eftir óþekkta menn. Það virðist vera alveg þýðingar- laust að þrátta lengur á þessum vettvangi við stjórn Félags ís- lenzkra myndlistarmanna, en ég mun fylgjast með aðgerðum þeirra eftir því sem ástæður leyfa. 16. febrúar 1955. « Jón Porleifsson. GÆFA FYLG88I trúlofunarhringunum frá Sig- urþór, Hafnarstræti. — Sendir gegn póstkröfu. — Sendið ná- kvæmt mál. —• \ HELENA fí ) RUBINSTEÍN | HársnyrtDvörur Beztu fáanlegar hásnyrti- vörur, eru hin viðurkenndu Helena Rubinstein sjampó og hárskol. Kostir sjampós- ins eru einkum þeir, að það gefur hárinu sérkennilega fallegan gljáa og undra- verða mýkt. Sjampóið fæst í 4 litum: — Blonde-Tone fyrir ljóst hár. Brunette-Tone fyrir dökkt hár. — Silver-Tone fyrir grátt hár. Silk-Sheen fyrir allan hára- lit. — Auk sjamposins er til sérstakt hárskol í 8 litum, og er hægt með því að gefa hárinu hvaða blæ sem óskað er. Sjampóið kostar krónur 44,50 glasið, og hárskolið kr. 13,50 pakkinn. — Reynið þessar heimsþekktu hár- snyrtivörur. Aðalútsala MARKAÐURINN Hafnarstræti 11. I | // þuœbocr II ý / sótthftemsaJi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.