Morgunblaðið - 23.02.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.02.1955, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 23. febr. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 11 i s læflir búnaðarhæl Þœffir úr uppsveifum Arnessýslu fívggst fvlla í skarð flng- llqmm öíaíiscn kom s.l. sunnudag með nýja flugvál frá Tékkóslóvakíu SÍÐASTL. sunnudag lenti Sigurður Ólafsson flugihaður nýrri flugvél sinni á Reykjavíkurflugvelli. Er flugvél þessi Tékknesk fjögrasæta einþekja með tveimur hreyflum og hyggst Sigurður nota hana til innanlandsflugs til ýmissa staða, sem illa eru settir með samgöngur, svo og flugs með kaupsýslumenn, ferðamenn og alls kyns annan flutning. Árið 1941 fór Sigurður Ólafs- son til Kanada og hóf flugnám þar. Tók námið hann 2V2 ár og kom hann þá til íslands aftur ásamt 3 öðrum íslendingum, sem luku námi á sama tíma og hann. þessir fjórir ungu menn keyptu þá í sameiningu eina flugvél, 3—4 farþega og flugu henni hingað heim. Stofnuðu þeir síðan félag það, sem nú er orðið þekkt víða um veröld, og nefnist Loftleiðir hennar að leita í Evrópu, svo og utanríkisráðuneytinu hér fyrir góða fyrirgreiðslu. og skjóta. ÓSKAÐ IIEILLA Til þessa má segja að ekki hafi verið nema ein flugvél til taks hér á Igndi til flugs slíks sem Sigurður áformar að leggja stund á, en það er sjúkraflugvél Björns Pálssonar. Vél má telja líklegt að flugvélarnar hafi báðar nóg að gera í fluginu, en Björn mun eftir sem áður verða einn um sjúkraflugið. Er full ástæða til að hvetja Sigurð í þessu nýja starfi hans og óska bonum góðra flugferða og heilla. Slíkt starf hlýtur alltaf að vera nokkuð áhættusamt og erfitt; en aftur vel þakkað af þeim, sem þess eru aðnjótandi. Sigurður Ólafsson. h.f. Tæpl. 4 árum síðar fluttist Sigurður yfir til Flugfélags ís- lands og starfaði þar sem fiug- etjóri í 6V2 ár. Á s.l. ári hefur hann svo starfað hjá Loftleiðum. ÆTLU5) FYRIR 200 M FLUGBRAUT Sigurður kveðst lengi hafa haft í huga að hefja flug hér til ýmissa afskekktra staða hér á landi. Réðst hann því í það að kaupa sér flugvél og byrja á starfsemi þessari. Fór hann nú nýlega til Tékkóslóvakíu og keypti þar flug vél af gerðinni Areo-45, en það er tveggja hrevfia einþekja fyrir 2—4 farþega auk flugmanns. Vél- in er lipur og gerð fyrir flugtak og lendingu á 200 m. flugbraut. Einnig er vélin bx'iin öllum nauð- synlegum blindflugstækjum og ætlar Sigurður sér að kenna með henni blindflug. NAUÐLENTI í SKOTLANÐI Flugið frá Tékkóslóvakíu gekk gæmilega, en þó ekki með öllu tíðindalaust, þar sem hann varð að nauðlenda í Skotlandí vegna slæmra veðurskilyrða og truflana i hreyflum. Einnig tafðist hann í Skotlandi vegna mótvinda á Atlantshafinu. — Sigurður kvaðst vilja þakka fyrir aðstoð sendiráða íslands, þar sem hann þurfti Samskot í Hull í HULL eru hafin samskot til að- standenda þeirra er fórust með I togrunum Lorella og Roderigo ! út af Horni í mannskaðaveðrinu mikla 25. janúar. Segir Fishing News frá því í síðasta blaði, að söfnunin sé komin yfir 20,000 sterlingspund. Meðal þeirra sem mjög hafa beitt sér fyrir sam- skotum þessum er borgarstjórinn í Hull, H.W. Jackson. mm Framh. af bls. 7 urevrar, búa honum þar sama- stað, skipudeggja starfsemi hans á ný og um leið miðstöð nýrrar ráðunautastarfsemi í hússtjórn o. fl., sem ég hefi bent á í tillög- um mínum. Þær konur, sem ekki gengju með gleði og áhuga að slíku verki, ef þær ættu þess kost, skilcm ekki sinn vitjunar- t'ma né hug og þörf þjóðarinn- ar. Að lokum þetta: Vill ekki Bún- aðarþing skipa milliþinganefnd til að athLiga þessi mál og gera tillögur um skipan héraðsráðu- nautastarfsemi í búnaði, hús- stjórn og Ltarfsfiræðslu unglinga? Það hefui oft verið skipuð nefnd til að athuga það sem minna er, og þó að margt kunni að bera á vnilli um hvað gera skal í einstökum atriðum, ætti að vera auðvelt að fá fram, svo greinilegt sé, að hér er til mikils að vinna og íull þörf þess að eitthvað sé gert til breytingar, er til bóta horf-i. 18. febr. 1955. IUPPSVEITUM Arnessýslu þreyja menn þorrann og una glaSir við sitt. All-miklar fram- farir eiga sér stað hér, í sambandi við bætta búnaðarhætti, og aukna framleiðslu. Mjólkurframleiðsl- an eykst og sauðfjáreigin vex, samfara stórauknum jarðabótum og byggingum stærri og fullkomn ari gripahúsa. — Frosthörkurn- ar að undanförnu hafa haft í för með sér „bættar samgöngur“, þar sem uppsveitirnar mega nú heita fresnar saman og greiðfært hef- ur verið á samkomur og skemmt- anir jafnt sveita á milli, sem inn- an sveita. Þá hafa frostin haft í för með sér bjarta og sólríka daga og er því víða farið að vora í hinum fjölmörgu gróðurhúsum hinna „myrkvuðu" byggðarlaga Árnessýslu, en svo mega uppsveit irnar kallast, því hvergi nýtur þar Sogsrafmagnsins enn sem komið er. Þorrablót, hið fyrsta hér um slóðir, var haldið að Vatnsleysu í Biskupstungum í þorrabyrjun. Húsfreyjur sveitarinnar stofnuðu til blótsins eins og vera ber, og voru þær allflestar mættar þar ásamt bændum sínum. Snætt var úr trogum og voru þau hvert öðru girnilegri og kenndi margra grasa í mat og drykk. Skáld sveitarinnar, Þórður á Fljóti, hafði orkt þorrabrag í tilefni dagsins og braginn söng Guðjón í Víðigerði við mikinn fögnuð áheyrenda. Þá skemmti Guðjón Björnsson með eftirhermum, en Stefán á Stóra-Fljóti las upp. Síð- an var dans stiginn lengi nætur. Ársliátíð Haukadalsskólans fór fram laugardaginn 12. þ.m. Var j hún all fjölsótt af ungu fólki í 1 nágrenninu auk nokkurra eldri 1 nemenda og gesta. Sýndar voru stuttar kvikmyndir til skemmt- unar og fróðleiks. Þá var og leik- fimissýning nemenda og glíma, en þátttakendur þar voru eldri og yngri nemendur. Keppt var um Skarphéðinsbikarinn og vann Bjarni Sigurðsson hann nú öðru sinni, en fimm sinnum verður sá sami að vinna bikarinn til eignar. — íþróttaskólinn í Haukadal læt- ur ekki mikið yfir sér. Hann hef- ur nú verið starfræktur í rúman aldarfjórðung. Átti skólinn við ! all frumstæð skilyrði að búa hefur færst í betra horf og eru nú flest skilyrði hin prýðilegustu til skólahalds. Hvað námsgrein- um viðvíkur, sitja íþróttirnar í fvrirrúmi og þá fyrst og fremst þjóðaríþróttin glíman, en auk þess eru kennd undirstöðufög unglingaskólanna. Starfar skól- inn frá 1. nóvember til 20 febrúar ér hvert, tekur um 20 nemendur og er oftast fullsetinn. Skólastjóri er Sigurður Greipsson, kennari Steinar Þórðarson. Guðmundur Ólaísson kennari, einn af vinsælustu heimamönn- um að Laugarvatni, varð sjötug- ur 11. þ.m. Guðmundur er Þing- evingur að ætt og uppruna, fjöl- fróður maður og prýðilega mennt aður enda afbragðs kennari, vin- sæll og afhaldinn af nemendum sínum, en aðalkennari hefur hann lengi framanaf, en smásaman verið við héraðsskólann að Laug- arvatni siðan skólinn var stofn- settur haustið 1923. Guðmundur dvaldi á afmæiisdaginn í höfuð- staðnum í góðum fagnaði ætt- ingja og vina, en fjölmargir nem- encfur hans, viðsvegar á landinu sendu honum hlýjar kveðjur í ýmsum myndum, þennan dag. f vor mun Guðmundur láta af störfum við skólann og flytja á brott. Mun hans án efa sárt sakn- að, svo samgróinn sem hann er skólanum og umhverfinu en Guð- mundur hefur um langt árabil Eftir Stefán Þorsteinsson Stóra-Fljáti verið umsjónarmaður skógarins að Laugarvatni. Séra Eiríkur Þ. Stefánsson prófastur að Torfastöðum mun láta af embætti á vori komandi. Hefur sr. Eiríkur þjónað Torfa- staðaprestakalli í tæpa hálfa öld eða frá því hann var vígður þang- að 10. júní 1906, en sr. Eiríkur er nú á 77. aldursári. Nokkuð hefur verið óráðið um framtíðarskipan prestakallsins en Alþingi hafði samþykkt að nýr prestur skyldi sitja í Skálholti og hefur þess nokkuð verið getið í fréttum. Nú mun aftur á móti ákveðið að hinn nýi prestur sitji a. m. k. fyrst um sinn að Torfastöðum. Prest- kosning mun fara fram í næsta mánuði og eru umsækjendur tveir ungir guðfræðikandidatar úr Reykjavík, Guðmundur Óli Ólafsson og Sigurður Haukur Guðjónsson. Hafa þeir að undan- förnu ferðast um prestakallið og flutt boðskap sinn í köldum kirkj unum í mesta bróðerni og mun kosningin án efa fara fram í sam- ræmi við það, en báðir hinna ungu prestsefna eiga vinsældum að fagna meðal sóknarfólksins fyrir prúða og drengilega fram- komu. Fjallkóngurinn í Hrunamanna- hreppi brá sér inn í ríki sitt þ. e. a. s. inn á Hrunamannaafrétt á dögunum, ásamt þrem sveitung- um sínum. Tilgangur fararinnar var að huga að kindum er menn höfðu hugboð um að orðið hefðu eftir á afréttinni í haust. Óku þeir félagar inn að Hestabrekkum, sem eru nokkru innar en Bláfell (austan Hvitár). Gengu þeir síð- an í Ábótaver og nágrenni en fundu eigi fé, né sáu nein merki þess að þar hefði fé hafst við í vetur. Aftur á móti sáu þeir viða slóð eftir tófu. Færi var hið prýðilegasta og öll vötn á haldi. Voru þeir tæpa 20 tíma í ferðinni, sem þótti einstök í sinni röð. Héraðslæknirinn að Laugarási hefur átt all annríkt að undan- förnu enda er hérað hans víðáttu- mikið og fjölmennt. Aðspurður svarar hann því til að einkum sé það kvef og allskonar vesöld sem hrjái mannfólkið, eins og alltaf um þetta leyti árs. Þá er hettu- sótt að stinga sér niður að Laug- arvatni og víðar. — Tvö slys urðu í Laugardalnum fyrir skömmu. 16 ára piltur, GuðmUndur Valtýs- son í Miðdalskoti var að skemmta sér á skautum er hann féll svo hastarlega að hann handleggs- brotnaði. Brotnuðu báðar pípur rétt ofan við úlnlið. Eftir að lækn irinn hafði búið um handlegginn réði hann Guðmundi til að fara suður á Landsspítala til öryggis, þar sem hér var um slæmt brot að ræða. Hitt slysið, sem einig varð á bæ einum í Laugardal, var þó enn alvarlegra. 6 ára gamall snáði var að leika sér upp í rúmi sínu er hann skyndilega féll aft- ur á bak og höfuð hans lenti á spólurokk er stóð fyrir framan rúmið, með þeim afleiðingum að litli drengurinn höfuðkúpubrotn- aði og slasaðist jafnvel eitthvað meira. Læknirinn var sóttur, en síðan var farið með drenginn suð ur á Landsspítalann og síðast er fréttist leið honum sæmilega eft- ir atvikum. Það er ekki úr vegi, í sambandi við þessi tvö slys, að minna á hversu bagalegt það er, ekki einungis hvað sjúklingum viðvikur, heldur torveldar það læknunum stórlega störf sín, að ekki skuli einu sinni vera sjúkra- skýli með röntgentækjum á Sel- fossi. Vonandi stendur þetta til bóta, a. m. k. er nú mjög almenn- ur áhugi hér um slóðir fyrir því að á Selfossi rísi upp fullkomið sjúkrahús í náinni framtíð. Að undanförnu hefur það auð- veldað lækninum ferðalögin, að nú er hérað hans, sem nær yfir 6 hreppa hér í opanverðri Árnes- sýslu, frosið saman en árnar og þó einkum Hvítá er honum mikill farartálmi og eru dæmi til þess að hann hefur verið hætt kominn í henni. Mikil breyting ti lbatnað- ar verður með Hvítárbrúnni hjá Iðu, sem innan skamms mun standa fullbúin ef allt fer eðli- lega fram, verður það sannkölluð bylting í samgöngumálunum hér efra. — En það má sjá fleira en læknisjeppann renna yfir Hvítá þessa dagana, farartækjum af öll- um stærðum og gerðum er óhikað ekið yfir ísinn, enda er öllu óhætt enn sem komið er, fýrir nokkru síðan var hann mældur og reynd- ist þá vera milli 60 og 70 cm. á þykkt. Barnaskólakrakkarnir í heima- vistarskólanum í Reykholti í Biskupstungum og Flúðum í Hrunamannahreppi láta heldur ekki sitt eftir liggja, en nota nú tækifærið og heimsækja hvorir aðra. Hefur mátt sjá þau skoppa hér beint af augum yfir ísilögð straumvötnin Tungufljót og Hvítá, spriklandi af kæti og lífs- fjöri, í fylgd með kennurum sín- um og koma síðan heim að kveldi eftir minnisstæðan og skemmti- legan dag. Gróðrarsíöðvarnar í uppsveit- um Árnessýslu munu framleiða um það bil helminginn af þeim tómötum er landsmenn neyta ár- lega. Fyrstu tómatarnir á vorin hafa að undanförnu komið úr gróðurhúsunum við Reykholts- hver í Biskupstungum. Þar hafa nú plönturnar verið gróðursettar í tómathúsin fyrir tæpum mán- uði síðan, og í sólskininu að und- anförnu hefur þeim farið svo vel fram, að búast má við fyrstu tómötunum á Reykjavíkurmark- að með fyrra móti í ár, eða í seinni hluta aprílmánaðar Má því segja að farið sé að vora í gróðurhúsunum hér efra. Stóra-Fljóti 18. febr. Kvenfélag Hvamms- hrepps 35 ára VÍK í MÝRDAL, 12. febrúar — Kvenfélag Hvammshrepps, átti 35 ára afmæli 12. desember s. 1. Föstudaginn 11. febrúar minnt- ist félagið afmælisins með hófi í barnaskólahúsinu í Vík, þar sem félagskonur mættu með gesti sína. Þorgerður Jónsdóttir setti sam- komuna með ávarpi og stjórnaði henni. Forrcaður félagsins, Þór- hildur Jónsdóttir rakti sögu félagsins, allt frá stofun þess. Voru stofnendur 26, en nú eru félagskonui um 40 talsins. Þá söng kvennakór félagsins undir stjórn Óskars Jónssonar. Undirleik annaðist Kjartan Jó- hannsson. Matthildur Gottsveins dóttir, ein af stofnendum félags- ins, flutti ferðaþátt.' Ennfremur fluttu ýmsir félaginu kveðjur og árnaðaróskir, meðan setið var undir borðum. Að því loknu sungu þrjár ungar stú/Tvr með gítarundirieik. Þá var einnig sýndur gamanþáttur. Að lokum var stiginn dans. Fór afmælishófið hið bezta fram. Kveníélagið hefur allt frá stofnun látið sér menningar- og mannúðarmál þorpsins til sín taka. Hefur það unnið bæði þaxft og gott starf. —Jónas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.