Morgunblaðið - 04.03.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.03.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 4. marz 1955 MORGVNBLAÐIÐ Tilraun verð/ gerö með útgáfu vísitölutryggbra verðbréfa Frá viðskiptamálaráðuneytinu: í JÚNÍ s.l. fór Ingólfur Jónsson, viðskiptamálaráðherra, þess á leit við bankana, að athugun yrði gerð á því, hverjar leiðir væru líklegastar til þess að auka sparnað í landinu. Var vel tekið í þessa málaleitan af bankanna hálfu, og hinn 29. júní voru fimm menn skipaðir í nefnd til að gera tillögur um ráðstafanir til auk- innar sparifjársöfnunar. Af bank- anna hálfu voru þessir menn til- nefndir: Haukur Þorleifsson, aðalbók- ari; Jóhann Hafstein, bankastjóri; Jóhannes Nordal, hagfræðingur, og Jón Sigtryggsson, aðalbókari. — Þórhallur Ásgeirsson, skrif- stofustjóri, var skipaður formað- ur nefndarinnar, en ritari henn- ar var kosinn Jóhannes Nordal. Nefndin hóf starf sitt í júlí- byrjun og hefur hún nú nýlega skilað áliti sínu og tillögum til viðskiptamálaráðherra. í áliti sínu rekur nefndin þróun peningamála hér á landi síðan í stríðsbyrjun og lýsir þeirri skoðun sinni, að verð- bólgan og vantrú manna á verðgildi peninganna sé höf- uðorsök hins ónóga sparnaðar hér á landi. Hina auknu spari- f jársöfnun s.l. tvö ár telur hún vera að þakka stöðugra verð- Iagi, hærri tekjum, frjálsari verzlunarháttum, svo og hærri vöxtum og öðrum ráð- stöfunum, sem gerðar hafa j verið til þess að bæta hag sparifjáreigenda. í áliti sínu leggur nefndin fram ýmsar tillögur um ráðstaf- anir, sem hún telur að gætu stuðlað að aukinni sparifjársöfn- un, en hún leggur þó áherzlu á þá skoðun sína, „að sparifjár- söfnun sé fyrst og fremst undir því komin, hver verðlagsþróunin sé og hverjar breytingar verði á tekjum manna í þjóðfélaginu. Ef menn óttast verðbólgu og stór- kostlega lækkun verðgildis pen- inganna, er mjög ólíklegt, að nokkrar aðgerðir til aukins sparnaðar komi að gagni, nema ef til vill vísitölutrygging á sparifé“. SKIPULEG STARFSEMI TIL AÐ AUKA SPARIFJÁRSÖFNUN Aðaltillaga nefndarinnar er sú, að komið verði á fót samvinnu- nefnd allra bankanna, ásamt fulltrúum frá sparisjóðum, til þess að hafa forystu skípu- lagðrar starfsemi, er stefni að því að auka sparifjársöfnun í landinu. Er slíkri samvinnunefnd ætlað að vinna að því að koma á nýjungum, sem líklegar væru til að efla sparnað, og einnig að beita sér fyrir áróðri og upplýs- ingastarfsemi meðal almennings. VÍSITÖLUTRYGGÐ VERÐBRÉF Verður nú getið helztu nýmæla, sem nefndin drepur á í tillögum sínum. f fyrsta lagi leggur hún til, að gerð verði tilraun hér á landi með útgáfu vísitölutryggðra verðbréfa og sett verði löggjöf um það efni. Einnig er samvinnu- nefndinni ætlað að athuga, hvort fært þyki að opna vísitölubundna sparisjóðsreikninga. Að vísu sé óvíst, hvernig vísitölubinding reynist, þar sem lítil reynsla er fengin fyrir því, en því fylgja svo margir kostir, að sjálfsagt er að fá úr því skorið. Með vísitölu- tryggingu mundi vera leiðrétt það ranglæti, sem ætíð er samfara verðbólgu, að sparifjáreigendur eru sviptir miklum hluta tekna sinna, sem síðan lendir í höndum lántakandans. Meðal annars bendir nefndin á, að þetta fyrir- komulag mundi gerbreyta hugar- fari Iántakenda svo að þeir Athuganir á þvi, hverjar leiðir væru lik- legastar til að auka sparnað i landinu mundu sjá sér jafn mikinn hag , því cg sparifjáreigendur að vinna gegn verðbólgu. NÝ INNLÁNSFORM í öðru Jagi bendir nefndin á ýmis ný innlánsform, sem lík- legt er að hafa mundu í för með sér aukna sparifjársöfnun. Má þar t. d. nefna sparnaðarsamn- inga til íbúðarkaupa, en fyrir- komulagið myndi vera það, að gerður væri samningur milli ein- staklingsins og innlánsstofnunar- innar um, að einstaklingurinn safnaði með reglulegum innlögum á tilskvldum tíma fé til að bvggja eða kauDa sér íbúð. Lánsstofnun- in mundi ábyrgjast að veita hon- um lán til byggingarinnar, þegar upnhæðin á reikningnum hefði náð ákveðnum hluta af kostnað- arverði íbúðar. Einnig bendir hún á önnur form samningsbundins sparnað- ar, svo sem jólasparnað og Jauna- sparnað ungs fólks, en slíkur launasparnaður hefur verið revndur með sæmilegum árangri í Svíþjóð. Fyrirkomulagið er það, að ungt fólk getur gert samning um, að vinnuveitandi þess greiði vissan hluta launa sinna inn á sparisjóðsreikning mánaðarJega, og má ekki taka féð út fyrr en það hefur náð 25 ára aldri nema þá í sérstöku augnamiði, t. d. vegna heimilisstofnunar eða til þess að greiða náms- og sjúkra- kostnað. Sérstakt happdrætti er smiðmr sreiði C m, rekið í sambandi við þetta fyrir- komulag í Svíþjóð, og fá allir þátttakendur frítt númer í því. Hér á landi hafa unglingar oft háar tekjur, sem þeir eyða í ó- þarfa í stað þess, að það gæti orðið undirstaða góðs efnahags þeirra á fullorðinsárum. Virðist ekki minni ástæða til þess að kenna unglingum ráðdeild og sparnað heldur en börnum í barnaskóla. LÍFTRYGGINGAR Líftryggingar eru eitt mikil- vægasta form samningsbundins sparnaðar í flestum löndum, og telur nefndin æslíilegt, að gerðar séu ráðstafanir til þess að efla þær stórlega hér á landi frá því, ' sem nú er. í því sambandi hendir hún einkum á tvær leiðir: t fvrsta | lagi, að iðgjaldagreiðslur allt að 10 þús. kr. á ári séu gerðar frá- ■ dráttarhæfar frá skatti og í öðru lagi, að gerðar séu tilraunir með ' líftryggingar, sem bundnar séu vísitölu, en útgáfa vísitölu- tryggðra verðbréfa ætti að skapa • aðstæður til slíkrar tryggingar- starfsemi. Nefndin Iýsir þeirri skoðun sinni, að skattfrelsi sparifjár hafi verið mjög mikilvægt nýmæli, sem líklegt sé til að efla spari- fjársöfnun landsmanna. Gerir hún það að tillögu sinni, að skatt- frelsi verði einnig látið ná til verðbréfa. 2. marz 1955. Siglufirði 100 þws. kt sem lágmarksgjaM Umsefningargialdið verður Síiið tíldiarleysisárum a BÆJARSJÓÐUR Siglufjarðar á nú við mikla erfiðleika að stríða vegna fjárskorts, eins og að líkum lætur, eftir 10 samfelld, síldarleysisár. Þannig mælti Einar Ingimundarson, þingmaður Siglufjarðar, í Neðri deild Alþingis í gær, er hann flutti framsögu fyrir frum- varpi til laga um það að lágmarksgjald Síldarverksmiðja- ríkisins til bæjarsjóðs Siglufjarðar skuli vera 100 þúsund krónur. Sol haldið kaffisamsæti Lýsa þakkSæfi sínu til Meðallendinga SKIPBROTSMENN á brezka ] togaranum King Sol komu allir til Reykjavíkur á miðviku-j dagskvöld. — Slysavarnafélagið, kvennadeildin hér í Reykjavík og Sjómannastofan bauð þeim. til kaffidrykkju í gær og báru fé- lagskonur fram veitingar. Við það tækifæri fluttu ræður: Guo- bjartur Ölafsson, forseti Slysa- varnafélagsins, J. T. Henderson sendiherra Breta á íslandi, séra Óskar J. Þorláksson, Guðrún Jónasson, séra Jakob Jónsson, Snæbjörn Jónsson og skipstjór- inn, Philip S. Farmery, sem þakk- aði fyrir skipverja á King Sol. Forseti Slysavarnafélagsins sagði það ávallt mikið gleðiefni, er bjargað væri mannslífum. Sjó- slys hér við land hefðu fylgt sögu þjóðarinnar frá upphafi, en slysavarnastarfsemi væri ung að árum. Hann gat þess, að aldrei hefði maður úr björgunarsveit- um Slysavarnafélagsins fariv.t við björgun eða björgunartilraun- ir og hefðu þó margir hætt lífi sínu, er þess gerðist þörf. Einmg væri vert að minnast þess, að svo giftusamlega hefir til tekizt fram á þennan dag, að allir hefðu þeir menn lifað af, vosbúð og kulda, er björgunarsveitir Slysa- varnafélagsins hefðu á annað borð bjargað á land. Hann minnt- ist þess með þakklæti, að brezkir sjómenn hefðu oft borið gæfu til að bjarga íslenzkum sjómönnum úr sjávarháska og nefndi til dæmis áhöfn af íslenzkum gúmmíbát, sem brezkur togari bjargaði fyrir noklrrum árumi Forseti Slysavarnafélagsins. árn- aði að lokum skiþbrotsmönnum allra heilla í framtíðinni. Brezki sendiherrann, Mr. Hend- erson, bar fram þakkir til Slysa- varnafélagsins og allra, sem unn- ið hefðu að björguninni og tekið skipbrotsmönnum af alúð og bróðurhug. Frú Guðrún Jónasson minntist þess, að skipbrotsmannaskýlið, sem skipverjar leituðu skjóls í áður en haldið var til bæja, væri fyrsta skipbrotsmannaskýlið, sem kvennadeild Slysavarnafélagsins í Rvík hefði komið upp. Væri þetta i fyrsta skipti, sem skip- brotsmenn leituðu hælis þar. Kvennadeild Slysavarnafélags- ins leysti skipbrotsmenn út með gjöfum. Var hverjum þeirra gef- in myndabók frá íslandi. Skipstjórinn á King Sol sagði, að þeir ættu engin orð til að lýsa þakklæti sínu í garð Slysa- varnafélags íslands og björgun- arsveitarmönnum og fólkinu, sem þeir gistu hjá austur í Skafta- fellssýslu og loks kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík, sem byði þeim hingað í dag. — Sagði hann þá ekki geta launað allan bróðurhuginn og velgern- ing betur en að láta hans getið eins og hann hefir verið, er við komum heim til Bretlands. — Kvaðst skipstjóri gera ráð fyrir því, að þeir héJdu heimleiðis næstkomandi mánudag. Þeir eru 20 að tölu. J/2% AF BEUTTOANDVIRÐI í núgildandi lögum um síldar- verksmiðjur ríkisins frá árinu 1938, er kveðið svo á, að þær skuli greiða V2% af brúttóand- virði seldr„ afurða ár livert til bæjarsjóðs eða sveitarsjóðs, þar sem þær eru starfræktar. En sem kunnugt er teljast Síldarverk- smiðjur rikisins sem ríkisfyrir- tæki ekki útsvarsskyldar. Samkvæmt þessu ákvæði hafa síldarverksmiðjurnar grei-tt um- setningargjöld til hlutaðeigandi bæjar- og sveitarfélaga að und- anförnu, og munu þær greiðslur hafa numið verulegum upphæð- um hlutfal’slega sumsstaðar, þar sem. verksmiðjur hafa verið starf ræktar t. d á Raufarhöfn. I.ITIL UMSETNING í SÍLDARI EYSINU En á SigMfirði hefur hinsveg- ar munað lítið um greiðslur síld- arverksmiðjanna undanfarin síld arleysisár. Á undanförnum þremur árum hefur verið .iafnað niður á gjaldendur á Siglufirði 2—3 milljónum króna ár hvert, en á þeim tíma liafa umsetning- argjöld síldarverksmiðja ríkis- ins numið um 7200—37.000 kr. og má sjá af því, hve lítill hluti greiðslur verksmiðjunnar eru móti heildarútsvörum bæjarins. Einnig benti Einar Ingimund- arson á það, að einmitt þau ár, sem umsetningargjald síldarverk smiðjanna væri lægst, vegna síld arbresés, bá væru útsvarsgjald- endur einr ig ver staddir en ella, einmitt vegr.a síldarbrestsins, og væri því crfitt fyrir þá að bera þau árin hlutfallslega hærri gjöld. Þá gat hann þess, að verksmiðj urnar hefðu nærri frá byrjun rekið ýmsa starfsemi. sem þær hefðu haft verulegar aukatekjur af. Mætti t. d. nefna vélaverk- stæði sem þær rækju á Siglufirði. Virtist framsögumanna eðlilegt að taka nokkuð tillit til tekna, sem verksmiðjurnar afla sér með slíkri starfsemi. 100 ÞÚS. KR. LÁGMARK E raðaltilgangurinn með frum varpinu að reyna að einhverju leyti að létta undir með bæjar- sjóði Sigluíjarðar með því að leggja til, að ákveðin verði árleg lágmarlísgreiðsla til hans frá síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði. Er því lagt til í frum- varpinu, :ið þar til Jokið er end- urskoðun á iöggjöfinni um tekjur bæjar og s veitarfélaga, skal Jág- marksgjald síldarverksmiðja rík- isins á Siglufirði til bæjarsjóðs I Siglufjarðar aldrei vera minna en I 100 þúsund krónur á ári. „Vinstri samvinna á ranHri biússn 1.4 HONOLULU: — Þrjátíu fjöl- skyldur flúðu heimili sín s.l. mánudag, er eldfjall nokkurt á eynni Hawaii tók að gjósa. — Breiðir hrauntaumar runnu nið- ur eftir fjallshlíðunum alveg niður í sjó. ABÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær bar „vinstri samvinnan*’, Bárður Daníelsson, ,,Þjóðvörn“, Alfreð Gíslason, „Málfundafélag jafnaðarmanna" og Þórður Björnsson, „Framsókn“, fram tillögu um, að bæjarstjórnin sam- þykki að fela bæjarráði for- göngu um aukna véltækni við gatnahreinsun í bænum og að bæjarverkfræðing sé falið, að rannsaka hvort ekki muni fjár- hagslega hagstætt, að bærinn eignist sjálfur allur vörubifreið- ar, sem hann þurfi í sína þjón- ustu. Bárður Daníelsson flutti langa framsöguræðu fyrir tillög- unni og kom þar fram, að hann teldi að bifreiðastjórum og öðr- um, sem vinna að gatnahreinsun væri greitt of mikið fé úr bæjar- sjóði. Sagði hann, að margir gamlir menn væru að slíkum störfum og afköst þeirra væru ekki í hlutfalli við tilkostnaðinn. Ennfremur taldi hann, að vöru- bifreiðastjórar, sem væru í þjón- ustu bæjarins hefðu of hátt kaup og taldi að ekki þyrfti nema fjög- urra til sex mánaða vinnu á ári fyrir hvern slíkan mann til þess að vinna fyrir sínu Jífsviðurværi. Samtök bifreiðastjóra væru það sterk, að þau gætu knúið bæjar- félagið til að ganga að slíkum ókjörum. Ragnar Lárusson bæjarfull- trúi tók til máls og minnti á að stundum hefði verið fundið að því á kreppuárunum að bærinn hefði of fáa í sinni þjónustu, nú væri hinsvegar góð atvinna hjá almenningi og vitaskuld yrði Reykjavíkur- bær að sæta þeim kjörum, sem á hverjum tíma væri samið um við bifreiðastjóra. Engum dytti í hug að Reykjavíkurbær gerði þar óhagstæðari samn- inga heldur en efni stæðu til á hverjum tíma. R. L. kvað það rétt vera að í þjónustu bæjarins væru ýmsir gamlir menn og mundi uppsögn starfa þeirra um leið svipta þá lífs- framfæri. Þó að það væri ekki með berum orðum sagt í til- lögu B. D., þá fælist þó í henni að slíkum mönnum ætti að vera ofaukið. Magnús Ástmarsson bftr. taldi að þó aukinn vélakostur væri æskilegur þá gæti hann ekki alls- staðar komið í staðinn fyrir mannshöndina og uppsögn ýmsra starfsmanna mundi hitta þá mjóg illa. Talsverðar umræður urðu um þetta mál og að lokum eftir langa umhugsun tók Guðmundur Vig- fússon (Komm) til máls og lét í ljós að tillaga Bárðar bæri vott um nokkurt „yfirlæti" í garð vörubílstjóranna, sem ynnu fyr- ir bæinn. Taldi hann að það væri gjörsamlega út i hött, sem Bárð- ur hafði sagt um að ekki þyrfti nema 5—6 mánuði fyrir vörubíl- stjóra til að vinna fyrir heils árs kaupi, og spurði hvaðan Bárður hefði slíkar upplýsingar. G. V. sagði að í umræðunum hefði ver- ið sveigt að því að kommúnistar viJdu ekki, þrátt fyrir „vinstri samvinnu“ skrifa undir tillögu Bárðar vegna þess að þeir teldu að með því veiktu þeir aðstöðu sína í „Þrótti“. Sagði G. V. að Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.