Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. marz 1955 t'-í Ot*.; H.Í. Arvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason írá Vigui. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. freslað Ábyrgðarlaust atferli SAMNINGANEFND verkalýös- félaganna hefur nú hafnað þeim tilmælum ríkisstjórnarinn- ar að tilnefna fulltrúa í nefnd til hlutlausrar rannsóknar á þeim staðreyndum, sem mestu máH skipta í sambandi við kaupdeilu þá sem nú stendur yfir. í svari samninganefndarinnar er m. a. komizt svo að orði að miklar lík- ur séu til, að tillaga ríkisstjórn- arinnar sé fram komin til þess að tefja fyrir samningum deilu- aðila. Þessi staðhæfing er svo ábyrgðarlaus og fjarstæðu- kennd, að hún hlýtur að vekja gremju meðal alþjóðar. Það er staðreynd sem ekki verður gengið á snið við, að allar kröfur verkalýðsfélaganna voru ekki komnar fram fyrr en í þann mund, sem uppsagn- arfresturinn rann út. Örstutt- ur tími hefur því gefizt til þess að ræða þær og freista samkomuiags milli deiluaðila. Fyrir ríkisstjórninni vakti það fyrst og fremst með til- lögu hennar um hlutlausa rannsóknarnefnd að greiða fyrir lausn deilunnar, fá úr j.vl skorið með hlutlausri athugun, hvaða grundvöllur væri fyrir hendi til þess að koma fram raunverulegum kjarabótum verkalýðnum til handa. Það er fjarstæða að fyrir ríkisstjórn- inni hafi vakað að draga úr- slit í þessum málum endalaust á Ianginn, enda væri það eng- um til hagsbóta að hafa slíka deilu óútkljáða og verkföll yfirvofandi svo mánuðum skipti. Fordæmi annarra þjóða Það er rétt, sem Bjarni Bene- diktsson dómsmálaráðherra benti á í ræðu sinni á Alþingi í gær, að meðal þroskuðustu lýðræðis- þjóða heimsins er talið sjálfsagt og eðlilegt, að ríkisvaldið geri ráðstafanir til þess að hindra þá ógæfu, sem af langvarandi verk- fölkim eða verkbönnum leiðir. í Bretlandi er það til dæmis tíðkað, að ríkisstjórnin skipi rannsóknarnefndir til að kanna allar staðreyndir vinnudeilna. — Hafa rannsóknir þeirra oft orðið grundvöllur að frambúðarlausn í samningum milli vinnuveitenda og verkalýðssamtaka. Það er athyglisvert að í Bretlandi eru slíkar rannsókn- arnefndir yfirleitt ekki skipað- ar fyrr en samningar eru komnir í strand milli aðilanna sjálfra og öll úrræði hafa ver- ið reynd af þeirra hálfu til þess að útkljá deilumál sín. Einmitt þessa leið fór ríkis- stjórn ísland þegar hún ósk- aði þess, að deiluaðilar hér til- nefndu fulltrúa í rannsóknar- nefnd, ásamt fulltrúum frá Hæstarétti. En samninganefnd verkalýðs- félaganna hefur hafnað þessari tilraun til sátta. Gefur það greini- lega vísbendingu um, hverjir ráði þar mestu. Það eru kommúnist- arnir sem alþjóð veit, að nota vilja verkalýðsfélögin sem tæki í pólitískri barát.tu sinni. íslenzka þjóðin hefur ennþá einu sinni rekið sig á það, hvaða afleiðingar það hefur, að komm- únistar skuli hafa komizt til valda í nokkrum stærstu verkalýðsfé- lögum landsins. Þau völd hafa þeir notað, og munu nota, til þess að grafa undan bjargræðisvegum þjóðarinnar og hindra heilbrigða þróun og uppbyggingu þeirra. Hvað vakti fyrir kommónistum með frestuninni? Kommúnistar hafa hælt sér mikið af því, að hafa ekki skellt á verkfalli í svipaðan mund og verkalýðsfélögin settu fram kröf- ur sínar. En hvað vakti raunveru- lega fyrir þeim með þessari frest- un? Allt bendir til þess, að leiðtog- ar kommúnista hafa alls ekki gert það til þess, að gefa aðilum betra tóm til að kynna sér efni málsins og komast að samkomulagi. Hitt hafi miklu frekar vakað fyrir þeim að skapa sér bætta aðstöðu og t. d. bíða eftir því, að kaup- I skipaflotinn. sem var nýlagður úr ! Reykjavíkurhöfn eftir matsveina- I verkfallið, kæmi þangað aftur. i Þá gæfist tækifæri til nýs kverka taKs gagnvart samgöngunum og viðskiptalífi þjóðarinnar. Sá grunur sem uppi hefur verið um að þetta hafi vakað fyrir kommúnistum nálgast vissu, eftir að þeir hafa hafnað tillögu ríkisstjórnarinnar um rannsóknarnefnd, og lýst yi'ir því með orðum forseta Alþýðu sambandsins á Alþingi í gær, að verkföll muni verða hafin 18. eða 19. þ. m. SAUÐÁRKRÓKI, 9. marz. — Landlega hefur verið hér undan- farið vegna hvassviðris og óhag- stæðrar áttar. Góð t:ð hefur ver- ið á landi og hefur snjó tekið upp að mestu leyti. Beitijörð fyrir sauðfé má telja orðna allgóða víðast hvar um Skagafjörð, eftir blotann, sem gerði nú fyrir skömmu. Allmikill inflúenzufaraidur hefur gengið hér í kaupstaðnum og viðar, en er nú í rénun. Aldrei varð veikin þó svo skæð að ioka þyrfti skólum, t.d. barnaskólan- um, iðnskólanum og gagnfræða- skólanum, en á tímabili voru kennslustofurnar því sem næst tómar. Ákveðið hefur nú verið að fresta sæluvikunni þar til 20. marz, og er það aðallega gert vegna inflúenzunnar. — Guðjón. sparnj.R_. Mest vegna þess að innstæður voru ekki taldar fram til skatts Kemur illa niður í sumum tilfellura NEFND þriggja lögfræðinga hefur að undanförnu starfað að því að úrskurða hverjar af umsóknum um sparifjárbætur skuli taka til greina skv. lögunum um slíkar bætur. Hafa lögfræðingarnir að sjálfsögðu farið nákvæmlega eftir bókstaf laganna um rétt til sparifjárbóta og það komið i ljós að 5246 umsóknum verður að synja, samtals að upphæð 11 milljón krónur vegna þess, að þær voru ekki taldar fram til skatts á sínum tíma. KEMUR OFT ILLA NIBUR Ingólfur Jónsson viðskipta- málaráðherra, sagði á Alþingi i gær, að í sumum tilfellum væri betta mjög sárt fyrir fólk, t. d. þegar gamalmenni verða fvrir þessu, sem ekki \Jeíuakancli áhriflar: Sáítavíðleitni ríkisstjórnarinnar Allir hugsandi menn munu harma það, að ekki hefur veitzt ráðrúm til þess að kanna nýjar leiðir til lausnar þeim víðtæku kaupdeilum, sem nú standa yfir. Stjórn landsins hefur gert sitt til þess að firra vandræðum. Bjarni Benediktsson lýsti því yfir í ræðu sinni á Alþingi í gær, að hún myndi halda því áfram. En hún á við ramman reip að draga, þar sem er hinn kommúníska forusta margra verkalýðsfélaganna. Allur almenningur í Iandinu mun áreiðanlega meta það mikils að ríkisstjórnin hefur sýnt einlæga viðleitni til að stuðla að friðsamlegri lausn deilnanna og látið athafnir sínar stjórnast af góðvild og víðtækum skilningi á alþjóð- arhag. Alda hreinsunar NÚ verður skammt milli stórra högga í járntjaldslöndunum. — Skyndileg stefnubreyting er tek- in upp og það má ekki minna vera en að þeir stjórnmálamenn, sem fremstir hafa verið í flokki um að bæta lífskjör manna þar að undanförnu, séu kallaðir skemmdarverkamenn og svikar- ar við málstað kommúnistaflokks landanna. Síðustu fréttir herma, að einn valdamesti maður Ungverjalar.ds sé fallinn vegna þess að nýja lín- an fer i bága við gömlu línuna, sem hann fylgdi. Hann verður væntaniega ekki sá síðasti, sem fellur í hreinsunum austur þar. „Nýja bíó“ svarar F. V. TILEFNI af grein F. V., sem birtist hér í dálkunum í fyrra dag hefir Nýja Bíó h.f. beðið um birtingu á eftirfarandi: „Einhver með fangamarkinu F. V., ritar Velvakanda í Morgun- blaðinu 8. þ.m., og spyr: Hvað varð af „Othello"? Hann spyr með nokkrum þjósti hvernig því víki við að kvikmyndin „Othello" sem bvrjað var að sýna í einu kvikmyndahúsi bæjarins nú í vikunni, sé „horfin okkur“. Svar við þessari spurningu F. V., er einfaldlega það, að sára- lítil aðsókn var að myndinni. Hún var sýnd 6 sinnum fyrir tómu og hálftómu húsi: Haldi F. V., að það hafi verið af einhverj- um ótugtarskap við kvikmynda- húsgesti, að hún var ekki sýnd lengur, þá skjátlast honum hrapa- lega. Að sjálfsögðu er forráða- mönnum kvikmyndahúsanna ekk ert kærara en að gestum þeirra falli myndirnar vel í geð, og þá aðsókn að sama skapi. Þetta ligg- ur svo í augum uppi, að ekki ætti að þurfa að benda á það. Atriði til athugunar. EN vilji hinn hneikslaði F. V., aðeins athuga það, að þegar greiddir verða hinir 4 lögskip- uðu beinu skattar af nefndri kvik mynd, þ. e. 27,55% skemmtana- 1 skattur, 9% sætagjald, 3% sölu- skattur, og 1% stef-skattur, þá varð rúmlega 1000 króna tap á myndinni á dag og þó ekki sé tek ( ið tillit til hins daglega reksturs- kostnaðar sem er hátt á fjórða þúsund krónur, þá mun hann fús- lega játa sem rétt sýnn maður, að ekkert vit hafi verið að halda áfram sýningum á myndinni lengur en gert var, mundu víst ] hin bíóin hafa hagað sér á svip- aðan hátt, einnig Tjarnarbíó, sem j þó er rekið af hinu opinbera j (Háskólanum) og hefir með því sérstöðu. Það má vel vera, að Þjóðleik- húsið, sem greinarhöfundur vitn- ar í til fyrirmyndar, geti haldið uppi sýningum kvöld eftir kvöld með tapi, en það er nú einusinni svo, að það sem ekki er opinber rekstur, eða haldið á floti með styrkjum, þarf helzt að bera sig — ef ekki á illa að fara. Hefir ekki athugað aðstæðurnar. NÁKVÆMLEGA sama átti sér stað með myndina „Glæpur og refsing", sem sýnd var í sama kvikmyndahúsi nýlega. Aðsóknin svo að segja engin, þessi mynd var sýnd sex sinnum eins og „Othello". Það er að sjálfsögðu ekki ætl- ' unin að fara að eyða miklu af rúmi blaðsins til að svara ádeilu eins og þeirri sem kemur fram í grein F. V. Það er auðséð af henni, að höfundur hefir ekki at- hugað aðstæðurnar né hirt um að 'afla sér upplýsinga um þær, áður en hann mundaði brandinn og reiddi til höggs. Sennilega verður fólki aftur gefinn kostur á að sjá báðar þessar myndir, þótt síðar verði. Það er sjálfsagt að gera háttvirtum greinarhöfundi aðvart sérstaklega, svo menningarþrá hans verði fullnægt, til þess þarf hann aðeins að láta bióinu í té nafn sitt og heimilisfang. Virðingarfyllst, Nýja bíó h.f.“ Skemmd epli VELVAKANDI góður! Ég hefi þráfaldlega nú síð- ustu daga orðið fyrir því að fá skemmd og óæt epli, sem ég hefi borgað fullu verði, sum jafnvel í stykkjatölu á kr. 1,50 stykkið. Mér er sagt að eplaforðinn hjá kaupmönnum sé nú nokkuð ná- lægt því að vera á þrotum og kann að vera að skemmdirnar stafi af því, að hér sé um eftir- stöðvar að ræða sem farnar eru að láta á sjá fyrir aldurs sakir. En mér finnst það ekki rétt að láta það koma niður á viðskipta- vinunum, að minnsta kosti virðist rétt, að varan væri seld vægara verði, þegar hún hefir tapað meira meira en litlu af hinum upprunalegu gæðum sínum. Okkur finnst það óafsakanlegt. FYRIR jólin keyptu sér flestir heila eplakassa og brá þar víða fyrir skemmdum eplum En slíkt var eðlilegt, kaupmaðurinn gat ekki ábyrgzt að ekki leyndist skemmd epli í kössum, sem ekki höfðu verið opnaðir. Yfirleitt mun fólk hafa hagnazt á kassa- kaupunum þrátt fyrir smá- skemmdir innan um. — En þegar kaupmaðurinn fer höndum um hvert epli sem afhent er fram fyrir búðarborðið, þá finnst okk- ur óafsakanlegt að selja okkur þau skemmd — og stundum óæt — íullu verði. — Húsmóðir." töldu fram vegna athugaleysis. En í lögunum um spariíjár- ba:tur er skýrt tekið fram, að haí'i innstæðan ekki verið tal- in fram til skatts, þá verði ckki greiddar bætur af henni og er þvi ekki gott að ger.i við þessu. VITUR FJÓRUM ÁRUM EFTJRÁ Ráðherrann gat þessa í sam- bandi við allharða gagnrýni frá Gylfa Þ. Gíslasyni á framkvæmd sparifjárbótanna. Kom í Ingólfs hlut að svara. Kvaðst hann vera hissa á rosta Gylfa nú fjórum árum eítir að lögin voru sett. Það er hægt að vera vitur eftir á, en aðfinnslur Gylfa koma hvorki meira né minna en fjór- um árum of seint. 6570 UMSOKNIR VIDUR- KENNDAR Siðan gaf Ingólfur yfirlit yfir sparifjárbæturnar. Hann sagði, að Landsbankanum hefði borizt alls 11,816 umsóknir. Af þeim eru 6570 bótaskyldar, en synja verður 5246 umsóknum, samtals að fjárhæð rúmlega 11 milljón krónum. EKKI TALID FRAM TIL SKATTS Það er nefnd lögfræðinga, sem hefur rannsakað réttmæti umsóknanna. Er nefndin skip- uð þessum mönnum: — Þór- halli Ólafssyni frá ríkisskatta- nefnd, Birni Tryggvasyni frá Landsbankanum og Yngva Ólafssyni fulltrúa í viðskipta- málaráðuneytinu. Flestar og nær allar synjanir stafa af því að sparisjóðsinnstæðan var ekki talin fram til skatts á sínum tíma, en slíkt er algert skilyrði í lögunum. 800 umsóknir hlutu ekki bæt- ur vegna þess, að ekki var inn- stæða til í sparisjóðum á því tímabili, sem máli skiptir. TILLAGA GYLFA EKKI TIL FLÝTIS Gylfi G:slason fór næst um það hörðum orðum, að ekki væri hægt að áfrvja né kæra úrskurð lögfræðinganefndarinnar. Nefnd- in virtist, sagði hann, eiga að vera einskonar hæstiréttur í þessu máli. Fór þingmaðurinn um það mörgum orðum að slíkt væri óviðunandi þar sem um all- miklar fjáiliæðir væri að ræða. Vildi hann láta stofna sérstakan dómstól til að dæma í þessum málum. Ráðherra svaraði því til, að þetta væri á algerum mis- skilningi byggt. Að sjálfsögðu mætti fara með úrskurði lög- fræðinganna fyrir dómstól- ana. Varla yrði samt mikið um slíkt, þar sem ákvæði lag- anna um framtalsskyldu o. fl. væru svo skýr að ekki þyrfti um að villast. Hitt kvað ráð- herrann bótaþegum ekki í vil að fara að stofna enn meira skrifstofubákn í kringum sparifjárbæturnar, stofna dóm stól og þarafleiðandi að fresta enn afgrciðslu málsins við það að gefa þriggja eða sex mán- aða kærufrest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.