Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Finimtudagur 10. marz 1955 Róðrarferð með m.b. Einari Hálfdáns frá Bolungarvlk: Línan lögð fyrir steinbít á grunnmibum út af Rit Það höfðu verið landlegur í 4 eða 5 daga, en nú virtist svo sem ætlaði að fara að gefa á sjó aftur, veðrið batnandi og komið égætisveður, en þó þétt snjó- mugga. Brimið hefur alveg lægt og þungar öldurnar skella ekki lengur á brimbrjótnum, eins og í gærdag, þegar hafrótið gekk yfir brjótinn svo varla glitti í hann nema endrum og eins. Drunurnar eru horfnar og nú bcrst að eyrum manns þægilegt öldusuð í stað þrumandi brim- gnýsins. Bátarnir eru inni á ísafirði, þar verður að geyrna þá þegar brimið við brjótinn er mikið og er betta hafnleysi Bolvíkingum vitanlega til ákaflega mikils óhagræðis. Loftvogin er að vísu fremur ó- hagstæð nú, stendur lágt, en Theresía er vongóð um betra veður og spáir aðeins NA-kalda með éljum. Strax um miðjan dag í dag var farið að tala um að sækja bátana inn á ísafjörð, en það er ekki svo gott við að eiga: Óshlíðarvegurinn er lokaður. Snjóskriður hafa fallið á veginn og einnig hefur skafið talsvert á hann. Og þannig líður dagur að kveldi í óvissu'..... Klukkan er hálftíu og ég rölti út og niður að brjótnum. Það hafði verið ákveðið að ég fengi að fljóta með í næsta róður m.b. Einars Hálfdáns og nú var um að gera að fylgjast vel með hvað úr þessu yrði. Formaður á Einari Hálfdáns er Hálfdán Einarsson, ungur maður á að giska 37 eða 38 ára gamail kunnur aflamaður og sjósóknari. Það eru fáir á ferli úti og það er mikill snjór á jörðu. Enn kyng- ir niður snjó, þétt muggan er eins og veggur, sem byrgir alla útsýn. Timburhúsin við aðalgöt- •una eru hjúpuð þykkri snjó- skikkju vetrarins. Og svo kem ég að frystihúsinu, stóru og gnæf- andi, traustlega byggðu. Fyrir framhlið þess liggur Brimbrjóts- gatan niður á brimbrjótinn og handan við hana er beinamjöls- verksmiðjan. & & á Iljósleysinu fyrir framan frysti- húsið standa nokkrir menn í hóp. Þeir eru eins og svartir drangar þarna í snjónum, þöglir og stappa niður fótunum á milli þess, sem þeir rölta lítið eitt um til að halda á sér hita. Siálfsagt hafa þéir verið að ræða um veð- urútlitið. En eru nú þagnaðir að mestu. Eftir nokkra stund bætast tveir menn við í hópinn og ann- ar spyr, þegar hann hefur virt þessa starfsbræður sína fyrir sér: — Ætli Súgfirðingarnir hafi verið að fá hann? — Ekki nema eitt og eitt kvik- indi sögðu þeir, svarar einhver. — Þá er mokafli hjá þeim! gell- ur í öðrum. Og sumir hlæja, aðrir brosa aðeins, og þeir halda áfram að gera að gamni sínu um sann- sögli formanna yfirleitt um afla- brögð. Það er því líkast að ekki sé ætíð sagt frómt frá, hve mikill aflinn er áður en komið er að landi, og þannig mun það líka vera. Eftir drjúga stund snúa þeir sér svo að aðalatriðinu, tilefni þessa sérstæða fundar nokkurra sjó- manna í Bolungavík á Brim- brjótsgötu: hvort ekki sé rétt að fara að sækja bátana. Við brim- brjótsbakkann liggur,-h'till vél- bátur, Jökull, en með þeim bát ætla þeir að fara til ísafjarðar að sækja bátana þar eða vegurinn er tepptur. En þá eru það veður- frcttirnar, ekki dugir að fara á sjó ef spáin er mjög afleit. Já, það er alveg eins hægt að hlusta á spána í viðtækinu á Jökli eins og í landi. Það má þá alltaf snúa við. Og fyrr en varir er það af- ráðið með öi-fáum setningum að halda af stað eftir bátunum — og hópurinn tvístrast skyndilega og hver fer til síns heima. — Það þarf líka að ná í formanninn á Jökli, Guðmund Rósmundsson. Lítill vélbátur með um 15 far- þega innanborðs siglir skömmu s;ðar í snjómuggu og myrkri til Isafjarðar að sækja atvinnutækin .,... | & d ák B átarnir eru lagstir að brim- brjótnum og búast til róðrar. Bátar þeir, sem róa frá Bolungarvík, verða að fara íií ísafjarðar í vondum veðrum vegna þess hversu sjórinn gengur þá yfir brimbrjótinn í Bolungarvik. — Myndin sýnir, er eitt ólag skellur yfir brjótinn. (Ljósm.: Har. Teits.) M b. Einar Hálfdáns er nýr bát- og kom til Bolungavíkur í júli 1953. Hann er um 55 lestir að stærð og ganghraði hans er 8—9 sjómílur. Eigandi bátsins er Völu- steinn h.f. Þetta er hin prýðileg- asta fleyta í hvívetna og hefur reynst eigendum sínum vel und- ir stjórn Hálfdáns, sem er einn aflasælasti formaður á Vestfjörð- um. — Báturinn er mannaður Formennirnir fara upp í þorpið I fimm mönnum: Hálfdán, formað- Bolungavík kunn úr Islandssög- unni. Þar nam land Þuríður sundafyllir, svo sem getið er um i Landnámu, og hún setti Kvía- mið á isaíjarðardjúp. En þangað sóttu húskarlar Bersa sjófangið, þegar Þormóður settist að hjá Kolbrúnu eins og frá segír í Fóstbræðrasögu. í Bolungavík var Völusteinn sonur Þuríðav, sem ýmsir vilja halda fram að hafi ort Völuspá. Bolungavík hefur eitt sinn ver- S SJÓSÓKN hefur ætíð verið meiri á Vestíjörðum en annars staðar á landinu og 1 (L Vestfirðingar nátengdari hafinu en aðrir íslendingar. Staðhættir þar eru og þannig Œ S að þeir krefjast þróttmikilla sjómanna og áræðinna. Hér verður skýrt frá einum <j) ((, róðri m.b. Einars Hálfdáns frá Bolungarvík í s.l. viku. & ið ein stærsta fiskistöð á fslandi, enda skammt í fiskinn að fara og hann ofast mikiil. Áður fyrr áttu allir hinir stærri bændur við ísa- fjarðardjúp opin skip, sem þeir réru úr Bolungavik á vorvertíð- um og höfðu þeir vinnumenn sína m. a. á þeim útvegi. Klukkan er langt gengin fimm að morgni cg við fjarlægjumst að ræsa þá, sem ekki fóru með að sækja bátana, en landmennirnir sjá um að skipa lóðabölunum um borð. Til þess eru notaðar þar til gerðar rennur og bölunum rennt niður á þilfarið, þar sem tveir menn taka á móti þeim og ýta að öðrum tveimur, sem koma þeim fyrir á dekkinu stjórnborðsmeg- in aftur með stýrishúsinu og aft- ur í skut, þar sem lagningarrenn- an er. Balarnir eru fluttir á vöru- bifreiðum niður á brjótinn. 35 balar af beittri línu, á að giska 20 km. langri. Það eru 400 önglar í hverjum bala, samtals 14000 öngl- ar með síldarbeitu á. Landkrabbinn lætur ekki standa á sér, og ég er kominn um borð langt á undan bátsverjum. Ég er með svolítinn bita í tösku, mjólk og brekán samkvæmt fyr- irsögn Hálfdáns formanns. Það er enn kalt í stýrishúsinu, þar eð ekki er búið að kveikja upp í eldavélinni •niðri í káetunni Það verður ekki gert fyrr en komið er út á sjó. ur; Kristján Friðgeir Kristjáns- son stýrimaður; Kristján Þorgils- son I. vélstjóri, Sigurður Finn- bogason II. vélstjóri og Benedikt Vagn Guðmundsson háseti. Þeir eru nú allir komnir um borð, bátsverjar, með kassann sinn, sem hefur inni að halda matinn þeirra. Enginn kokkur er á bátnum og verða þeir því að hafa matinn með sér, kjöt og braut, mjólk og sitthvað annað, sem þeir svo borða kalt. En kaffi hita þeir sér á eldavélinni í káetunni af og til í róðrinum. Fjc f Éá Sá ék örir vélbátar eru gerðir út frá Bolungavík og tveir þeirra eru farnir út á undan okkur. Svo eru allir balarnir komnir um borð í Einar Hálfdáns, festar leyst ar og við leggjum frá landi út í svartnættið. Snjókomunni er hætt fyrir nokkru og hann er óðum að létta til. Hálfmáninn kemur í ljós og nokkru síðar hreinsast himininn alveg og það verður stjörnubjart. Veðrið er ágætt, en talsverð bára enn eftir ólætin í veðrinu í gær. Sennilega verður heldur slæmt í sjóinn þeg- ar dýpra er komið. Við fjariægjumst brimbrjótinn, þorpið og Ijósadýrðina. Fram- undan er nöturlegt hafið í vetr- arham, en að baki húsin, birtan og hlýjan — öryggið. 'vít og hrikaleg fjöllin við Bolungavík merla í tungl- skininu. Ægiiegar og þó tignar- legar eru hamragnípurnar yfir þorpinu og gagnvart því, Ernir óg Hnífar, en við ísafjarðardjúp- af því þá ályktun, sem þeir fara eftir. En sé spáin rnjög slæm fara þeir öllu fremur eftir henni en eigin spá. Til eru ótal sögur um svo veðurglögga íslendinga að þeim skeikaði aldrei. Til dæmis er þar að nefna formann nokk- urn að nafni Jón Ebenezersson, en hann var einn þeirra er réru frá Bolungavík. Hann var svo afburða veðurglöggur að alltaf tókst honum að lenda í Bolunga- víkurvör alla formannstið sína, þótt hinir yrðu að hleypa, sem þó voru margir hverjir taldir gætnir og glöggir formenn. Oft réri hann löngu á undan öðrum cg var að koma að landi, begar aðrir fóru á sjóinn. Brást þá naumast að veður íæii versn- andi. Og þannig var það víðs- vegar um landið, að til voru þeir menn, sem ætíð virtust sjá hvað að íór með veður. u é. ák & m sjöleytið erum við komnir nema grunnt undan Rit og á að leggja fyrir steinbít. Dýpið um 40 faðmar. Báturinn veltur tals- Lóðabalarnir teknir í land að afloknum róðri. Sti<iahl;ðina óðum og stefnum á miðin út undan Rit, norðan við Djúpið. Tunglskinið silfrar haf- flötinn cg báran ari. ... /erður krapp- TTið, s?m ekki þuríum að sækja V ötvinnu o'-kar á sióinn, R'er- um okkur sjáifsagt fæst ljóst, hversu stórvægiiegt' atiiði veður far er fyrir líf og starf sjómanns- ins, é.ð ekki sá minnst á afkomu. Nlu sinnum á hverjum sólarhring hlusta formennirnir á veður- Línan dregin um borð á Einari Hálfdáns. ið eru einhver hin hrikalegustu spána. Og síðan bera þeir hana hamrafjöll á landinu. Annars er | saman við sitt cisið álit og draga vert enda sjólagið fremur slæmt, eða það sem þeir nefna tvísjóa. Báran kemur úr tveim áttum. Himininn er heiðskýr og skygni eins gott og bezt verður á kosið. Við sjáum ekkí Ijós nema frá þrem bátum. Eitt sinn sáum við ljós fjögurra tcgara úti í hafs- auga'. Fyrir 10—12 dögum var hér krökkt af togurum, sem ollu miklu veiðarfæratjóni hjá línu- bátunum. Togarar cg bátar hóp- uðust saman á örlitlum bletti, 40—50 togarar og mikill fiöldi báta og þrengslin voru ákafleg. — Við vörum heppnir, segir Framh. á bls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.