Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. marz 1955 MORGVNBLAÐIÐ Dr. Benjamm Eiríksson: ¦ i Gengislækkunin og ver ðhækkunin Vörubifreið hlaðin bandarískum lyfjum ekur inn fyrir landamæri Ungverjalands. Bandarískum matvælum skipt milli 85 þúsund Ungverja Aðstoð vegna flóðanna í Dóná. GENF, 18. febrúar. ALÞJÓÐA-RAUÖIKROSSINN skýrir frá því, að nú sé að ljúka úthlutun gjafaböggla, sem Banda- l'íkjamenn hafa gefið til Ung- verjalands, til þeirra, sem urðu fyrir tjóni af flóðunum míklu í Dóná í sumar. En neyðarástand hefur ríkt í sumum héruðum Ung- verjalands, vegna þess að korn- uppskera gereyðilagðist á stórum landssvæðum. MATVÆLI OG GRIPAFÓÐUR Gjafabögglar þessir voru út- Ibúnir til dreifingar af Rauða- krossinum. Voru þeir samtals um 22 þús. smálestir, aðallega mat- væli og fóður. Rúmlega helmingur þessa magns var matvæli, en tæp- ur helmingur gripafóður. Matvælunum var skipt niður á milli 85 þúsund Ungverja. Banda- ríkjastjórn hefur ekkert eftirlit haft með dreifingunni, heldur hef- ur hún fullkomlega verið á ábyrgð ungversku stjórnarinnar. ÞAKKLÆTI BÆNDA Ungverska stjórnin banð sendi- fulltrúa Bandaríkjanna þó að vera viðstöddum úthlutun matvælanna í tveimur þorpum og sömuleiðis fulltrúum Rauða krossins. Varð það ljóst á þessum stöðum, að bændur og aðrir, sem góðs nutu af gjöfunum, voru innilega þakk- látir fyrir þessa drengilegu að- stoð,. FYRSTI BÍLFARMUR AF LYFJUM Meðal hjálpargjafa Bandaríkja- manna til Ungverja var stór farm- ur af ýmis konar lyfjum. Kom fyrsti bíllinn hlaðinn slíkum lyfj- um skömmu fyrir jól að ungversku landamærunum. Honum hafði þá verið ekið 3000 km leið frá Frank- furt am Main. Var bíllinn hlaðinn nærri 4 smálestum af alls konar lyfjum, m. a. cortisone, irgapyrin og amidopyrin. Varnargirðmgumíin verði haldið við og styrklar, segir búnaðarþing ANÝAFSTÖÐNU búnaðarþingi var það meðal seinustu málanna, sem um var fjallað, ályktun búfjárræktarnefndar varðandi sauðfjársjúkdómavarnir gegn þurramæði og garnaveiki. Ályktun í máli þessu frá bú- íjárræktarnefnd þingsins var samþykkt, en þar segir m.a. svo: VARNARGIRÐINGAR Búnaðarþing beinir þeirri ein- dregnu áskorun til sauðfjársjúk- dómanefndar, að hún verði vel á verði gagnvart útbreiðslu þurra- mæði og garnaveiki, með því að halda við og styrkja þær varnar- girðingar, sem til eru og hafa daglegt eftirlit með»þeim varnar- línum, sem umlykja sýkt og grunuð svæði. Ennfremur verði hafðir verðir við hlið og í óbyggð um, þar sem varnargirðingar eru ófullnægjandi varzla. SLATRUN Bannað verði að flytja slátur- fé yfir varnarlínur, eftir því sem unnt er. Sé það ekki hægt, verði slátrunin skipulögð þannig, að hægt sé að koma við ströngu eftirliti með henni. ÞURRAMÆÐI í þeim hólfum, þar sem þurra- mæði hefur komið upp og von- laust er að útrýma með tak- mörkuðum niðurskurði, verði höfð fjárskipti svo fljótt, sem verða má, á minni eða stærri svæðum eftir þörfum. AUNDANFÖRNUM árum hafa blöð stjórnarandstöðunnar oft leiðst til þess að halda því fram, að gengislækkunin í marz 1950 hafi mistekizt (önnur geng- islækkun gagnvart dollaranum átti sér stað nokkrum manuðum áður). Nú hefir þessi skoðun enn einu sinni verið sett fram í leið- ara Alþýðublaðsins. í því tilefni þykir mér rétt að benda á nokk- ur atriði, sem stjórnarandstaðan vill helzt gleyma. Hinsvegar er gengislækkunin og efnahags- þróunin seinasta áratuginn of langt mál til þess að rekja það í þetta skipti. Það er einkum fernt, sem ræð- ur verðlagsþróuninni á íslandi: afgreiðsla fjárlaga, útlán bank- anna, verðlag erlendis og að- gerðir launþegasamtakanna í kaupgjaldsmálunum. FJÁRLÖGIN Með afgreiðslu fjárlaga fyrir 1950 var brotið í blað í dýrtíðar- málunum, en sú afgreiðsla hefði verið óframkvæmanleg án geng- islækkunar. GreiðsluhalHnn hjá rikissjóði var — frá peningahlið- inni — helzta uppspretta dýrtíð- arinnar. Dýrtíð, sem er þannig til komin, er einskonar skatt- lagning. Sumir fá tekjur, sem greiddar eru með halla hjá rík- ! inu, en allur almenningur fær I minna en áður fyrir peningatekj- | ur sínar vegna verðhækkananna. i Raunverulegar tekjur flytjast þá milli borgaranna, án þess slíkt sé gert eftir venjulegum skatta- leiðum. Það sem brýnast var að gera var, að stöðva myndun nýrrar dýrtiðar, þ. e. þennan til- flutning teknanna með verð- hækkunum. Launþegasamtökm eru sífellt með nýjar kaupkröfur þegar svona stendur á, sem ekki er óeðlilegt. Dýrtíðarskrúfan er í fullum gangi svo lengi sem ný dýrtíð myndast (og greiðslujöfn- uðurinn er svo eftir því, ef geng- inu er haldið óbreyttu). Verðlag getur hækkað af öðrum orsökurn en þessum, en mér finnst rétt að nota orðið dýrtíð fyrst og fremst um svona þróun. VERÐLAG ERLENDIS Haustið 1949 og veturinn 1949 —50 var það almenn skoðun að framundan væri fremur lækk- andi en hækkandi verðlag. Þetta reyndist rétt að nokkru leyti. Út- flutningsafurðirnar lækkuðu tíí- finnanlega á árinu. En síðan brauzt Kóreustyrjöldin út í júní, eða þrem mánuðum eftir að geng- islækkunarlögin voru samþykkt af Alþingi. Eftirfarandi tafla sýnir þróun verðlagsins á inn- og útflutningi þjóðarinnar, að óbreyttu gengi. 1946 til 1951 versnuðu þau um'batnað siðan 1953, og ennþá 30%. Þjóðin fékk næstum þriðj- minna er vitað um hvað fram- ungi minni innflutning fyrir i undan er. Ríkisstjórnir Bretlands sama útflutningsmagn. Og á- | og Danmerkur hafa þessa dagana standið hefir lítið breytzt. Að verið að gera sérstakar ráðstaf- sjálfsögðu er svona óhagstæð þró- anir á sviði Ætlaði að hefna sín og kveikja í húsinu I FYRRINÓTT VAR Iögreglunni gert aðvart, að maður hefði brot- izt inn í Mtið timburhúe við Klapp arstíginn. Var skjótt brugðið við. Komu lögreglumenn þar að manni inni í húsinu, sam var í þann veg jnn að bera að því eld. Hafði hann stökkt steinolíu á þar inni, en var ekki búinn að kveikja á eldspýtunni, er tendra skyldi með bálið, er lögreglan kom á vettvang. Hús þetta notar reiðhjólaverk- smiðjan Fálkinn fyrir geymslu á hlutum í reiðhjólum, skellinöðrum og ýmsu fleiru. Mun maðurinn hafa ætlað að hefna sín á fyrirtækinu þar sem honum hafði verið sagt upp vinnu þar nýlega. ' : un gífurlegt áfall fyrir þjóð sem er með atvinnulíf þar sem utan- ríkisverzlunin er stór þáttur og framleiðsla til útflutnings burð- arásinn. Taflan sýnir einnig verðlækk- un á útflutningnum 1950, sem skýrir meðfram hvers vegna fisk- verðið til sjómanna var ekki hækkað, eins og við próf. Ólafur höfðum gert ráð fyrir. LAUNÞEGASAMTÖKIN Þá er eftir hlutur iaunþega- samtakanna. Fyrst er að minna á almennu kauphækkunina 1949. Þau biöð sem mest vörðu hana voru sömu blöðin sem vildu fara niðurfærsluleiðina. Síðan komu svo samþykktir og áskoranir laun þegasamtakanna um alls konar ráðstafanir til launahækkana, ef gengið yrði fellt. Mig rekur ekki minni til að einn einasti maður hafi hreyft því að kaupgjaldið yrði bundið meðan verðlagið á innfluttu vörunum væri að laga sig eftir hinu nýja gengi, og sam- þykktir launþegasamtakanna sýna að þau voru ekki til vi5- tals um neitt slíkt. Þá virtust þau heldur ekki gera sér grein fyrir muninum á slíkum verðhækkun- um og því, sem ég hef kallað dýrtíð hér að framan. Við próf. Ólafur lögðum þvi til að kaup- gjaldið skyldi hækka eftir viss- um reglum fram til 1. júlí árið eftir, í þeim tilfellum þar sem launin að öðru leyti héldust óbreytt. Launþegasamtökin gerðu engar yfirlýsingar um það, að of langt væri gengið til móts við þau, þvert á móti. Þegar Alþingi fór að fjalla um frumvarpið beittu þau áhrifum sínum til þess að fá ýmsar skaðsamlegar breyí- ingar gerðar, sem allar leiddu til örari hækkunar kaupgjalds og verðlags. Þetta eru þá þeirra framlög til málanna. En það var ekki nóg með það, að launþegasamtökin féllust á ákvæði gengislækkunarlaganna þegar þau voru sett. Þegar ákvæð in um launahækkanir skv. vísi- tölu runhu út sumarið eftir (1951), þá voru þau framlengd með samningum við atvinnurek- endur. DESEMBERSÆTTIN Ýmislegt lof hefur verið skrifað um lausn verkfallsins í desember 1952, sumt þá — annað nú. Taflan hér að framan sýnir meðfram hvers vegna hækkun I kaupgjaldsins í desember 1952 anir á sviði efnahagsmálanna, vegna versnandi afkomu út á við, sem stafa af því að verzlunar- kjörin hafa versnað að miklum mun undanfarna mánuði. Verðvísitölur inn- og útflutnings 1946—1953, og viðskiptakjör miðað við óbreytt gengi. 1946=100. / Verðvísitölur Ár Innflutnings Útflutnings Viðskiptakjör 1946 100 100 100 1947 113 109 86 1948 127 111 87 1949 126 104 83 1950 128 95 74 1951 165 117 70 1952 168 120 71 1953 155 118 76 Á undanförnum árum hefir að sjálfsögðu verið margsinnis bent á ýms þau atriði sem skýrt koma fram í töflunni. Fyrst er það að frá 1949 til 1952 hækkaði inn- flutningsverðlagið um kringum 33%. Prófessor Ólafur Björnsson og ég töldum óverjandi að reikna með öðru en óbreyttu verðlagi á innflutningnum, þar sem fullt eins líklegt var að hann myndi lækka eins og hækka. Svo mikilvægt sem framan- greint atriði er, þá sýnir taflan þó aðra hlið þróunarinnar, sem er ennþá þýðingarmeiri, en það er hina stórkostlega óhagstæðu þróun verzlunarkjaranna. Frá — RæSa BJarna ! Benediklssoíiar Framh. af bls. 2 fordæmum, sem ríkisstj. hefur farið, að koma ekki með till. um rannsókn á fyrstu stigum máls- ins. Enda sjá það allir, að það er þýðingarlaust að fyrirskipa rannsókn á kröfum, sem ekki eru fram komnar. Hv. þm. (Hannibal Valdimarsson), heldur því fram, að ríkisstj. hefði átt, jafnvel áð- ur en samningum var sagt upp, mörgum vikum áður en fyrir ]á, hvaða kröfur voru gerðar, að fyrirskipa rannsókn í málinu, á þeim staðreyndum, er skiptu höfuðmáli varðandi lausn deil- unnar. Ég spyr: Hvernig er hægt að rannsaka kröfur, sem ekki liggja fyrir, sem enginn veit, hverjar verða? Hvernig er hægt að kanna staðreyndir þeirrar deilu, sem ekki er enw hafin? Það er ekki nóg a» segja, að menn hafi vitað, aS deila var í uppsiglingu, að menn hafi vitað, að það var verið að undirbúa átök í þess- um efnum. Það liggur engina grundvöllur, hvorki til samn inga á milli aðila né rann- sóknar af hálfu ríkisvaldsins eða neinnar aðgerðar, fyrr heldur en tilteknar kröfur eru bornar fram, og kröfurnar voru ekki bornar fram fyrr heldur en 17. febrúar. Það má vel vera, að það sé að tala fyrir daufum eyrum að tala við þá mínn, sem hér tala nú sem aðalmálsvarar verkalýðs- samtakanna í iandinu, sem er auð vitað allt annað heldur en verka- lýðurinn sjálfur, vegna þess að hann er í öllum stjórnmálaflokk- um og ekki sizt í Sjálfstæðis- flokknum, það má vel vera, að það sé að tala fyrir daufum eyr- um að tala við þessa málssvara og vitna til skynsemdar þeirra og góðvildar um það að reyna að koma í veg fyrir þessa deilu, ef nokkur kostur er. En ríkisstj. hefur gert það, sem í hennar valdi hefur stað- ið til þess að reyna að miðla málum. Hún er ennþá fús til þess að gera það, sem í henn- ar valdi stendur. En undir- staðan er sú, að aðilar fáist til þess, að skoða staðreyndír málsins og gera sér grein fyr- ir hverjar afleiðingar verða a^ verkum þeirra. Það má vel vera, að öðrum hvorum deilu- aðila takist að knýja fram mál sitt, mcð valdi nú, en einmitt reynslan af hinum sí ítrekuðm verkföllum hér á landi, sem ekki hafa leitt til kjarabóta fyrir veralýðinn, þrátt fyrir stóðugar pappírsumbæturr, ætti að gefa mönnum full- komið tilefni til að átta sig k, að nú sé ástæða til að taka upp ný vinnubrögð. Vera kann að svo verði ekki að þessu sinni, en sá tími mun koma, að alþjóð sannfærist um, aff varnaðarorð okkar nú eru réttmæi. setti ekki aflt úr reipunum. — Lækkun verðlagsins var gerð með greiðslum úr ríkissjóði og fjárins aflað með sköttum, en kaupgjaldshækkunin (3% + 1% orlofsgjald) féll á atvinnurek- endur og þar með framleiðslu- kostnaðinn. En bati verzlunar- kjara úr 71 í 76 á árinu 1953 hefur haft nægileg hagstæð áhrif á þjóðartekjurnar til þess aðj —--------------------------— standa nokkurn veginn undir! kaupgjaldshækkuninni, ásamt HOUSTON, Texas. — Leopold þeim tæknilegu og skipulagslegu Stokowski hefur tekið að sér framförum, sem orðið hafa á stjórn sinfóníu-hljómsveitarinnar timabilinu. |í Houston á næsta hausti. Hefur Ekki liggja fyrir neinar tölur ( hann.verið ráðinn tii þessa starfa um það að verzlunarkjörin hafi'fii briggja ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.