Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. marz 1955 Hæða Bjarna Framh. af bls. íngsmenn og ríkisstj. gera jnikið úr? um viti EKFITT fTVINNUÁRFEEÐI Hv. 2. þm. Reykv. spyr J>etta, ekki af því að hann ékki. Þessari spurningu hans var í raun og veru svarað af mér ítrax í þeirri fyrstu ræðu, sem ég hélt um þetta rftál.. Þjóðin yeit vel, af hverju ekki er hægt að bæta kjörin meira en orðið }iefurs þrátt fyrir látlausar ný- iköpunarframkvæmdir allt frá árinu '45 fram á þennan dag. Ástæðan til þess er sem sagt sú, að þrátt fyrir allar þessar fram- farir höfum við átt við mjög erf- itt atvinnuárferði að búa að sumu Íleyti. Það er kunnara en frá þurfi að segj,a að miðað við þá eikna fjármuni, sem lagðir hafa rcjrið fram til að hagnýta sér íl iarafla, hefur síldarleysið k ipað fáheyrð vandræði í ís- e laíkum þjóðarbúskap. Til við- >óxar síldarleysinu hafa komið (járpestir og aðrar plágur, sem gengið hafa yfir landbúnaðinn. Þegar á þetta er Iitið, þá er sann 1 þessi kjör 1947 með þeim hætti, svo að þau gætu staðið til frambúð- ar? Því miður var svo ekki. Eint- mitt í desember 1947 voru sett lög, sem leiddu til kjaraskerð- ingar verkamanna, og það var alveg með opnum augum, að þau lög voru sett. UMMÆLI HANNIBALS Menn vissu, að kaupgjaldið mundi eitthvað lækka vegna lagasetningarinnar, og einn af þeim þm., sem studdi lögin þrátt fyrir þetta og tók fram, að hann styddi lögin þrátt fyrir þetta, var hv. síðasti ræðumaður, Hannibal Valdemarsson, núver- andi forseti Alþýðusambands ís- lands. Hann segir í Þingtíðindum 1947, b. bls. 304, m. a. á þessa leið: „Með því að ég lít svo á, að í þessu frv. felist ákvæði, sem skapi aukið atvinnuör- yggi, sem ég tel að veiti verka- lýð landsins betri hagsbætur heldur en sem nemur þeirri kjaraskerðingu, sem binding vísitölunnar leiðir af sér-------" o. s. frv. Þarna viðurkennir hv. núver- ást sagt undravert, að svo skulijandi forseti Alþýðusambands Is hafa tekizt að halda í horfinu sem raun ber vitni um. Það er undra- vert, en hitt ekki, þó að við höf- um mætt mörgum örðugleikum lands, að kaupuppfæring ein dugi ekki; það sé atvinnuöryggið, sem meira máli skiptir. og hann greið- ir atkvæði með beinni kjaraskerð og ýmsir hafi ekki átt þess kost. ingu gerðri með löggjöf, vegna að bæta svo sinn hag, sem ætta hefði mátt, að honum tækist, ef ölt atvinnutækin, sem komið Í»afa fyrir nýsköpunarfram- kvæmdimar á þessum árum, hefðu orðið að því gagni, sem irien vonuðust til, að þau yrði. JAFNVÆGI í ÞJÓÐARBÚSKAPNUM OG ATVINNUÖRYGGI ' Án þess að ég ætli nú að fara að rökræða frekar við hv. 2. þm. Jteykv., þá kemst ég ekki hjá því að benda á þá veilu í málflutn- ingi hans til viðbótar þessari höfuðveilu, að hann heldur því fram enn þann dag í dag, að það sé höfuðsynd af stjórnarvöldun- Tim að hafa ekki lagt ríkari áherzlu á eflingu sjávarútvegsins en gert hefur verið síðustu ár. Við hinir höfum einmitt sannfærzt um, að ef við ætl- um að halda sæmilegu jafn- vægi í þjóðfélagsbúskap okk- 1 ar og sæmilegu atvinnuör- yggi fyrir allan almenning, þá dugi ekki að eiga svo mikið Hndir sjávarútveginum einuni, 1 sem við enn gerum og einkan- lega gerðum, áður en hin ; mikla siðasta viðbótarvirkjun við Sogið var framkvæmd og þær iðnaðarframkvæmdir hai'a getað átt sér stað sem á henni hvíla. Ég játa það, að við v«rðum að halda sjávarútvegi okkar við, og eðlileg aukning er þar sjálfsögð, en höfuð- verkefni næstu ára hlýtur að vera það að byggja fleiri und- irstöður undir atvinnulíf okk- ar heldur en það enn stend- ui á. liUARABÆTUR FAST EKKI IHEÐ PAPPÍRSSAMÞYKKTUM En hvað sem deilunni um það líður, hefur þó það áunnizt í þessum umr., að allir hafa við- "urkennt, að raunverulegar kjara- bætur fáist ekki með pappírs- ramningum eða pappírssamþykkt "um, heldur eingöngu með aukn- iugu framleiðslunnar. Það eru l>ess vegna þær aðgerðir, sem luestu máli skipta. Og það er Vegna þess, að ríkisstj. efast um, aö" kjarabreytingar, gerðar með samningum nú, verði að raun- verulegum kjarabótum, sem hún hefur talið, að rannsaka þyrfti það mál betur heldur en enn hefur verið gert. En þá kem ég aftur að því, sem ég gat um, að bæði hv. 2. $>m. Reykv. og hv. síðasti ræðu- inaður, forseti Alþýðusambands Jslands, vitnuðu í kjörin 1947 serri þau beztu kjör, er vérka- Jnenn hefði átt við að búa og þess að hann er sannfærður um, að það sé verkalýðnum til bóta að fara þannig að. Því miður kom það strax á daginn 1947, að boginn var of hátt spenntur. ATVINNUVEGIRNIR STÓÐU EKKI UNDIR KAUPHÆKKUNUM Það hefur verið sagt réttilega í þessum umræðum, að það sé svo oft búið að segja, að allt fari um koll, ef kaupið verður hækk- að, að menn séu hættir að taka mark á slíkum spádómum. Þetta er að vissu leyti svo, og þetta truflar eðlilegar, sanngjarnar umræður um þessi mál. En er það svo, að þessir spádómar haíi reynzt algerlega rangir? Þeir hafa reynzt rangir að því leyti, að atvinnuvegirnir hafa haldið áfram. En þeir hafa ekki reynzt' rangir að því leyti, að það, sem menn voru að berjast fyrir, oft með löngum verkföllum og mikl- um fórnum, það varð að engu í höndunum á þeim, vegna þess að þegar til kom, þá stóðu atvinnu- vegirnir ekki undir því, sem af þeim var krafizt og þeir höfðu skuldbundið sig til að greiða, og þess vegna varð að grípa til ann- arfa ráða til að halda þeim við. Það varð að jafna niður einhvers konar álögum, sköttum eða gera gengisfall eða aðrar hliðstæðar ráðstafanir til þess að allsherj- arstöðvun yrði ekki. Það hefur sem sagt komið á daginn, að það er rétt, sem hv. þm., Hannibal Valdemarsson, núverandi forseti Alþýðusam- bands íslands, sagði 1947, að kaupgjaldið eitt dugar ekki; það er atvinnuöryggið, sem verkamaðurinn þarf meira á að halda. Og ef kaupgjald er sprengt hærra upp en atvinnu- vegirnir standa undir, þá fell- ur atvinnulífið með meiri og minni erfiðleikum, með meiri og minni hörmungum, að lok- um í sinn gamla farveg, því að þaðan er ekki hægt að taka meira heldur en þar er skapað. VILJI VERKAMANNA Þetta eru sannindi, sem menn hver og einn játa og viðurkenna. Hv. þm., Hannibal Valdemarsson, gerði mikið úr því, að þær kröf- ur, sem nú væru bornar fram, væru kröfur allra verkamanna án tillits til þess í hvaða flokki þeir eru. Auðvitað vitum við, að verkamenn í öllum flokkum ef- ast mjög um réttmæti þeirra krafna, sem nú eru bornar fram. Hins vegar er það eðlilegt, að verkamenn í öllum flokkum vilji Vi_Iji nú ná aftur. En voru þá • íá sem bezt kjör. Þeir fylgja for- ustumönnum féláganna í því að reyna að knýja fram frá atvinnu- rekendum það, er þeir mest geta greitt. Það er eðlilegt. Við vitum líka, að þegar mönnum er hóað saman á íundi og ekki sizt, ef þar er ákveðinn meirihluti einn- ar skoðunar, eins cg t.d. á fund- um Dagsbrúnar, þá tslja aðrir þýðingarlaust að vera að hafa sig þar í frammi tit andmæla. En látum þetta allt vera. Aðalatriðið er það, að auð- vitað vilja allir verkamenn, eins «g hverjir aðrir einstakl- ingar knýja fram sem mest þeir geta upp kaup sér tii handa að því áskildu, að at- vinnuöryggið hverfi ekki. En vitanlega eru það fyrst og fremst forustumenn þeirra, sem bera ábyrgð á kröfunum, sem fram eru settar, og verka- menn hafa sannast sagt eng- in tök á því að gera sér grein fyrir eðli allra þessara krafr.a. 57% KRÖFUR Það er t.d. eftirtektarvert, að hv. síðasti ræðurmaður tal- ar um það, að kauphækkunar- kröfurnar nú séu þó ekki nema eitthvað um 30%. Það er að vísu býsna röskleg hækk un í einu og meiri hækkun hygg ég heldur en nokkurt þjóðfélag nokkru sinni hafi getað staðið undir í einu stökki. En það er fullyrt í mín eyru, og það er eitt af því, sem væri gott að hafa örugga skýrslu hlutlausra manna um, að kröfurnar séu ekki þetta, heldur þegar tekið er til ým- iss konar hlunnindi og nýrra ákvæða að öðru leyti, þá séu þær kringum 57%. Ég skal ekki dæma um það, hvort af þessu er réttara. (Gripið fram í: Eru það stóru vélarnar á Hagstofunni?) Ég hef ekki kunnugleik á hinum stóru vélum á Hagstofunni. Hitt efast ég ekki urn, að hagstofustjóri, þó að hann standi sjálfsagt hv. fyrir- spyrjanda, Hannibal Valdemars- syni, nær í stjórnmáium heldur en mér, þá efast ég ekki um það, að hann reikni eins rétt á hinar stóru vélar og hann bezt getur, og dettur ekki í hug að bregða honum um rangindi eða vísvit- andi fölsun í embættisfærslu sinni. Og ég staðfesti það, að hv. þm. gerir slíkar höfuðhreyfingar, að mér skilst að hann sé mér sam mála í því, sem ég nú sagði. Það er áreiðanlega umdeilan- legt hversu háar kröfurnar eru að þessu sinni, eins og svo oft áður, og það er líka meira en um- deilanleg sú frásögn, sem hv. ræðumaður hafði um þann tíma, sem hefði verið til stefnu í þessu máli. MARGÞÆTTAR OG FLÓKNAR JKRÖFUR KOMU Á SÍÐUSTU STUNDU Hv. þm. sagði, að kröfurnar hefðu komið fram nú fyrir þremur vikum. Mér er sagt og fékk það staðfest af áreiðan- legum manni nú áðan, að hin- aT almennu Dagsbrúnarkröf ur hefðu ekki borizt Vinnnveit- endasambandinu fyrr en 17. febr. Það eru þó ekki alveg þrjár vikur síðan. Og mér er einnig sagt, að kröfur annarra hafi ekki komið fyrr en síðar og hafi jafnvel sumar verið að berast allt fram til mánaða- móta. Og ég hygg, að það sé alveg óvéfengjanleg stað- reynd, að verulegur hluti af kröfunum hafi enn ekki Iegið fyrir, þegar fyrst þurfti að taka akvörðun um það af hálfu verkalýðsfélaganna, hvort þau ættu að tilkynna verkfall eða ekki, eða a. m. k. hafi sumar þeirra ekki komið fram fyrr heldur en alveg sama daginn eða daginn áður. Nú eru þessar kröfur ákaflega margþættar og flóknar, og þó að ég kunni mjög vel að meta þann hug, sem komi fram í þvi að verk fallsákvöroun hefur verið frest- að, þá verður að segja það eins og er, að það er ekki ákaflega mikil linkind, þó að frestað sá að tilkynna verkfail meðan kröfurn- ar eru enn ekki fram komnar og meðan alveg er ljóst, að ekki er enn nokkur möguleiki til þess að vera bú.inn að rannsak'a til hlitar þær kröfur, sem höfðu komið að- eins örfáum dcgum áður. STÖDVUN KAUPSKIPA- FLOTANS I ANNAD SINN | Það er hka rétt að segja það ' atveg eins og er, að ýmsir hafa sagt, að sú frestun á verkfallinu, j sem átt hefur sér stað, hafi ekki I verið gerð til þess að greiða fyrir ; samkomulagi, heldur vegna þess I að verið væri að biða eftir því, að kanpskipaflotinn kæmi aftur í höfn. Það var vitað, að vegna þess verkfalls, sem lauk fyrir fá- um vikum, þá mundi hann koma hér allur aftur um nokkuð svip- að leyti, upp úr miðjum mánuði, og þvi hefur verið haldið fram af sumum, að með verkfallið yrði beðið, þangað til kaupskipin yrðu komin í höfn á ný, en siðan yrði því miskunnarlaust skellt á. Þær upplýsingar, sem hv. þm., Hannibal Valdemarsson, gaf hér áðan, kynnu að gefa þessum orð- róm byr undir báða vængi. Ég vona, að þetta reynist ekki rétt ásökun. Ég vona, að það verði gef- inn raunverulegur tími til þess að vinna að þessum mál- um, og að menn flani ekki að því að stefna þjóðfélaginu öllu og veimegun þúsunda heimila í stórhættu fyrr heldur en betra færi heíur gefizt á að kanna þær mjög róttæku kröfur, sem hér eru fram born ar, cg kanna hvort einhver millivegur er finnanlegur, er viðunandi sé fyrir alla. VINNUBRÖGB, SEM HAFA TÍÖKAST OF LENGI Ég skal ekki tala hér mikið almennt um þann hátt, sem hafð- ur er á vinnudeilum hér á landi, en ég verð að segja, að bæði virð- ist vinnulöggjöfin gera ráð fyrir því og eins, ef svo mætti segja, væri það a. m. k. ekki andstætt heilbrigðri skynsemi, að áður en sagt er upp samningum, þá liggi fyrir þær kröfur, sem eígi að reyna að knýja fram. Það sýnist engan veginn óeðlilegt, að það sé kannað áður heldur en til átaka kemur og uppsagna, hvort mögu- legt sé að fá breytingar með góðu, og það verður að segja, að það er mjög komið aftan að htut- unum, þegar stórkostlegar kröf- ur eru ekki bornar fram fyrr en liðinn er meira en hálfur upp- sagnartíminn og jafnvel sumar ekki fyrr heldur en komið er á þann tíma, sem heimilt var að skella á vinnustöðvun. Slík vinnubrögð hafa eflaust of lengi tíðRazt, og ég vil ekki segja að þau komi af neinum illvilja. En það er alveg greini- legt, að ef mönnum cr umhugað um að forða vandræðum, þá er þetta ekki rétta aðferðin, þá er rétta aðferðin hin að reyna að kanna fyrirfram, hvort hægt sé að koma á samkomulagi, og segja ekki upp samningum fyrr heldur en verulega hefur reynt á, og a. m. k. að fara ekki í alls- herjarverkfall eins og nú er yfir- vofandi fyrr heldur en öll úrræði hafa verið reynd til friðsamlegr- ar lausnar Sérstaklega þegar á það er litið, sem hér hefur kom- ið fram í u-nræðunum, bæði hjá hv. 2. þm. Reykv. og forseta Alþýðusambands íslands, að nú er verið að reyna að bæta upp það, sem tapazt hefur á öllu árabilinu frá 1947. Ef í alvöru er við þetta miðað og sú rök- semd á að halda, að eftir þessu sé verið að sækjast, hver trúir þá því að ekki sé hsegt að gefa sér nokkrar vikur, jafnvel mán- uði til rannsókna og úrslita- glöggvunar á því, hverjar stað- reyndir málsins eru, hver sann- ast hefur að mæla um þau atriði, sem hér er ágreiningur um? KANNAÐ TIL HLÍTAR HVORT SAMKOMULAGSMÖGU- LEIKAR ERU Aðrar þjóðir gefa sér betri tíma í þessum efnum. Hjá þeirri þjóð, þar sem verkamenn njóta beztra lífskjara, og viðurkennt er af öllum. að þeir njóta lang- beztra lífskjara, sem sagt i Bandaríkjunum, þar er heimilt fyrir forseta landsins, ef hann telur þjóðarvoða stafa af verk- falli, að fresta því um 80 daga til þess að aðilar geti jafnað sig og hægt sé að kanna til hlítar á þeim fresti, hvort samkomu- lagsmöguleikar séu fyrir hendi. Og þess eru mörg dæmi, jafnvel í hinum alvarlegustu og ískyggi- legustu deilum, að á þessum 80 dógum hefur tekizt að leysa þanrs vanda, sem í fyrstu virtist ólej''s- anlegur. Einmitt í sambandi við slíkan frest eru fyrirmæli um það, að skipa verður rannsókn- arnefndir til að kanna allar scað- reyndir málsins, og skilst mér, aði forsetinn megi ekki gefa út í.líka frestunarfyrirskipun, nema hún hvíli á þeim grundvelli, sem lagð ur er meí starfi rannsóknar- nef/idar. Auðvitað eiga slík fyrirmæli ekki að öllu lcyti við hér, og hér hefur enginn farið :"ram á það, að ríkisstj. væri veitt heimild til þess að frestai verkföllum með þessum hætti. En mannlegt eðli er alls ;itað- ar hið saina og mannlegi eðli er £:-riðiviíega þannig, að> I^lLá líl:::r cru til þess, affi 3:ægt s-3 að koinast að skýa- samlegri niðurstöðu, sem öll- um verði til gagns, þannig að verkalýðurinn fái raunveru- legar kjarabætur, en ekki pappírsgagn, sem honun sé einskis virði, — það eru neiri likur til þess, að slíkt náist, ef hóflega er að öllu farið, ef menn ætla sér tima til þess að kan.ia þær kröfur, sem / fram hafa komið, hvaða af- leiðingar þær hafa og hvaða möguleikar eru fyrir höndum til þess að verða við þeim. RANNSÓKN HEFUR KOMIB í VEG FYRIR MIKIÐ TJÓN í Bretlandi, þar sem verka- mannaflokksstjórn hefur lengi verið alls ráðandi, þó að ckki sé svo nú um sinn, þá hefur það áratugum saman verið í iögum, að heimilt er fyrir ríkisstj.r ýmist að skipa rannsóknarnefnd eða rannsóknardómara, til þess að kanna allar staðreyndir vinnu- deilu og gefa um þær staðreyndir hlutlausa skýrslu, og það er lær- dómsríkt fyrir okkur, að stíkar rannsóknir hafa oft orðið að grundvelli frambúðarlausnar. Síðast nú í vetur, í þeirri mjög alvarlegu vinnudeilu, sem þá var uppi, var þessu ráði beitt, og lausnin fannst einmitt, eftir að slík rannsókn hafði fram far- ið. En þar er sá háttur hafður á, að rannsóknardómarann má ckki skipa, fyrr heldur en búið er að reyna öll önnur úrræði til sátta á milli aðila. Það er ekki fyrr heldur en komið er á daginn, aS deilan er ekki leysanleg eftir venjulegum leiðum, sem talið er að slík rannsókn sé líkleg tii árangurs, og hana eigi að láta fram fara. ER HÆGT AÐ RANNSAKA KRÖFUR SEM EKKI LIGGJA FYRIR? Það er þess vegna einmitt eftir þeim fordæmum, þar sem slíkar rannsóknir eru ráðgerðar í lög- ] um, það er einmitt eftir þeirn | Framh. á bls. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.