Morgunblaðið - 16.03.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.03.1955, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. marz 1955 Framh. af bls. 6 það ef til vill hefur lengi haft í hyggju að eignast, en ekki orð- ið af, vegna þess að þær hafa ekki verið sjáanlegar í verzlun- um, eins og Gunnar Einarsson réttilega benti á, og stafar af því, að hinar nýútkomnu bæk- rtr fylla rúmið í bókaverzlunum og hinar eldri verða vegna brengsla í bókaverzlunum, að vjkja úr hillunum fyrir þeim. - LjéSskáld Iþrótfir Framh. af bls. 11 um síðar. En tvísýnni var keppn- in í langstökki. Guðmundur hafði tvívegis stokkið 3.13 m — en það h&fði klúuvarparinn líka gert. En þxiðja lengsta stökk þeirra réði újrslitum. Guðm. átti 3.11, en Skúli 3.10. — Þá er árangur Qísla í hástökkinu einnig athygl- i^verður. t < íbúð óskast Maður í fastri stöðu, óskar eftir 2—3 herb. og eldhúsi, nú þegar eða 14. maí. Fernt fullorðið í heimili. Allt reglu fólk. Tilb. óskast. Sendist Mbl., merkt: „14. maí 1955 — 648“, fyrir sunnudag. Bifreiðar til sölu Chevrolet ’47 Plymouth ’42 Dodge ’46, stærri gerðin Ford ’41 Austin 8 ’46, 4ra manna Bifreiðasala Hreiðars Jónssonar Miðstræti 3A. Sími 5187. Ung hjón vön sveitabúskap, vilja taka að sér stjórn á sveitabúi. Einnig kemur til greina að taka bú á leigu. Tilboð send- ist blaðinu, merkt: „Búskap ur — 642“. Kaffi Nýbrennt og malað, í loft- þéttum sellophanumbúðum. Verzl. Halla Nrarins Vesturg. 17. Hverfisg. 39. 3447 — sími — 2031. V|éiiu]íiidal sofan LOFTUR h.f. lagólfsstræti 6. — Sími 4772. — Pantið f tíma. — KALT BORÐ ásamt heitum rétti. — R Ö Ð U L L EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn, Mnhamri viS TemplarasimtL Sími 1171 Framh af bls. 10 Keats, enda er þar um að ræða eitt af stóibrotnustu og írægustu kvæðum þess mikla Ijóðsnillings. En samanburður við írumkvæðið leiðir það í Ijós, að þýðandinn hefur komist ágætlega frá því mikla vandaverki að snúa þessu merkiskvæði á íslenzku. Þýð- ingin er nákvæm um hugsun og orðfæri, en verður þó samtímis íslenzkt kvæði; er það vandinn mesti í sbkum þýðingum. Eft- irfarandi orindi bera þess t. d. ekki mörg merki, að þau séu ekki frumort á íslenzku: Á kerti slokknar, því hún flýtir för; í fölu mánaskini reykur deyr. Hún dyrum lokar, titrar, æst og ör sem andi rofts, er bærist himin- þreyr, Og orð né hvískur heyrast ekki meir. En hjartað varma stöðugt reis og hné. Það veldur kvöl í brjósti, er blíðu þreyr, sem byggi næturgali þögult vé, til einskis þreyti rödd og hnígi í sitt hlé. Og bjarmi skein frá bogaglugg- um ham. Þeir báru höggvin lauf og annað skart af blómaprýði vænni, vöndlum, strám, og valið demandsglit á rúðum margt, en litskrúð bæði fornt og fagur- bjart, jafnt fiðrildisins rósaofinn kjól og skjaldarmerkjaskrautið glæst, en svart, er skuggi nætur helgimyndir fól. En flúrið hlikar eins og blóð af komingsstól. Hinar þýðingarnar eru einnig prýðisvel gerðar, og á það ekki minnst við um kvæði Yeats, sem eru sérstaklega áferðarfalleg í hinum íslenzka búingi hjá Þór- oddi. Nokkrar athugasemdir eru til skýringar þýðingunum, eink- um við kvæði Yeats, eru aftan við bókina, og gjarnan hefðu þær mátt vera nokkru fyllri, t.d. hefði skýring á „Agnesarmessukvöldi" átt þar vel heima. Hvað seni því líður, og það er aukaatriði, þá er góður fengur að öllum þessum þýðingum, og Þóroddi óhætt að halda áfram að auðga íslenzkar bókmenntir með þeim hæti. En þesar þýðingar hans frá síðustu árum, eigi síður en frumortu kvæðin, bera því fagran vott, hve mjög hann hefur þroskast í skáldlistinni. Hann hefir í einu orði sagt, vaxið mik- ið sem skáld af þessari nýju bók sinni, og hún er jafnframt sú góð- spá um íramtíð hans á þeirri braut, sem vinir hans og velunn- arar fagna heilum huga. (Úr Lögbergi). BEZT ÁÐ AUGLÝSA I MORGUUBLAÐim - Úr daglega lífínu Framh af bls. 8 „JÁ EÐA NE1“ ÞÁTTURINN „Já eða nei“, sem fluttur var s.l. miðvikudagskvöld, var tekinn upp á segulband á Akureyri um fyrri helgi. Hef ég sannfrétt að Akureyringar hafi tekið þeim félögum prýðilega, enda var húsfyllir í bæði skiptin, sem þátturinn fór fram og fögn- uður áheyrenda mikill eins og heyra mátti í útvarpinu. — Þátt- urinn „Já eða nei“ er merkilegur fyrir margra hluta sakir. Hann hefur öðrum þáttum fremur skap að náin tengsl milli hlustenda og útvarpsins og auk þess getur hann haft mikilvæg áhrif í þá átt, að vekja aftur til lífs með þjóðinni hina gömlu og göfugu íþrótt, vísnakveðskapinn. Á Ak- ureyri var þannig sett nýtt met í þessum þætti, þar sem 84 botnar bárust þeim félögum utan úr saln um. Nú sem fyrr sáu þeir Guðmund ur Sigurðsson, Helgi Sæmunds- son og Karl ísfeld um botnana af mikilli snilli. Hafa þeir nú færzt mjög í aukana frá því er þeir fyrst komu fram í þessum þætti. Guðmundur Sigurðsson botnaði þessa vísu: Sólin hlý um borg og bý brosir skýin gegnum. Við sína píu Syngman Rí söng á kvíarveggnum. Geri aðrir betur. Þá er hann ekki slakur botn- inn í þessari vísu eftir Helga Sæ- mundsson: Oft hefur drottinn rammri reiði reynt á okkar veika þrótt. Vegurinn yfir Vaðlaheiði versnaði í fyrri nótt. Eða þessi prýðilegi botn Karls ísfelds: Styttist óðum leið til lands, lít ég strendur blána. Haustar að í hjarta manns, hárin taka að grána. KVÖLDVAKAN FRÁSÖGN Magnúsar Finnboga- sonar frá Reynistað af sjóslysum í Mýrdal 1857—71, er hann flutti á kvöldvökunni s.l. fimmtudags- kvöld, var hin fróðlegasta og vel samin. Þá var og ágætt kvæði Benedikts frá Hofteigi um „Tík- ar-Manga“, er Andrés Björnsson las og „Togarasigling" (síðari hluti) frásöguþáttur Jónasar Árnasonar var bráðskemmtileg- ur og afbragðsvel saminn. SAMFELD DAGSKRÁ OG FLEIRA SAMFELDA dagskráin þeirra Högna Torfasonar og Jóns Júlíus- sonar fil. kand. um töluna sjö, var ágætlega úr garði gerð og flutti mikinn og skemmtilegan fróðleik um þessa merkilegu tölu sem á hefur verið mikil helgi með mörgum þjóðum heims frá því úr grárri forneskju. Af öðrum athyglisverðum dag- skrárliðum má nefna erindi Gylfa Þ. Gíslasonar prófessors um efna- hagsmál og erindi Steingríms Jónssonar rafmagnsstjóra um rafmagnstækni. Læknaskipnnnr- frv. Iítið breytt Hið nýja frumvarp til lækna- skipunarlaga var til atkvæða- greiðslu eftir aðra umræðu í Neðri deild í fyrradag. Var það samþykkt nær því óbreytt, enda hafði heilbrigðis- og félagsmála- nefnd litlar breytingar gert á frumvarpinu. Upp var borin breytingar- tillaga Helga Jónassonar varð- andi læknaskipun í Rangárvalla- sýslu. Var það tillaga hans að Rangárvallasýslu skyldi skipt í tvö læknishéruð, en báðir lækn- arnir búsettir á Stórólfshvoli. En tillaga Helga var felld og fer frumvarpið því áfram í sinni upprunanlegu mynd, að annar læknirinn verði búsettur á Stór- ólfshvoli en hinn á Hellu. Atómsprengjm ón geislnvirkni Washington 15. m.arz. Einkaskeyti frá Reuter. JOHN Foster Dulles, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna skýrði fréttamönnum frá því í dag, að við atómsprengingar í eyðimörk- unum i Nevada að undanfönnu, hefðu verið gerðar tilraunir með atómsprengjur af nýrri tegund, sem stafa ekki frá sér neinu geislavirku ryki. Þetta táknar, að sprengjur þessar eru ekki eins hættulegar fyrir almenna borg- ara eins og þær sprengjur, sem tiltækilegar hafa verið fram að þessu. Þessum nýju atómsprengjum, sem eru án geislavirkra áhrifa mætti beina að hernaðarlega mikilvægum st.öðum- og eyði- leggja hervirki andstæðinga án þess að valda tjóni á líkama og heilsu almennra borgara í til- tölulega lítilli fjarlægð. • Dulles sagði blaðamönnum, að ef víðtæk styrjöld hæfist í heim- inum, yrði atómsprengjum tví- mælalaust beitt. Sumar nýrri tegundir atómsprengna væru að eins lítið eitt öflugri en stórar fallbyssukúlur af venjulegri gerð. Þessar sprengjur hafa ver- ið reyndar ýtarlega í tilraunum í Nevada eyðimörkinni. Hafa nokkrar hersveitir unnið að þess- um tilraunum og er nú sýnt, að ýmsum vörnum er hægt að koma við. Konungur trúlofast. Amman, Jórdan. — Tilkynnt er, að Hussein I. konungur Jórdan, sé trúlofaður frænku sinni, Dina Abdel Hamid prinsessu. Tilkynn ingin var gefin út skömmu eftir að konungurinn var kominn heim úr Kairó-för sinni. En konuefnið stundar nám við skóla í Egypta- landi. BEZT AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU Fimrn færeyzkir togarar taka vistir FLOTI færeyskra togara kom hingað til Reykjavíkur í gær, til að taka vistir, olíu og kol. Eru togararnir hér við land á salt- fiskveiðum. Tveir þeirra voru einu sinni í eigu íslendinga. Allir voru þeir kolakynntir, nema tog- arinn Karlsefni, sem var áður brezk korvetta. Er þetta skip álíka stórt og nýsköpunartogar- arnir okkar. Þá voru togararnir Gullfinnur og Kópanes. Hét sá fyrrnefndi áður Gylfi og hinn Hilmir er íslendingar áttu þá. Hínir voru Hafborgin og Stella Argus. SLÁTURFÉLAG Suðurlands opnar í dag-nýja kjötverzlun að Réttarholtsvegi 1 („Smáíbúðar- hverfinu") í Reykjavík. Ber verzlunin nafnið Kjötbúð Aust- urbæjar. Verzlun sú, sem opnuð verður í dag að Réttarholtsvegi 1, er búin öllum fullkomnustu tækjum, sem í kjötbúðum þurfa að vera, m. a. er stór frystiklefi í vörugeymslu verzlunarinnar og er hann hólfaður niður fyrir mis- munandi kuldastig og í afgreiðsl- unni er kæliborð af fullkomnustu gerð. Allt hefur verið gert, sem hugsanlegt er til þess að unnt sé að veita góða þjónustu í verzlun- inni. Verzlunarstjóri er Magnús Jónsson, sem lengi hefur verið í Matarbúðinni að Laugavegi 42. - Pólar Framh. af bls. 7 Magnús Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri rafgeymaverk- smiðjunnar Pólar h.f. skýrði Mbl. frá þessu nýlega. Taldi hann að nú væri svo komið að 60—70% bifreiða og landbúnaðarvéla hér- lendis notuðu eingöngu innlenda rafgeyma og sama væri að segja um vélabátaflotann. Skv upplýsingum Hagstofu ís- lands minnkaði innflutningur rafgeyma allverulega á síðasta ári. Var hann árið 1953 fyrir 2% millj. kr. en s. 1. ár aðeins Vz millión kr. Framleiðsla innlendra rafgeyma jókst að sama skapi og virðast þeir vera fyllilega sam keppnisfærir við erlendu raf- geymana. ERLENDIR RAFGEYMAR Á FRÍLISTA Magnús skýrði blaðinu frá þvi að þessi íslenzka iðngrein hefði ekki stuðzt við neina verndar- tolla. Hún hefði orðið að keppa við erlenda rafgeyma, sem eru á frílista og í lágum tollflokki. Hefur innlenda framleiðslan allt fram á mitt síðasta ár orðið að greiða jafnháan toll af hráefni til framleiðslunnar eins og greiða þarf af tilbúnum erlendum raf- geymum. Var dálítil breyting til batnaðar við ný tollalög í fyrra. Við framleiðsluna í Pólar, sem er í Borgartúni í Reykjavík, vinna nú 10 manns. Önnur raf- geymaverksmiðja er starfandi hér á landi. Er það Rafgeymir h.L í Hafnarfirði. AAAAAAAAAAA« MABEOS Eftí? Eri Dodii -------- WELL, OLD SONJ, WE HAVE POTURES IM THE CAN... "PHOESE AND HER BABIES AKD "ELk KAQADE’I re ^jéóíetner fjölritarar og ! 1) — Jæja, nú höfum við tekið efni til tvær kvikmyndir: Þvottabirnan fjölrittmar. og húnar hennar og Hátíð hjá Einkaumboð Finnbogi Kjartansson elgnum. Austurstræti 12. — Sími 5544.1 2) — Exi svo er bara hvort okkur tekst að selja myndirnar. Þar vandast nú málið.----Þrem ur dögum seinna fara þeir Markús og félagi hans á fund manns nokkurs, sem er líklegur Thpee DAVS LATER) MARK AND BARMEY ARE IM THE OFPICES OF N’WILDLIFE "“JNLIMITED", A GREAT NON-PRCFIT CONSER'/ATION ORGANIZATIOM til að kaupa kvikmyndirnar, en hann er í félagi, sem hefir það á stefnuskrá sinni að fræða al- menning um landið. 3) — Já, Markús, við höfum YES, MARK, WE HAVE BEEN LOOKING AROUND* FOR SOME TV SHCWS TO CARRV OUC 4 CONSEEVATION MESSAGE TO THE AMERCAN PEOPLE...MAVBE YOUC Fll einmitt verið að leita fyrir okkur eftir einhverju, sem mætti verða til þess að uppfi'æða fólkið. Ef til vill eru þessar kvikmyndir lausnin. __j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.