Morgunblaðið - 16.03.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. marz 1955 >3 Framhaldesagan 46 Þctta var hugmynd Erics. Hann gat auðvitað ekki komið sjálfur. Hann bíður núna í lítilli hliðar- götu í úthverfi Prag. Hann hefur aðeins litla ferðatösku og bak- poka. Og hann spyr að því, hvort annað hvort þér eða herra Morg- an geti ekið honum til landamær- anna í embættisbifreið. Þeir eru enn ekki farnir að stöðva eða leita í embættisbifreiðum, en það ■er ekki hægt að komast í einka- bifreiðum eða með lestum leng- ur. Gerið það, ungfrú Polling- lir ....“ „Biðið, frú Brunner, umfram o,llt verið rólegar. Vissulega er það skylda okkar að hjálpa hon- 11 m. Þegar á allt er litið, er þetta okkur Morgan að kenna. En jafn- vel þótt fundur okkar og manns yðar væri ekki leynilegur, sagði hann Morgan ekkert, sem hann gæti ekki svarað fyrir“. „Ég spurði hann, hvað hann hefði gert, og hann sagði mér, að hann hefði ekkert gert af sér, en kommúnistaflokkurinn hefði ekki áhuga á sekt og sakleysi. Hann úhlýðnaðist og það var nægilegt til þess að setja hann í fanga- búðir eða fangelsi. Ég vildi, að liann tæki mig með sér í útlegð- ina, en hann neitaði. Þér vitið, að hjónaband okkar hefur ekki verið gott og hann — ég veit ekki hvers vegna ég er að segja yður þetta. En Eric heldur, að það sé betra fyrir okkur bæði, ef við skiljum fyrir fullt og allt. Ég veit ekki hvað er rétt eða rangt — ég skil ekkert framar“. „Setjist niður, frú Brunner. Ég skal fara til Morgans strax, við Verðum að segja honum alla mála vexti. Við getum ekkert gert án hans. En munið, verið ekkert óró- íegar! Við munum geta gert eitt- hvað. Ég kem strax aftur" Olga settist niður og starði sljóum augum út um gluggann, lúður í húsagarðinn, út í shjóinn og í sólina, sem var að brjótast fram. Hún var að biðja án þess pð krossleggja hendurnar: Gefðu pkkur báðum þrek, gefðu okkur báðum þrek! Dyrnar opnuðust. „Komið með Jaiér, frú Brunner, það er góður vinur vðar á skrifstofunni hjá Morgan“. Hún stóð upp í flýti. „Hver er það? Emúnn má vita....“ „Stillið yður. Paul Kral er inni þjá Morgan. Þér treystið hon- úm?“ | Augu þeirra mættust. í þeim var mikill skilningur og svo rnikil meðaumkun að þær gátu ékki horfzt í augu og litu báðar yndan. : Olga gekk eins og í svefr.i inn langan gang og niður nokkur þrep. Skvndilega stahzaði ung- frú Pollinger, barði að dvrum og opnaði hægt hurðina. Hún sá samanbitnar varir Olgu opnast og hún hevrði vonaróp, hún sá einnig neista af hamingju í aug- um hennar, hún sá hana lyfta handleggjunum eins og hún væri að faðma eitthvað langþráð. Unefrú Pnllineer fann ekki til afbrýðissemi, eins og hún hafði óttast, heldur fann hún til léttis pg augu hennar fvlltust tárum af viðkvæmni og ást fyrir þeim, sem þarna vom inni og þá var hinn þrnknaxni Morgan ekki undanskilinn. Henni fannst sem hún blessaði þau. Gerard Morgan hægði á ferð- inni við bevgiu í nokkurri fjar- lægð frá manni með hakpoka og ferðatösku, stakk höfðinu út um bílrúðuna, leit til hægri og vinstri og þegar Eric gekk til hans, hvíslaði hann í flýti: „Flýttu þér að skýra eitthvað fyrir mér og henda í allar áttir, eins og þér væruð að vísa mér veginn. Farið síðan upp í bif- reiðina í aftursætið". | „Þakka jAur fyrir, herra Morg- an. En hvar er konan mín?“ | „Þakkið mér ekki, og haldið áfram að látast vísa mér leiðina. Teygið betur úr handleggnum og hreyfið fingurna á yður dálítið — hvað er þetta, hefur enginn spurt yður til vegar? Ég er hræddur um, að þér sjáið konuna yðar ekki framar. Það er betra að hafa kveðjurnar stuttar. Jæja, nú getið þér farið upp í bifreið- ina. Og vefjið yður vel inn í teppi, svo að þér fáið ekki kvef — það er nóg af teppum á gólfinu". Bifreiðin hélt áfram. Það leið langur tími, þar til Eric hlýddi ráðum Morgans og vafði teppunum utan um sig. í fyrstunni gat hann ekki tekið af sér bakpokann. Síðan vissi hann ekki, hvað átti að gera við ferða- töskuna. Teppin virtust þannig þvælast fyrir honum, hann gat ekki náð til þeirra á gólfinu. Morgan horfði á hann í speglin- um og hrissti síðan höfuðið og sagði þurrlega: „Þér eruð ekki mikill skipuleggjari, herra Brunn er, en við skulum vona, að það sé af æsingnum — en það verðið þér að losna við, þegar til landa- mæranna kemur“. Eric var þögull. Honum fannst hann vera eins og lítill drengur, sem hefur gert eitthvað hræði- legt af sér og þegar einhver reynir að taka svari hans, svo að hann komist hjá hegningu. Hann sagði við sjálfan sig: Nú sé ég Prag í síðasta sinn! Þetta er flótti, ekki venjuleg ökuferð. Ég mun ekki sjá Olgu framar heldur, engan félaga minna, eng- an vina minna, engan.... Hon- um var kalt, hann langaði til að reykja, hann var svangur, og honum var illt. Hvert var Morgan að fara með hann? En hvað gerði það svo sem til? Hvað átti hann að gera, þeg- ar hann var kominn yfir landa- mærin? Það var eins og að spyrja, hvað hann ætti að gera, þegar hann væri dauður. Var þetta helför? En jafnvel það skipti ekki máli. Hvað skipti þá máli? Hvers vegna var hann að flýja? Til að komast hjá því að vera tekinn höndum auðvitað. — Hann skalf. Hann mundi eftir skelfingu sinni, þegar Þjóðverj- arnir tóku hann höndum, og hann leit óttasleginn út um gluggann. Nei, þeir eltu ekki. Þeir voru komnir út úr Prag. Morgan fannst einnig ferðin vera óraunveruleg. Hann fór að hugsa upphátt og við og við rak | hann upp þennan leiðinlega hlát- J ur sinn. „Herra Brunner, mér finnst eins og við séum að ganga á hönd- unum. Ef einhver hefði sagt mér, að einn góðan veðurdag mundi ég bjarga kommúnista, mundi ég hafa hlegið upp í opið geðið á honum og fundizt mér vera mis- boðið. En hvílikur kommúnisti — ha. Manni er ógnað af félaga sín- um, sem hann hefur ekkert gert, og síðan er honum bjargað af auðvaldssinna í Bandaríkjunum, sem hann hefur aldrei látið gott orð falla til. Verður maður ekki alveg ruglaður, þegar maður hugsar um yfirþjóninn í Ensk- ameríska klúbbnum? Þessi sak- lausa, barnalega Margaret van- treysti honum alltaf, en ég var alveg varnarlaus. Og þó var ég vanur að ganga fram hjá fisk- búð, þegar ég var lítill í fæðing- arbæ mínum, en þar hafði fisk- salinn komið fyrir skjlti, sem á stóð: „Hérna er fiskur, sem lærði sína lexíu of seint“. En í henni segir, að það borgi sig ekki að opna munninn of oft. En það, sem mig langar til að vita, hver var það, sem varaði yður við?“ „Maður að nafni Husner félagi minn úr utanríkisráðuneytinu“. „Og hvernig vissi hann, að þér voruð í hættu?“ „Þetta var eiginlega allt honum að kenna. Hann var milliliður milli yfirþjónsins og Matejka. — í Lykteyðandi og lofthreinsandi undraefni — Njótið ferska loftsins innan húss allt, árið. AIRWICK hefir staðist allar eftirlíkingar. AIRWICK er óskaðlegt. Aðalumboð: Olafur Gíslason & Co. h.f. Sími 81370. ■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ • • TIL SOLU eða ieigu hálf húseign ca. 158 ferm. efri hæð, ris og bíl- skúr. Á hæðinni eru 5 herbergi, eldhús, bað og innri for- stofa. I risi 5—6 herbergi. Uppl. gefur Axel Sigurgeirsson, Barmahlíð 8. De Soto bífreið árgangur 1951, sérlega vel með farin, er til sýnis og sölu við Kleifarveg 9, frá kl. 2—6 í dag. Bifreiðinni hefur eingöngu verið ekið erlendis. BILL 08KAST Óska að kaupa bíl fyrir 20 þús. krónur. — Tilboð send- ist afgr. Mbl. merkt: ,,20 þúsund — 644“. Enskar kápur fjölbreytt iirval. MARKAÐURINN Laugavegi 100 Hár yðar þarfnast eggja Það er gamalt húsráð aO egg séu góð fyrir hárið. Hinir framúrskarandl eiginleikar eggja, geta nú komið hári yðar að notum, því BLACK-HEAD ÆG SHAMPOO inniheldur ferskar íggjarauður í fíngerðu formi. Hið silkimiúka BLACK-HEAP ÆG SHAMPOO gerir hárið fegurra og styrkara. BLACK-HEAD ÆG SHAMPOO hindrar að hárið þorni og klofni og gerir jafnvel það hár, sem erfitt er að eiga við mjúkt og lifandi með fögrum glanzandi blæ. BLACK-HEAD ÆG SHAMPOO hið óviðjafnanlega hárþvottaefni. HEIMSMERKIÐ sem gerir allt hár silkimjúkt og fagurt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.