Morgunblaðið - 19.03.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.03.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. marz 1955 EFTIRLEIT EFTIR EGON HQSTOVSKY I, í#l !|| 1 if Framhaldssagan 49 Presturinn staulaðist inn í eld- húsið aftur og horfði hugsandi í kringum sig. Hann vakti kött- inn, sem svaf uppi á stafla af nærfötum, síðan gekk hann að eldstónni og fór að hita sér kaffi. Dyrabjallan hringdi. „Núna strax?“ hugsaði presturinn og leit á klukkuna á veggnum. Hann gretti sig dálítið, honum fannst klukkan vera of sein. Hann slökkti á gasinu og gekk til dyra. Á þrepskildinum stóð lítill maður. „Þér eruð faðir Dusan, er það ekki? Mig langar til að tala við yður í einrúmi". „Ég er hræddur um, að það sé ekki hægt núna. Ég vona, að þér fyrirgefið mér.... “ „Það er ef til vill allt satt og rétt, prestur, en þér losnið ekki svona við mig. Ég er kominn alla leið frá Zelezna Ruda til þess að íinna yður“. „Frá Zelezna Ruda?“ Það var áhyggjuhreimur í röddinni. — Hver eruð þér, vinur minn?“ „Ivan Pazderka". „Hamingjan góða, hvað eruð þér að gera í Prag? Blessaðir komið inn. Lokið hurðinni, mér er illa við dragsúginn. Ég verð að spyrja yður, herra Pazderka, segið mér, hvað kom fyrir og farið síðan aftur eins fljótt og þér getið“. Maðurinn kom inn, og lokaði hurðinni á eftir sér. Þeir litu hvor á annan og presturinn varð dálítið taugaóstyrkur. Hann vildi ekki vera ókurteis við gestinn með því að stara á hann, en hann vildi heldur ekki líta undan. — Hann vissi ekki, hvað hann átti að gera við hendurnar á sér og ' hann leit ekki undan, er hann sagði áhyggjufullur en ákveðinn: „Ég bið yður um að vera hérna ekki lengi. Farið burtu eins fljótt og þér getið. Það er í yðar eigin þágu“. S „Nú, já, hótanir". „Herra Pazderka, ég hef beðið yður og ég hef varað yður við, en nú sé ég að það er árangurs- laust. Verði guðs vilji. Komið þá inn í eldhúsið. Það er kalt ann- ars staðar. Farið úr frakkanum og kannske úr peysunni líka“. Gesturinn hlýddi og sagði síð- an ólundarlega: „Jæja, hvar er þetta eldhús?“ „Fyrstu dyr til vinstri. Gangið þér inn, herra Pazderka". Þegar presturinn kom inn í eldhúsið sá hann, að gesturinn hafði gert sig heimakominn og liann leit í kringum sig og sagði: „Guðsmennirnir hafa það ekki sgm verst nú á dögum. Hve mörg lierbergi hafið þér?“ „Hingað til fjögur, en frá deg- inum í dag aðeins eitt býzt ég við. Hvað viljið þér? Vilduð þér fá kaffi?“ „Hvers vegna ekki? Svartur markaður? Eða ’ fá prestar sér- stakan skammt?" „Kaffið er gjöf, herra Paz- derka. Ég fékk það frá sameigin- legum vini okkar, Kral, sem hef- ur sagt mér heilmikið um yður. Ég veit., að þér eruð menntaður og vellesinn maður, en þér viljið leyna því, og þér vitið heilmikið, þegar þér eruð einn — en ég viási ekki, að þér væruð ókurteis og ruddalegur. Kaffið verður til eft- ir nokkrar mínútur, þér vilduð kannske reykja á meðan“. Litli maðurinn leit í áttiná til drugga, rólega mannsins og nú var vandræðahreimur í röddinni íj fyrsta sinn. I „Já, það var vegna Krals, sem 4g er kominn og er hérna í dag. Faðir, Kral er góður maður, raun verulegur vinur smælingjanna. Hann er allt öðru vísi en ég, en við virðum hvorn annan. Það er satt, hann er ekki verkamaður og sjónarmið hans eru önnur en mín, en við vinnum að sama markinu. En nú langar mig til að vita í hvers konar leynimakk þér hafið komið honum í. Ég vil allt- af hjálpa fólki, ef það er í vand- ræðum, en ég vil ekki hjálpa ein- hverjum þorpurum, skemmdar- verkamönnum, glæpamönnum eða snýkjudýrum. Skiljið þér?“ „Ég heyri og skil, en þess ger- ist ekki þörf að hrópa. Hvað vilj- ið þér hafa kaffið sætt, herra Pazderka? Eru tveir molar nóg? Satt að segja á ég ekki mikinn sykur. Svo að þér eruð hingað kominn vegna þess að yður hef- ur snúizt hugur um loforð, sem þér gáfuð Kral og vegna þess, að þér eruð hættur að trúa á hann“. I „Ég trúi ef til vill meira á Kral en þér á heilaga ritningu, en sann leikurinn er sá, að ég trúi ekki á vandræða-presta. Ég hef verið að hugsa alltaf síðan Kral fór frá Zelezna Ruda. Mig langar til að vita, hvað þér hafizt að — og hvers konar fólki, þér ætlið að koma yfir landamærin. Ég efast ekki um, að Kral hefur sagt yður að ég sé kommúnisti og það gam- all kommúnisti. Ég lærði það ekki úr bókum, faðir, heldur frá því að líta hlutina að ofan, því að ég sem sótari er mikið uppi á hús- þökum. Það mundi heldur ekki saka ykkur sauðhirðina að gera það sama einnig. En það er ýmis- legt, sem flokkurinn gerir, en ég er ekki sammála, og mér er sama hver veit það, en ég er og verð alltaf kommúnisti — það skulum við gera upp við okkur strax". | „Já, kaffið er tilbúið Svart eða með mjólk. Hlustið á mig, vinur minn. Það ér dálítið, sem ekki er vit í, sem þér eruð að segja. Þér fullyrðið trúna á Kral, en samt er sú trú svo reikul, að þér komið til vandræðaprests og biðjið hann að skýra út fyrir yð- ur lyndiseinkun Krals og fyrir- ætlanir hans. Þér eruð annar vina hans, sem koma til mín síðast- liðna daga með þá spurningu: Hver er Paul Kral? Segið mér, hvað virðið þér Kral fyrir og hann yður, og hvert er ykkar sameiginlega markmið?“ „Sjáið nú til, prestur, ég er ekki bara heimskur sótari úr litlu þorpi. Ég hef séð margt, þol- að margt og lesið mikið. Þér haf- ið ekki áhrif á mig með slungnum spurningum eða góðu kaffi, en kaffið er gott — eða með ræðum um boðorðin. Kral er trúverðug- ur maður og draumóramaður, það er ábyggilega auðvelt að láta hann falla í gildru og hálsbrjóta hann. Hvert er okkar sameigin- lega áhugamál? Betri heimur. Það er svarið. En nú verðið þér að svara fyrir yður sjálfan: Hverjir eru þessir náungar, sem ég á að hjálpa yfir landamærin, ef þeir vita leyniorðin? — Þessi febrúarbylting var mér kærkom- in, en ég játa það, að margir sak- lausir menn hafa orðið að gjalda hennar. Það er gamalt máltæki: Það er ekki hægt að höggva nið- ur tré án þess að flísist út úr því. Segið mér nú, hverjir eru þessir sakleysingjar yðar? Þér sjálfur, prestur?" „Ég? Hvílík hugmynd! Ég get ekki hlaupið, fæturnir leyfa mér það ekki. Fólkið, sem við höfðum í huga, voru tveir háskólakenn- arar, einn læknir, nokkrir stúd- entar og tveir kommúnistar". 1 „Líka kommúnistar? Það var eins og ég hugsaði! Mig langar til að sjá framan í þá!“ ! „Það mundið þér líka, ef þér sætuð ekki hérna. Sjáið nú til, herra Pazderka, mitt markmið er það sama og ykkar Krals. En það er einn aðalmunur á okkur: Ég . trúi og vil trúa. Þér trúið ekki 1 og viljið ekki trúa, en þér viljið ' vita. Ég treysti Kral, hann ; treystir mér og við treystum báð- ir hinu saklausa en hrjáða fólki, en þér viljið aftur á móti vita, hvers vegna og hvernig. Þér eruð 1 hrokafullur og stoltur eins og all- í ir, sem beita skynseminni einni j Nokkur stykki modelkventöskur ekta leður. QJtfoéé ~j4&alótrœti Bifreiðasalan Njálsgötu 40 óskar eftir nýjum og nýlegum sendiferða- og fólksbif- reiðum strax. BIFREIÐASALAN NJÁLSGÖTU 40 Sími 5852. \ fjölbreytt úrval. EROS Hafnarstræti Poplin Sportjakkar EROS Hvítir Nælon og Dacron Sloppar EROS Barnafrakkar, Telpukápur Barnaúlpur og Samfestingar Hafnarstræti 4 Sími 3350 Skrifstofumann vantar strax á skrifstofu í Hafnarfirði. Umsóknir send- ist afgr. Mbl. fyrir 23. marz n. k. merkt: „697“. Heildsölubirgðir: Jl. &njnjói ^óóon & J(v varan j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.