Morgunblaðið - 30.03.1955, Síða 8

Morgunblaðið - 30.03.1955, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. marz 1955 orgTmMaMí&Jjj Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Gogn iðnaðorfriði, borgorofriði, dgóðahluta —“ ÞAÐ er vissulega fróðlegt að athuga einmitt nú, þegar at- hafnalíf höfuðborgarinnar og fleiri byggðarlaga hér á landi er að lamast vegna stórfelldra verk- falla, ummæli kommúnista á undanförnum árum um afstöðu þeirra til þjóðfélags síns og þær skýringar, sem þeir hafa gefið í málgögnum sínum á eðli stétt- arbaráttunnar. Henni lýsti aðal- málgagn kommúnista fyrir nokkr um árum á þá leið að hún væri: „Barátta gegn hverskonar samvinnu milli stéttanna, gegn iðnaðarfriði, borgara- friði, ágóðahluta, gegn því að fagfélög og rekstursráð taki þátt í því að auka framleiðslu- magn vinnunnar í auðvalds- fyrirtækjum." Þarna er greinilega sagður kjarni hinnar kommúnísku stefnu gagnvart sambúð fólks- ins í hinum ýmsu stéttum. pað á allt að hata hvert annað. „Iðn- aðarfriður", þ. e. atvinnufriður og samkomulag milli iðnrekenda og iðnaðarverkafólks má ómögu- lega takast. „Borgarafriður" ekki heldur. Allt verður að loga í óvild og tortryggni. Hættulegast af öllu, að áliti kommúnista- blaðsins er þó „ágóðahluti“ og að „fagfélög og rekstursráð taki þátt í því að auka framleiðslumagn vinnunnar." Er þetta líklegt til sátta? Margir munu nú eflaust spyrja: Eru þeir menn, sem með slík- um hug taka að sér forystu hags- munasamtaka verkalýðsins lík- legir til þess að eiga giftudrjúg- an þátt í að ná samkomulagi og koma á sættum í vinnudeilum og verkföllum? Til þess benda sannarlega ekki miklar líkur. Fyrir þeim vakir alls ekki, að bæta kjör verkalýðsins. — Þau vilja þeir ekki bæta.Þeir hafa lýst því yfir, að háska- legt sé, að auka framleiðsiu- magn vinnunnar í „auðvalds- fyrirtækjum.“ Það tefur sigur stéttarbaráttunnar, dregur úr hatri launþegans á þjóðskipu- laginu, af því að það bætir hag hans. Þegar það sem nú er að gerast er skoðað í ljósi þessara ummæla getur engum dulizt, hvað fyrir kommúnistum vakir í dag. Þeir hafa séð að hið íslenzka lýðræð- isþjóðfélag tekur örum framför- um. Lífskjör fólksins hafa batn- að með hverju ári. Atvinnuveg- irnir hafa orðið fjölbreyttari og tæki þeirra fullkomnari._______ . Iðnaðarfriðí4 verður að hindra Þessa þróun geta kommúnistar ekki horft upp á. Almenn upp- bygging, ekki sízt nýs og þrótt- mikils iðnaðar, sem hefur í för með sér aukið atvinnuöryggi, er þeirra versti óvinur. „Iðnaðar- friðinn", sem af því leiðir verð- ur að hindra. Húsnæðisumbæt- urnar, sem að er unnið verður einnig að stöðva. Það er ein af leiðunum til þess að hindra „borgarafriðinn", þ. e. samstarf stéttanna og ábyrgðartilfinningu alls almennings gagnvart þjóð- félagr sínu, góðvild og samúð milli einstaklinga og starfshópa. Eldur hatursins verður að lifa og leika við himinn sjálfan. Úrræði kommúnista til þess að framkvæma þetta stefnuskrár- atriði sitt er eyðilegging efna- hagslífs þjóðarinnar. Þeim er það eins vel ljóst og öðrum, að stór- aukinn tilkostnaður framleiðsl- unnar hlýtur fyrr eða síðar að leiða til gengisfalls íslenzkrar krónu. Það sýnir reynslan eins greinilega og á verður kosið. Ár- ið 1947 og 1949 voru knúðar fram kauphækkanir, sem útflutnings- framleiðslan gat ekki risið und- ir. Hallarekstur hélt innreið sína. Atvinnuleysi skapaðist og í árs- byrjun árið 1950 varð óhjá- kvæmilégt að breyta hinu skráða gengi krónunnar. Nú hafa hagfræðingar sjálfs Alþýðusambands íslands reiknað út og lýst því yfir, að kauphækkanirnar árin 1947 og 1949 hafi ekki bætt kjörin. Á tímabili þeirra hafi þvert á móti átt sér stað veru- leg kjararýrnun. Hinsvegar hafi kjörin ekki rýrnað svo teljandi sé síðan að núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Verðlag hafi verið nokkurn- veginn stöðugt síðan í ársbyrj- un 1953. Nýtt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags En nú hafa kommúnistar á- kveðið að hleypa af stað nýju kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags. Verkalýðurinn og allir landsmenn standa þá frammi fyrir þeirri staðreynd, að jafn- hliða kauphækkunum hækkar verð landbúnaðar afurða lögum samkvæmt. Útflutningsfram- leiðslan getur hinsvegar ekki velt kauphækkuninni yfir á almenn- ing. Hún er bundin við sitt er- lenda markaðsverð. Sjávarút- vegurinn kemur þessvegna til ríkisins og biður um aðstoð. — Hvaðan tekur ríkið svo fé til þess að halda tækjum hans í gangi? — Úr vasa almennings í landinu. Þar með er hringrásin fullkomnuð. Því miður færir þetta engum kjarabætur. Því fer víðsfjarri. Það, sem raunverulega gerist er fyrst og fremst það, að skattar og álögur hækka en verðgildi peninganna rýrnar. En allt þjónar þetta mjög vel stefnu kommúnista. Fólk- ið verður vonsvikið er það sér áform sín um bætt kjör verða að engu. Traustið á gjaldmiðlinum þverr og sparn aðarviðleitni minkar. Af því leiðir lánsfjárskort og þar af leiðandi minni húsnæðisum- bætur. Hver vill slíka öfugþróun Þetta er það, sem kommúnistar vilja og stefna rakleitt að. En \ hverjir aðrir vilja leiða yfir sig slíka öfugþróun? Enginn ábyrg- ur og skynsamur einstaklingur, hvar í stétt sem hann stendur, vill eiga þátt í slíku óláni. Það er þessvegna mikil ógæfa, að kommúnistar skuli nú geta mis- notað verkalýðssamtökin svo herfilega, sem raun ber vitni til þess að hindra farsæld og upp- byggingu í landinu. ÚR DAGLEGA LÍFINU ALMAR skrifar: Útvarpsleikritin. OFT hefur gætt töluverðrar ó- ánægju manna á meðal útaf vali á útvarpsleikritum og sú gagn- rýni verið á rökum reist. En nú eru þessar óánægjuraddir að mestu þagnaðar af þeirri eðlilegu ástæðu, að undanfarið hafa flutt verið í útvarpinu hvað eftir ann- að hin prýðilegustu leikrit svo sem „Leikið á leirflautu“, „Jupi- ter hlær“, „Fyrsta leikrit Fann- eyjar“ eftir Bernard Shaw, sem flutt var sunnudagskvöldið 20. þ.m. Ég hlustaði ekki á leikrit þetta, þegar það var flutt í útvarpið, en ég þekki það og veit að það er afbragðsgott verk og bráð- fyndið, enda höfundurinn sem kunnugt er einn allra snjallasti leikritahöfundur sinnar samtíð- ar. Efast ég ekki um að vel hefur tekizt flutningurinn, því að marg- ir af okkar mikilhæfustu leikur- um voru þar að verki. Einsöngur Kristins Hallssonar. KRISTINN HALLSSON, okkar frábæri barytonsöngvari söng mánudaginn 21. þ.m. nokkur lög, Jrá átuarpL L óíÉuóta uíL Ul eftir erlend og innlend tónskáld með ágætum undirleik Fritz Weisshappels. Rödd Kristins er glæsileg og meðferð hans öll á lögum þeim, sem hann syngur, jafnan afburða- góð. — Að þessu sinni söng Krist- inn sex lög, þar á meðal tvö eink- ar lagleg lög eftir Skúla Halldórs- son og gott lagt eftir Árna Thor- steinsson, svo og ariur úr órator- iunu „Messias" eftir Hándel og óperunni „La Boheme" eftir Puccini og „To the Forest“ eftir Tschaikowsky. — Oll þessi lög söng Kristinn með miklum glæsi- brag, en skemmtilegast þótti mér að heyra ariuna úr „Messias“ og „To the Forest". Óskastundin. EKKI hefur mér hingað til þótt „Óskastund“ Benedikts Gröndals sérlega rismikil, en ekki er hann einan um það að saka, því að óskir manna ráða þar miklu um. — Þó vil ég geta þess að þáttur- \Je(vah andi ábrifar: K „Sæbjörgu" þakkað. ÆRI Velvakandi! Nú á vertíðinni hér við Faxaflóa hafa, eins og oft áður fjöldi báta verið í nauðum stadd- ir, með bilaða vél, eitthvað í skrúfu, misst stýri og þess háttar bilanir og því dráttar- og gæzlu- skip mjög nauðsynlegt. Þegar í þessar nauðir rekur, hefir það sýnt sig, að björgunar- skipið Sæbjörg, skipstjóri þess og skipshöfn, hafa ávallt leyst þessi vandræði okkar sjómannanna eins fljótt og auðið hefir verið, hafi skipið á annað borð verið í Flóanum. Hin varðskipin, er sett hafa verið í stað Sæbjargar hat'a ekki reynzt eins hirðusöm með að hlusta eftir kalli frá okkur. Um leið og ég þakka skips- höfn Sæbjargar fyrir vakandi I áhuga og dugnað í starfi sínu, langar mig til að láta í ljósi þá ósk — og veit ég, að ég mæli þar fyrir munn allra bátaformanna við Faxaflóaverstöðvarnar — að við fáum að hafa þetta skip við gæzluna öðrum fremur. Með fyrirfram þökk. Bátaformaður“. Þekkti hann ekki orðið „táknrænn“? BRÚTUS skrifar: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að gera athuga- semd við grein, sem birtist í dálk- um þínum fyrir skömmu, eftir N. Hann vekur máls á því, að orð- ið „tybiskur", sem mikið er not- að í málinu, sé ekki íslenzkt og mælir með því, að orðið „dæmi- gerður“ verði notað þess í stað. Hvað viðvíkur „tybiskur" hefir hann rétt fyrir sér, en hann virðist ekki vita, að við höfum ágætt orð í íselnzku yfir þetta hugtak, en það er orðið „tákn- rænn“. Orðið „dæmigerður“ er aftur á móti bæði stirt og klúð- urslegt og mun ekki eiga sér langa lífdaga. Með þökk fyrir birtinguna. Þinn einlægur. Brútus“. Hafðu það til marks! MORGUNSVÆFUR hefir orðið: „Menn eru að stinga saman nefjum hvort vorið sé nú ekki á næstu grösum, eða hvort hann muni koma með páskahret til að hrella okkur, eins og stundum i hefir komið fyrir. Sumir segja ' jafnvel, að ráðlegast sé að gera ráð fyrir hinu versta um páska- leytið. Náttúran sé þá einmitt í greinilegu millibilsástandi og sé til í allt. I En hvað sem því líður, þá hefi ég þá óhrekjanlegu staðreynd til marks um, að vorið er ekki langt , undan, að núna einn morguninn vaknaði ég af morgunblundinum við klingjandi þrastarsöng fyrir utan gluggann minn. Hvílík un- aðs tilfinning! Og ég, sem þarf að beita sjálfan mig hreinustu fantatökum til að hafa mig á fæt- ur á veturna, hoppaði þarna út úr rúminu eins og unglamb til að fagna vini mínum, sem hafði vakið mig svo þægilega. En auð- vitað var hann á bak og burt, þegar ég leit út um gluggann. En það var sama. Ég er glaðvaknað- ur, fullur af vorhug og vellíðan — og ég sagði við sjálfan mig: Hafðu þetta til marks, svefn- purka! — Morgunsvæfur.“ Ekki mikill vandi! ÞAÐ getur ekki verið mikill vandi að búa til höggmynd- ir“, sagði ung stúlka á högg- myndasýningu. „Nei, það er nauða lítill vandi", svaraði höggmvndarinn, „og ein- staklega einfalt. Maður fær sér aðeins marmaraklump og meitil og heggur svo burt allt, sem mað- ur vill ekki hafa á myndinni!“ MerKlð, sem klæðir landið. inn frá Akureyri var með þvi betra, sem „Óskastundin“ hefur flutt og sérstaklega þó gaman- vísnasöngur Jóns Norðfjörðs sem var bráðskemmitlegur. - r Kvöldvaka bændavikunnar. KVÖLDVAKAN s.l fimmtudags- kvöld var bæði fjölbreytt og skemmtileg. Hófst hún með snjöll um ávarpsorðum Þorsteins Sig- urðssonar, formanns Búnaðar- félags íslands. — Þá tók til máls Benedikt Gíslason frá Hofteigi, hinn snjalli fræðaþulur, og sagði frá umrenningum nokkrum á Austurlandi á öldinni sem leið. Var erindi Benedikts, sem vænta mátti, ágætlega samið og flutti hann nú mál sitt miklu betur en hann hefur áður gert, og þótti mér vænt um, því að Benedikt hefur jafnan eitthvað gott fram að færa. — Kvæði Magnúsar Guðmunds- sonar til vinarins, sem var að yfirgefa landið og halda til Vest- urheims var snjöll og ögrandi hugvekja skáldsins til vinar síns um að svíkja ekki gamla Frón í tryggðum. Næst talaði Björn Sigfússon bókavörður um heiðarbúa á land námsöld. Fjallaði erindið um merkilegt efni og voru athugan- ir Björns mjög eftirtektarverðar, en erindið naut sín ekki sem bezt, bæði vegna þess að það var mjög sérvizkulega samið en þó enn sérvizkulegar flutt. Þá tóku lagið í Baðstofu út- varpsins fulltrúar á síðasta Bún- aðarþingi, og var söngur þeirra hinn prýðilegasti. Er ekki ofsög- um sagt að íslendingar eru vfir- leitt raddmenn góðir og söng- næmir í bezta lagi, og staðfestu bændurnir þá fullyrðingu með miklum ágætum í þetta sinn. Er söng bændanna lauk tók til máls Ragnar Ásgeirsson, ráðu- nautur og flutti skemmtilegt og fróðlegt erindi um Pál skáld Ól- afsson. — Hygg ég að það hafi glatt marga hlustendur að heyra það að yon væri á nýju bindi af ljóðum Páls, og því mest allt 6- prentað áður. Fór Ragnar með nokkuð af Ijóðum og vísum Páls úr þessu væntanlega kvæðasafni, og var það allt vel kveðið og sumt bráðsnjallt, enda var Páll allra manna hagorðastur og af- bragðsskáld. Að lokum flutti Sverrir Gísla- son, formaður Stéttarfélags bænda nokkur kveðjuorð. Bókmenntakynning. STÚDENTARÁÐ Háskólans efndi til kynningar á ritverkum Hall- dórs Kiljans Laxness og var henni útvarpað s.l. laugardagskvöld. — Hófst kynningin með athvglis- verðu erindi Jakobs Benedikts- sonar cand. mag. um verk skálds- ins og því næst las Kiljan og nokkrir aðrir upp úr ritum hans, og Jón Sigurbjörnsson söng nokkur lög við ljóð eftir Kiljan. — Kynning þessi var dágóð, en þó enginn sérstakur bókmennta- viðburður, enda kom þar ekkert nýtt fram. Önnur dagskráratriði. AF ÖÐRUM athyglisverðum dag- skráratriðum má nefna ágætt er- indi Ólafs Gunnarssonar frá Vík í Lóni um atvinnufræðslu og starfsval, er hann flutti sunnu- daginn 20. þ.m. og ágæta tónleika þennan sama dag, flutning Sin- fóníuhljómsveitarinnar á sin- fóníu nr. 1 í B-dur eftir Schu- mann, undir stjórn Roberts Abra- hams Ottóssonar og fróðlegan þátt Atla Steinarssonar blaða- manns um íþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.