Morgunblaðið - 15.04.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUISBLAÐIÐ Föstudagur 15. apríl 1955 Jóhann Tryggvason og Þórunn dótfir hans kominn hingaB í hijómieikatör ÓHANN Tryggvason hljóm- sveitarstjóri er nýkominn flug leiðis til Reykjvíkur. Með honum «r sem fyrr Þórunn dóttir hans, som allir lesendur blaðsins kann- ast við og það af góðu, því þrá- íaldlega hefur hún á undanförn- um árum skemmt bæjarbúum og <)ðrum landsmönnum með pianó- liljómleikum sínum. Á undanförnum árum hefur jhún oft verið nefnd Þórunn litla, J>ví hún var ekki há í loftinu eða orðin fulltíða þegar hún gat miðl- .að ungum og gömlum ánægju af pianóleik sínum. En núna verða menn að breyta um nafn því nú ■^r það ekki réttnefni að kalla liana Þórunni litlu, því hún verð- vi' 16 ára í júlí í sumar. Og þegar maður hefur tækifæri til að hafa "tal af Þórunni verður viðurnefn- ið „litla“ ennþá fráleitara er menn kynnast því af eigin raun, íive ákveðin hún er í skoðunum «g viljaföst, þrátt fyrir hið eink- ar kurteisa og hlýlega viðmót. FESTI KAUP Á ÍBÚÐARHÚSI Morgunblaðið hafði tækifæri til að ræða við þau feðgin stutta stund í gær. Fyrst bar almenna tbðan fjölskyldunnar á góma, en þau hjón Jóhann Tryggvason og Klara, hafa sem kunnugt er ver- ið búsett í London allt frá því að jÞórunn var 6 ára. Hefur Jóhann liaft ofan af fyrir sér og fjöl- skyldu sinni sem „músik“-kenn- ari og hefur það eðlilega verið ærfiðleikum bundið með köflum. Meðfædd bjartsýni Jóhanns hef- •ur fleytt honum áfram fram að þessu. Nú hefur hann fest kaup á íbúðarhúsi í norðanverðri Lundúnaborg, en húsnæðisekla «r svo mikil í milljónaborginni og liúsnæði svo dýrt, að með því að Xáðast í kaup á íbúðarhúsi verð- ur lífsafkoma f jölskyldunnar snöggtum betri, eftir því sem Jó- hann skýrði frá. — Og hvað er merkast í frétt- um af námi og frama Þórunnar? spyr blaðið. FÓRUNN í BREZKA SJÓNVARPINU — Það merkasta er að sjálf- sögðu leikur hennar í brezka sjón "varpinu, segir Jóhann, er var 15. fyrra mánaðar. Þar lék hún tvo Irafla úr píanókonsert Mozarts í c-dúr með hljómsveit brezka út- varpsins undir stjórn Clarence Raybould. Leikur hennar varð cinnig áhrifameiri, þar sem fram koma hennar þótti með afbrigð- um góð. S.IÓNVARPIÐ HAFÐI SÍN ÁHRIF — Og hvað er næsti liður á dagskránni hjá ykkur? — Sjónvarp þetta er almenn- jngur í Englandi hafði tækifæri "til að sjá og heyra Þórunni við ptanóið vakti mikla athygli, segir Jóhann, og var leik hennar mjög vel tekið. Ensku blöðin hafa þann sið1 að skrifa fremur stuttar gagn- rýnisgreinar um hljóðfæraleik í sjónvarpinu. En við fengum ara- gi'úa af þakkarbréfum frá fólki víðsvegar að og næstu dagana cftir að sjónvarpið fór fram heim sótti okkur mikill fjöldi blaða- inanna víðsvegar að til að hafa tal af Þórunni og óska okkur til bamingju með frammistöðu liennar. FVRIRHUGAÐ SJÓNVARP MEÐ LITUM FYRIR BÖRN í AMERÍKU Skömmu áður en við fórum lieimanað frá London heimsótti ckkur fulltrúi frá Walt Disney- íélaginu, en það hefur ákveðið að loma upp annarri sjónvarpsdag- skrá, sem verður send til Ame- ríku og sýnt almenningi þar í Jandi í sambandi við sjónvarp T)arna. Þar verða sungin tvö ís- Þórunn og fjölskylda hennar koma fram \ amensku sjónvarpi mr Kommn ao íVIývatm Engizan falnm ao því leif§ hvaðan hann sé kcminn HÚSAVÍK, 14. apríl. VETUR hafa Mývetningar orðið varir við minkaslóðir við Mý- vatn og þó aðallega við Laxá. Þykir fólki á þessum slóðurn þetta hin verstu tíðindi, sem vonlegt er. Minkur hefur aldrei verið ræktaður í sveitinni. En fyrir um það bil þrem árum fannst dauð- ur minkur í einni af eyjum Laxár skammt frá Mývatni. Jóhann Tryggvason og Þórunn dóttir hans. lenzk lög, Ó blessuð vertu sumar- sól eftir Inga T. Lárusson, og Heyrðu snöggvast Snati minn, eftir Pál ísólfsson. Spilar Þróunn þessi lög undir, en börn munu syngja, en kvikmvndin í sam- bandi við þetta sjónvarp verður tekin á heimili okkar í London. Er þannig ætlast til að almenn- ingur geti kynnzt því, hvernig högum Þórunnar er háttað. Kvik- myndin, sem sýnd verður í Ameríku hefst á því að ungur drengur kemur að húsi okkar í London og hringir dyrabjöllunni. Síðan verður mynd af öllum systkinunum meðan þau syngja „Ó blessuð vertu sumarsól“, þá er skotið inn í myndum frá ís- landi til að minna á umhverfið hér heima. Þessi sjónvarpsupptaka kom svo seint til, að við lukum henni ekki áður en við fórum frá London því sjónvarpsmennirnir sögðu sem svo, að þeir þyrftu að hafa nokkurn tíma fyrir sér, ef eitthvað mistækist í upptökunni, en hann var ekki fyrir hendi, og þess vegna afréðum við að láta hana bíða, unz við kæmum aftur til London. HI.JÓMLEIKAR Á ÞRIÐJUDAGINN KEMUR — Ætlar Þórunn ekki að láta til sín heyra hér í Reykjavík í þetta sinn? — Jú, segir Jóhann. Ráðgert er að hún haldi hljómleika í Aust- urbæjarbíói á þriðjudaginn kem- ur. Þar leikur hún lög eftir Bach, Beethoven, Debussy og Chopin. SEX HLJÓMLEIKAR BÍÐA HENNAR í BRETLANDI Sjónvarpsauglýsingin varð til þess að Þórunn fékk pantanir til þess að halda sex hljómleika á næstunni, í Scarborough á norð- anverðri austurströnd Englands, Buxton, en þar hélt hún hljóm- leika í fyrra, í Doncaster, í smá- borg í nágrenni við Nottingham og í Haslemere. En helztu hljómleikarnir, sem Þórunn hefur haldið í vetur, voru í samkomusal við Westminster- spítalann. Við þann spítala er rekinn læknaskóli og hljómlistar- félag er þar starfandi er heldur reglulega hljómleika. Voru hljóm leikar Þórunnar þarna hinir merkustu, er hún hefur haldið á þessu ári. Ef dæma má eftir þeim við- tökum, sem Þórunn fékk í brezka sjónvarpinu, má vænta þess að hún veki ekki síður athygli í Ameríku, en sjónvarp það sem flytur þennan leikþátt af henni og okkur fjölskyldu hennar, er sérstaklega við hæfi barna. Er það sjónvarp með iitum eins og tíðkast í seinni tíð þar í landi. o----□□-----o Áður en Jóhann og Þórunn fara áleiðis til London ætla þau að koma hér fram með sinfóníu- hljómsveitinni. Jóhann stjórnar henni að þessu sinni en Þórunn leikur einleik með sveitinni. Þess ir hljómleikar fara fram 11. maí, svo þau snúa ekki heimleiðis fyrr en eftir þann tíma. Óráðið er með aðra hljómleika hér í millitíðinni. j — Þið farið kannske til Akur- eyrar? spyr ég þau þá. i En Þórunn skýtur því inn í samtalið, að hún geti naumast hugsað sér að koma hingað til lands nema að henni gefist tæki- færi til að heimsækja afa og ! ömmu norður að Hvarfi í Svarf- aðardal. V. St. Hugsa Mývetningar sér að láta einskis ófreistað til þess að út- rýma minknum við hið mikla silungavatn og úr fjölskrúðugu fuglalífi, sem er við Mývatn. í síðastiiðinni viku gerði Karlsson minkaeyðir frá Reykjavik ferð þangað og hafði með sér fjóra veiðihunda sína. Það hefur verið álitið, að mink urinn héldi sig aðallega í Hól- kotsgili í Laxá skammt frá Brett ingsstöðum í Laxárdal. Og eftir nokkra leit þar, fann Karlsson þar mink, sem hundunum tókst að drepa eftir erfiðan eltingar- leik. Var það karldýr. DÝNAMITSPRENGJUR NOTAÐAR VIÐ MINKADRÁPIÐ Annar minkur fannst við Laxá, mikið ofar en sá fyrri, eða skammt frá Arnarvatni. Var mikil aðför gerð að þeim mink. Komst hann undan í holu, sem ekki reyndist unnt að grafa upp, þar sem hún stóð í klöpp. Var reynt að vinna á dýrinu, með því að skjóta inn í holuna mörgum skotum, en þar sem ekki var lalið öruggt að skotin hefðu náð honum, voru gerðar nokkrar dýnamitsprengingar inn í holuna og umhverfis hana. Ekki þykir þó öruggt að sprengingarnar hafi orðið minknum að bana, þótt menn voni að svo hafi verið, og miklar líkur bendi til þess. 29 ær flæðir uppi STYKKISHÖLMI, 14. apríl. — Bóndann að Hraunsfirði í Helga- fellssveit henti það ólán fyrir nokkru að 20 ær hans flæddi uppi og drukknuðu. Bærinn stendur skammt frá samnefndum firði, sem skerst inn í norðanvert Snæfellsnes. í firð- inum er töluvert stór sandeyri, sem gengur út frá landi og sæk- ir fé einstaka sinnum út á hana. En þegar að féll flæddi féð uppi. Slíkt hefur komið fyrir áður á þessum stað, en mjög langt er liðið um síðan. Á. H. Sem stendur, eru aðstæður við Mývatn ekki góðar til minkaeyð- inga, vegna snjóa og ísskara. Er Karlsson hættur leitinni í bili, en mun þó koma bráðlega aftur í Mývatnssveitina og halda áfram herferð gegn minkunum, þegar vorar. Engum getum er að því leitt, hvernig minkurinn hafi komizt á þessar slóðir og er mönnum það sérstök ráðgáta, þar sem um enga minkarækt er að ræða, eða minks hefur orðið vart, nær Laxá, en í Eyjafirði. — Fréttaritari. Enn berast lungu með þurramæði úr Dölum BÚÐARDAL, 12. apríl. UNDANFARIÐ hefur Ágúst Jónsson frá Hofi í Vatnsdal ferðazt hér um á vegum sauðfjárveikivarnanna og skoðað kindur í þremur hreppum Laxárdal, Hvammsveit og Fellsströnd, en í þess- um hreppum varð vart þurramæði s. 1. haust. Varð Ágúst var sjúkleika í fé, en getur þó ekki fullyrt að svo komnu, hvort um þurramæði er að ræða. FANNST Á SÁMSSTOÐUM FYRR f HAUST Á Sámsstöðum í Laxárdal voru nokkrar kindur veikar og hefur þar verið slátrað þremur kind- um í vetur og er talið að í einni þeirra að minnsta kosti hafi ver- ið um þurramæði að ræða. í Hvammssveit lét Ágúst slátra tveimur grunsamlegum kindum. Annarri frá Teigi en hinni frá Kýrunnarstöðum og sendir nú með næstu póstferð lungu úr þeim til rannsóknar. Sé um þurra mæði að ræða í þeim verður að telja kindur á Hofakri og Hvammi grunsamlegar. Má segja, að beðið sé í ofvæni eftir úrskurði um það hvort um þurramæði sé að ræða eða ekki, og hvernig sauðfjársjúkdóma- nefnd þá snýst við málinu. — E.G.Þ. ★ Er þessar fregnir bárust vestan úr DöLum, sneri Mbl. sér til Guð- mundar Gíslasonar læknis á Keldum og spurðist fyrir um lungun tvö, sem send höfðu verið að vestan. Þau höfðu borizt rarmsóknar- stofunni þá um daginn. Reynd- ust önnur lungun, þau frá Teigi en hin, sem voru merkt frá Hvammi (en geta verið þau sem bréfritari segir vera frá Kýrunn- arstöðum) voru hinsvegar með einkenni þurramæði. Lungu þessi eru af því sama svæði sem þurra- mæðinnar varð vart á s.l. haust. Reykjav HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavík- ur hélt aðalfund. sinn 29. marz s.l. í Borgartúni 7. Ársskýrslan bar með sér að fundir voru 6 á árinu, vel sóttir að öllum jafnaði, góður félags- andi ríkjandi og starfsáhugi vel vakandi. Námskeiðastarfsemi félagsins var rekin með fullum krafti. — Saumanámskeiðin voru 7 talsins á starfsárinu og sóttu það um 140 konur og saumaðar 1500 flíkur, tvö mánaðarnámskeið í mat- r<úðslu með 24 konum, tvö sýni- kennslunámskeið með um 136 konum og einnig jólafundur, þar sem húsmæðrakennari sýndi að- ferðir og gaf leiðbeiningar um jólamatinn og skreytingar í því sambandi. Á annað hundrað kon- ur mættu þar. Fjárhagur félagsins er góður þrátt fyrir mjög aukin útgjöld á árinu, bæði í sambandi við 20 ára afmæli félagsins og nám- skeiðastarfsemina og að fyrir- hugaður bazar hefur ekki verið á starfsárinu. Formaður félagsins, frú Jón- ína Guðmundsdóttir, var endur- kosin í einu hljóði, einnig öll stjórnin, en hana skipa: Inga Andreasen, Margrét Jónsdóttir, Soffía Ólafsdóttir, Guðrún Ólafs- dóttir, Þórdís Andrésdóttir og Þóranna Símonardóttir. Vara- stjórn: Guðrún Eyleifsdóttir og Guðrún Jónsdóttir. — Endur- skoðendur einnig þeir sömu: Ey- gló Gísladóttir og Jenny Sand- holt. Þá var kosið í nefndir, svo sem: Bandalagsnefnd, Mæðrastyrks- nefnd, Áfengisvarnarnefnd, Kvenréttindanefnd og Hallveig- arstaðanefnd. Er aðalfundarstörfum lauk urðu nokkrar umræður um skað- semi flutnings glæpaleikrita í út- varpinu og hve slæm uppeldis- áhrif þau hefðu á ungdóminn, einnig æsifréttir í blöðum og glæparit. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt: „Húsmæðrafélag Reykjavíkur skorar á Ríkisútvarpið að vanda betur val útvarpsleikrita en raun ber vitni, er æ ofan í æ, eru flutt á vegum þess glæpaleikrit, er mjög miður holl áhrif hafa á ungmennin, en þau fýsir í að hlusta á það sem er æsandi og sem þeim er ekki ætlað að heyra“. Einnig urðu töluverðar umræð- ur um næturvakt læknanna og hversu ótækt það er að ekki skuli vera nema einn er gegnjr þv| starfi. Upplýst var að bót væri þó í máli, að þarna mundi að nokkru umbætt er Heilsuvernd- arstöðin tekur til starfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.