Morgunblaðið - 15.04.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.04.1955, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. apríl 1955 MORGUNBLAÐIÐ 7 Mynd þessi er tekin í Plymouth, er Biiiy Graham sté þar á land. 9 SS ® HINN 10. marz s.l. átti frú Stein- unn Briem 85 ára afmæli. Hún er fædd hinn 10. marz 1870 í Valadal í Skagafirði, dóttir hinna merku hjóna Péturs Pálma sonar og Jórunnar Hannesdóttur, áttu þau hjónin mörg börn sem þóttu áberandi laglegt og gjörfu- legt fólk. 1894 giftist frú Steinunn séra Vilhjálmi Briem, sem það ár gjörðist prestur í Goðdölum í Skagafirði. — En árið 1899 varð ! hann að láta af prestskap, vegna j heilsubrests, og fara utan að ieita ! sér lækninga og sigldi hin unga , kona með manni sinum til að vera honum stoð og stytta í veik- indunum. — Svo blessunarlega lukkaðist lækningin, að eftir hálf annað ár komu hin ungu hjón heim aftur, og 1901 fékk séra Vilhjálmur veitingu fyrir Staðarstað og bjuggu þau þar til 1912, að heilsa prestsins bilaði aftur. Síðan hafa þau hjónin búið hér í Reykjavík og séra Vilhjálm // 09 Glsagow, 3. apríl. NU er hálfur mánuður liðinn síðan Billy nokkur Graham kom til Skotlands að snúa mönn- um til trúar, og á þeim tíma hafa a.m.k. 250,000 manns heyrt hann prédika í Kelvin Hall í Glasgow. Og á samkomum þessum hafa tæp lega 5.000 manns gengið fram eft- ir boði hans og lýst opinberlega yfir „ákvörðun með Kristi" Ekkert virðist geta orðið til þess, að Billy hætti að vera aðal- umræðuefni Skota um nokkra hríð, hvorki verkfallið, sem hef- ur stöðvað mikinn blaðafjölda, né vetnissprengjan, né líkur fyr- ir kosningum á næstunni. Allir tala um Billy, það er engu líkara en menn verði að taka afstöðu með honum eða móti, enginn get- ur lengur hundsað prédikanir hans og tilveru. GÍFIJRLEG AÐSÓKN Aðgöngumiðar að samkomum hans eru ókeypis, en þó er eítir- spurnin svo mikil, að menn eru fúsir að gjalda of fjár til að kom- ast yfir miða. Margar borgir í Skotlandi leggja ofurkapp á að fá Billv til að koma þar fram, fólk hungrar til að heyra þenna unga laglega mann, sem þrumar af eldmóði og sannfæringu. Billy hefur tekið í hnakka- drambið á Skotum og þröngvað þeim til að taka afstöðu til trú- arinnar. Þó eru þeir margir. sem geta ekki sætt sig við aðferðir hans, margir kirkjunnar menn telja sigra hans lítils virði, allt umstang hans snerti aðeins yfir- borðið, en láti hugarfar manna engu bættari. „SVONA SEL.TA ÞEIR SÁPU......“ Við skulum nú athuga lauslega hvernig Billy og starfslið hans fara að, hvers konar aðferðum hann beitir til að vekja áhuga fóljksins á sér og kenningum sín- urh. Við skulum koma í land í Plvmouth, þar sem fjöldi fólks tók æpandi og veifandi á móti honum eins og hanh væri film- stjarna fremur en trúboði, og unz hann kom til Glaseow þar sem enn meiri mannfjöldi beið hans, og 80 metra löng auglýsing gnæfði vfir Kelvin Hall. Þetta minnir óþvrmileea á bandaríska sölúmennsku á hæsta stigi, enda hefur Billv sjálfur sagt: „Svona selja h‘dr sánu. Hvers vegna ætt- um við ekki að selja kristna trú, staorsíu framleiðslu he’msins, á nákvæmlega sama hátt?“ Þetta hefur hrellt marga, sem telja bæniná einkamál og vilja, að trúin hafi virðuleik, sem get- ur ekki samrýmzt nýtízku áróð- ursaðferðum Billy Grahams. „Hversvegna ættum við ekki að selja kristna trú á nákvæmlega sama háft" — segir fjöldatrúbo&inn Bilíy Graham TVO ÞUSUND MANNA KOR AÐSTOÐAR Á samkomum leggur Billy höf- uðáherzlu á að orka á tilfinning- ar áheyrenda. Heila klukkustund j eru þeir látnir hlusta á tvö þús- und manna kór syngja lög, sem eiga ekkert skylt við hófsamlega sálma skozku kirkjunnar, heldur eru sungin fjörug lög og gáska- Bréíkorn frá Skotlandi full, það eru söngvar hins stríð- andi trúboðs. Framan við kórinn stendur bandaríski söngstjórinn, Cliff Barrows, á skyrtunni með amerískt hálsbindi í æpandi lit- um, hann veifar höndum og syng- ur feimnislaust eins og hann sé í baði heima hjá sér Og kórinn þrumar af þeim krafti, að áheyr- endur sljóvgast, skynfærin slæv- ast. Áheyrendur eru ekki færri en 17.000. AUt er skipulagt, jafnvel í smáatriðum. Sjálfboðaliðar eru til staðar við hverja bekkjaröð og vísa mönnum til sætis, svo að ekki verði auð sæti. Þegar bekk- ur hefur verið fylltur er það til- kynnt yfirmanni þess svæðis, sem tilkynnir svo aftur höfuðsmanni, sem stjórnar öllum sessum i þeim rúma sal. Þarna eru heilar fjölskvldur — en konur eru í litlum meirihluta þegar allt er talið. GRAHAM HEFUR MÁL SITT Svo kemur Billy Graham fram á leiksviðið. Mvndatökumenn eru á þönum, ljósperur þeirra leiftra í hálfbirtu, því að nú hefur verið slökkt á flestum Ijósum, en vold- ugir ljóSkastarar varpa ofurbirtu á prédikarann, ungan og grann- an. Hann talar 40 mínútur skærri röddu. Ilann skipar áhevrendun- um: „Þið verðið að sitja alger- lega kyrrir, Ég vil fá fullkomið hljóð, og ég krefst óskertrar at- hygli ykkar. Einn .maður sem hrærir sig getur truflað þúsund- ir.“ Svo bætir hann valdsmannlega við: „Sitjið kyrr .... ekl^i að hvísla .... stillið ykkur til bæn- ar. Hér eru margir einmana og villtir. Hjörtu þeirra hungrar. Á fám andartökum getur líf þeirra gerbreytzt." Hann bendir ógnandi fingri. Ilann veifar biblíunni. -Röddin hækkar reiðiþrungin yíir syndum heimsins, síðar lækkar hún og verður næstum að bænahvísli. Undir lokin segir Billy: „Verið getur, að þetta verði nótt allra nótta í lífi ykkar.“ Hann hallast áfram, og hvíslar ákaflega inn í mergð af hátölurum: „Þetta er stundin. Það er ekki víst að ykk- ur gefist annað tækifæri." „KOMIÐ STRAX“ Andrúmsloftið er heitt. rökkv- uð salarkynnin eru rafmögnuð af spenningi. Að þaki honum byrjar kórinn að syngja, mjúkt og þýtt. Billy segir: „Ég bið ykkur að drjúpa höfði. Ég vil að þið farið úr sætum ykkar og komið hing- að, hægt og virðulega. Ég vil að þið komið strax meðan kór- inn syngur þýðlega. Vinir vkkar bíða eftir ykkur. Þið munuð ekki villast. Verið ekki hrædd. Komið. Komið strax!“ Og fólkið byrjar að tínast upp á pallinn. Sumir með lokuð augu, sumir gráta, og aðrir taka undir við kórinn, sem ennþá syngur. Þegar hver einstaklingur er kominn upp að ræðupallinum — og venjulega eru þeir um það bil 400 á kvöldi sem láta snúast — þá kemur „ráðgjafi" merktur bláu og stendur við hlið honum. 1 „Ráðgjafarnir" eru sjálfboðalið- ar, sem hafa lofazt til að hjálpa nýliðum fyrstu mínúturnar. Trúskiptingar eru teknir inn í ráðstofu, þar sem þeir segja nöfn sín og heimilisföng, og þeim er sagt, hvei'ja kirkju þeir eigi að sækja. Daginn eftir eru þeim sendir bæklingar og biblíu-úrvöl, og presturinn, sem þeir eiga að sækja til, er látinn vita um þá. I!VAT> TEKUR VIÐ? Starfi trúboðans er lokið. En enginn getur sagt um. hvað þá tekur við. Hve lengi endast áhrif- ‘in, sem Billy getur sært fram með miskunnarlausum aðferðum ný- tízku áróðurstækni? Er hres.t að búast við þvl. að menn gerbreyt- ist svo á einni kvöldstund, að þeir verði góðir kristnir menn, það sem eftir er ævinnar? Við verð- um að biða átekta, enn er of snemmt að segja nokkuð um það. Framh. á bls. 8 ur gcngt ýmsum trúnaðarstörf- um t d. við Landsbanka íslands 1 og nú um fjölda ára verið for- \ stöðumaður Söfnunarsjóðs ís- lands og er það ennþá þótt hann ‘ sé orðin 86 ára. Árin, sem þau hjón dvöidu á Staðarstað, bjuggu þau þar stór- búi. Þar var ætíð um 20 manns í heimili. Kom ungt fólk á vet- 1 urna úr héraðinu til náms á prestsetrið, sumir að læra undir j skóla hjá prestinum og ungar stúlkur að læra hannyrðir njá prestsfrúnni, og einnig að læra I hjá henni söng, orgel- og gítar- spil, því frúin hafði frábæra sopran-rödd og lék vel á orgel . og gítar. Enda var hún oft organ- isti við kirkjulegar athafnir. Staðarstaður er höfuðból eins og alkunnugt er, þessi stóra kostajörð er líka iólks frek. E|i þeim hjónum var auðvelt að íá fólk, því þau voru svo glöð og góð við fólkið, að vinnan varð eins og leikur, enda sóttist fólk eftir að fá að starfa þar. Heim- ilisbragur var allur þar fagur og til fyrirmyndar. Húslestrar lesn- ir þar á ttvefju kvöldi vetur, vor og haust .og söng allt heimilis- fólkið sálmana með á undan og eftir lestrinum. Þessi 11 ár, sem þau hjónin bjuggu á Staðarstað, létu þau byggja upp staðinn, bæði stórt ibúðarhús og öll peningshús. Lika létu þau gjöra jarðabætur á túni og engjum. Þar var mikið starfað, en þó oft skemmt sér við hljóðfæra- slátt, söng og útreiðar, því þar voru ætíð margir góðhestar á járnum, því að húsbændurnir höfðu mikið yndi af góðum hest- um. enda skínandi góðir reiðvegir í Staðarsveit. Svo var sr. Vilhjálmur elskað- ! ur og virtur af s;num sóknar- ibörnum, að þegar hann varð að i segja af sér sökum heilsubrests, þá fékk hann almenna áskorun frá söfnuðum sínum, — um að vera kvrr á Staðarstað, og taka sér aðstoðarprest. Frú Steinunn er orðlögð fvrir fríðleik og fagra framkomu, hún er blíð móðir, kærleiksrík og" mikil húsmóðir, gestrisin svo af- ber. ginfmild þeim er erfitt eiga og allra vanda vill hxín leysa-. þeirra er til hennar leita, og er elskuð og virt af öllum er hnna þekkja. Snæfellinrar sáu mikið pftir Ressum prestshjónum úr hérað- inu og margir hafa haldið trygeð ■'•ið þau enn. þótt tugir ára séu tiðnir síðan þau fluttu suður. S. B. Vélvirki óskar oftir ATVINNU helzt við varahlutalager eða eitthvað þess háttar. Einn- ig kemur til greina hliðstæð vinna. Er vanur bílstjóri. Tilb. sendist afgr. Mbl. fyr- ir 19 þ.m., merkt: „Vel laun uð vinna — 9“. \ starfar sem tveggja vetra skóli. Einnig er eins vetrar húsmæðra- og handavinnudeild fyrir gagnfræðirtga. — Umsóknir fyrir skólaárið 1955—1956 sendist hið fyrsta. Skólastýra. Húsgrcnimr til sitlu j Á mjög góðum stað í smáíbúðahverfinu er ti] sölu ■ húsgrunnur, ásamt 26 ferm. kjallara. — Þeir, sem kynnu ; ■ að hafa áhuga fyrir kaupum sendi nöfn sín í umslagi til 1 Mbl. merkt: „Húsgrunnur — 16“, fyiúr þriðjudagskvöld. í AÐALFUNDUR Framreiðshitleiltlar S. M. F. verðui haldinn að Röðli miðvikudaginrt 27. apríl kl. 5 síðd. ÍIAGSKRÁ: Venjuleg aftalfundarstörf. ‘"í STJÓRNIN : i < ■ ÍiK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.