Morgunblaðið - 15.04.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.04.1955, Blaðsíða 4
MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 15. apríl 1955 ^ I dag er 106. dagur ársins. 15. apríl. Árdegisflæði kl, 10,56. SíSdegisflæði kl. 23,37. Læknir er í læknavarðstofunni, fiími 5030 frá kl. 6 síðdegis til kl. 8 árdegis. Næturvörður er í Laugavegs- lapóteki, sími 1618. Ennfremur eru Holts-apótek og Apótek Austur- bæjar opin daglega til kl. 8, nema á laugardögum til kl. 4. Holts- apótek er opið á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Hafnarf jarðar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga milli kl. 13-16. H Helgafell 59554157 V — 1. IV I.O.O.F. 1 =1364148Vi = 9. I. II. RMR — Föstud. 15. 4. 20 — HS — Mt. — Htb. • Afmæli • Fimmtugur var í gær, 14. april, Friðrik Magnússon, verkstjóri, Vatnseyri. Hefur hann gengt verk sitjórastörfum hjá verzlun O. Jó- hannesson h.f. á Patreksfirði, s.l. 15 ár, við góðan orðstír. — Karl. • Bruðkaup • ' Gefin voru saman í hjónaband laugardaginn fyrir páska, ungfrú Birna Björnsdóttir, bankaritari og Hörður Pétursson, húsgagna- 'bóistrari. Heimili þeirra er á Laugavegi 39. , Laugardaginn þann 9. apríl voru gefin saman í hjónaband í Stokkhólmi, ungfrú Sigríður Frið riksdóttir frá Sauðárkróki og Martinn Peiter Vellinga frá Utrecht, Hollandi. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Horns- gatan 108 II., Stockholm, Sverige. • Hjónaefni • Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðbjörg Hjartardótt ir, Fáskrúðsfirði og Sigurjón Jóns son, frá Neskaupstað. Á páskadag opinberuðu trúlof- nn sína ungfrú Guðrún Jónsdótt- ir, Meiðastöðum, Garði og stud. oecon. Lárus Jónsson frá Ólafs- firði. Á páskadag oninberuðu trúlof- un sína ungfrú Helga Waldorf frá Neskaupstað og Lúther Kristjáns son, Melstað, Grindavík. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Ragnheiður Jónsdóttir, Öldugötu 26, Rvík og Ólafur Páls son, húsasmiður, Brekkugötu 7, Hafnarfirði. Dagbók — j peningagjöf frá skólafélaginu „Vorboðinn“ í Öxnadal. Stórsvigskeppni Skíðamót Reykjavíkur fer fram í Skálfelli n. k. sunnudag. Keppt verður í öllum flokkum karla og kvenna. 40 ára stjórnarsetuafmæli E. Ó. P. í K.R. Stjórn K.R., stjórnir og vara- stjórnar íþróttadeilda KR og hús- stjórn félagsins ásamt heiðursfé- lögum KR og starfandi KR-ing- um í stjórnum ráða og sambanda, halda kaffisamsæti í kvöld í Iþróttaheimili K.R. til heiðurs Er- lendi Ó. Péturssyni í tilefni 40 ára stjórnarsetuafmælis hans. En hann hefur nú verið fyrst 20 ár ritari og síðan 20 ár formaður K. R. — Félag íslenzkra rithöfunda heldur aðalfund sinn að Hótel Borg á morgun, laugardag kl. 2 eftir hádegi. Sólheimadrengurinn Afh. Mbl.: K. K. kr. 100,00; Guðlaug 25,00; K. G. 30,00. ; Til fólksins, sem brann hjá Sýningu Braga Ásgeirssonar í Listamannaskálanum hefir enn verið * ... , framlengt vegna mikllar aðsoknar eða til sunnudagskvolas. 1400 manns hafa sótt sýninguna og 28 myndir selzt. Myndin hér að ofan nefnist „Fyrirburður" og er nr. 26 í sýningarskránni. Hinn 9. þ. m. opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Ingibjörg Jóns- dóttir, Hólalandi, Eyjahreppi og Þórarinn Vilhjálmsson bifreiðar- Stjóri á BSR. Á páskadag opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Ingileif Jónsdótt- ir, Hverfisgötu 88 og Hilmar Vig- fússon, Mávahlíð 38. • Skipafréttir • Eimskipafclag íslands h.f.: Brúarfoss, Dettifoss, Fjallfoss, Goðafoss, Reykjafoss, Tröllafoss, Tungufoss og Katla eru í Reykja- vík. Gullfoss fór frá Thorshavn í gærmorgun til Leith og Kaup- mannahafnar. Lagarfoss fer frá Berklavörn Félagsvist í Skátaheimilinu laugardaginn 16. þ. m. klukkan 8,30 s. d. STJORNIN Hamboi’g 16. þ.m. til Reykjavík- ur. Selfoss fór frá Leith 13. þ. m. til Wismar. Skipadeild S. f. S.: Hvassafell er í Rotterdam. Arn arfell er í Reykjavík. Dísarfell er á Akureyri. Helgafell er í Hafnar firði. Smeralda er í Hvalfirði. — Granita fór frá Póllandi 7. þ.m. áleiðis til Islands. Félag Esk- og Reyðfirðinga heldur aðalfund í Tjarnarkaffi í kvöld kl. 8,30. Garðar Jóhannes- son spilar að fundi loknum. Sýnið félagsþroska og mætið öll. Aðalfundur Rangæingafél. í Rvík verður haldinn í Skátaheimilinu við Snorrabraut í kvöld og hefst kl. 8,30. Slysavarnafélag íslands Andrés Ólafsson, fyrrum bóndi að Hrísbrú í Mosfellssveit, hefur afhent Slysavarnafélagi íslands 5 þús. kr. að giöf til minningar um konu sína Ólöfu Jónsdóttur og tengdaföður sinn Jón Vigfússon frá Melhúsum, Álftanesi. Slysa- varnafélaginu hefur einnig borizt FREISTfNQ LÆKNISINS FREISTIIMG LÆKIMISIIMS Kvikmyndasagan „Freisting læknisins“ verður hugstæð hverjum þeim, sem les hana. Hún fjallar um þýzkan læknastúdent, sem hefir starfað sem skurðlæknir á víg- stöðvunum öll stríðsárin og öðlazt þar mikla reynzlu, þótt hann hafi ekki lokið læknisprófi. Þegar heim kem- ur, virðast honum allar bjargir bannaðar, nema hann Ijúkí fyrst embættisprófi, en til þess þarf hann að setjast á skólabekk að nýju. En þá verður freistingin á vegi hans. . . . Við söguna koma mjög tvær ungar stúlkur. Önnur er heitbundin bróður hins próflausa læknis, en hefir ekkert spurt tií hans eftir að stríðinu lauk og veit ekki, hvort hann er lífs eða liðinn. Hin er ástleitin yfirstéttarstúlka, er magnar freistingar læknastúdentsins, sem hefir tekið sér mikinn vanda á herðar. Lesið bókina „Freisting læknisins“, áður en myndin K verður sýnd í Austurbæjarbíói! „ ( K2<5»c*<i<S<S-íS<S<2<S<S<S*2‘a<S<S<S<Sr^<3*3<S*3<S<2<S<S<V5<S<S<SKS<S<S<S-<S<S*a&«:«>5>ff'«>£>S>S>‘5 varpsins kr. 1.100,00. Til minning ar um Ástríði Björnsdóttur frá maka og börnum 1.000,00. U. V. 50,00. M. G. 75,00. Rauði kross íslands N. N., gjöf afhent af biskupi kr. 500,00. — Kærar þakkir. R. K. í. Happdrætti Víkings i Dregið 'hefur verið í Vespu- happdrætti Víkings. Vinningsnúm erið verður birt um helgina. Málíundafélagið Óðinn Stjóm félagsins er til viðtals við félagsmenn í skrifstofu félags- ins á föstudagskvöldum frá kl. 8—10. — Sími 7104. j Séra L. Murdoch I flytur Biblíulestur í Aðvent- I kirkjunni í kvöld kl. 8,30. — Allir velkomnir. • Útvarp • Föstudagur 15. apríl: 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 12,15—13,15 Hádeg isútvarp. 15,20 Miðdegisútvarp. —• 16,30 Veðurfregnir. 18,00 íslenzku kennsla; II. fl. 18,30 Þýzku- kennsla; I. fl. 18,55 Frönsku- kennsla. 19,10 Þingfréttir. 19,25 Veðurfregnir. 19,30 Harmoniku- lög (plötur). 19,40 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Fræðsluþætt- ir: a) Efnahagsmál (Jóhannes Nordal hagfræðingur). b) Heil- brigðismál (Jón Sigurðsson borg- arlæknir). c) Lögfræði (Rannveig Þorsteinsdóttir lögfræðingur). —- 21,05 Tónlistarkynning: Lítt þekkt og ný lög eftir Björn Franzson og Pál Halldórsson. 21,30 Útvarps- sagan: „Jómfrú Barbara" eftir Aino Kallas; I. (Séra Sigurjón Guðjónsson í Saurbæ). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Náttúrulegir hlutir: Spurningar og svör um náttúrufræði (Ingimar óskarsson grasafræðingur). 22.35 Dans- og dægurlög: Roberto Ing- lez og hljómsveit hans leika og einnig verða flutt frönsk lög (plöt ur). 23,10 Dagskrárlok. WEGOLIM ÞVÆR ALLT Lykiakippa tapaðist, sennilega í grennd við Melaskólann. Vinsamleg ast skilist á Hagamel 4. Prjónavél Lítið notuð prjónavél nr. 5, til sölu. Upplýsingar í síma 82317. — Nýr, ljómandi fallegur Svefiisófl Aðeins kr. 1.950,00. — Tveir djupir stolar, nyir. Krónur 690,00 st., og dívanteppi. Grettisgötu 69. Kjallaran- um, kl. 2—7. Teiknari Útlendingur með sérmennt- un í tækniteiknun óskar eft ir atvinnu. Tilboð sendist blaðinu fyrir 25. þ.m., merkt „Teiknari — 37“. Ný, svört, amerísk Dragt til sölu. — Bergþórugötu 15. 2—5 herbergja ÍBÚÐ óskast til leigu fyrir fá- menna fjölskyldu. — Tilboð merkt: „14. maí — 35“, — sendist afgr. Mbl. Sauma dömu- og barnaklæðnaS. — Til viðtals þriðjud. og fimmtudaga frá 2—5, föstu daga frá 3—6. Björg Kristmundsdóttir Víðimel 29, eystri kjallara. Stúlka óskast á heimili í Þykkvabænum. Má hafa með sér barn. — Þrennt fullorðið í heimili. Rafmagnsþægindi. Upplýs- ingar í síma 7312. Húsnæði 2 herb. og eldhús til leigu á hitaveitusvæðinu innan Hringbrautar. Tilboð send- ist Mb'l., fyrir 20. þ.m., merkt „Strax — 39“. IBtiO 1 2 herb. og eldhús óskast Uá 14. maí í Reykjavík, Hafnarfirði eða Keflavík. Uppl. í síma 2206 frá kl. 2—4 á morgun (laugard.). Rokoko-stóil til sölu. Gullteig 12. Dafnarfjórðnr Tvíburavagn til sölu, vel með farinn. Upplýsingar á Vest urgotu 6, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.