Morgunblaðið - 15.04.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.04.1955, Blaðsíða 8
8 MORGJjy BLAÐIÐ Föstudagur 15. apríl 1955 nsiMðfrifr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Kommúnistar steina að þriggja mónoða verkfalli Samningarnir um sænsk-íslenzka loftferðasamninginn að hefjast T TTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ tilkynnti í gær, að samningaumleit- ^ anir milli íslands og Sviþjóðar um loftferðasamning land- anna hefjist á mánudaginn kemur. — í tilkynningu ráðuneytisins um málið segir svo: ðgæfiir í heila viku STYKKJ SHÓLMI 14. ápríl. — Hér hefur verið mesta ótíð und- anfarna daga og ekki róið síðan í fyrri viku. Hefur verið sunnan og suðvestan hvassviðri. Útlit í kvöld benti til að ekki yrði held- ur róið í kvöld. Hefur þá liðið vika svo, 3ð ekki er farið á sjó. En allt fram að þessum ógæfta- kafla var afli Stykkishólmsbáta góður og afkoma manna eftir því. Svo sem áður hefur verið til-<®>— AL L U R almenningur á íslandi harmar það áreiðanlega að víðtækt verkfall, sem valdið hef- ur miklu tjóni skuli nú hafa staðið í mánuð. Bæði þeir, sem í verkfallinu standa og þjóðin í heild óskar þess einlæglega að það leysist sem fyrst og vinnu- friður komist á í landinu. En það eru þó til menn, sem engan áhuga hafa fyrir því og eiga enga ósk heitari en að verk- fallið standi sem lengst og valdi sem mestu tjóni. Það kom greini- lega fram í ræðum kommúnista á útifundinum í fyrradag. Þar lýsti Björn Bjarnason því hrein- lega yfir að verkfallsmenn mættu alls ekki samþykkja málamiðl- unartillögu, sem fram kynni að koma á næstunni í vinnudeil- unni. Einstæð áskorun Þessi áskorun kommúnista er áreiðanlega einsdæmi. Áð- ur en nokkur sáttatillaga hef- ur komið fram frá hinni stjórnskipuðu sáttanefnd og áður en nokkuð er vitað um innihald hugsanlegrar sátta- tillögu, hefja kommúnistar haráttu gegn samþykkt henn- ar. Þeim er alveg sama um, hvað hugsanleg málamiðlun- artillaga felur í sér. Það skipt- ir þá bókstaflega engu máli. Aðalatriðið er að æsa fólk upp fyrirfram gegn henni. Er nú hægt að draga aðra ályktun af þessari framkomu kommúnista en að þeir vilji um- fram allt hindra að vinnudeilan leysist? Sannarlega ekki. Þeir vilja umfram allt að verkfallið standi lengur og valdi bæði verk- fallsmönnum og þjóðinni í heild ennþá meira tjóni en þegar hefur af því hlotizt. Með þessu er það rækilega sannað, sem að vísu hefur verið vitað frá upphafi, að fyrir komm- únistum vakir fyrst og fremst að valda sem mestri eyðileggingu og upplausn í þjóðfélaginu, en alls ekki hitt, að koma fram raun- verulegum kjarabótum til handa því fólki, sem í verkfallinu stend- ur. Ef það væri ekki takmark þeirra væri óhugsandi, að einn aðalleiðtogi kommúnista, sem einnig á sæti í samninganefnd verkalýðsfélaganna, skoraði 4 verkamenn að fella hugsanlega málamiðlunartillögur áður en hann veit, hvert efni hennar muni verða. í áframhaldi af áskorun Björns Bjarnasonar um aff fella hugsanlega sáttatillögu koma sv'- þau ummæli for- seta Alþýðusambandsins, sem nú er fangi kommúnista, að verkfallsmenn verði að vera viðbúnir því, að verkfallið standi ekki aðeins til 1. maí, heldur til 17. júní, eða í þrjá mánuði!! íbúðabyggingarnar eiga að stöðvast Það er nauðsynlegt, að almenn- ingur geri sér ljós þessi áform kommúnista og tilgang þeirra með þeim. Það á að lama bjarg- ræðisvegi landsmanna og skapa hér öngþveiti og upplausn. Það b að hindra þær umbætur, sem ríkisstjórnin vinnur að á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Umfram allt telja kommúnistar það nauð- synlegt, að koma í veg fyrir veru- legar umbætur í húsnæðismálum. Það fólk, sem nú undirbýr íbúða- byggingar á að stöðva og eyði- leggja viðleitni þess til þess að koma sér upp mannsæmandi húsnæði. íslendingar eru nú fyrst fyrir alvöru að kynnast því, hvaða af- leiðingar það hefur að kommún- istar skuli hafa náð þeim tök- um, sem raun ber vitni á stærstu verkalýðssamtökum landsins. — Þegar slíkum samtökum, sem hafa mikið og örlagaríkt vald, er beitt af ábyrgðarlausum skemmdarverkamönnum til póli- tískra hermdarverka, bitnar það tilfinnanlega á uppbyggingu og umbótum í þjóðfélaginu. Oll skilyrði velmeg- unar Þetta er vissulega hörmuleg staðreynd. Ef vinnufriður rikti nú í landinu væru hér öll skilyrði velmegunar fyrir hendi. Atvinna hefur verið mikil og varanleg á þeim vetri, sem nú er senn lið- inn. Aflabrögð hafa verið með bezta móti á vertíðinni og fram- leiðsluafköst meiri en oftast áð- ur. Miklar og fjölþættar fram- kvæmdir standa yfir. Unnið er að því að bæta aðstöðu þjóðarinnar á marga vegu. Þessa þróun eru kommúnistar nú að reyna að stöðva. En vilja fslendingar að þeim takist það? Vilja þeir leiða yfir sig kyrrstöðu og atvinnu- leysi? Vilja þeir fá til fram- búðar yfir sig það réttarfar og umgengnisvenjur, sem birtast í ofbeldisaðgerðum kommúnista á vegum úti? Nei, almenningur í þessu landi vill ekki þetta. Þegar fólkið hefur séð framan í hið rétta ofbeldissmetti kommún- ismans hljóta öll lýðræðisöfl að sameinast til baráttu gegn þeim rótlausa skemmdar- verkalýð, sem nú ógnar af- komu og farsæld íslenzku þjóðarinnar. Ofsóknin gegn bifreiðarstfórunum Eina stétt leggja kommúnistar sérstakt kapp á að ofsækja í sam- bandi við framkvæmd yfirstand- andi verkfalls. Það eru bifreiðar- stjórar. Á þessari stétt hefur af- greiðslubann á benzíni hér í bæn- um bitnað sérstaklega hart. Hafa margir bifreiðarstjórar þess- vegna orðið að afla sér þess ut- anbæjar. Ér það að sjálfsögðu fyllilega löglegt á þeim stöðum, sem verkfallið ekki nær til. En kommúnistar hafa ekki hikað við að beita ofbeldi og lögleysum gagnvart þessum mönnum, sem þó eru fullgildir meðlimir innan heildarsamtaka verkalýðsins. — Rógi og illmælgi hefur verið haldið uppi í kommúnistablaðinu um þessa menn, sem vinna nauð- synleg þjónustustörf í þágu al- mennings. Bifreiðarstjórana, sem orðið hafa fyrir árásum kommúnista, mun ekki saka. Þeir hafa réttinn og samúð almennings sín megin. Kommúnistaforsprakkarnir hafa hinsvegar skapað sér andúð og fyrirlitningu. kynnt fara fram viðræður varð- andi loftferðasamning milli ís- S lands og Svíþjóðar í þessum mán- ‘ uði. Koma sænsku samninga- I mennirnir hingað til lands 17. j apríl og hefjast samningaviðræð- urnar mánudaginn 18. apríl Af hálfu íslands taka þátt í samn- ingaviðræðunum: Dr. Helgi P. Briem, sendiherra; Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri; Páll Pálmason, skrifstofustjóri; Hen- rik Sv. Björnsson, sendiráðu- nautur; Niels P. Sigurðsson, full- trúi. Sumarfuglar hafa dvalið um hyrrt í Stohhseyrorfjöru í ullan vetur STOKKSEYRI, 14. april. TÍÐARFAR hér við sjávarsíðuna í Árnessýslu hefur verið mjög gott undanfarið. Veturinn hefur verið góðviðrasamur, og eru tún nú þegar farin að grænka að mun. LOAN KOMIN Lóan er komin hingað til okk- ar. Heyrðist til hennar fyrst nú fyrir nokkrum dögum, og í dag VetjahanÁi ákritar: H Barnaguðsþjónustur í útvarpiff. SKRIFAR: „Enginn sunnudagur annar helgur dagur líður svo, að ekki sé útvarpað einni eða fleir- um guðsþjónustum og mun óhætt að fullyrða, að hér er um að ræða einn hin vinsælasta dagskrárlið Ríkisútvarpsins meðal alls þorra hlustenda, ekki sízt úti um land í dreifbýlinu, þar sem erfitt er að sækja kirkju eða fátt um messur. En það er eitt í þessu sambandi: — hvers vegna er svo sjaldan útvarpað barnaguðsþjón- ustum? Það kemur svo sem aldrei fyrir, að þær heyrist í útvarpinu, nema ef til vill um jólin og á sumardaginn fyrsta. og þeir urðu að „neita sér um að hlýða á messur“. — „Neita sér Ium að hlýða á messur!“ Hvað finnst þér, Velvakandi góður — og samborgarar góðir, um ein- lægni og heilindi slíkra skrifa frá hendi þeirra manna, sem ljóst og leynt vinna að því að traðka nið- ur kirkju og kristindóm, sem hafa niðurrif kirkna og hinnar kristnu kenningar á stefnuskrá sinni? Skyldi barátta þessara manna „í þágu alþýðunnar" eitt- hvað álíka sönn og einlæg? Með þökk fyrir birtinguna. H.“ Mc Láta sig ekki vanta. ÖRGUM foreldrum, sem ó- hægt eiga með að fara í i kirkju með börn sín væri sú ráð- stöfunum kærkomin og börnunr um sjálfum ekki síður. Þau láta sig yfirleitt ekki vanta við út- | varpstækið, þegár á dagskránni er eitthvað, sem þeim er ætlað 1 sérstaklega og flestum börnum er svo farið, að þau hafa unun af að hlusta á barnasöng og taka einlægan þátt í því sem um hönd . er haft. j Hæfilega stutt og fallega hugs- uð stólræða til barnanna felur í 1 sér mikið og jákvætt uppeldis- ' gildi, sem æskilegt væri, að sem flest börn yrðu aðnjótandi. — Gæti ekki Ríkisútvarpið séð sér fært að fjölga barnaguðsþjónust- unum á dagskrá sinni frá því sem nú er? I Hvaff um einlægnina? EN svo er dálítið annað, sem mig langar til að drepa á, úr því að ég er að tala um messur á annað borð, heldur H. áfram. Ég las nú á dögunum í komm- únistablaði bæjarins vöxtulega grein um verkfallið, verkfalls- I verði, verkfallsbrot og þar fram eftir götunum. Þar var m. a. minnzt á verkfallsverðina svo- kölluðu í píslarvættistón. Á sjálf- an páskadaginn stóðu þeir úti á þjóðveginum „í þágu alþýðunn- ar“ og urðu að neita sér um páskaegg og aðra hátíðagleði — \1 Um mat og matmenn. ARGIR eru þeir nú til dags, sem standa á því fastara en fótunum, að hin sífellda matar- neyzla mannsins sé ekki annað en vani — og það leiður vani. Svo eru aðrir, sem láta óspart vanþóknun sína í ljós yfir „svelti kenningum nútímans" — eins og stundum er komizt að orði og heimta mat sinn og engar refjar. Þeim síðarnefndu til ánægju ætla ég að birta hér orð eins menntaðs nútíma Englendins um þetta efni. Hann segir svo og vitnar í sjálfan Samuel Johnson máli sínu til sönnunar: Annaff og meira en líkamleg athöfn. SUMIR menn“, sagði Samuel Johnson, „temja sér þá heimskulegu venju að láta sér standa á sama um, eða þykjast láta sér standa á sama, hvað þeir borði. Að því er mér sjálfum við- víkur, þá ber ég nákvæma og vandlega umhvggju fyrir maga mínum, því að ég álít, að sá sem ekki hirðir um maga sinn, hann hirði yfirleitt ekki um neitt ann- að“. Eins og Samuel Johnson þá eru flestir glöggir menn miklir mat- menn. Sannarlega greindur og menntaður maður er það óhjá- kvæmilega. Maður, sem stærir sig af því að hann hirði ekki um hvað hann borðar, auglýsir að- eins með því sína eigin fákænsku. Það má líkja honum við frum- manninn, sem í ástarhótum sínum og mataræði kunni enga siði eða háttvísi. Fyrir hinn menntaða mann er það að borða annað og meira en hver önnur líkamleg athöfn. Þegar hinn sanni mat- maður sezt niður til máltíðai, verður hún að fullnægja huga hans engu síður en líkamlegu hungri". MerKlff, gem klæfflr landiff. sáust sex í hóp flögrandi yfir móum hérna skammt frá. Sem dæmi um það hve hlýr veturinn hefur verið, má geta þess, að sumarfuglar hafa haldið sig i fjörunni fyrir neðan kaupstaðinn í allan vetur, og má þar tilnefna sandlóu og tjald. SÆSVALA FANNST Á TÚNI Fyrripart vetrarins fannst á túni hérna á Stokkseyri dauður fugl, sem er fremur sjaldséður hér um slóðir. Var það sæsvala, sem er lítill sundfugl, en verpir nokkuð í Vestmannaeyjum. en heldur sig aðallega á hafi úti. Er sæsvalan ein af svonefndum feit- fuglum, eða af skrofuættbálkn- um. S A UÐBTJRÐURINN Sauðburðurinn er nú hafinn, og munu 10 ær vera bornar hér. Hefur burðurinn gengið ágæt- lega, ærnar hafa aðallega borið í húsum, og eru 9 af þeim 10 sem hornar eru tvílembdar. Eru öll lömbin á lífi og hin stæðilegustu. — Magnús. — Bréf frá Skotlandi Framh. af bls. 7 Þó er eitt víst, að enginn getur sannað, að kirkjusókn í Lundún- um hafi aukizt eftir krossferð Billys þar í fyrra, og ekki er heldur vitað, að margir trúskipt- ingar hafi sótt kirkjur þar að staðaldri síðan. MÚGSEFJUN Áhrifum sínum nær Billy eink- um með múgsefjun, hann ætti erfitt með að fá nokkurn árangur, ef hann prédikaði yfir fáum hræðum, og hefði ekki svo fjöl- mennan kór að baki sér og vold- uga auglýsingastarfsemi. Það er því ósköp auðvelt að verða þeim kirkjuhöfðingjum sammála, sem tortryggja þetta trúboð. Hitt eru flestir á einu máli um, að Skot- land — og eflaust heimurinn all- ur — þarfnast einhvers sem kom ið gæti í staðinn fyrir þann ótta, sem flestir bera í brjósti um framtíðina. Billy Graham hefur reynt að gera trúna að ginnandi svari við spurningunni: „Á mann kynið sér nokkra von?“ En er svarið haldgott? Nú virð- ist svo sem fólkið hafi meiri áhuga á Billy sjálfum en trúnni, sem hann boðar. Þetta er hættu- legt, og Billy viðurkennir það sjálfur. Hins vegar virðist hann ekkert gera til þess að breyta þessu, nema hvað hann mótmæl- ir því lauslega. Krossferðinni til Sjiotlands er enn ekki lokið. Hún tekur yfir fjórar vikur í viðbót. Þá fyrst getum við e. t. v. dæmt betur um gildi hennar, þegar öll æsingin og ópin eru hætt. Þegar víman er runnin af trúþyrstum mönn- um, sem fengið hafa stundar- svölun hjá Billy Graham, þá verð ur betra að átta síg á þvi, hvort hann er sannur trúarleiðtogi — eða mikill trúður. Magnús Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.