Morgunblaðið - 08.05.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.05.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. maí 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni GarSar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. // Beint til Kaupmannahafnar með viðkomu í Reykjavík" Alþ ýðuflokkurinn þarf að endurfæðast IGÆR gat að líta eftirfarandi setningar í forystugrein Al- þýðublaðsins: „Kjörorð valdhafanna á íslandi er ekki lengur, að allt verði að bera sig. Þeim er alveg sama, þó að efnahagsmálin dragist í dróma sem hvorki verður leystur né höggvinn". Um svipað leyti og þessi grein hefur verið skrifuð í Alþýðu- blaðið var einn af þingmönnum Alþýðuflokksins að skamma rík- isstjórnina fyrir það á Alþingi, að hún legði til að öllum greiðslu afgangi ríkissjóðs árið 1954 skyldi varið til lánastofnana atvinnu- veganna, útrýmingar heilsuspill- andi húsnæði, atvinnuleysis- trygginga, skóla- og brúarbygg- inga, hafnargerða og uppbóta á sparifé. Það er ómaksins vert, að kryfja afstöðu Alþýðuflokksins til efna- hagsmálanna dálítið til mergjar. í allan vetur og raunar miklu lengur hefur flokkur- inn staðið við hlið kommún- ista og barizt fyrir stórhækk- uðum rekstrarkostnaði at- vinnuveganna. Hann hefur að vísu vitað, að togaraútgerðin hefur undanfarið verið rekin með ríkisstyrk. Honum hefur einnig verið Ijóst, að vélbáta- útgerðin nýtur gjaldeyrisfríð- inda, sem halda tækjum henn ar í gangi. Engu að síður hafa Alþýðuflokksmenn látið kom- múnista teyma sig út í har- áttu og margra vikna verk- föll til þess að auka halla- Cekstur framleiðslunnar. Svo kemur Alþýðublaðið í gær og skammar valdhafana fyrir það að þeir hafi gleymt kjörorð- inu um að allt eigi að bera sig!! Þannig er nú samræmið í orðum og athöfnum hjá leið togum pínu litla floksins. Sannleikurinn er auðvitað sá, að Sjálfstæðismenn hafa varað þjóðina alvarlega við því undan- farin ár, að gera of miklar kröf- ur á hendur framleiðslunni. Slíkt hlyti að hefna sín. Hallarekstur atvinnutækjanna myndi fyrr eða síðar bitna á almenningi og skapa vandræði í efnahagslífi þjóðar- innar. En kommúnistar og hjá- leiga þeirra, pínu litli flokkur- inn, hafa unnið ósleitilega að því að grafa undan heilbrigðum og hallalausum rekstri atvinnutækj- anna. Það situr því allra sízt á Al- þýðublaðinu, sem yfirleitt hef ur enga sjálfstæða stefnu í nokkru máii, að ráðast á rík- isstjórnina íyrir það, að at- vinnuvegirnir beri sig ekki. Á sama hátt er það hlægilegt þegar það blað ásakar stjórnina 'íyrir að verja greiðsluafgangi ríkissjóðs árið 1954 til nytsam- legra hluta. í fyrsta lagi hefði enginn greiðsluafgangur orðið, ef fylgt hefði verið tillögum Alþýðu flokksins um skerðingu tekju- stofna ríkissjóðs. í öðru lagi hafa þingmenn þess flokks gengið manna djarflegast fram í að flytja útgjaldatillögur í sam- bandi við afgreiðslu fjárlaga. Vitað er að síðan „vitlausi maðurinn í skutnum“ var felldur þar frá formennsku á s.l. hausti hafa leiðtogar flokksins haft full an hug á að endurheimta sjálf- stæði sitt og starfa á svipuðum grundvelli og jafnaðarmanna- flokkar í nálægum löndum. En klofningur og illindi innan flokksins hafa gert þeim erfitt um vik. Hann hefur verið eins og strá í vindi skekið, „opinn að aftan“ eins og strætisvagn, sem fólk býr sig undir að yfirgefa. Það væri mjög ánægjulegt, ef núverandi leiðtogar Al- þýðuflokksins, sem eru viður- kenndir greindarmenn og reyndir stjórnmálaleiðtogar, tækju sig nú til og sigldu framvegis eftir því kjörorði, sem blað þeirra dregur við hún í gær, „að allt verði að bera sig“. Slík stefnubreyting af hálfu íslenzkra jafnaðar- manna er mjög nauðsynleg, ef þeir vilja láta líta á sig fram- vegis sem ábyrgan lýðræðis- flokk. Flokkur þeirra þarf á endurfæðingu að halda. Hann þarf að komast úr þeim álaga- ham, sem firrt hefur hann trausti og fylgi undanfarin ár. Kauphækkun, sem byggð er á rétlum grundvell! EINS og kunnugt er var samið um það í síðustu togarasamning- um, að togarahásetar skyldu fá sérstök gæðaverðlaun fyrir verk- un saltfisks ef 70% aflans í hverri veiðiför reyndist í 1. flokki. Þetta ákvæði hefur leitt til þess á einstökum togurum, að verkun aflans hefur stórbatnað. T. d. hefur verið skýrt frá því, að á hinum tveimur togurum ís- firðinga hafi yfir 80—90% salt- fisksafla skipanna komist í 1. flokk. En það samsvarar nær 7 % kauphækkun til hásetanna úr þeim veiðiferðum. Slík kauphækkun er vissu- lega byggð á réttum grund- velli. Hún rekur rætur sínar til þess, að framleiðslan verð- ur betri og arðgæfari. Þess betri vara sem íslcnzki fisk urinn er því meiri gjaldeyrir fæst fyrir hann. Og sjómenn- irnir og fólkið, sem verkar aflann á vissulega að njóta þeirrar verðmætisaukningar, sem skapast við vandvirkni þess eða aukin afköst. Sjálfstæðismenn leggja á það megináherzlu í kaupgjaldsmál- unum að kauphækkanir verði að byggjast á aukningu fram- leiðslunnar eða verðmætisaukn- ingu hennar. Framleiðslan eigi að bera eins hátt kaupgjald og tæki hennar geta borið halla- laust. Það sé þýðingarlaust, að gera kröfur um kauphækkanir, sem framleiðslan ekki getur risið undir. Öllu skynsömu fólki er það áreiðanlega ljóst, að stefna Sjálf- stæðismanna í þessum málum er verkalýðnum og þjóðinni í heild miklu hagkvæmari en hin fyrir- hyggjulausa kröfustefna, sem hínar sósíalisku flokkar íylgja og bakað heíur þjöðinni stórtjón. í DAG fyliir áttunda aldurstug- inn Jón Ólafsson, húsgagna- smíðam. Reyndar myndi enginn ætla honum svo háan aldur eftir útlitinu að dæma, hann er hinn hressilegasii í fasi og skýr og skemmtileeur í viðræðum sínum — en svona er það misjafnt, hvað kerling elli leikur mann- fólkið grátt. I Jón er Vestfirðingur að ætt, kominn af dugandi og greindu bændafólki. Hann er einn af fjór- um bræðrum, sonum Ólafs Jóns- sonar bónda í Lágadal í Naut- eyrarhreppi við ísaf jarðardjúp og síðar að höfuðbólinu Reykjar- firði í næsta hreppi við. Allir þessir bræður hafa reynst hinir mætustu menn. Er Jón þeirra næst elztur og sá eini þeirra, sem ekki ílentist vestra. Leiðir hans lágu á unga aldri til útlanda, sem þó var frekar fátítt um bónda- sonu í þá daga, nema að þeir gengju menntaveginn, eins og kveðið er að orði. Hann dreif sig rúmlega tvítugur heiman úr Reykjarfirði „beint til Kaup- mannahafnar, með viðkomu í Reykjavík" — eins og hann komst spálfur að orði, er ég hitti hann á heimili Ottós sonar hans hér í bænum, í fyrradag. — Viltu nú ekki til að byrja með, segja mér eitthvað frá æsku þinni og uppvexti fyrir vestan? — Oh, það er svo sem ekki mikið um það að segja, frekar en venjulega gerðist í þá daga, Spjallað við Jón Óíafsson, húsgagnasmiðameistara áttræðan svarar Jón af sínu þægilega yfir- lætisleysi, það var að vera þá er. nú. — Þú ert fæddur og uppalinn í Reykjarfirði, ekki svo? — Nei, ég fæddist í Lágadal og ólst þar upp til fermingar ald- urs, er ég flutti með föður mín- um í Reykjarfjörð. Ég fékkst svo við búskap og róðra jöfnum höndum, eins og venjulegt var, og snemma hafði ég áhuga á öllu, sem að smíðum laut, var frá því fyrsta, er ég man eftir mér tálgandi, allt mögu legt og ómógulegt, stundum mína eigin fingur! Fyrstu smíðisgrip- irnir, ef smíðisgripí skyldi kalla, hafa sennilega verið ísubeins- fuglar, þá tálgaði ég æði marga á þeim árum. DVÖLIN í KAUPMANNAHÖFN — En hvað svo um Kaupmanna hafnardvölina? — Ég tók mig upp haustið 1896 að heiman, þá 21 árs að aldri með það markmið fyrir augum að gerast lærður handverksmað- ur og til þess þurfti að leita út fyrir landsteinana í þá daga. Þá var hér á landi ekkert, sem kall- ast gæti húsgagnasmíði, en til þess stóð einmitt hugur minn. Nú, og þá var varla í annað hús að minna um venda en Kaupmannahöfn, enda var þar fjöldi af íslenzkum hand- verksmönnum um þetta ieyti, -sem þá lögðu fyrir sig alls konar iðngreinir, húsasmíði, húsgagna- smíði, prentiðn og ýmislegt fleira. 'Ueiuah andi óhrifar: Rafleiðslur í kirkjugarðinn IBRÉFI frá N. segir: „Okkar allra Velvakandi. Mig hefur lengi langað til að senda þér línu um nokkuð, sem ég veit að margir yrðu þér mjög þakklátir fyrir að koma á fram- færi, en það er þetta, hvort ekki j væri hægt að koma því í fram- , kvæmd, að lagðar yrðu rafleiðsl- j ur um Fossvogskirkjugarðin, svo að þeir, sem þar eiga horfna ást- I vini sína og gleði hafa af að ’ kveikja þar á jólatréhríslu á að- fangadagskvöld jóla gætu feng- ið innstungu við sína gröf og j kveikt þar sín ljós fyrirhafnar- lítið í stað þess, að þurfa að fara þangað út með rafgeyma, sem oft hefur mikla fyrirhöfn í för með sér. ALLTAF fjölgar þeim á hverju ári, ljósunum, sem tendruð eru þarna í garðinum á jólunum og alltaf fjölgar þeim, sem lang- ar til að þetta sé hægt að gera. Það mætti taka ákveðið gjald j fyrir hverja stungu, þ. e. af þeim, sem óskuðu eftir að fá hana. — Eins væri það afar hátíðlegt, ef reistur væri hár kross einhvers * staðar á heppilegum stað í garð- inum, sem skrýddur væri falleg- um ljósaperum yfir jólahátíðina. Þetta myndi auðvitað kosta dá- jlítið fé, til að byrja með sér- ' staklega, en mér finnst kirkju- , garðsgjöldin vera orðin það há, að það ætti að vera framkvæm- . anlegt. I Og ekki er ráð, nema í tíma sé i tekið, þess vegna er nauðsynlegt að hefja máls á þessu nú, enda þótt enn sé langt til næstu jóla. Sumarmánuðina þyrfti að nota til að vinna verkið, svo að því yrði lokið í tíma. — Með beztu jþökk fyrir væntanlega birtingu. I Um skólaferðir MÓÐIR skrifar: JÖG hefur það færzt í vöxt á síðustu árum, að skólafólk efni til skemmtiferða á vorin að náms- ári loknu, oftast ein bekksögn saman. Nemendur hafa safnað til þessara ferða drjúgum skildingi með ýmsum ráðum, oftast með nemendaskemmtunum, sem gefið hafa allgóðan ágóða, sem síðan hefur runnið í ferðasjóðinn. Við þessu er ekki nema gott eitt að segja. Ferðalög til fjarlægra landshluta, sem unglingum er ókunnur áður, geta verið hin gagnlegustu, bæði menntandi og fræðandi — sé vel á haldið. E Komið til Akureyrar N mér er nær að halda, að svo sé ekki ætíð og því skrifa ég þetta, að sonur minn, sem stundar nám í einum meiriháttar fram- haldsskóla í höfuðborginni er ný- kominn úr einni slíkri ferð. Hann fór ásamt bekkjarfélögum sínum norður í land, m. a. til Akureyr- ar. Akureyri er fagur bær og um margt merkilegur. Hann er í fyrsta lagi höfuðstaður Norður- lands, þar er rekinn blómlegur iðnaður með mörgum myndarleg- um verksmiðjum auk annarra mannvirkja, sem ungu fólki væri bæði gagn og. skemmtun af að skoða. í grennd við bæinn eru margir fagrir og merkilegir stað- ir, sem sumir er hverju skóla- barni kunnir úr íslandssögunni. Hverju bættari? EKKERT af þessu sá nemenda- hópurinn, kominn norður í land til að sjá sig um! Tíminn fór allur í skröll og leiki, setur og hangs á veitingahúsum. Einn kennari var með í förinni, en honum virtist ekkert koma við, hvernig hópurinn varði tímanum, hvað þá heldur, að hann leið- beindi honum eða stjórnaði á nokkurn hátt. — Hverju skyldu þessir unglingar bættari eftir slíka ferð, sem þeir hafa kostað til ærnu fé og ekki svo litlum tíma? — Sonur minn kom heim sáróánægður og sennilega hefur hann ekki verið sá eini. — Og mér verður á að spyrja: Skyldu þær allar vera eitthvað svipaðar þessu, þessar dásamlegu skóla- ferðir, sem svo mikið er hlakkað til? — Móðir.“ STARFIÐ HEIMA — Hvað varstu lengi í Dan- mörku? — Ég var hál.ft níunda ár, fyrst í læri og síðan í atvinnu á húsgagnaverkstæði. Ég undi mér vel í Kaupmannahöfn og féll ágætlega við Dani yfirleitt — en mig langaði alltaf heim og það varð úr, að við fluttum heim til íslands árið 1905 og sett- umst að í Reykjavík og hér hefi ég átt heima síðan. Ég gerðist nú stofnandi ásamt fleirum að hús- gagnavinnstofu Jóns Halldórs- sonar og Co., og þar starfaði ég í næstum 40 ár í húsi, sem nú er notað til dansa og skemmta sér i og kallað er í dag Breiðfirðinga- búð — töluverð brevting á orðin þar, eins og víðar. Það var lengi vel eina hús- gagnaverkstæðið í allri Reykja- vík. Þetta var nokkuð alveg nýtt hér og heldur var dauft yfir viðskiptunum fyrst í stað. Al- menningur átti yfirleitt ekki eins mikið af húsgögnum í þá daga, eða fékk þau jafnvel utan lands frá. Fólk þurfti nokkurn tíma til að átta sig á, að farið væri að smíða húsgögn rétt við bæjar- veggginn. — En svo breyttist þetta allt og fyrr en varði, var íslenzkur iðnaður kominn á fleygi ferð fram á við. — Hvað finnst þér um hús- gagnatízkuna í dag? — Ja, ég veit varla hvað ég á að segja, húsgögnin hljóta svo sem að breytast eins og allt ann- að. Sumt af þessu nýja er ugg- laust hagkvæmara af ýmsum sök- um og á ég þar t. d við hin léttu húsgögn, sem mjög hafa rutt sér til rúms upp á síðkastið, en sumt finnst mér líka ósköp ljótt, að ég segi ekki meira. Kannske er það bara af því, að ég er orðinn svo gamall. — Er iangt síðan þú hefur farið vestur að Djúpi? — Ekki rvo mjög, ég fór þang- að fyrir einum þremur árum. Þar var allt á sínum stað og svipað því, sem áður var. Að minnsta kosti hafa orðið þar ólíkt minni breytingar en á henni Reykjavík, á þeim tíma sem ég man eftir. Ég fór með Ólafi bróð- ur mínum fram í Lágadal, fæð- ingarbæ okkar, þar á ég fiestar mínar Ijúfustu bernskuminning- ar. Gamla baðstofan var þar enn, en nú er bæirnn í eyði. Hér lýkur þessa stutta rabbi mínu við Jón Ólafsson. Ég óska honum til hamingju með áttatíu árjn — og þau, sem framundan eru. —sib.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.