Morgunblaðið - 08.05.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.05.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 8. maí 1955 MORGUNBLAÐIÐ Rey kjavikurbréf: Laugardagur 7. mai t sólskininu á föstudaginn tók Ijósmyndari Mbl. þessa loftmynd af Kópavogi, yngsta kaupstað landsins. Fossvogs og Kópavogs. Upp á nesinu gengur svo Digranesháls. — Myndin er tekin úr 400 metra hæð. Á fremri myndinni eru nokkrir ungir Kópavogsbúar. — Þeirra er framtíðin. Megin byggð hans stendur á Kársnesi, er gengur fram milH (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Þegar okinu var aflétt SÍÐASTLIÐINN fimmtudag, hinn 5. maí, voru 10 ár liðin frá því að hernámi Þjóðverja lauk í Danmörku. Þann dag fyrir 10 árum gafst þýzki herinn upp og 5 ára oki var létt af dönsku þjóðinni. Hinu endurheimta frelsi var ínnilega fagnað. Tveimur dög- um síðar gáfust herir Þjóðverja einnig upp í Noregi. Og hinn 8. maí lauk styrjöldinni í Evrópu. Hér á íslandi var frelsisdög- uim Dana og Norðmanna einnig innilega fagnað. Nær allt sam- 'band íslendinga hafði rofnað við þessar þjóðir á hinum myrku ár- «im hernámsins. Þá sást það bezt, hversu traustum tengslum þessar náskyldu þjóðir voru i raun og veru tengdar. Þá fundu Íslendingar betur en nokkru sinni fyrr, að hin nánu frænd- skapartengsl þjóða verða ekki rofin, án þess að þær bíði tjón á sálu sinni. Strax og styrjöldinni lauk hóf- ust samgöngur milli íslands og Norðurlanda. Síðan hafa þær aukizt ár frá ári. Og nú heim- sækir mikill fjöldi íslendinga Norðurlönd árlega. Margt Norð- •ur landabúa kemur einnig hing- að til íslands. Þannig hafa þau tengsl styrkzt að nýju, sem heimsstyrjöldin rauf um 5 ára skeið. Það voru löng og erfið ■ ár, ekki sízt fyrir Norðmenn og Dani, sem bjuggu við hernám og kúgun. íslenzka þjóðin beið einnig mikið manntjón á sjó- mönnum sínum í styrjöldinni. Kn hlutskipti hennar varð þó hetra en Norðmanna og Dana. Við héldum frelsi okkar. Góð samvinna tókst milli íslenzkra stjórnarvalda og lýðræðisþjóð- anna, sem höfðu her í landi ©kkar. Styrjaldarárin voru reynslu- tímar fyrir“hinar norrænu þjóð- ir. Á þeim öðluðust þessar litlu og friðsömu þjóðir fyrst og fremst þá reynslu, að hlutleysið væri einskis virði. í því var ekk- ert skjól. Réttar ályktanir dregnar ISLENDINGAR, Danir og Norð- menn hafa dregið réttar álykt- anir af þessari reynslu sinni frá síðustu heimsstyrjöld. Þessar þjóðir hafa nú allar varpað hlut- leysisstefnunni fyrir borð. Þær hafa gert sér það ljóst, að hið eina, sem gildir og líklegt er til þess að vernda heimsfrið- inn, eru öflug samtök þeirra, sem trúa á frelsið og telja það meira virði en allt annað. af pólítískum þroska íímamanna Frelsisdagur frændþjóða fyrir 10 árum — Kópavogur sjötti stærsti kaupstaður landsins — Gjaldeyrissparnaður Aburðarverksmiðjunnar — I vélasölum hennar glæðist truin á framtíð lands og þjóðar — Skammsýni kommúnista — Góð mynd Sjálfstæðismenn og kommúnist- ar hafi gert sameiginlegt verk- fall, sem beint hefði verið gegn stjórn landsins árið 1938. Hver einasti viti borinn íslend- ingur veit, að hér er um hreinan uppspuna og þvætting að ræða. Það sem Tíminn á við, er senni- lega það, að um þetta leyti tók Bjarni Snæbjörnsson og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins upp baráttu fyrir því að leysa Á grundvelli þessarar skoð- unar sinnar hafa Danir, Norð- menn og fslendingar gerzt að- ilar að varnarsamtökum hinna vestrænu þjóða. Þessar þjóðir myndu aldrei vilja taka þátt í árás á nokkra þjóð. Þær vilja fyrst og fremst fá að lifa í friði, byggja upp þjóð- félög sín og skapa borgurum sínum sem bezt og þroskavæn- legust lífsskilyrði. Þátttaka þeirra í Atlantshafsbandalag- inu miðar því að því einu að vernda friðinn og skapa sjálf- um sér og öðrum öryggi og lífshamingju. íslendingar senda frændum og vinum í Danmörku og Nor- egi kveðjur og árnaðaróskir í tilefni af 10 ára afmæli hins endurheimta frelsis þeirra. Kópavogur verður sjötti stærsti kaup- staður landsins FRUMVARPIÐ um kaupstaða- réttindi til handa Kópavogs- hreppi er nú orðið að lögum. Samkvæmt því ber félagsmála- ráðuneytinu að beita sér fyrir því, að þar fari fram bæjar- stjórnarkosningar einhvern tíma á næstunni. Það er athyglisvert, að hinn nýi kaupstaður verður sjötti stærsti kaupstaður landsins. Ibú- ar hans eru nú taldir 3228. Er hann því langsamlega stærsti hreppur landslns. Má öllum vera ljóst, að ómögulegt var orðið að búa við ríkjandi skipulag á mál- um svo fjölmennrar byggðar. í þessu sambandi er rétt að rifja upp íbúatöluna í kaupstöð- um landsins. íbúar Reykjavík- ur voru í desember s. I. taldir 61,829, Akureyrar 7472, og eru þá íbúar Glæsibæjarhrepps ekki taldir með. En eins og kunnugt er hefir Glerárþorp nú verið sameinað Akureyri. Þriðji kaup- staðurinn í röðinni er Hafnar- fjörður með 5724 íbúa. Ibúatala annarra kaupstaða er sem hér segir: Vestmannaeyja 4036, Keflavíkur 3437, Kópavogs 3228, Akraness 3108, Siglufjarðar 2786, ísafjarðar 2700, Húsavíkur 1333, Neskaupstaðar 1303, Sauðár- króks 1059, Ólafsfjarðar 917 og Seyðisfjarðar 717. Seyðisfjörður er því orðinn minnsti kaupstað- ur landsins. Sennilega vex byggðin ekki eins hratt í neinum kaupstað- anna og hinum yngsta þeirra, Kópavogi. En hin nýja bæjarstjórn byggð- arlagsins mun taka við lélegum' trylltu ofstæki. En heiðurinn af arfi frá forráðamönnum Kópa- j þeirri róðabreytni hafði Komm- vogshrepps. Undir stjórn komm- ; únistaflokkurinn á íslandi. Hann únista hefir allt verið þar í snerist gegn þessum miklu og sukki og óreiðu. Fjöldi hags- munamála hinnar ungu byggðar hafa verið mjög vanrækt. Um síðustu áramót bjuggu 96,441 maður í kaupstöðum nauðsynlegu mannvirkjum af öllu því ofstæki, sem honum var lagið, þegar um er að ræða framkvæmd „línunnar“ frá Moskvu. Kommúnistastjórnin í landsins. Þegar íbúar Kópa- I Kreml vildi ekki að íslendingar Alþýðusamband íslands vogs, sem eru rúmlega 3200 manns, bætast við, munu rétt um 100 þúsund manns byggja hina 14 kaupstaði landsins. Merkilegt fyrirtæki, sem sparar erlendan gjaldeyri STJÓRN Áburðarverksmiðjunn- ar hefir nýlega skýrt frá því, að síðan verksmiðjan tók til starfa 1 uppbyggingar fyrir rúmu ári, hafi hún sparað | landi sínu. fengju gjafir og lán frá Banda- tengslum við Alþýðuflokkinn, af- ríkjunum til þess að byggja upp nema það furðulega ranglæti og iðnað og virkja vatnsafl á ís- réttindaskerðingu, að verkamenn landi. Sjálf gat hún þegið doll- ara að gjöf og láni til þess að byggja vopnaverksmiðjur og kaupa fyrir vopn og vélar með- an styrjöldin stóð. En íslendingar máttu ómögulega hagnýta sér og aðrir launþegar nytu ekki fullra réttinda innan stéttarsam- taka sinna, nema því aðeins að þeir væru flokksbundnir í á- kveðnum stjórnmálaflokki. — Bjarni Snæbjörnsson tók upp þjóðinni erlendan gjaldeyri, er nemur samtals um 24 millj. kr. Byggist þetta sumpart á því, að þjóðin sparar sér notkun erlends gjaldeyris til innflutnings köfn- unarefnisáburðar og sumpart á hinu, að Kjarnaáburður hefir verið fluttur út. Þannig voru á s. 1. ári fluttar út til Frakklands um 4000 smálestir Kjarnaáburð- ar fyrir um 5 milljónir króna í erlendum gjaldeyri. Á þessu ári er gert ráð fyrir að út verði fluttar um 6000 smá- lestir fyrir um 9 milljónir króna. Hér er vissulega um gleðilega staðreynd að ræða. Glæsilegt ís- lenzkt stóriðjufyrirtæki hefir ris- ið. Það tryggir nú íslenzkum bændum meginhluta þess áburð- ar, sem þeir þarfnast. Það skap- ar ennfremur mikla atvinnu og auk þess er það þegar byrjað að afla þjóðinni erlends gjaldeyris. Þegar gengið er um hina miklu vélasali Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi, hlýtur trúin á framtið íslands og vel- megun þjóðarinnar að glæð- ast. Þessar vélar eru knúðar afli íslenzkra fossa. Af þessu afli á þjóðin óþrjótandi vara- sjóði. Með fleiri hliðstæðum verksmiðjum, sem væru víðsvegar um hjálpfýsi og rausn hinna þrótt- baráttuna gegn þessu ranglæti og' miklu lýðríkja Vesturheims til háði hana til sigurs. Kom það atvinnulífinu í meira að segja í hlut Framsókn- armanna að eiga þátt í því sam- Vegna dagskipunar Moskvu- komulagi, sem gert var nokkru stjórnar börðust kommúnistar síðar um þessi mál. Var þar um hér heima eins og ljón gegn Á- að ræða merkilegan áfanga í burðarverksmiðjunni. Mun sú af staða þeirra lengi í minnum höfð og verða þungur myllusteinn um háls þeirra þegar almennings- álitið leiðir þá fyrr eða síðar að hinum pólitíska drekkingarhyl, sem bíður þeirra. í þessu sambandi má einnig á það benda, að ókleift hefði verið að byggja hina miklu verksmiðju í Gufunesi ef Sjálfstæðismenn hefðu ekki í tæpan aldarfjórðung unnið markvíst að virkjun Sogsins. Það er rafmagnið frá Soginu, sem fyrst og fremst gerir rekstur verksmiðjunnar mögu legan. Hin framsýna stefna Sjálfstæðismanna í raforku- málunum er þannig grund- völlur þess stóriðnaðar, sem nú er rekinn i Gufunesi ís- lenzkum bændum og þjóðinni í heild til gagns og sóma. Tíminn „týnir höfðinu“ ÞAÐ KEMUR alltaf fyrir öðru hverju að Tíminn, aðalmálgagn staðsettar Framsóknarflokksins, • „týnir land, höfðinu", sem svo er kallað. myndi atvinnuöryggi lands- Hann sleppir fram af sér öllu manna stóraukast, og afkomu- aðhaldi rökréttrar hugsunar og grundvöllur þeirra verða heilbrigðrar skynsemi. traustari. Skammsýni kommúnista ÞAÐ SÝNIR dæmalausa skamm- sýni, að gegn byggingu Áburð- arvarksmiðjunnar og hinum glæsilegu raforkuverum við Sog og Laxá, skyldi vera barizt af Þetta henti blaðið m. a. s. 1. föstudag. Þá staðhæfði það í for- ystugrein sinni, að í raun og veru séu Sjálfstæðismenn og kommúnistar hliðstæðir öfga- og einræðisflokkar. Munurjnn sé aðeins sá, að annar sé brúnn, hinn rauður!! I þessu sambandi spinnur blað- ið upp furðusögu um það, að baráttu verkalýðsins fyrir því að gera hagsmunasamtök sín ópóli- tísk og óháð. Því miður hefir kommúnistum siðar tekizt að misnota þessi samtök á hinn herfilegasta hátt, og engu síður en Alþýðuflokkurinn gerði á sín- um tíma, meðan hann hafði að- stöðu til þess. Góð mynd af pólitísk- um þroska Tíma- manna ÞAÐ BREGÐUR svo upp góðri mynd af sálarástandi Tíma- manna, sanngirni þeirra og pólitískum þroska, þegar þeir halda áfram mánuff eftir mán- uff aff jafna Sjálfstæðismönn- um viff einræffisklíku komm- únista. Þetta gerist á sama tíma og Sjálfstæffismenn og Framsóknarmenn sitja saman i ríkisstjórn og ekki er annaff vitaff en samvinna þeirra um framkvæmd hinna mestu framfaramála sé árekstra- lítil. En Tímamenn virðast álíta, að fólkið út um sveitir landsins telji slíkan málflutning skynsamleg- an og heiðarlegan. í þessu fara þeir áreiaðnlega villtir vega. Is- lenzkt sveitafólk sér vissulega, hversu auðvirðileg þessi mála- fylgja er. Það veit, að Sjálfstæð- isflokkurinn byggir allt sitt starf á grundvelli lýðræðis og mannr réttinda. Hann er sú brjóstvörn, sem ofbeldisstefna kommúnista á íslandi hefir brotnað á. Hin þjóð- holla og víðsýna framfara- og varðveizlustefna Sjálfstæðis.- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.