Morgunblaðið - 15.05.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.05.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. maí 1955 oj .,<■ * sntUaMfr Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefámsson (ábyrgOann.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá VlgBZ. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20,00 6 mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Stœrsti „milliliður" á Islandi ^OÍÐAN aðalmálgagn Framsókn- v kj arflokksins lýsti yfir því á s.l. hausti, að horfur væru á því að hann tapaði 10 þingsætum til Sjálfstæðismanna í næstu kosn- ingum hefur öll málafylgja blaðs ins og formanns Framsóknar- flokksins mótast af sárustu ör- væntingu. Af því hefur svo aftur leitt, að heilbrigð skynsemi, dóm- greind og sanngirni hefur átt mjög erfitt uppdráttar í herbúð- um þeirra. Kjarni málflutnings- ins í Tímanum hefur verið sá, að Sjálfstæðisflokknum yrði helzt líkt við bófaflokka í Suður- Ameríku. Öðrum þræði hefur því svo verið haldið fram, að þessi stærsti stjórnmálaflokkur íslendinga og samstarfsflokkur ' Framsóknar væri algerlega hlið- stæður kommúnistaflokknum að öllu innræti og starfsaðferðum. Þegar venjulegt skynsamt og hugsandi fólk virðir fyrir sér j þessar lýsingar Tímamanna á: Sjálfstæðisflokknum rís sú spurn ing fyrst, hvernig á því geti stað- j ið, að Framsóknarmenn skuli telja 10 kjördæmi sín í hættu fyrir slíkum flokki? Getur það verið að Tíminn treysti ekki dóm greind íslenzks sveitafólks betur en svo, að hann álíti það ólmt í að kjósa yfir sig meirihlutavald flokks, sem þannig væri innrætt- ur? Það er frekar ótrúlegt? Nei, sannleikurinn er sá, að spár Tímans um stórkostlega vinningsmöguleika Sjálfstæð- ismanna í næstu kosningum sýna greinilega, að hann trúir ekki einu orði af því, sem hann sjálfur heldur fram um hið glæpsamlega eðli flokks þeirra. En hann heldur samt áfram að staglast á því, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé Suður-Ameríku- íhald og þaðan af verra. Borga þau hærra fisk- verð? NÝJASTA staðhæfing Tímans og formanns Framsóknarflokksins um Sjálfstæðisflokkinn kom fram í ræðu formannsins í eld- húsumræðunum. Þar er höfuð- áherzlan lögð á það, að hann sé eingöngu flokkur „milliliðanna". En „milliliði" telur Framsóknar- formaðurinn m. a. „frystihús, söltunar- og herzlustöðvar". — Vegna þess að Sjálfstæðisflokk- urinn, flokkur milliliðanna, ræð- ur öllum þessum tækjum er ekki hægt að halda vinnufriði í land- inu, segir Framsóknarformaður- inn. Fólkið veit ekki, hvað er sannvirði vinnunnar og gerir verkfall, heimtar hærra kaup. Og það er ekki nema eðlilegt þegar svona er í pottinn búið, finnst honum. Margt mætti um þessa kenn- ingu formanns Framsóknarflokks ins segja Á það mætti til dæm- is benda, að samvinnufélögin munu eiga og reka 20—30 hrað- frystihús af þeim um það bil 80 hraðfrystihúsum, sem til eru í landinu. Um það hefur ekki heyrzt að sjómenn fengju hærra verð, meira sannvirði, fyrir þann fisk, sem lagður er upp í þessi frystihús en þau, sem rekin eru af einstaklingum og félagasam- tökum þeirra. Samvinnufélögin eru því samkvæmt kenningu for- manns Framsóknarflokksins „milliliður“ að þessu leyti. En þau eiga einnig „söltunar- og herzlustöðvar“, sem ekki greiða framleiðendum heldur hærra verð fyrir fisk sinn en aðrir gera. S. í. S. stærsti milli- liðurinn. Þ A Ð er líka býsna nýstárleg' kenning, að Sjálfstæðisflokkur-; inn ráði yfir öllum fiskiðnaði landsmanna, hraðfrystihúsum, j söltunar- og herzlustöðvum. — j Hingað til er ekki annað vitað * en að menn úr öllum stjórnmála- ! flokkum reki slíka atvinnu. Skraf formanns Framsóknarflokksins um „milliliðastarfsemi" Sjálf- stæðisflokksins á þessu sviði framleiðslunnar er því svo aug- ljós þvættingur, að furðu sætir að nokkur maður skuli leyfa sér að fara með slíkt frammi fyrir alþjóð. 1 Hverjir eru svo „milliliðirnir" í verzluninni? Eru það ekki stærstu aðilarnir, sem við þá at- vinnu fást að kaupa inn vörur og dreifa þeim meðal neytenda? Jú, það hlýtur að vera. En hver er stærsti verzlun- araðili á fslandi? Það er Samband íslenzkra samvinnufélaga. Er það þá ekki líka stærsti „milliliður- inn“? Og ekki selur það eða þau félög, sem í því eru al- menningi vörurnar með lægra verði en aðrir. Virðist mönnum ekki for- maður Framsóknarflokksins vera kominn út í hálfgerðar ógöngur með „milliliði“ sína? Fyrslu kosnínaarnar Fyrir nokkrum dögum fór fram stjórnarkosning í bifreiða- stjórafélaginu Hreyfli. Var úr- slita þeirra beðið með nokkurri eftirvæntingu, þar sem Hreyfill var fyrsta verkalýðsfélagið, sem kosningar fóru fram í að verk- fallinu loknu. Niðurstaða kosninganna varð sú, að kommúnistar biðu þar herfilegan ósigur. í launþega- deild félagsins treystu þeir sér ekki til þess að koma fram lista. í sjálfseignardeildinni unnu lýð- ræðissinnar sigur með meiri yfir- burðum en nokkru sinni fyrr. — Listi lýðræðissinna fékk nú 214 atkvæði en í fyrra hafði hann fengið 213 atkvæði. Kommúnist- ar fengu nú 102 atkvæði, en fengu í fyrra 139 atkvæði. Hafa þeir þannig tapað nær þriðjungi fylgis síns á einu ári. Þessi kosningaúrslit í stéttar- félagi bifreiðarstjóra í Reykja-j vík gefa nokkra hugmynd um það, hvað kommúnistar muni uppskera fyrir hið langa verk-1 fall, sem þeir köstuðu þúsundum ’ manna út í með þeim afleiðing- um, að fjöldi reykvískra heimila leið skort og varð fyrir marg- víslegum óþægindum. I Bifreiðastjórar urðu alveg sér- staklega fyrir barðinu á ofbeld- isaðgerðum kommúnista. I En bifreiðarstjórarnir hafa svarað fyrir sig með kosninga- úrslitunum í félagi sínu. — Kommúnistar hafa stórtapað þar. Þannig mun fara í fleiri verkalýðsfélögum á næstunni. fasleignamatsiRS FRUMVARP um samræmingu á mati fasteigna var afgreitt í gær sem lög frá Alþingi. Það er aðaiefni þessara nýju laga að á þessu ári skuli fram fara endurskoðun á fasteignamat inu frá 1942 svo og aukafasteigna matinu, sem gert hefur verið síð- Endurskoðun þessa skal annast landsnefnd tveggja manna, sem ' Alþingi kýs. j Það er ætlast til að nefndin flokki allar fasteignir, eftir því hvar þær eru. Skal s'ðan ákveða, hvað sé hæfileg hækkun eða lækkun á matsverði fasteigna- ’ flokka. Enga fasteign má þó | hækka meira en 400%. Þegar nýtt fasteingamat geng- lir í gildi skv. þessu skal ríkis- stjórnin láta fara fram endur- skeðun á írildendi lagaákvæð- um um eignarskatt og fast- eignaskatt og miðist endur- skoðun við að skattar þessir hækki ekki almer>nt vegna fasteignam'’t.sins. Einnig skal bmvta öðrum opinberum gjöldum. sem byggð eru á fast- eignamati, til samræmis. AKUREYRI, 10. maí. ANDAVINNUSÝNING Gagnfræðaskóla Akureyrar var opnuð í skólahúsinu kl. 10 síðastl. sunnudag. Sýningin er að vanda íjölskrúðug og glæsileg og fyllir alls 9 kennslustofur. H HANDAVINNA STtJLKNA 1 bundinna bóka og er bandið bæði Á sýningunni er mikið af fatn- vel og fallega unnið. Virðist bók- aði allskonar, sem námsmeyjar bandið vera hin heppilegasta hafa unnið í vetur, í saumastofu skólavinna fyrir unglinga. skólans. Má þar til nefna: kjóla, jakka, blússur, pils, nærfatnað, barnafatnað og margt fleira. Þá er einnig mikið sýnt af fallegum hannyrðum, sem vöktu mikla at- hygli, svo sem veggteppi, vegg- myndir, ljósadúkar, kaffidúkar, treflar, púðar og fleira. Einnig hafa stúlkurnar unnið mikið af prjónlesi, heklað og gimbað muni. Teikningar nemenda, sem margar eru vel gerðar, eru einn- ig á sýningunni. Sérstaka at- hygli vöktu hinar litaglöðu vatnslitamyndir yngstu nem- enda. HANDAVINNA PILTA Af handavinnu pilta eru sýnd- ir margir ágætir smíðisgripir, skápar, borð og fleiri húsgögn, auk fjölmargra smærri muna, útskorinna og myndbrendra. Þá er á sýningunni mikill VeLharJi áhrijar: GLÆÐIR ÁHUGA OG VINNIJGLEDI * ■ Fræðsluráð og fréttamenn skoðuðu sýninguna á sunnudags- morguninn. Skólastjórinn, Þor- steinn M. Jónsson, sýndi gestum munina og ræddi nokkuð um sýninguna og handavinnukennsl- una í skólanum. Lagði hann á- herzlu á, að handavinnukennsl- an glæddi áhuga og vinnugleði fjöldi nemendanna, yki á fegurðar- smekk þeirra, en væri þó jafn- framt hagnýt og holl. Nemandinn vill sjá árangur iðju sinnar, ann- ars verður hún honum til leið- inda, sagði Þorsteinn skólastjóri. Óskemmtileg framkoma FÚSI skrifar eftirfarandi: „Maður nokkur, kunningi minn, sem ég átti tal við fyrir nokkru var leiður og gramur yfir framkomu af hálfu skemmti- staðar eins hér í bænum ekki alls fyrir löngu. Hann hafði komið þar kvöld eitt ásamt konu sinni til að vera á dansskemmtun, er þar átti að standa. Bæði voru fullkomlega allsgáð, og að því er maðurinn bezt vissi á engan hátt grunsamleg, Þeim varð því held- ur illa við, er dyravörður húss- ins tók umsvifalaust til við að þukla og þreyfa á konunni, aug- sýnilega til að ganga úr skugga um, hvort hún væri með falið áfengi meðferðis, en umræddur staður hefir ekki vínveitinga- leyfi. Þótti hjónunum báðum að þeim væri með þessu athæfi sýnd óvirðing og ósvífni, sem þau hefðu á engan hátt til unnið. Hefir lögreglan réttinn? NÚ fyrir skemmstu — heldur Fúsi áfram .-— heyrði ég, að nákvæmlega hliðstætt atvik hefði komið fyrir á sama skemmtistað. Gerð var vínleit á annarri konu við innganginn með sömu aðför- um, sem fyrr og að jafn tilefnis- lausu. Mér fannst ástæða til að spyrjast fyrir um, hverju slíkar aðfarir sættu hjá hlutaðeigandi aðilum. „Okkur þykir mjög fyrir þessu — sögðu þjónar umrædds veit- ingastaðar, en þetta er ekki okk- ar sök. Lögum samkvæmt er einn maður, jafnan óeinkennis- búinn, frá lögreglunni við inn- ganginn á hverjum skemmtistað og það er hann, sem hér er að verki. Okkur eru slíkar aðfarir þvert á móti mjög á móti skapi, en fáum ekki að gert“. Það er nú svo — en mér er spurn: hefir lögreglan rétt til að koma þannig fram gagnvart heið- arlegum borgurum, sem ekkert hafa af sér brotið, né gefið hið minnsta tilefni til svo hvimleiðr- ar lögreglurannsóknar? Væri þakkarvert, að skýring væri gef- in hér á. — Fúsi“. Fernandel í Genf ÞEGAR franski skopleikarinn, hinn óviðjafnanlegi Fernan- del, var fyrir nokkru á ferð í Genf, fannst honum tilheyra, að hann fengi sér nú ósvikið sviss- neskt úr og gekk í þeim tilgangi inn í eina af hinum mörgu úr- verzlunum. Afgreiðslu- maðurinn inni fyrir ráðlagði honum að kaupa eitt sérlega á- gætt úr, sem gat sýnt allt hvað hét og var. Það var vatnsþétt, högghelt og guð má vita hvað meira. — Þetta er einmitt rétta úrið fyrir yður, Monsieur Fernandel. — Hm, sagði Fernandel, — víst lítur það glæsilega út, en er það nú vandað eftir því? — Vandað, Monsieur Fernan- del? endurtók afgreiðslumaður- inn næstum móðgaður yfir ann- arri eins spurningu. Ef það endist vður ekki svo lengi sem þér lifið, þá skulum við greiða yður pen inga yðar til baka. — Jæja, það er þá bezt, að ég taki það, sagði M. Fernandel um leið og stór tár hrundu niður vanga hans. — En hvers vegna í ósköpun- um grátið þér, Monsieur Fern- andel? spurði maðurinn og vissi hvorki upp né niður. — Já, það er nú það, sagði Fernandel og þurrkaði burtu tár- in, en það fer ekki hjá því, að ég klökkni af tilhugsuninni um, að ég skuli standa hér og kaupa mitt síðasta úr. í smíðum MÉR hafa borizt öruggar upp- lýsingar um, að byrjað er að smíða borð og stóla í póst- hólfaklefa pósthússins. Fram- kvæmdunum mun hafa seinkað af völdum verkfallsins. — Verða áreiðanlega margir til að fagna því, að þessi þarfa umbót skuli nú væntanleg innan skamms. MerKlS, mb UæSIr iandiS. KENNARALIÐ SKÓLANS Handavinnukennarar skólans eru frk. Freyja Antonsdóttir, frú Bergþóra Eggertsdóttir, frk. Kristbjörg Kristjánsdóttir, Guð- mundur Frímann og Guðmundur Gunnarsson. Teiknikennarar eru Guðmundur Gunnarsson og Har- aldur Sigurðsson. Fjöldi gesta sótti sýninguna allan sunnudag- inn. — H. Vald. námsstyrkir í Iíiel og Munster BORGARSTJÓRINN í Kiel býð- ur íslenzkum stúdent námsstyrk, 2500 DM, til 10 mánaða náms dvalar (1. okt. 1955 — 31. júll 1956) við háskólann þar í borg. Öll skólagjöld eru gefin eftir. Ef styrkþegi áskar, verður honum séð fyrir húsnæði og fæði fyrir um 130 DM á mánuði. Styrkþegi skal vera kominn til náms 15. október. Um styrkinn geta þeir sótt, sem stundað Itafa háskólanám i eitt ár eða meira í guðfræði, lög- fræði, nagfræði, læknisfræði, náttúruvísindum, málfræði og heimspeki, eða við landbúnaðar- háskóla. Vegna rúmleysis verður ekki hægt að taka við nemanda í lyfjafræði, gerlafræði og efna- fræði. Umsækjendur verða að vera vel færir i þýzku. Umsóknir skal senda skrifstofu Háskóla íslands fyrir maílok. til framhaldsnáms við háskóla- spítalann í Munster. Með því að engin umsókn hef- ur borizt um styrk þennan, er un.sagnarfrestur framlengdur til 1. júní. Styrkurinn er fyrst og fremst ætlaður til náms í barna- lækningum, en komi engin um- sókn til þessa, verður styrkurinn veittur til annars náms. Umsóknir skal senda skrifstofu Háskóla íslands. FJÓRIR íslenzkir badminton- menn kepptu við erlenda varn- arliðsmenn í badminton nýlega. íslendingarnir voru Vagn Ottós- son, Einar Jónsson, Ragnar Thor- steinsson og Þorvaldur Ásgeirs- son. Kepptu þeir allir í einliða- leik og unnu allir fjónr. Síðar fóru fram tveir tvíliðaleikir og léku saman af íslendingunum Vagn og Þorvaldur og Einar og Ragnar. Fóru svo leikar þar, að íslendingar unnu í báðum leikj- unum með miklum yfirburðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.