Morgunblaðið - 15.05.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.05.1955, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLA91B Sunnudagur 15. maí 1955 [Hinningarorð s Helga Mállríður Mugnúsdóttir Fædd að Miðliúsum í Garði 14. júlí 1380. Dáin 4. maí 1955. FOREL'ORAR Helgu voru Magnús Þórarinsson bóndi og útgerðarmaður og Guðrún Ein- arsdóttir. Magnús í Miðhúsum, faðir Helgu, var sonur Þórarins Arnbjarnarsonar, Ögmundssonar að Rafnkeisstöðum í Ytrihrepp, og Sigríðar Magnúsdóttur frá Birtingaholti, bónda þar, Snorra- sonar, bónda í Ási. Guðrún móð- ir Helgu var dóttir Einars bónda í Norðurgarði í Mýrdal og Ing- veldar Sveinsdóttur frá Hlöðu- nesi. Helga sál. ólst upp hjá for- eldrum sínum að Miðhúsum, en þar var mannmargt myndar- og rausnarheimili, og af 15 systkin- inn var hún sú 13. í röðinni. Tvö systkinanna eru enn á lífi. Helga g’ftist að Útskálum 30. ágúst 1901 Jóni Sigfússyni Berg- mann skáldi. Þau bjuggu á Suð- urnesjum í nokkur ár og eignuð- ust 2 börn dreng, er dó þriggja ára, og dóttur, Guðrúnu Jóhönnu, sem er gift Yngva Jóhannessyni fulltrúa í Reykjavík. Jón Bergmann og Helga skildu eftir nokkurra ára sambúð, og fylgdi dóttir hennar móður sinni. Eftir að Guðrún giftist, dvaldist Helga á heimili hennar og tengda- sonarins í Reykjavík til dánar- dægurs. Þrjú dótturbörn átti Helga er hún lézt. Örn, er stund- ar háskólanám, Steinunni Helgu, sem nú les undir stúdentspróf, og Óttar Magrús nemanda í Verzl- unarskóla íslands. Helga sál. var prýðisvel gefin bæði andlega og líkamlega. Sá er þessar línur ritar var henni samtíða í barnaskólanum að Út- skálum nokkra vetur. Sá skóli vár fyrir síðustu aldamót ein- hver bezti barnaskóli landsins, uftdir stjórn Ögmundar Sigurðs- sónar kennara. Helga hafði ágæt- ar námsgáfur og sótti námið af kíappi, enda varð henni happa- sælt það sem hún nam í barna- skólanum á viðburðaríkri ævi hennar. Annarar skólagöngu en að olan greinir naut hún ekki í æsku, en ung lærði hún sauma- skap og ýmsar hannyrðir sem hún vann að á fyrri árum ævi sinnar, og var rómað hve henni fórst slíkt vel ur hendi. Helga sál. var hin glæsilegasta kona og var strax sein unglings- stúlka mikið umtöluð sem ein með fegurstu ungmeyjum ís- lands. Líkamlegt þrek hennar var mikið og farsælt fram eftir ævinni, enda þurfti hún á stund- um á því að halda á lífsleiðinni, sem ekki var ætíð blómum stráð. Helga var að upplagi glaðlynd og félagslynd og hafði á yngri ár- um fallega söngrödd. Hvar sem Helga sál. fór, veittu menn henni sérstaka eftirtekt v^gna tígulegrar framkomu og glæsimennrku. Helga sál. var trygglynd og vildi öðrum gott g»ra. Eignaðist hún marga góða kunningja og vini, karla og kon- ur, sem kunnu að meta mann- kosti hennar. Eftir að írú Helga komst á full- orðinsár átti hún iöngum við mikið heihuleysi að stríða og gekk meðal annars undir 2 stór- ar skurðaðgerðir, sem hún þó komst famællega yfir. Stóð nú til að hún gengist undir hina þriðju, en til þess kom þó ekki, því hún andaðist af afleiðingu heilablæðingar þann 4. þ. m. Verða jarðneskar leifar hennar til moldar bornar á morgun frá Fossvogskii kj u. Hennar er saknað af skyldum og vandalausum. Blessuð sé minning hennar. Þórður Einarsson. Sellery-súpa. Tartalettur-Tosca. Ali Hamborgarhryggur með rauðvínssósu. Vínarschnitzel. Tornedo Róbert. Citrónfromage. Kaffi. 0 w Auglýsendur afliugtð! tsafold og Vörðnr er vinsælasta og tjölbreytt- asta blaðiðf f *veitum landsins. Kemnr út einn sinnl til tvlsvar i viku — 16 síðor. Þórður G. Halldórsson Bókhalds- og endurskoðunarskrif- stofa. — Ingólfsstræti 9B. Sími 82540. Kaffi Nýbrennt og malað, í loft- þéttum sellophanumbúðum. Verzl. Halla Þórarins Vesturg. 17. Hverflsg. 39. 3447 — sími 2031. ~ Reykjavítcyr&réf Framh. á bls. 9 milliþinganefnd. Framsögumaður frumvarpsins um breytingu jarð- ræktarlaganna var í Neðri deild Jón Pálmason. Tíminn hefur þannig verið barnalega bráður á sér í lofi sínu um forystu sinna manna í fyrrgreindum málum. Það er ekki nema eðlilegt að blöð og flokkar haldi fram raun- verulegum hlut sinna manna í góðum og vinsælum málum. Hitt er hlægilegt og verkar gersamlega öfugt þegar ein- stökum mönnum eru eignuð afrek, sem þeir eiga engan þátt í. Hér skal það skýrt tekið fram, að með þessum orðum er ég eng- an veginn að sveigja að þeim Ásgeiri Bjarnasyni og Eiríki Þor- steinssyni. Þeim mun báðum sennilega hafa ofboðið sú af- staða til sannleikans, sem kom fram í frásögn Tímans s.l. sunnu- dag. En þannig er pólitískur fréttaflutningur þess blaðs yfir- leitt. Jákvæður málflutningur Sjálfstæðismanna UM eldhúsdagsumræðurnar er svo að lokum það að segja, að í þeim bar hinn jákvæði mál- flutningur Sjálfstæðismanna af. Ólafur Thors forsætisráðherra sýndi fram á, hverju ríkisstjórn- in hefði lofað og hvað hún hefði efnt. Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra markaði stefnuna gagnvart framtíðinni með þess- um orðum: „Það er áreiffanlegt aff yfir- gnæfandi meirihluti íslend- inga vill áframhaldandi þjóð- lega uppbyggingu í sama anda og nú er unnið. Menn vilja ekki þá kyrrstöffu, sem leiffa mundi af valdatöku hinnar sundruðu vinstri hjarffar, held ur stöffugar framfarir landi og lýff til hagsbóta. Hinar miklu framkvæmdir núverandi ríkis stjórnar eru affeins Iiffur í þróun, sem halda verffur áfram.“ Ingólfur Jónsson viðskiptamála ráðherra gerði viðskiptamálin ýtarlega að umræðuefni og rakti fjölþætta baráttu Sjálfstæðis- manna fyrir bættri aðstöðu lands manna í lífsbaráttunni. Og Jó- hann Hafstein gerði húsnæðis- málin og framkvæmdir ríkis- stjórnarinnar og Sjálfstæðis- flokksins á því sviði sérstaklega að umræðuefni. En þau mál eru e. t. v. fleira fólki hugstæð en nokkur önnur mál um þessar mundir. Þannig setja Sjálfstæðismenn hin góðu málefni jafnan efst í umræðum um þjóðmál. imniminn> ■ nnmniauni - Alslonmr Shófatnajup oq SoírMr " ■ nufisAu rórur **WaB‘9a«es}b.«aaa**<iaa«ea«aa«a-aaaaaaa«aa» KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR Söngstjóri: Ragnar Björnsson. SAMSÖNGÐB í Austurbæjarbíó, mánudag, þriðjudag og miðvikudag, 1Ö., 17. og 18. maí, kl. 7 síðd. Einsöngvarar: Guðrún A. Símonar, Sigurveig Hjaltested, Þuríður Pálsdóttir, Jón Sigurbjömsson, Kristinn Hallsson, Sigurður Björnsson. Við hljófærið: Guðrún Kristinsdóttir. Meðal viðfangsefna: BRAHMS: Rapsodia fyrir Alt rödd og karlakór. BEETHOVEN: Lokakafli fyrri þáttar óperunnar Fidelio. UPPSELT á mánudags- og þriðjudagshljómleikana, en nokkrir aðgöngumiðar að miðvikudagshljómleikunum 18. maí, verða seldir í Bókaverzl. Sigf. Eymundssonar og Blöndals. ■ ■■■■■■■■■■aaiDaaaaa.arvaaaj|jim.a9aaaaaa*aBB«B»»u'<,*<l«"*«Ba*»*apllMA ^3n^óí^ó ca^é ^9ncjól^áca^é Gömlu og nýju dansarnir í Ingólfscafé í kvöld klukkan 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. Sími 2826. •nminmi (mm VETRARGARÐURINN DANSLEIKUR í Vetrargarðinum í kvöld klukkan 9. HLJÓMSVEIT Baldurs Kristjánssonar. Miðapantanir í síma 6710. eftir kl. 8 V. G. Opið í kvöld Hljómsveit hússins leikur. Matur framreiddur frá kl. 7. NORDMANNSLAGET I REYKJAVIK 17.mai-fest 17-mai fest arrangeres i Tjarnarcafé kl. 8.30. Pámelding kan skje over telefon 3065. STYRET. ■■ ■■ iin«v.>wrtVL ■■■ • •nt’orani ■ Görnlu dansarnir flRSIHBJp" í kvöíd kl. 9. — Miðar frá kl 8. Sigurður Ólafsson syngur. HLJÓMSVEIT Svavars Gests. Nýja hljómsveitin leikur frá kl. 3,30—5. Kvenfélogið Heimney Aðalfundur félagsins verður haldinn í Grófin 1 n. k. þriðjudag kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Konur fjölmennið. STJÓRNIN § | •uöi aaa£UMJUW*.a * % Siglfirðingamót verður haldið í Sjálfstæðishúsinu, Rey kjavík, föstudag- inn 20. maí klukkan 8,30. Fjölbreytt skemmtiatriði. Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsir.u miðviku- daginn 18. og föstudaginn 20. þ. m. kl. 5—7. Nefndin. Verzlnnorplóss til leign •aaa Búðin á Bergstaðastræti 15 (áður Verzl. Blanda) er j til leigu nú þegar. Húsnæðið er til sýnis kl. 1—3 í dag í og kl. 6—7 mánudag og þriðjudag. MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA VAGNS E. JÓNSSONAR, Austurstræti 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.