Morgunblaðið - 15.05.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.05.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID Sunnudagur 15. maí 1955 'qc.: ' DULARFULLA HUSIÐ EFTÍR J. B. PRIESTLEY Framhaldssagan 37 Ég ætla ekki að fara að gera mér eitthvað upp við þig, við erum líomin yfir slíkt, er það ekki? Og þáð er annars einkennilegt, þar spm við hittumst ekki fyrr en fj^rir hálftima eða svo“. ! „Já, en við hittumst á óveðurs- /öldi, og það gerir allan mun- >n“, sagði hann. „Og það er ekki íikill tími“. S„Hvað áttu við, að það sé ekki ;ikill tími? Það er nógur tími. ifeð verður alltaf nógur tími“. itn hún var fremur særð en undr- áíhdi. Hann hlaut að eiga við það, a'S' hann mundi ekki sjá hana ctft, þegar þau væru farin héðan, eh einhvern veginn, hafði hún Vjerið viss um, að hún mundi sjá hann oft. : „Ég veit ekki, hvað ég meina“, sagði hann. Og hann gerði það ekki nú, þegar hann fór að hugsa lim það. Það var eins og einhver einkennileg tilfinning hefði grip- iá hann og honum fundizt að allt váeri að þjóta fram hjá honum. „Ég hlýt að hafa átt við þetta venjulega skáldlega efni: við er- um eins og blóm, sem eru fersk áð morgni en visin að kvöldi; þú lilýtur að hafa heyrt talað um það“. „Já, það!“ Hún sagði þetta með fyrirlitningu, en þó hjartanlega, því að henni létti skyndilega. — „Ailir, sem ég hef þekkt, hafa meiri en nógan tíma, jafnvel Bill gamli — með öll sín bréf og sím- skeyti og einkaritara og alls kon- ar ferðalög — hann hefur meiri tíma heldur en hann veit, hvað hann á að gera við. Það veit ég“. • „En hvað ætlaðir þú að fara að ségja áður en þú fórst að tala um að gera þér ekkert upp“, sagði hann hugsandi. „Já. Um mig og Bill. Þetta er hagkvæmt samkomulag milli okkar. Eins og ég sagði áðan, geðjast mér vel að honum og hann hefur hjálpað mér mikið, og skemmt mér mikið. Við höf- um ekki verið neitt reglulega saman, skilurðu; við höfum ekki haft litlar íbúðir eða neitt slíkt; hánn hefur aðeins boðið mér út, þegar hann heíur langað til þess eða þegar mig hefur langað til þess og við höfum verið nokkrar helgar saman á ferðalögum. — Hann er ekki eins og aðrir, sem ég hef þekkt. Það, sem hann lang- ar til, er að hafa einhvern í kring Um sig og tala. Hann vill sitja á rúmstokknum og gorta dálítið af sijálfum sér. Hann er raunveru- lega einmana, þrátt fyrir allt hans tal. Hann hefði átt að gift- ast aftur; konan hans dó, þegar liánn var ungur og hann getur ekki gleymt henni. Það mátti heyra fljótt“. „Ég skil, hvað þú átt við“, sagði Penderel. „Það er hræði- iegt, en haltu áfram“. „Nú ertu að gcra gys að mér“, ságði hún. „Ég segi þér ekkert meira“. Það er einkennilegt, hugsaði Penderel, hvað hún varð barna- leg, þegar hún fór að tala beint við hann, en þegar hún talaði um eitthvað annað kom hún honum alltaf á óvart. „Þú verður 'að halda áfram, ég vildi aðeins að Porterhouse gæti heyrt til þín, það gæti ef til vill opnað augu hans, þótt hann sé alls enginn kjáni, ef dæma má eftir þessari smásögu, sem hann sagði við borðið. Segðu mér eitthvað meira ihn hann“. ; „Það er dálítið annað um hann að segja. Ég held það eigi við um ngarga menn aðra. Þegar hann biður mig að fara út með sér eða fara út úr bænum, er það ekki svo mjög vegna þess, að hann vilji fá mig“. Hún þagnaði stund- arkorn til að hugsa sig um. „Það sem hann raunverulega vill, er i að vanta ekki einhvern, skilurðu? 1 Það er ekki það sama, er það?“ I „Nei, það er það sannarlega ekki“, sagði hann. „Jæja, þannig er það með hann oftast. Hann vill allt, eða heldur að hann geri það; og ef hann væri ekki einn að ráfa um í borginni eða á hótelum og sæi margar snotrar stúlkur saman- korrinar, mundi hann alveg verða vitlaus yfir því að geta ekki haft eina þeirra. Hann mundi ekki geta borðað matinn sinn vegna þessarar tilhugsunar. En ef hann hefði einhverja, sem horfði á hann, ef hann þá liti upp, mundi allt vera í lagi. Og hann hefði fengið einhvern til að tala við og gorta við, og þannig komst ég í samband við hann. Þú skilur, að honum finnst ég fremur snot- ur og lagleg. En það finnst þér sjálfsagt ekki?“ „Kæra Gladys mín, mér finnst þú vera sérlega lagleg“. Honum fannst það reyndar ekki, og hon- um datt það allt í einu í hug, að hann hefði séð margar laglegri stúlkur — og það af hans eigin stétt, eins og sagt var — en hann hafði ekki haft neinn áhuga á þeim, en þessi stúlka aftur á móti var sérstaklega aðlaðandi og æs- andi. Hann sagði við sjálfan sig, að hún væri eins og skemmtilegt söngleikahús. Jæja, en hvað sem það var, sem laðaði hann að henni var það ekki einungis út- litið, þótt hún væri fremur snot- ur. „Þú varðst nú að segja þetta, var það ekki? Jæja, en mér finnst ég ekki vera lagleg“, sagði hún einlæglega. „Hvers vegna, hvað er að?“ „Andlitið á mér er of breitt, til að byrja með, og nefið er ekki fallegt. Vöxturinn ekki heldur, ekki nú á dögum, þegar allar eiga að vera háar og grannar eins og drengir". „Það er bara vitleysa. Þú skalt ekki hafa áhyggjur út af því“, sagði hann, „ég þoli ekki þessi sviplausu andlit og beinagrind- urnar, sem maður sér alls staðar“. Hann var enn að velta því fyrir sér, hvað laðaði hann að henni. Hún spurði hann, hvort hann væri að hlusta. „Ég hef heyrt þetta dálítinn tíma“, bætti hún við. „Heyrt hvað?“ Hann hallaði sér fram og horfði á andlitið, sem var við hliðina á honum í myrkrinu. „Úti. Einhvers konar skruðn- ingar“. „Ég hafði alveg gleymt því að það væri til að vera úti. Nú get ég heyrt það. Það er að verða hærra núna“. „Já, það finnst mér. Það er eins og áin sé að koma alveg á okkur“. Það fór hrollur um hana. „Hvað eigum við að gera?“ Hann opnaði hurðina á bifreið- inni. ,,Ég ætla að fara og vita, hvað er að ske“. „Það mætti halda, að þú vildir, að eitthvað kæmi fyrir. Ég held þú viljir það. Ef þú ert ekki var- kár, getur þá látið eitthvað koma fyrir“. Hann var nú kominn út í skýl- ið, og það virtist vera mjög blautt. Vatnið virtist vera allt í kring um þau úti, og það var að koma inn í skýlið. Það var þó erfitt að greina nokkuð, því að ljósin á bifreiðinni lýstu ekki í þá átt. „Roger!“ kallaði Gladys til hans. Honum fannst einkennilegt að heyra skírnarnafnið sitt kall- að út úr myrkrinu af ókunnri röddu. Honum fannst eins og hann hefði farið fimmtán ár aft- ur á bak og byrjaði nú lífið að nýju. „Ef þú ætlar langt í burtu, bíddu þá eftir mér“, hélt hún áfram, „þvx að ég ætla þá að koma með þér“. „Ég ætla ekki langt“, svaraði zsm : Amerísku straubretfin eru komin aftur. — Vönduð og ódýr „GEYSIR“ h.f. Veiðarfæradeildin Gólffeppi margar stærðir, mjög falleg og vönduð. Einnig gólfmottur einlitar og mislitar. Nýkomin „Geys/V’ h.f. Veiðarfæradeildin Hvor tvíburinn notar TONI og hvor notar dýra hárliðun?* VILLllVfAÐURBIM!\l 7 8 Skipaði hann síðan matsveininum að reka drenginn úr vistinni og það þegar í stað. Matsveinninn var hins vegar orðið hlýtt til drengsins og lét hann hafa starfaskipti við að aðstoða garðyrkjumanninn. Drengurinn varð nú að vinna úti í garðinum hvernig sem viðraði. Einu sinni um sumarið var ákaflega heitt í veðri. Tók hann þá ofan húfuna til þess að láta vindinn leika um enni sér og hár. j En þá var það sem sólin skein á gulllokkana, og endur- vörpuðu þeir geislunum inn um svefnherbergisglugga kóngs- dótturinnar. Hún var einmitt stödd inn í svefnherberginu þegar þetta átti sér stað og spratt á fætur og leit út um gluggann. Og þá kom hún auga á drenginn og kallaði til hans: ( „Færðu mér blómvönd, drengur minn.“ Hann flýtti sér að setja upp húfuna aftur, tíndi fullt fangið af villtum blómum og batt þau saman. Á dyraþrepunum mætti hann garðyrkjumanninum, sem sagði við hann: „Hvernig dettur þér í hug, drengur að færa kóngsdóttur- inni svona ómerkileg blóm? Farðu nú aftur niður í garðinn og taktu blóm í vermireitnum, þau eru bæði sjaldgæf og dýr.“ „Ég er viss um að henni þykir ekki vænna um að fá þau en þessi blóm. Það er alltaf sterkust angan af villtum blóm- um,“ svaraði þá drengurinn. Hann hélt síðan áfram inn til kóngsdóttur. Þér hafið dvallt efni d að kaupa Toni joecjar joér jarjniát bár lé Enginn er fær um að sjá nusmuninn á dýrri hárlið- un og Toni. Með Toni getið þér sjálfar liðað hár yðar heima hjá yður og Toni er bvo ódýrt að þér getið ávallt veitt yður það þegar þér þarfnist hárliðunar. — Toni gefur hárinu fallegan blæ og gerir hárið sem unar sjálfliðað. Toni má nota við hvaða hár sem er og er mjög auðvelt í notkun. — Þess vegna nota fleiri Toril en nokkurt annað perma- nent. * Josephine Milton, sú til vinstri notar Toni. Hárliðunarvökvi kr. 23,0* Spólur........... — 32,2* Gerið hdrið sem sjdlfliðað — Bezf að auglýsa í Morgunblaðinu -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.