Morgunblaðið - 24.05.1955, Side 16
Veðurúfli! í dag:
SA stinningskaldi. Rigning öðru
hvoru.
ttrgtmMðMÞ
115. tbl. — Þriðjudagur 24. maí 1955
Kosningabaráftan
í Bretlandi. — Sjá grein á bls. 9.
Kiriff Sol á ilol í gœr
eftir 3 mánaða strand
SÍÐDEGIS í dag er brezka eftirlitsskipið væntanlegt hingað til
Reykjavíkur með togarann King Sol, sem björgunarmenn frá
Hamri náðu á flot í gærmorgun. Vantaði þá fimm daga upp á að
J>rír mánuðir væri liðnir frá því King Sol strandaði á Meðal-
landsfjöru.
Björgun togarans hafði verið kvæmd bráðabirgðaviðgerð og
mjög vel undirbúin af starfs-
mönnum Hamars, sem alltaf
höfðu trú á því að unnt væri að
ná skipinu á flot aftur. Hefur
Bjarni Jónsson verið verkstjóri
við björgunina. í gærmorgun, er
togaranum var bjargað, var Bene
dikt Gröndal verkfræðingur þar
eystra, ásamt fulltrúa vátryggj-
enda í Bretlandi og Geir Zoega
yngri, sem var fulltrúi Rinovia-
félagsins við björgun skipsins.
(ÍEGNUM SANDINN
Milli kl. 4—5 í gærmorgun, var
byrjað að láta vél skipsins vinna.
Vírar höfðu verið festir í brezka
eftirlitsskipið Mariner, sem lá
fyrir utan, og var sem akkeri
úr afturstefni togarans. Hægt og
hægt mjakaðist togarinn gegnum
iandinn og eftir rúmlega þrjár
klukkustundir var hann kominn
gegnum sandleðjuna og flaut. —
Var klukkan þá um 8.
DREGINN TIL REYKJAVÍKUR
Eftirlitsskipið tók togarann
síðan í eftirdrag, en stýri hans
er laskað, svo skipið lætur ekki
vel að stjórn. — Þá eru skemmd-
ir í botni og lekur togarinn lít-
i+sháttar. Nokkrar aðrar minni-
liáttar skemmdir hafa orðið.
Geir Zoéga yngri, skýrði blaðinu
svo frá í gær, að björgunin hefði
það dregið út til Bretlands.
Bjarni Benedikísson
gegnir störfum forsætis-
ráöherra í fjamiton
Ólafs Thors
VEGNA utanfar.ír Ólafs Thors,
forsætisráðherrai, f embeettiser-
indum, hefur B.jama Benedikts-
syni, dóms- og merfrstíamáiaráð-
herra, verið faljíí að gegna for-
sætisráðherrastökfarrt «rn stund-
arsakir.
(Frá forsætisráðMMytínu).
asarnimi
Barbara Árnason og Ásdís Sveinsdóttir
sýna þar veggteppi og siifursmíði.
D A G kl. 1 e. h. verður opnuð í Þjóðmingjasafninu listiðnaðar-
sýning sem tvær íslenzkar listakonur standa að, þær Barbara
Árnason og Ásdís Sveinsdóttir. Þær sýna þar aðallega tvennskonar
muni, veggteppi, sem frú Barbara Árnason hefir gert og silfur-
smíði eftir Ásdísi Sveinsdóttur. Munirnir eru nýkomnir af alþjóða
listiðnaðarsýningu í Múnchen í Þýzkalandi, sem þar stóð fyrir
nokkru í um hálfan mánuð. Sýning þeirra Barböru og Ásdísar
verður opin almenningi n. k. hálfan mánuð frá kl. 1—10 e. h.
dag hvern.
I
NÝJUNG Á ÍSLANDI
Frú Barbara Árnason hefir
eins og kunnugt er aðallega feng-
izt við listmálun hingað til og
er þegar þekkt á því sviði.
„Það er ekki fyrr en fyrir um
ári síðan, að ég tók að fást við
tekizt mjög vel. Hér í Reykja-1 veggteppagerð", sagði frúin við
vík fer togarinn þegar í slipp,' fréttamann Mbl. í gær. 13 vegg
þar sem skemmdir verða kann-
aðar nánar. Er óvíst hvort skipið
verður gert haffært eða fram-
teppi eru á sýningunni og auk
þess ein ofnhlíf af sömu gerð og
teppin. Þessi teppi eru all frá-
Hý kirkja fyrir 200 lóknar-
börn Asólfsskálakirkju
Vígð á sunnudaginn var.
Vík í Mýrdal 23. maí:
IGÆR fór fram vígsla nýrrar
kirkju að Ásólfsskála undir
Eyjafjöllum, að viðstöddum mikl-
»m mannfjölda. Biskup íslands,
l»erra Ásmundur Guðmundsson,
•framkvæmdi vígsluna. Hófst at-
höfnin kl. 1. Þá gengu prestvígð-
»» menn til kirkju með biskup í
fararbroddi og báru hina helgu
gripi kirkjunnar, sem þeir af-
hentu biskupi fyrir altari. Hófst
síðan vígsluathöfnin sjálf. Er
biskup hafði flutt vígsluræðu og
lýst vígslu kirkjunnar steig sókn-
arpresturinn, séra Sigurður Ein-
arsson í stólinn og flutti prédik-
un. í lok guðsþjónustunnar flutti
formaður sóknarnefndarinnar,
Þórður Tómasson rithöfundur,
Vallnatúni, ræðu þar sem hann
rakti sögu kirkjubyggingarinnar
í stórum dráttum.
Á dögum fyrstu kristni hér á
landi var reist kirkja að Ásólfs-
skála. Hélst svo fram yfir siða-
bót. Þá var kirkjan þar lögð nið-
ur. Seint á 19. öld var kirkjan
aftur reist þar, flutt frá prest-
setrinu í Holti. Er kirkja sú er
þá var reist, tók að gerast hrör-
leg og lítt hæf til messugjörða,
fór að vakna hreyfing um bygg-
ingu nýrrar kirkju. Má telja að
þáverandi sóknarprestur í Holti,
séra Jón M. Guðjónsson nú á
Akranesi, hafi verið upphafsmað-
ur þeirx-ar hreyfingar. Var fjár-
söfnun hafin til kirkjunnar þeg-
ar árið 1939.
Var söfnun síðan haldið áfram
í nokkur ár og byggingafram-
kvæmdir hafnar árið 1944. Síðan
varð hlé á frekari framkvæmd-
um um sjö ára skeið, ýmissa or-
saka vegna. Aftur var hafizt
handa árið 1951 og hefur verið
unnið að byggingunni síðan.
Hefur söfnuðurinn sýnt mik-
inn áhuga og fórnarlund við
kirkjusmíðina. Má nefna að alls
munu hafa verið gefnar um 7000
vinnustundir við hana. Þar hafa
allir lagst á eittyngri sem eldri.
Alls mun kirkjan kosta uppkom-
in um 300,000 krónur. Þarf mikið
átak fyrir fámennan söfnuð að
koma upp þessari kirkju. Alls
munu safnaðarmenn vera tæp
200.
Kirkjusmiður var Sigurjón
Magnússon, Hvammi. Eftir að
vígsluathöfninni var lokið, sátu
allir kirkjugestir sem því gátu
við komið, hóf í boði sóknar-
nefndar í samkomuhúsinu að
Heimalandi. Voru þar fluttar
margar ræður og ávörp og þakk-
ir færðar þeim mönnum sem
mest og bezt hafa unnið að fram-
gangi kirkjubyggingarmálsins.
Sátu menn þar í góðum fagnaði
til kvölds.
Kirkjan er steinsteypt og mun
taka um 200 manns.
brugðin þeirri gerð veggteppa,
sem við eigum að venjast. Þau
eru ýmist flest úr Álafoss-efni,
en sum úr striga og síðan eru
útklipptar myndir úr öðru efni
í ýmsum litum festar með snúr-
um á klæðið. Mun slíkt ekki hafa
þekkzt hér á landi áður. Er hér
um að ræða einkar haglega gerða
og smekklega vinnu.
ÞRÆÐIR EKKI
TROÐNAR SLÓÐIR
Ásdís Sveinsdóttir er Reyk-
víkingur. Hún lagði stund á silf-
ursmíði hjá Leifi Kaldal silfur-
smið hér í bænum og lauk iðn-
námi í þeirri grein.
Síðan hefir hún unnið sjálf-
stætt að silfursmíði og þarna á
sýningunni á hún 14 muni, ýmis-
konar skartgripi, svo sem háls-
festar, armbönd, eyrnalokka —
og einn hring. Sérstaka athygli
vekur hálsfesti með snæuglu- ■
klóm norðan úr Grímsey, sem
komið er haglega fyrir í silfur- *
smíðinni og yfirleitt eru allir
gripirnir settir fleiri og færri ís- j
lenzkum steinum, ýmist hrafn-
tinnu, kartsi eða ýmsum ópalteg- I
undum. Ásdís teiknar að jafnaði.
smíðisgripina upp sjálf og smíð- j
ar svo eftir og þræðir þar ekki j
troðnar slóðir. Eru margir grip-
anna hinir athyglisverðustu, enda
þegar eftirsóttir.
FYRSTA ÞÁTTAKA
ÍSLENDINGA
Spurðar frekari frétta af áður
nefndri listiðnaðarsýningu í
Múnchen, höfðu þær frú Bar-
bara og Ásdís fremur fátt að
segja að svo komnu, þar eð henni
er rétt nýlokið og þær voru þar
ekki sjálfar en sendu þangað út
muni sýna á vegum Listiðnaðar-
félags íslands, sem hér var stofn-
að fyrir skömmu. Nokkrir fleiri
íslendingar áttu muni á sýning-
unni og er þetta í fyrsta skipti,
sem íslendingar taka þátt í þess-
ari sýningu, sem fer fram árlega
í Múnchen. Kváðust þær vænta
fregna af sýningunni innan
skamms — en ekki er ólíklegt,
að marga muni fýsa að sjá þessa
nýstárlegu sýningu þeirra í Þjóð-
minjasafninu, sem nýkomin er
heim frá Þýzkalandi.
Flugvélin Edda fyrir framan flugstöðina í Luxemborg. — Á neðrl
myndinni eru tvær af flugfreyjum flugvallarins ásamt tveim flug«
freyjum Loftleiða, þeim Sigríði Gestsdóttur og Ingveldi Dagbjarts-
dóttur. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Mikil þátttaka í Vest-
mannaeyjaför Heimdallar
---------------------I
KHÖFN 22. maí. — Tvö dönsk
íþróttafélög verða áttræð í þess-
ari viku. Eru það íþróttahreyf- J
ing Maríusar Leférve og Gymna-
stikpædagogen. —Reuter.
EINS og áður hefir verið skýrt
frá, efnir Heimdallur, félag
ungra Sjálfstæðismanna, til
skemmtiferðar til Vestmannaeyja
um hvítasunnuna. Upphaflega
var gert ráð fyrir að farið yrði
með m.s. Heklu, en af því verður
ekki, þar eð nokkrar skemmdir
urðu á skipinu fyrir nokkru, svo
að það verður í slipp um hvíta-
sunnuna. Hins vegar verður far-
ið með Esju eins og í fyrra í hinni
glæsilegu hvítasunnuför til Eyja.
Gífurleg þátttaka verður í þess
ari för, og fyrir Iöngu er allt
farþegarúm pantað. Má því gera
ráð fyrir að þátttakan verði sem
skiprúm frckast leyfir eða um
300 manns.
Farið verður héðan frá Revkja-
vík kl. 2 e.h. á laugardag fyrir
hvítasunnu. Gert er ráð fyrir að
ýmislegt verði til skemmtunar á
leiðinni. f förinni verður t. d. hin
vinsæla danshljómsveit Björns
R. Einarssonar, sem mun leika
fyrir dansi á skipsfjöl. Á hvíta-
sunnumorgún verður siglt um-
hverfis Vestmannaeyjar. Flutt
verður guðsþjónusta á skipsfjöl,
og mun séra Jóhann Hlíðar
predika. Síðar um daginn verður
Vestmannaeyj abær skoðaður. Um
Fyrsfi farseðillinn
með Luffhansa
í GÆR var hér keyptur fyrsti
farseðillinn með áætlunarflugvél
frá þýzka flugfélaginu Lufthansa
á leiðinni London-—Múnchen. .—
Flugfélag íslands annast sölu
farseðla milli borga í Evrópu
fyrir Lufthansa. En það hefur,
sem kunnugt er nýlega hafið á-
ætlunarflugferðir víðsvegar um
Evrópu.
Fyrsta áætlunarferð Lufthansa
til London var 16. þ. m. Enn
hefur ekki endanlega verið geng-
ið endanlega frá samnmgum milli
Lufthansa og Flugfélags íslands,
en sennilega mun F. í. verða um-
boðsfélag fyrir Lufthansa hér á
landi.
(
kvöldið efnir Félag ungra Sjálf-
stæðismanna þar til samkomu.
Verður mjög vandað til þeirrar
skemmtunar. Á annan í hvíta-
sunnu verður farið um Vest-
mannaeyjar og skoðaðir þar ýms-
ir merkir staðir, svo sem Herjólfa
dalur, Stórhöfði, Helgafell og
fleira. Um kvöldið kl. 8 hefst dana
leikur á skipsfjöl og á bryggju,
og verður dansað til kl. 10, en þá
verður siglt heim á leið.
Þess er fastlega óskað, að þátt-
takendur, sem ekki hafa vitjað
frátekinna farmiða geri það i
dag milli kl. 5—7 í skrifstofu
Hcimdallar í Vonarstræti 4. Mið
arnir verða annars seldir öðrum.
Brezkl herskip
í heimsákn !
BREZKA sendiráðið hefur til-
kynnt að H.M.S. Adamant mun|
koma í heimsókn til Reykjavík-
ur 28. maí og vera til 30. maí.
Skip þetta er stórt birgðaskip
fyrir kafbáta, og hefur nú sem
stendur eftirlit með tólf kafbát-
um. Stærð skipsins er 685 fet.
Skipin hafa samtals 780 manna
áhöfn, þar af eru 80 yfirmenn.
Skipið lá í gær fyrir utan höfa
ina í Keflavík. ,
Valur
vann
í GÆRKVÖLDI kepptu Valur og
Víkingur í yfirstandandi Reykja-
víkurmeistaramóti og fóru þá
leikar svo að Valur vann með
miklum yfirburðum, 5 mörkunf
gegn engu. Síðasta markið vap
skorað er aðeins voru eftir urrs
20 sek. af leik er Víkingur fékla
á sig vítaspymu.
58 fórust. H
KHÖFN 22. maí. — 58 manns,
fullorðnir og börn, létu lífið 7,
þ. m., er kviknaði í kvikmynda-
húsi meðan á sýningu stóð 1
pólska bænum Wielocole-
Skrzynski. Flestir þeirra, er lét-
ust tróðust undir, er fólkið þyrpt-
ist út undan eldinum. —Reuter.