Morgunblaðið - 07.06.1955, Síða 8

Morgunblaðið - 07.06.1955, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. júní 1955 Ottf.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðatín.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigw Lesbók: Árni Óla, simi 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgrei'ðsla. Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjaid kr. 20.00 á mánuði innanlanda í lausasölu 1 krónu eintakið. Hálfrar aldarafmæli sambands- slita Morðmanna og Svía HINN 7. júní árið 1905 sam- þykkti norska Stórþingið að segja slitið konungssambandi Noregs og Svíþjóðar. En frá 1814 hafði Svíakonungur einnig verið þjóðhöfðingi yfir Noregi. Árin 1536 til 1814 hafði Noregur hins vegar lotið Danakonungi. Með grundvallarlögunum, sem samþykkt voru á Eiðsvelli 17. maí 1814 varð Noregur frjálst og sjálfstætt ríki, en í konungs- sambandi við Svíþjóð. Tímabilið frá 1814 til 1905 mótaðist mjög af vaxandi áhuga Norðmanna fyrir algerum sambandsslitum við Svía. Það mál, sem sambands- slitunum olli 1905, var hið.svo- kallaða konsúlamál. Norska þing- ið hafði samþykkt að sett skyldi á stofn norsk konsúlöt víðsvegar um lönd til þess að gæta norskra hagsmuna. Þegar lögin um þetta efni voru lögð fyrir Óskar Svíakonung, neitaði hann að undirrita þau. Taldi hann, að með þessu væri stefnt í þá átt að Norðmenn fengju sinn eigin utanríkisráð- herra, en slíkt taldi hann ekki vera í samræmi við konungssam- bandið milli landanna. Norska þingið brást snar- lega við þessari ákvörðun konungs. Ríkisstjórnin sagði af sér og því var yfir lýst, að enginn yrði við ósk frá kon- ungi um myndun nýrrar rík- isstjórnar. Stórþingið fól þá fráfarandi ríkisstjórn að gegna störfum til bráða- birgða. Ennfremur samþykkti það að lýsa yfir, að þar sem Svíakonungur gæti ekki Ieng- ur gengt skyldu sinni sem norskur þjóðhöfðingi, væri konungssambandinu milli Noregs og Svíþjóðar slitið. Þessa ákvörðun sína tók Stór- þingið hinn 7. júní 1905. Mikill hiti og ólga ríkti bæði í Svíþjóð og Noregi á undan og eftir þessum atburðum. Norð- menn höfðu á árunum á undan eflt landvarnir sínar töluvert, vafalaust með það í huga, að til átaka gæti komið við Svía um sambandsslit. Það var hins veg- ar gæfa beggja þessara ná- skyldu þjóða að mögulegt reynd- ist að komast að friðsamlegri niðurstöðu. Svíar gerðu sér ljóst, að yfirgnæfandi meirihluti norsku þjóðarinnar vildi sam- bandsslit. Það mun og einnig hafa mildað hugi sumra Svía nokkuð, að Norðmenn buðu í upphafi sænskum prins af ætt Bernadotte að gerast konungur Noregs eftir að sambandsslit hefðu farið fram. Því boði var þó ekki tekið. Töluverðar radd- ir voru uppi um það í Noregi að gera landið að lýðveldi. Fór fram atkvæðagreiðsla um það síðar á árinu 1905 og var sam- þykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta að Noregur skyldi verða konungsríki. Var Carli Dana- prins, syni Friðriks 8. Danakon- ungs, síðan boðin konungstign í Noregi. Þáði hann það boð og settist á konungsstól hins norska konungsríkis undir heitinu Há- kon VII. Hefur hann síðan farið með konungsvald í Noregi við vaxandi vinsældir. Mun þáttur Hákonar konungs í hinni hetju- legu baráttu Norðmanna er naz- istar hernámu land þeirra aldrei verða ofmetinn. Hann kom þá fram sem hinn glæsilegi og ó- deigi foringi er gaf þjóð sinni fagurt fordæmi. Mun óhætt að fullyrða að Hákon VII. hafi tryggt sér virðulegan sess í sögu norskra konunga. I Það er hinum norrænu þjóð- um mjög til hróss, að þær hafa allar skilið skipti sín, konungssambönd og stjórn- málatengsl, með friðsamlegum hætti. Þannig skildu Norð- menn við Svia árið 1905 og ís- lendingar við Dani árið 1918 og 1944. Og nú er samvinna og samhugur meiri með þess-1 um þjóðum en nokkru sinni fyrr. Þá fyrst er þær gátu allar mætzt jafn réttháar hafði í raun og veru skapazt traustur grundvöllur fyrir norrænni samvinnu. j íslenzka þjóðin óskar norsku þjóðinni til hamingju með hálfrar aldar afmæli hinnar aigeru frelsistöku hennar. ís- lendingar hylla jafnframt hinn aldna konung Norð- manna, Hákon VII. í hugum okkar stendur hann í dag sem tákn norsks kjarks og mann dóms. Slærsía hagsmuna- ! mál sjómannsins SJÓMANNADAGURINN var há- tíðlega haldinn s. 1. sunnudag. í flestum verstöðvum landsins fóru við það tækifæri fram víðtæk i hátíðahöld. Sjómannadagurinn ! er fyrir löngu orðinn hátiðis- dagur, sem á djúpar rætur í hug- um allra íslendinga. Stærsta hagsmunamál sjó- mannsins í dag er að hagur og afkoma sjávarútvegsins verði tryggð, og þar með hans eigin laun og lífskjör. Á undanförnum I árum hefir þjóðin varið miklu ' fjármagni til uppbyggingar skip- um sínum, bæði fiskiskipastóln- um og kaupskipaflotanum. Árang urinn af þeirri viðleitni hefir orðið mikill. íslendingar eiga í dag stærri og fuilkomnari skipa- stól en nokkru sinni fyrr. í baráttunni fyrir endurnýj- un skipastólisins hefir Sjálfstæðr isflokkurinn staðið í fararbroddi. Það er því sérstaklega óviðeig- andi þegar blað kommúnista not- ar einmitt sjómannadaginn til rótarlegra árása á Ólaf Thors for- sætisráðherra, sem öllum öðrum mönnum fremur hefir beitt sér fyrir nýsköpun íslenzks sjávar- útvegs. En slík asnaspörk saka hvorki Ólaf Thors né flokk hans. ís- lenzkir sjómenn vita hverjir það eru, sem af mestu raunsæi og dugnaði hafa stuðlað að því að þeir hafa fengið ný og fullkomn- ari tæki til þess að stunda með atvinnu sína. En það er ekki nóg að eiga ný og góð skip. Rekstur þeirra verður að vera tryggður. Á. það hafa Sjálfstæðismenn stöðugt bent. Kommúnistar hafa hins vegar iagt hið mesta kapp á að koma á alhliða halla rekstri allra framleiðsiutækja landsmanna. Með siíku atferli verða hvorki tryggðir hags- munir sjómanna né annarra landsmanna. Sumaríð komið fyrir alvöru SAUÐÁRKRÓKI, 5. júní: — Nú virðist su.narið komið fyrir al- vöru hér á Norðurlandi, sterkur hiti dag jivern, en döggfall á nóttunni, jvo nú grær fljótt. Fólk haíur nú almennt sett niður í garða hér og túna- vinnsla stendur yfir í sveitinni. Sauðburður mun hafa gengið allvel, þó mun hafa gætt kvilla í lömbum með meira móti og kenna ým-ur ’4»VÍhve lengi þurfti að hafa fé inHP^vegna óveðurs- kaflans, s<=m kom þá sauðburður stóð sem hæst. DÝPKUN HAFNARINNAR Dýpkunarskipið Grettir kom hingað fyrir rúmri viku og vinn- ur að dýpkun hafnarinnar. Er ráðgert að hann verði hér a. m. k. einn manuð að þessu sinni. SÆMILEGUR FISKAFLI Fiskafli hefir verið sæmilegur að undanförnu og eru róðrar stundaðir eingöngu á opnum bát- um eins og er. Vélbáturinn Stíg- andi frá Skagaströnd, sem stund- að hefur sjó héðan í vetur og vor, er harttur í bili. jar skólabyggingar nauðsyn- legar vegna vaxandi fólksfjölda Stórstigar framfarir siðustu áratugi SKÓLAHALDI er nú að Ijúka á þessu vori hér í Reykjavík. I barnaskólum voru í vetur um 6580 nemendur í 235 deildum. Barnaskólarnir eru nú 7 að tölu. í framhaldskólum á gagnfræða- stigi voru 2150 nemendur í 79 deildum. Á skólaárinu voru 2 nýir skólar teknir í notkun. Eru það skólarn- ir í Mosgerði og við Eskihlíð, sem taka um 450 börn á aldrin- um 7 og 8 ára. FYRIR 25 ÁRUM OG NU í vor átti Austurbæjarskólinn 25 ára afmæli og er fróðlegt að bera saman ástandið í húsnæðis- málum skólanna 1930, áður en sá skóli tók til starfa og svo nú. Um 1930 voru til afnota fyrir barnafræðslu og unglinga um 25 kennslustofur, bæði fyrir bóklegt og verklegt nám. Gagnfræða- skólarnir voru á hrakhólum og höfðu ekkert öruggt húsnæði. Voru um 2000 nemendur í því húsnæði, sem þá var til umráða en nú hafa skólarnir á að skipa um 180 stofum en nemendatalan VeU andi ólrij^at': Flugsamgöngur við Grímsey. HRÓI hefir skrifað mér á þessa leið: „'Fyrir nokkru var þess getið í fréttum, að í ráði væri að hefja innan skamms reglubundnar flug ferðir milli Grímseyjar og Rvíkur. Mér þótti þetta athyglis- verð frétt og ánægjuleg. Ég hefi fylgzt með flugvallargerðinni í Grímsey undanfarin ár af mesta áhuga og nú er loks draumurinn orðinn að raunveruleika. Enginn staður á la.ndinu virðist hafa aug Ijósari þörf fyrir flugsamgöngur en einmitt þessi éinangraða byggð norður undir heimskauts- baug, sem við fæst okkar þekkj- um til, nema af einni saman af- spurn og gerum okkur jafnvel enn í dag furðulega rangar hug- myndir um. Rangt athugað EINHVER lét svo um mælt við mig nú á dögunum, að þessar flugsamgöngur við Grímsey yrðu auðvitað til þess fyrst og fremst að gera þeim Grímseyingum, sem eftir eru í eyjunni enn þá auðveldara með að komast þaðan burt sem skjótast. Ég held að þetta sé alrangt athugað. Mér dettur ekki í hug, að ímynda mér, að fólkið sem þar býr hefði ekki getað kom- izt þaðan burt fyrir löngu, ef það hefði kært sig um, enda er staðreyndin sú, að Grímseying um hefir fækkað allmjög á síð- ari árum. — En það er nú einu sinni svo, að fólk sem býr á af- skekktum og einangruðum stöð- um, festir þar miklu dýpri ræt- ur, tengist sterkari tryggða- böndum við átthaga sína en þeir, sem í margmenninu búa. — Átt- hagatryggðin á enn traust ítök í íslenzku þjóðareðli, enda þótt „jafnvægið í byggð landsins" sem stjórnmálamennirnir okkar tala svo mikið um, hafi að margra áliti raskazt ískyggilega mikið upp á síðkastið. Heppilegt tækifæri. ÞESSVEGNA er ég viss um, að flugvöllurinn í Grímsey verð ur fráleitt til að lokka Gríms- eyinga á brott, heldur auðvitað þvert á móti til að gera þeim líf- ið í eyríki þeirra léttara og ánægjulegra en hingað til, svo að þeir fái unað því glaðari við sitt eftir en áður. Ágætt finnst mér líka það fyrir komulag, að höfð skuli nokkurra klukkustunda viðdvöl í eynni í hverri flugferð, þannig, að ferða mönnum gifist kostur á að sjá sig þar um á meðan — og því 'fremur, sem ferðin verður á sunnudögum, svo að Reykvík- ingum og Akureyringum — en ætlunin mun að koma við á Ak- ureyri — er þar með gefinn kost ur á sérlega heppilegu tækifæri til að heimsækja Grímsey. Mætti segja mér, að margur verði til að nota sér það tækifæri. — En hvað sem skemmtiferðafólkinu líður, þá skiptir hitt auðvitað meginmáli, hve mikið hagræði Grimseyingum sjálfum verður að hinu væntanlega flugsambandi við umheiminn. Ég óska þeim til hamingju. — Hrói.“ Heyrt til „dimittenda" EG heyrði fyrir nokkrum dög- um á tal tveggja dimittenda, sem um þessar mundir pæla í gegnum stúdentsprófin. Annar þeirra hafði orðið illa úti í ein- hverju prófi og var heldur hyggjuþungur. — „Blessaður góði, vertu ekki að setja annað eins fyrir þig“ — sagði hinn — „þú skríður alla vega, og skyldi það ekki vera nóg? — þessi próf eru ekki annað en „húmbúgg“ hvort eð er“. — Og hinum létti augsýnilega nokkuð við þesssi orð félaga síns — en ekki var hann samt ánægður. Ef til vill — og þó. EF til vili hafði sá „léttlyndi" rétt fyrir sér — og þó. Það er að vísu afleitt — og fánýtt að gera sér of miklar grillur út af einkunnum — vera einkunnasjúkur, eins og kallað er. En það er líka jafn afleitt að verða var við algert kærulevsi og metnaðarskort hjá æskufólki, sem á að heita á menntabraut- inni. — Það er satt og rétt, að próf og einkunnir eru ekki nærri alltaf réttur prófsteinn á hæfi- leika — og þvi síður mannkosti, en samt er það nú svo, að afstaða nemandans, hvort sem í mennta- skóla er eða öðrum, til námsins qp skólans gefur oft auga leið um síðari frammistöðu hans, sem á- byrgs þjóðfélagsþegns. — Þess vegna er það alltaf gleðilegt og huehreystandi að hitta fyrir ungt skólafólk, sem er brennandi í and anum, fullt af ár-<'f‘kni og metn- aði, ósmitað af óhræsis sleninu ig skeytingarlevsinu, sem fer æskunni svo ósköp illa. Merkið, sem klæðir landið. er um 8500. Síðan 1930 hefur nemendatalan því fjórfaldast en tala kennslustofa sjöfaldast. Þegar litið er á þennan saman- burð er ljóst að aðbúnaður skól- anna hefur tekið stórkostlegum framförum. Sem dæmi má nefna að árið 1930 voru í Miðbæjar- skólanum um 2000 nemendur eða 100 á hverja almenna kennslu- stofu en nú eru þar aðeins 1085 nemendur eða rúmlega 50 nem- endur á stofu. Ný og vegleg skólahús hafa risið upp á síðustu áratugum og hefur verið lögð á það mikil áherzla að búa sem bezt að börnum og unglingum í skólunum. 10 ÞÚSUND BÖRN 1960 En þó mikið hafi áunnist er þó enn þörf á stóru átaki. Þrengsli í skólum bæjarins eru meiri en æskilegt er en fjölgun hefur orðið meiri og örari en nokkurn hefði órað fyrir. Gert er ráð fyrir að haustið 1960 muni tala skólaskyldra barna verða nálægt 10 þús- undum. Tala nemenda á gagnfræðastigi er áætluð að verði þá rúm 4000. Er ljóst að með hliðsjón af hinni miklu fjölgun og þar af leiðandi þrengslum verður að hefjast handa um áframhaldandi skólabyggingar. Er ráðgert að bygging skóla við Breiðagerði hefjist nú i sumar en sá skóli mun rúma um 540 börn. AFSTAÐAN TIL HINS OPINBERA Á yfirstandandi ári voru gef- in út lög varðandi skólabygging- ar. Samkvæmt þeim má því að- einsJprggja skóla að slík bygg- ing se samþykkt af fræðslumála- stjórninni en ríkissjóður greiðir helming byggingarkostnaðar. Teikning af hinum nýja skóla við Breiðagerði verður á næst- unni lögð fyrir hið opinbera til samþykktar og hefst bygging hans að fengnu leyfi. Það hefur staðið fram- kvæmdum í byggingarmálum skólanna í Reykjavík mjög fyrir þrifum hve ríkissjóður hefur staðið illa í skilum við Reykjavíkurbæ vegna skóla- bygginganna. Hefur ríkið skuldað bænum stórfé vegna þessa og nemur sú skuld nú um 8 milljónum króna. Er þess að vænta, að rikissjóður sjái sóma sinn í að greiða Reykjavíkurbæ þetta fé eins og lög standa til svo það geti orðið notað til frekari fram- kvæmda í þágu skólanna. ÞRÓUNIN HELDUR ÁFRAM Það er fjarri því, að nokkur kyrrstaða hafi átt ?ér stað í skóia máiunum af hálfu bæjarfélags- ins, eins og þróunin á síðustu ára tugum sýnir Ijóslega. Bæjarbú- ar hafa líka fyrir augunum mörg myndarleg skólahús, sem sanna þetta glögglega. En þróunin verður að halda áfram og mun gera það. Hin öra fjölgun barna og unglinga kallar á nýjar fram- kvæmdir og því kalli verður að hlýða. HELSINFORS, 6. júní. — Á árs- þingi finnska jafnaðarmanna- flokksins var samþykkt einróma að styðja Fagerholm, fyrrum ráð- herra, við forsetakosningar sem fram eiga að fara næsta ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.