Morgunblaðið - 16.06.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1955, Blaðsíða 4
f 20 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. júní 1955 VINNUCETA OG VINNUFÖTLUN HVAÐ SETUR VINNU- HÆFNINNI TAKMÖRK? FLESTUM þeim, sem nokkur kynni hafa af atvinnulífinu og .vinnandi fólki mun vera það ljóst, að vinnugeta manna er mjög misjöfn. Sumir eru mjög fjölhæfir, það er sem þeir geti innt flest störf af hendi með góð- um árangri. Aðrir eru til fárra starfa hæfir. Sumir eru afkasta- miklir, aðrir seinir og verður lítt úr verki. Margt hefur áhrif á vinnugetu manna. Helztu þættir umhverfis og upplags, sem þar koma til greina eru: 1) Greind og ýmsir áskapaðir hæfileikar, því meiri sem skiln- ingur og námsgeta er því fjöl- hæfari getur maðurinn orðið og því vandasamari störf getur hann numið og unnið. 2) Skapgerð og tilfinningalíf. Margir skapgerðargallar geta gert mann lítt hæfan til að starfa með öðrum og þar með lítt hæf- an til flestra eða allra starfa. Tilfinningalíf svokallaðra and- lega heilbrigðra manna hefur líka meiri áhrif á vinnuafköst og vinnugæði en menn almennt gera sér grein fyrir. Tiltölulega vægar tilfinningalífstruflanir geta skert vinnuafköst að mun og gert menn lítt hæfa til að gegna ýms- um vandasömum störfum. 3) Verkkunnátta. Það segir sig sjálft, að sé um störf að ræða, sem krefjast ákveðinnar mennt- unar, er vinnugeta þeirra, sem hafa ekki aflað sér nauðsynlegr- ar kunnáttu, engin eða lítil mið- uð við slík störf. 4) Verkþjálfun og - starfs- reynsla. Þetta er nokkuð annað en verkkunnátta. Sá, sem lengi hefur verið vinnulaus, er nokk- urn tíma að venjast eða þjálfast til að geta unnið fullan vinnu- tíma og náð sæmilegum vinnu- afköstum. Auk þess hefur starfs- reynsla mikil áhrif á þor manns til að reyna við þau störf, sem hann á völ á. 5) Áhugamál. Til þess að geta innt starf vel af hendi verður maður að vilja það sjálfur, og hafi maður mikinn áhuga á vinnu sinni er líklegt að afköstin verði meiri og betri en ella. Algengt er að sjá fólk telja sjálfu sér trú um, að það sé ekki fært um að vinna ýmis störf, sem það tel- ur ekki fín eða samboðin sér, með þeim árangri, að það getur ekkert gert. 6) Síðast en ekki sízt má nefna heilbrigðisástandið, en það er sá þátturinn, sem mestu ræður um það, hvort maður er algerlega ófær til vinnu eða ei, og þegar talað er um vinnufötlun er fyrst og fremst átt við þau takmörk, sem heilbrigðin setur vinnuget- unni. Sé starfsgeta skert af heilsu- farslegum ástæðum, geta hinir fimm þættir, sem nefndir voru, hæfileikar, skapgerð, verkkunn- átta, starfsreynsla og áhugamál, ráðið mestu um það, hvaða verk maðurinn getur unnið eða hvort hann getur nokkuð. Þessir þættir ráða meiru um vinnugetu vinnu- fatlaðra en annarra manna, því að þeir geta bætt mjög upp orku- missi þann, sem af heilsuleysi leiðir. Auk þessara sex þátta eru svo auðvitað viss skilyrði, sem full- nægja þarf jafnt hjá öllum, svo að vinnugeta þeirra nýtist, en mikilvægust þeirra eru nægilegt og fjölbreytt viðurværi og nægur svefn og hvíld. HVAÐ ER VINNUFÖTLUN? Meðal allra þjóða er fólk, sem hefur mjög takmarkaða vinnu- hæfni vegna afleiðinga sjúkdóma eða slysa og stundum vegna með- fæddra líkams- eða sálargalla. Fólk þetta köllum við vinnufatl- að. Með því er átt við, að við- komandi eigi sérlega erfitt með að fá og halda starfi á frjálsum vinnumarkaði í samkeppni við aðra. Möguleikar þeirra til að ^ eftir Kristin Björrssson sálfrœðing velja sér starf eru mjög takmark- aðir. Ekki er auðvelt að greina milli þeirra, sem eru vinnufatl- aðir og þeirra, sem eru það ekki. Fæstir geta unnið hvaða vinnu sem er, og gætu því flestir talizt vinnufatlaðir miðað við viss störf. Eftirspurnin eftir vinnuafli ákvarðar líka að nokkru leyti, hve margir verða að teljast vinnufatlaðir. Sé mikil eftir- spurn eftir vinnuafli, er auðveld- ara fyrir þá. sem aðeins geta val- ið sér starf á mjög takmörkuðu sviði að fá eitthvað að gera. Sé atvinnuleysi er því erfiðara að fá vinnu, því minna maður er hæfur til að gera hvað sem er. Við getum skipt fólki í fjóra hópa eftir vinnuhæfni: a) þá sem hafa nokkurn vegin óskerta vinnuhæfni og geta valið milli fjölda starfa. b) þá, sem aðeins geta unnið einstöku störf svo vel sé, en geta því unnið fulla vinnu, fái þeir sérstaklega valið starf, sem hentar. Sumir giktveikir geta t.d. unnið viss vaktstörf, sumir blind- ir einstöku einföld störf í verk- smiðjum o. s. frv. c) þá sem geta ekki unnið fullt starf við neitt, en geta þó unnið nokkuð, geta t. d. ekki unnið með þeim hraða, sem krafizt er á venjulegum vinnustöðum, eða geta aðeins unnið hiuta dagsins. d) þá sem geta ekkert unnið, og þarfnast jafnvel umönnunar. Að sjálfsögðu eru engin greinileg takmörk milli þessara hópa. Þeir, sem Jæljast til hópanna b. og c. eru þeir sem kallast vinnufatlað- ir. Oft eru þeir líka nefndir ör- yrkjar, en það er heldur víðtæk- ara orð. Til öryrkja teljast líka þeir, sem ekkert geta unnið. Almenningur hefur tilhneig- ingu til að skipta fólki í tvo hópa með tilliti til vinnuhæfni, þá sem eru vinnufærir og þá, sem ekki eru færir til vinnu. Slík skipting er byggð á þekkingar- leysi. Til eru mörg stig vinnu- hæfni milli þess að vera vel vinnufær og ekki vinnufær. ÓLÍK SJÓNARMIÐ GAGNVART VINNUFOTLUÐUM Fyrr á tímum var oft litið nið- ur á fatlaða og þeim jafnvel út- skúfað úr mannlegu samfélagi. Til þessa lágu m. a. trúarlegar ástæður. Margar frumstæðar og fáfróðar þjóðir líta á fötlun og sjúkdóma sem refsingu guðanna fyrir drýgðar syndir mannsins. Enn í dag má finna leyfar þessa hugsunarháttar meðal einstakra þjóða og einstaklinga. Hinar stórstígu framfarir í heilbrigðismálum og félagsmál- j um á síðari tímum ruddu öðru sjónarmiði braut, að það væri sjálfsögð skylda hinna heilbrigðu að sjá öryrkjum fyrir lífsviður-! væri og annast þá. Við getum! kallað þetta hjúkrunarsjónarmið-! ið. Féiög, sem stofnuð voru til. styrktar öryrkjum störfuðu í | fyrstu samkvæmt þessu sjónar- miði, með því að beita sér fyrir | stofnun hjúkrunarheimila og stuðla að því, að örorkutrygging- um væri komið á. Hið nýjasta sjónarmið, að vinnufötluðum beri að hjálpa til sjálfsbjargar, ruddi sér fyrst j verulega til rúms á tímum síð- ustu heimsstyrjaldar og árunum eftir hana. Stöðuvalsleiðbeining- ar, vinnuútvegun og áþekk að- stoð við fatlaða er byggð á þessu sjónarmiði. Markmiðið er, að vinna að því, að hinn vinnufatl- aði geti lifað venjulegu lífi þrátt fyrir fötlun sína. Hann á að fá aðstoð til að finna og læra starf við sitt hæfi, svo að hann verði fullgildur þjóðfélagsborgari. Þetta er oft nefnt „normaliser- ings“ sjónarmiðið þar eð viðleitn- Kristinn Björnsson in er fólgin í því að láta hinn áhugamál, svo að frekar sé hægt að finna honum starf, sem hann getur fellt sig við. Oft þarfnast vinnufatlaðir líka margra upplýs- inga og uppörfunar til að þora að byrja á einhverju nýju. d) Hið uppeldislega. Það er að veita vinnufötluðum þá sér- menntun, sem þeir þarfnast við iðnskóla, verzlunarskóla, á nám- skeiðum eða á annan hátt. Mörg þau störf, sem hæfa bezt, krefjast nokkurrar sérmenntunar eða æf- ingar. Viðast er reynt að veita vinnufötluðum sem bezta verk- menntun. Sannreynt er, að þeir, sem hafa menntun á einhverju sérsviði, verða að jafnaði síður atvinnulausir en aðrir. Verk- menntun bætir því að nokkru leyti upp takmarkanir þeirra, sem geta ekki gert, hvað sem vera skal. Mikilvægt er við endurþjálfun að reyna að gera hinn vinnu- vinnufatlaða lifa eðlilegu lífi, fatlaða fullkomlega samkeppnis- þrátt fyrir fötlun sína. !færan a emhverju takmörkuðu Ástæðurnar til þess að þetta'svlðl-svo að hann verði fullkom- sjónarmið ruddi sér til rúms eru le®a_vinnufær, fai hann starf, sem margar. Helztar eru: a) Hin aukna verkaskipting og vélanotkun við nútímafram- leiðslu. Meðan öll vinna var erf- iðisvinna og verkaskipting lítil, var naumast hægt að finna störf fyrir vinnufatlaða. Nú eru mörg störf fólgin í því að líta eftir vél eða gera sömu handtökin allan daginn, því er kleift að finna miklu fleiri vinnufötluðum störf en áður. b) Skortur á verkafólki á stríðsárunum. Mönnum varð þá Ijóst, að nokkurn ónotaðan vinnukraft var að finna hjá vinnufötluðum og það var þjóð- hagslegt vandamál að geta notað hann sem bezt. c) Styrjöldin jók fjölda ör- yrkja að miklum mun. Margir misstu limi, sjón eða urðu fyrir sálrænum truflunum. Allt þetta hæfir honum. Athuganir sýna, að þetta tekst oft. Umfangsmiklar rannsóknir, sem gerðar hafa ver- ið í verksmiðjum, þar sem marg- ir vinnufatlaðir hafa verið ráðn- ir til starfa, sýna oftast að þeir afkasta eins miklu eða meiru en meðal verkamenn, eru oft minna fjarverandi og framkvæma vand- aðri vinnu en aðrir. Þetta gildir þó því aðeins, að valið hafi ver- ið starf, sem hentaði vel. MARKMIÐ ENDURÞJÁLFUNAR Höfuðmarkmið endurþjálfunar eru tvö, mannúðarmarkmiðið og hið þjóðhagslega markmið. Flest- ir viðurkenna nú á dögum í þjóð- félagi okkar, að vinnufatlaðir eigi siðferðilegan rétt á því að njóta aðstoðar, sem hægt er að láta þeim í té. Menn hafa þá fólk var þjóðfélaginu til mikillar komlzt að raun um, að bezta að byrði, gæti það ekkert unnið. d) Framfarir í læknisfræði og sálfræði. Nú er hægt að bæta heilbrigðisástand margra öryrkja meir en áður og veita þeim við- eigandi þjálfun, þá er hægt að smíða betri gerfilimi en áður. Framfarir í vinnusálfræði gera það að verkum, að nú er hægt að athuga hæfileika vinnufatl- aðra og segja fyrir um, hvers konar nám og störf þeim hæfi, með meira öryggi en áður var. HVAÐ ER ENDURÞJÁLFUN? Hér mun orðið endurþjálfun stoð, sem vinnufatlaðir geta feng- ið, er aðstoð til að finna og læra starf við sitt hæfi, svo að hann geti unnið sem aðrir, stofnað eig- in heimili og búið við svipaða að- stöðu og venjulegt fólk. Öryrkj- ar verða jafnan hamingjusamari, ef þetta tekst, en þeir yrðu, þótt þeir fengju hjúkrun á öryrkja- stofnunum eða styrk til að lifa af. Fyrir þjóðfélagið er hver ör- yrki nokkur byrði, skiptir því miklu máli, að hægt sé að gefa sem flestum kost á því að vinna fyrir sér. Hver öryrki, sem fær vinnu. þar sem hann getur unnið verða notað um það, sem kallast fullkomið starf, eykur þjóðar- „rehabitilation“ á ensku og „att föring“ í norsku. Endurþjálfun er þó ekki nákvæm þýðing á „att- föring“, sem merkir að koma fólki út í atvinnulífið á ný. Ég þekki þó ekki annað orð, sem nota mætti, og mun því nota það um starfsemi þá, sem miðar beint að því að koma öryrkjum út í atvinnulífið á ný. Endurþjálfun má skipta í fjög- ur svið: a) Hið læknisfræðilega. Það er fólgið í því að auka almennan tekjurnar með vinnu sinni, spar- ar þjóðinni örorkustyrk, sem hann yrði annars að fá og eykur oft ríkistekjurnar með því að greiða skatta. Það borgar sig því fyrir þjóð- félagið að kosta nokkru til við að finna vinnufötluðum verk- efni. FLOKKUN VINNUFATLAÐRA EFTIR SJÚKDÓMUM Allir sjúkdómar og skaðar, sem batna ekki til fulls, eða skilja líkamlegan þrótt og hæfni, svo ] eftir varanleg merki geta valdið sem hægt er með læknisaðgerð- | vinnufötlun. Helztu sjúkdóma- um, líkamsæfingum, með því að flokkar, sem koma hér til greina útvega gerfilimi o> s. frv. eru: b) Hið tæknilega. Það er að I 1) Berklaveiki. Tiltölulega stór leita starfa, sem hver einstakur hluti vinnufatlaðra er það vegna getur unnið, þrátt fyrir takmark- afleiðinga þessa sjúkdóms. Hér á anir sínar. f þjóðfélögum með landi eru ca. 25% öryrkjanna mikilli verkskiptingu er fjöldi berklasjúklingar eða eru öryrkj- starfa, sem henta misjafnlega vel ar vegna afleiðinga berklaveiki. ýmsum vinnufötluðum, og er 2) Bæklun og limlestingar. — mikið verk að leita þeirra. Oft Bæklun getur ýmist verið með- er og hægt að breyta verkfær- fædd eða afleiðing slysa eða um og vinnustellingum, svo að sjúkdóma. Gerfilimir og önnur starfið henti vinnufötluðum. , hjálpartæk gera bæklaða mjög c) Hið sálfræðilega. Það er oft vinnufæra á vissum sviðum og fólgið í að athuga hæfileika einstöku störf geta þeir unnið mannsins til náms og starfa, • full vel sem hverjir aðrir. sömuleiðis skapgez-ð hans ogl 3) Vefrænir sjúkdómar í tauga- kerfi. Algengastur þeirra er mænuveiki, þar eð flestir mænu- veikissjúklingar eru ungir og þar af leiðandi kjarkmiklir og hafa mikinn áhuga á að verða vinnu- færir, þurfa tiltölulega fáir þeirra að verða varanlegir öryrkjar. — Gefst oft vel að sérmennta þá á einhverju sviði, hafi þeir hæfi- leika til náms. Aðrir vefrænir taugasjúkdóm- ar eru ekki mjög algengir, en sumum þeim, er af þeim þjást, má finna störf við sitt hæfi. 4) Giktsjúkdómar. Hér er utn að ræða hóp ólíkra sjúkdóma með mismunandi batahorfum. — Aldur sjúklinganna skiptir miklu máli, er finna skal þeim störf. 5) Blinda og sjóndepurð. — Margir blindir geta verið full- komlega vinnufærir, einkum við ýmis einföld verksmiðjustörf eða handverk. 6) Hjartasjúkdómar. Sumum sjúklingum með hjartasjúkdóma má finna störf við sitt hæfi. 7) Meltingarsjúkdómar. Sjúk- lingar með langvinna meltingar- sjúkdóma þurfa oft að skipta um starf til að verða vinnufærir. — Sumir meltingarkvillar eiga auk þess rætur sínar að rekja til sál- rænna og félagslegra orsaka, sem hægt mun vera að nema burt m. a. með því að skipta um starf. 8) Ofnæmissjúkdómar. Oft þarf að finna ofnæmissjúklingum störf, þar sem þeir geta forðazt efni þau, sem þeir eru ofnæmir fyrir, geta sumir þeirra þá verið fullkomlega vinnufærir. 9) Greindarskortur. Margir þeir, sem eru mjög treggáfaðir, geta unnið fulla vinnu við ein- föld störf undir stjórn laginna og skilningsgóðra verkstjóra. Miklu máli skiptir þó, að treggáfuð börn eða fávitar hafi fengið heppilegt uppeldi og kennslu við sitt hæfi. Á þessu er því miður oft mikill misbrestur hér á landi. Margir foreldrar vilja ekki við- urkenna að börn þeirra séu van- gefin. Fátt er um kennara, sem sérþekkingu hafa til að kenna slíkum börnum. Afleiðingin verð- ur sú, að hins sama er krafizt af treggáfuðum- og fávitabörnum og öðrum börnum í námi og starfi, getur það valdið miklum skaða á tilfinningalífi og félags- legri aðlögun slíkra barna og gert þau óhæT til nokkurra starfa sið- ar á lífsleiðinni. Til er það lika, að algerlega sé vanrækt að kenna kennsluhæfum fávitum og er það sízt betra. 10) Sálsýki eða starfrænir taugasjúkdómar. Mikill fjöldi vinnufatlaðra er það vegna þess- ara sjúkdóma. Hópur þessi er mjög sundurleitur og er erfitt að áætla tölu þeirra, sem eru ör- yrkjar vegna sálsýki, en sjálfsagt er það 30—40% þeirra hér á landi. Hjá sumum eru geðsjúk- dómar frumorsök og eina orsök örorkunnar. Miklu fleiri eru það þó í þessum hópi, em jafnframt þjást af öðrum sjúkdómum, ým- ist er þá hin sálræna truflun af- leiðing félagslegra vandamála, sem vefrænn sjúkdómur hefur valdið, eða hún er orsök vef- ræns sjúkdóms, sem örorku veld- ur. Hér er átt við „psyko-soma- tiska“ sjúkdóma, en auðvitað geta verið skiptar skoðanir um, hvort rétt sé að telja þá, sém öryrkjar eru þeirra vegna, meðal sál- sjúkra. Auk þeirra 10 sjúkdómaflokka, sem nefndir hafa veríð, geta margir fleiri valdið vinnufötlun. Hér eru aðeins nefndir þeir al- gengustu en flestir sjúkdómar geta komið hér til greina. T ÖGGJÖF TIL AD TRYGGJA ÖRYRKJUM AÐGANG AÐ STÖRFUM í öllum þjóðfélögum, sem kom- in eru á það stig verkmenningar, að um verulega verkaskiptingu sé að ræða í atvinnulífinu, má Frh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.