Morgunblaðið - 16.06.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.06.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. júní 1955 MORGUNBLAÐIÐ 23 Finnland nútímans Hver verður nœsti forsefi Finntanés? Helsingfors, í marz. IMARZ árið 1956 mun Paasi- . kivi forseti láta af sínu virðu- lega embætti. Sama dag tekur hinn nýi forseti Finnlands við Etörfum forseta. Hver verður for- seti? Þessi spurning er í sjálfu Eér mjög mikilvæg, en. þó eink- Iim af því, að stjórnskipulag Finnlands leggur mikíl völd í hendur forsetans. Finnski forset- inn er ekki enn orðinn valdalaust einingartákn þjóðarinnar. Hann hefur úrslitaáhrif á ákvarðanir í snikilvægum og lítilvægum mál- lim og tekur beinan þátt í mynd- un stjórnarstefnunnar. Þess vegna er forsetaembættið Evo eftirsótt af helztu stjórn- málaleiðtogum landsins, og þess vegna vill hver einasti flokkur gjarna koma sínum manni að. Það er ekki sams konar fyrir- komulag og í Frakklandi, þar sem frambjóðendur til forseta- kjörs eru valdir „úr annarrí röð“ stjórnmálamannanna. í Finnlandi eru það hinir mikilvirku stjórn- málamenn í fremstu röð, sem keppa, og keppnin um forseta- embættið er hörð. Nú þegar ári áður en forsetakosningamar fara fram, mótast gangur málanna talsvert af því, sem í vændum er. Eins og segullinn dregur að sér stálið, mótast stjórnmálavið- burðir í marz 1955 af því, er verða mun í marz 1956. STJÓRNSKIPUN FINNLANDS BERGMÁLAK KENNINGAR MONTESQUIEU Er hinn mikli upphafsmaður kenninganna um vestrænt lýð- ræði, Montesquieu, ritaði sitt höfuðverk, „Andi laganna", og setti fram skýrgreiningar sínar um nauðsyn þess að draga skýr mörk milli framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins og dómsvalds- ins, hefur hann vafalaust ekki rennt minnsta grun í, að á sínum tíma yrði framkvæmdavaldið undirgefið löggjafarvaldinu. Og hann varar m. a. s. við því: „Hafi framkvæmdavaldið ekki rétt til að taka fram fyrir hendurnar á löggjafarvaldinu, verður löggjaf- arvaldið að einræði, þar sem það mun hafa að engu vald annarra yfirvalda og þar sem það getur fengið sjálfu sér í hendur öll hugsanleg völd.“ Ekki er hægt að segja, að þessi aðvörun hafi verið tekin til greina, því fer fjarri, en segja má, að stjómskipun Finnlands bergmáli þessa kenningu að nokkru leyti: Forsetinn hefur miklu meira vald en flestir aðrir þjóðhöfðingjar í vestrænum lönd- um — að sjálfsögðu að banda- ríska forsetanum undanteknum, sem er jafnframt forsætisráð- herra. Forsetinn hefur mjög mikil áhrif á utanríkismálastefnuna, hann getur lagt lagafrumvörp fyrir þingið og gefið út sérstakar tilskipanir, hann getur rofið þing, sé fullt tilefni til þess, flestir háttsettir embættismenn eru skipaðir af forsetanum, hann á rétt á hvers konar upplýsingum um allar stofnanir hins opinbera. Allt er þetta háð því skílyrði, að forsetinn fái samþykki meiri- hluta stjórnarinnar. * SPENNANDI KOSNINGAR Forsetakosningamar eru um- fangsmikill og spennandi við- burður, sem allir landsmenn fylgjast með af miklum áhuga. 15. og 16. janúar sjötta hvert ár kjósa landsmenn í almennum, frjálsum og leynilegum kosning- uÁ 300 kjörmenn, þ. e. 100 fleiri menn en við þingkosningar. Kjörmenn þessir koma saman í þinghúsinu í Helsingfors 15. febr. til að kjósa nýja forsetann. Dag- ur þessi er valinn til forsetakjörs af sögulegum ástæðum. 15. febr. 1362 tóku finnskir fulltrúar í íyrsta skipti þátt í kjöri Svía- konungs á Moraþingi. Samkeppnin i forsetakosningunum crð ári verður mjög tvisýn — frambjóðendur smærri flokkana hafa talsverða möguleika á aá láta til sýn iaka mundi sætta sig við það. Kekkonen er samt sem ftður ekki enn vonlaus um að fá at- kvæði jafnaðarmannanna. Og vegna stöðu sinnar og kænsku eru miklir möguleikar á, að hon- um takist að tala um fyrir jafn aðarmönnum. Fjandmenn hans í stjórnarandstöðunni fullyrða (en auðvitað er ekki hægt að ætla, að þeir fari 100% með sannleik- ann), að sú undanlátssemi, er Kekkonen hefur sýnt jafnaðar- mönnum í stjórnarsamstarfinu, sé liður í „sókn“ hans á þessum vígstöðvum. . . . Það er líka ástæða til að taka til greina, að verði Kekkonen forseti, getur Fagerholm orðið forsætisráðherra, og það er nú líka allgott eins og Svíar myndu gvo, að þessi sami Ralf Törngren orða það. En nú er ekki gott að hafi ekki aðeips verið ráðherra vita, hvort sænski Finninn, Karl- | samfleytt síðan 1944 heldur emn- August Fagerholm, hugsar á; ig forsætisráðherra árið 1954. — sænska vísu; en flokkur hans tapar sannarlega ekki á því, að Kekkonen sækist all ákaft eftir hylli flokksins. -ú helmingur ATKVÆÐAMAGNS TIL FORSETAKJÖRS Fái frambjóðandi til forseta- kjörs meira en helming atkvæða- magnsirís, er hann þar með kjör- inn. Fái enginn helming atkvæða- magns, verður að ganga til kosn- inga á nýjan leik. Og endurtaki sama sagan sig, er gengið til at- kvæða í þriðja sinn um þá tvo frambjóðendur, er fengu flest at- kvæði í annarri atkvæðagreiðsl- unni. Forsetakosningar hafa farið fram niu sinnum í Finnlandi, síðan Finnar fengu fullt sjálf- stæði, aðeins fjórum sinnum hef- ur þessum ákvæðum stjórnskip- unarlaganna um forsetakjör ver- ið fylgt út í yztu æsar. Víkja varð frá þessum ákvæðum í rúmiim helmingi þeirra forsetakosninga, er fram hafa farið. Stáhlberg var kjörinn af sjálfu þinginu, árin 1940 og 1943 var Ryti kjörinn af þeim kjörmönnum, er kosnir voru 1937, árið 1944 skipaði þing- ið Mannerheim forseta með lög- um, þingið kaus Paasikivi til for- setaembættis árið 1946. En er Paasikivi var endurkjörinn árið 1950, fóru kosningar fram að ákvæðum stjórnskipunarlaganna. f forsetakjörinu er nú stendur fyrir dyrum verður ekki brugðið hinni stjórnskipuðu venju. * SAMEIGINLEGUR FRAMBJÓÐANDI LITLU FLOKKANNA HEFUR MIKLA MÖGULEIKA Ætla mætti að fjölmennu flokkarnir með sína mörgu kjör- menn hefðu mesta möguleika á að fá sinn frambjóðanda kjör- inn. En svo einfalt er málið samt ekki. Forsetakjörið er þvert á móti nokkurs konar ráðstefna, og áhrif minni flokkanna verða þar meira áberandi og möguleik- ar frambjóðenda þeirra meiri. Enginn þriggja stærstu flokkanna ræður yfir fullum helmingi at- kvæðanna, og því getur komið þarna fram sá mannlegi veikleiki að vilja heldur kjósa þriðja keppinautinn, en þann hættuleg- asta, er keppt hefur við flokks- frambjóðandann á jafnréttis- grundvelli. Kjörmenn þriggja stóru flokkanna eins og smærri flokkanna hafa möguleika til að beita áhrifum sínum irínbyrðis í réttu hlutfalli við kjördæma- fjölda flokka sinna. Jafnaðarmenn eiga 54 kjör- dæmakjörna þingmenn á þingi, bændaflokkurinn 53 og kommún- istar 43. Óþarfi er að reikna með kommúnistum, þeir hafa sinn eigin frambjóðanda, sem hefur enga möguleika á að ná kosningu. Spurningin er, hvort fjölmenn- ustu flokkarnir, jafnaðarmenn og bændaflokkurinn, sem nú hafa með sér stjórnarsamstarf, geta komið sér saman um einn fram- bjóðanda til forsetakjörs. Geti þeir það, liggur málið ljóst fyrir, því að sameiginlegur frambjóð- andi þeirra fengi tvímælalaust mikinn meirihluta atkvæða. * FORSÆTISRÁÐHERRA- EMBÆTTIÐ ER LÍKA GIRNILEGT Bændaflokkurinn hefur þegar' næsta ár. Þess vegna verða þeir gert Kekkonen að frambjóðanda ' að heýja sér atkvæði utan sinna sínum í forsetakosningunum. —' eigin — allt að því jafnstóru — Jafnaðarmenn hafa nú nýlega flokka. Auðvitað eru kommúnist- valið Fagerholm. — Og hvað ar líka „í spilinu", en þeir eru verður úr því?. Hvernig ætla ekki nógu margir, og hægt er þessir „tveir tengdafeður“ að út- ! að ganga út frá því sem vísu, að kljá þetta mál? Ekki er ósenni- j smá kosningadaður við komm- legt, að sá spádómur eigi fullan únistana, myndi skipa öllum and- rétt á sér, að hvorugur muni af kommúnistum undir merki hins frjálsum vilja draga sig í hlé,1 frambjóðandans, sem ekki hefði hvorugur þeirra gæti umborið ómakað sig til að leggja blóm- það, og hvorugur flokkurinn |vönd við þröskuld Hertha Kuus- inen. Þetta vita bæði Fagerholm og Kekkonen, og þó að hinn síð- arnefndi vildi leggja mikið í söl- urnar til að komast í forseta- embættið, væri það mjög tvíeggj- að sverð að reyna að fá komm- únista til fylgis við sig í kosn- ingabaráttunni. Þetta eykur mjög áhrif borg- aralegu flokkanna á kosningarn- ar. Ég hef áður rætt nokkuð um J meg Sænska flokkinn og þau 13 kjör- dæmi, sem hann ræður yfir. — Frjálslyndi, finnski flokkurinn ræður einnig yfir 13 kjördæmum og íhaldsflokkurinn yfir 24 kjör- dæmum. Sá frambjóðandi er fær atkvæði þessara þriggja flokka í sinn hlut verður forseti Finn- lands. En það er hreint ekki auð- hlaupið að því. Litlu flokkarnir þrír vita mjög vel, hvers þeir mega sín eins og aðstæðurnar eru nú, og þeir vita líka, að það er alls ekki útilokað, að einn úr þeirra flokki gæti orðið forseti. Svo að minna þekktir frambjóð- endur hafa talsverða möguleika á að skjóta þessum tveim stjórn- málaleiðtogum þjóðarinnar ref fyrir rass. ins í Masshallen í Helsingfors á dögunum. Ræða þessi var á dag- skrá hátíðahaldanna, og Rydr’ \ lagði út af orðunum: Fre S framar öllu. Ræddi hann urn það, hvernig Finnar hefðu í vaxandi mæli eít- ir síðustu heimsstyrjöld bægt frá sér eriendum áhrifum og sótzt fyrst og fremst eftir því að lifa síhu eigin lífi og varðveita þjóð- skipulag sitt. Hann hélt áfram: Um sjö alda skeið hafa Finnar og Svíar átt stöðug samskipti og þessar tvær þjóðir hafa þroskað I með sér ást á lögheimiltiðu frelsi. Það er því eðlilegt, að . við höidum áfram að styrkja I vináttuböndin við hin Norður- löndin og aukum þau menning- arlegu samskipti, sem þegar hafa borið svo ríkulegan ávöxt. * TORNGREN GETUR LIKA ORÐIÐ FORSETI Sænski flokkurinn hefur enn ekki útnefnt sinn frambjóðanda. En í ræðu á dögunum lýsti John Österholm yfir því, að Ralf Törn- gren yrði frambjóðandi flokksins við forsetakjör. Hefur hann nokkra möguleika til að vera kjörinn? Sænskur Finni, sem hef- ur á sínu bandi aðeins 13 þing- menn af 200 og álíka áhrif meðal kjörmannanna? Þessu má svara Hann ætti alveg eins að geta orðið forseti. Ihaldsflokkurinn hefur ekki heldur valið frambjóðanda sinn ennþá, en það er mál manna, að sá verði prófessor Ravila, rektor háskólans, maður í miklu áliti, frábær skipulagsfrömuður, ágæt- ur mælskumaður, virðulegur og tígulegur. Fagerholm ★ ÓÞEKKTUR MAÐUR Á SKÁKBORÐI KOSNINGANNA Öruggast er samt að gera ráð fyrir, að bæði Kekkonen og Fag- erholm geri sínar hosur Prænar fyrir forsetaembættinu febr. * HÆTTULEGASTI KEPPINAUTURINN Finnski flokkurinn, sem er mikilli grósku, hefur valið sinn frambjóðanda, það er borgar- stjórinn í Helsingfors, Eero Ryd- man, og hann er vafalaust hættu- legasti keppinautur Kekkonens og Fagerholms, því að hann hef- ur mikla möguleika á því „að smala“. Rydman er alúðlegur maður, vel menntaður, kemur vel fyrir, kænn og gætinn. Hann er laus við skapbresti og á ekki fleiri óvini en einn stjórnmála- maður kemst hjá að afla sér. Hann er dyggur, og almenning- ur veit, að hann muni finna til sinnar miklu ábyrgðar sem for- seti, hann mun ekki vera mjög flokksbundinn, m. a. af því að flokkur hans er svo lítill, í ágrein- ingi Finna og sænskra Finna mun hann fylgja stefnu Paasikivis. Hann mundi ekki láta stefnu þingsins sérstaklega mikið til sín taka — og það er mikill kostur í augum margra þingmanna. — Hann er í senn gagnlegur og ekki sérstaklega hættulegur — nema þegar um forsetakosningar er að ræða. * FRELSIÐ FRAMAR ÖLLU Staða yfirborgarstjórans í Helsingfors er embættismanns- staða. Rydman hefur raunveru- lega ekki tekið þátt í stjórnmála- baráttunni í tuttugu ár. Það var því hlustað á hann með mikilli eftirvæntingu, er hann flutti ræðu sem frambjóðandi Finnska flokksins á hátíðahöldum flokks- ★ VANDKVÆÐIN VERÐUM ' VrD AÐ LEYSA AF EIGIN RAMMLEIK Við b.öfum lært að dylja þann kvíða, sem við ölum í brjósti vegna örðugra milliríkjamála. —. Útlendingar álíta oft, að við höf- um lagt árar í bát og gefið okkur örlögunum á vald: Þetta er mikill misskilningur, þjóð okkar er al- veg eins ákveðin í því og áður að verja sjálfstæði sitt. Jafnvel þótt varnir okkar byggist nú á breyttum forsendum eru öll lík- indi til, að okkur takist að efla þær. Við skulum alltaf minnasí þess, að lélegar varnir auka árásarhættuna, aftur á móti get- ur vel æfður og vel vopnum bú- inn her með tilveru sinni einni saman komið í veg fyrir árás. Til að afla okkur álits meðal ann- arra þjóða, verðum við — án þess að blanda okkur í ágreiningsmál, sem ekki snerta okkur — að hafa hugrekki til að leysa okkar eigin vandkvæði. hver svo sem þau eru — af eigin rammleik. Að af- neita fortíðinni, að beygja okk- ur í auðmýkt fyrir einu stórveldí eða öðru — slíkt er ekki aðall vor. Eero Rydman lauk sinni at- hyglisverðu ræðu þannig: — Frelsið er það andrúmsloft, sem þjóð okkar þarf til að taka framförum, lifa og þrífast. Þetta frelsi, sem ég hef rætt um má samt sem áður ekki breytast í sjálfsnám. Andstaða sjálfsnáms- ins er aginn. Áhrifamesti og var- anlegasti aginn er sjálfsaginn. Það er ekki hægt að tileinka sér hann með því að takmarka frels- j ið. Vafalaust eigum við enn langa leið eftir að því marki að hafa tileinkað okkur allan kjarna frelsisins. í þeim kjarna felst fyrst og fremst rík ábyrgðartil- finning, nægileg ábyrgðartilfinn- ing til að nota sér frelsið, svo að árangurinn af starfi okkar og líf- erni verði ættjörð okkar til seni mests gagns.... ★ BÍÐUM OG SJÁUM HVAÐ SETUR Þetta var frábær ræða. Sá maður, sem heldur slíka ræðu getur ekki verið maður lítilla sanda og lítilla sæva. Þetta er h'ka ræða, sem er dæmigerð fyrir Finnland nútímans — með sitt háleita frelsistakmark. Stjórn- málafréttaritarar og sérfræðing- ar álíta, að Eero Rydman verði — a. m. k. einhvern tíma í kosn- ingabaráttunni — sameiginlegur frambjóðandi Finnska flokksins, Sænska flokksins og íhaldsflokks ins. Og þá stingur þessi stóra spurning upp kollinum: Hver á að vrkja fyrir hverjum? Eitt er víst, Kekkonen dregur sig ekki í hlé sem frambjóðandi. Greiða jafnaðarmenn þá atkvæði með. Kekkonen eða Rydman? Eða mun flokkur Rydmans kjósa Fager- holm? Mikið er komið undir fram- kvæmdum Kekkonens á næstu; tíu mánuðum, hann verður önn- um kafinn, en fram á síðustu Frh. af bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.